Morgunblaðið - 23.06.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. júní 1963
MORGVNBLAÐ1Ð
15
Þær frönsku skiptu um
húninga á þremur mín.
— Fötin flest
úi striga
og olsilbi
ÞÆR voru margar konurnar
— og raunar karlmenn líka —
sem komu til að sjá frönsku
sýningarstúlkurnar Michele og
Dominique sýna Parísartízk-
una á Hótel Sögu á föstudags-
kvöldið. Þær sýndu 50 alklæðn
aði, eins og áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu. Kynnir
sýningarinnar var frú Ragna
Ragnars, sem komst svo að
orði, að einkenni Parísartízk-
unnar í ár væri látleysi og
vönduð vinna. Þröng pils væru
ekki vinsæl og mittið mætti
helzt ekki sjást.
Við birtum hér nokkrar
Gluggar á bakinu virðast
njóta vinsælda lun þessar
mundir í Paris. Gluggakjóll-
inn hennar Michele var blá-
grænn úr strigaefni, með
grábrúnum leggingarbönd-
um í hálsmáUð. Xvær slauf-
ur prýði kjólinn að aftan,
eins og sjá má af myndinnL
Sýningarstúlkumar Michele (L v.) og Dominique, báðar i
fallegum alsilkikjólum, ermalausum og teknir saman með
mjóu bandi í mittið. Kjóll Michele er svartur og hvítur, en
kjóll Dominique gulur og appelsínubleikur.
(Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
Michele var ákaft klappað
lof í lófa þegar hún birtist
í þessum klæðnaðL Strigi
og alsilki virðast ekki skyld
efni, en engu að síður er
pilsið úr striga og blússan
úr silki. Hún er doppótt og
skreytt pífu að neðan. Mitt-
islínan er rétt fyrir ofan
mittið.
myndir frá tízkusýningunni
fyrir þá, sem ekki eiga þess
kost að sjá hana með eigin aug
um. Aðalliturinn var allskon-
ar afbrigði af bleikrauðum og
fjólubláum lit, ennfremur
svart og hvítt, en við og við
skaut upp margvíslegum öðr-
um litum, gult, grænt og blátt;
Sýningin tók nokkuð langan
tíma og þótti mörgum hún
ekki nógu fjölskrúðug. Sýning
arstúlkurnar gengu hornanna
á milli í Súlnasalnum og
skiptu um búning á mettíma,
eða um það 3 mínútum. All*
skiptu þær um 25 sinnum
hvor og þurftu jafnan að gæta
þess að vera í skóm og méð
hatta í viðeigandi litum.
Eins og venja er á tízku-
sýningum erlendis var hægt
að panta fötin sem sýnd voru,
en þau voru öll frá Galeries
Lafayette vöruhúsinu í París.
Þær voru ekki ófáar er hurfu
bak við tjöldin til að skoða
kjólana og spyrja um verð
Dominique í kjól úr ullarefni, með tvöfaldri hnapparöð að
framan. Pilsið er af klukkugerðinni, víkkar út að neðan, eins
og flest tízkupils. Hún heldur á köflóttri kápu í hendinni.
Kápan er með ísettum ermum, tvíhneppt og hornakraga.
Michele gengur um saiinn í sægrænni ullarkápu. Kápan er hneppt stutt niður og undir henni
er samlitt pils.
Smurt braud
og snittur
Opið frá kl. 9—11,30 e.h.
Sendum heim.
Brauðborg
Frakkastig 14. — Simi 18680
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Simi 11171.
Þórshamri víð Templarasund
Malflutningsstofa
Guðlaugur Þorláksson,
Einar B. Guffmundsson,
Guðmundur Pétursson.
Aðalstræti 6, 3. hæð.
fnji Ingimundarson
hæstaréttarlögmaður
Klapparstíg 26 IV. hæð
Sími 24753
Síldarsöltunarstúlkur
Stúlkur óskast til síldarsöltunar á Siglu-
fii’ði. Fríar ferðir. Gott húsnæði.
Upplýsingar í síma 24754.