Morgunblaðið - 30.06.1963, Page 1
24 slSur
50. árgangur
144. tbl. — Siinnudagur 30. júní 1963
Prentsmiðja Morgrinblaðsins
Páll páfi krýndur í dag
Vatikaninu, 29. júní — (AP)
V E RIÐ er að ljúka undir-
búningi að krýningu Páls
páfa VI., sem fram fer á St.
Péturstorginu í Vatíkaninu á
morgun, suntiudag. Er þetta
í’ fyrsta sinn 'í sögunni, sem
páfakrýning fer fram undir
beru lofti. Á torginu er verið
að ganga frá hásæti, altari og
áhorfendasvæði, og búizt er
við gífurlegum mannfjölda
yið athöfnina annað kvöld.
Krýningin’sjálf íer fram sam-
kvaemt aldagömlum helgisiða-
reglum. Hann er krýndur kór-
ónu úr gulli og silfri, sem smíðuð
í stuttu mdli
Newport, Rhode Island,
2ð. júní (AP): —
Á morgun, sunnudag, leggja
14 seglskútur af stað frá
Bandaríkjunum í kappsiglingu
til Englands, og er siglinga-
leiðin um 3 þúsund milur. .AIl
ar skúturnar nema ein eru
bandarískar. Búizt er við að
siglingin taki 18 daga.
London, 29. júní (AP): —
Jarðskjálfta-mælingastöðvar í
Kaliforníu hafa skýrt frá því
að kl. 22,06 í gærkvöldi hafi
xnælzt mjög snarpur jarð-
skjálftakippur á Kurileyja-
svæðinu, milli Kamchaka og
Japan.
Prag, 29. júni (NTB): —
Hitabylgja gekk yfir Tékkó-
slóvakiu í gær, og komst hit-
inn upp í 35 stig í Prag.
var í Mílanó, þar sem páfi var
áður kardínáli. Að krýningu lok-
inni mun hann lýsa blessun sinni
yfir Róm og umheiminum, en
síðan yerður hann borinn í skrúð
fylkingu inn í St. Péturskirkj-
una.
TIL MÍLANÓ
Páll páfi VI. er talinn frjáls-
lyndur í skoðunum. Hann var
um tíma starfandi í Vatikaninu,
þar til fýrir átta árum að íhalds-
samari sámstarfsmenn hans
fengu því til leiðar komið að
hann var fluttur þaðan og gerð-
ur að kardínála í Mílanó. Við
brottförina frá Róm sagði Pius
XII., þáverandi páfi við hann:
Þér komið aftur.
Það vakti athygli við komu
nýja kardínálans til Mílanó, að
þegar hann kom að borginni bað
hann bifreiðastjóra sinn að nema
staðar, gekk út, kraup niður og
kyssti jörðina. Fylgdarlið. hans
stóð hjá furðu lostið.
Við komuna til Mílanó fyrir átta árum
r # _
Agreiningurinrt eykst
Páll VI. að loknu páfakjöri
Samið um vega-
vinnukaup
Á fimmtudag voru undirritaðir
samningar milli Vegagerðar ríkis
ins og ASÍ um kaup o>g kjör vega
vinnuverkamanna um landið allt
og gilda samningarnir til 1S. okt.
Hér er um að ræða sams konar
hsekkun á kaupi og verkalýðs-
félög hafa samið um að undan-
förnu
Skotin ntður at
miscjánintji?
Brussel, 29. jan. (AP): —
Belgíska varnarmálaráðuneytið
•kýrði frá því á föstudagskvöld
að hugsanlegt væri að sprengja
úr sprengjuvörpu hafi grandað
belgísku herflutningavélinni, sem
fórst við Sennelager í Vestur-
Þýzkalandi sl. miðvikudag. Með
vélinni fórst fimm manna áhöfn
hennar og 33 fallhiífarhermenn.
Niu menn björguðust með því að
stökkva út í fallhlííum.
í tilkynningu ráðuneytisins seg
ir að vélin, sem var af gerðinm
C-119 hafi verið að koma inn til
lendingar, og flogið yfir svæði
þar sem brezkir hermenn voru
að skotæfingum. Hermenn þessir
notuðu m.a. sprengjuvörpur við
æfingarnar, og er hugsanlegt að
ein sprengjan hafi hæft flugvél-
Egyptar slíta stjórnmála-
sambandi við Portúgal
Kaíró, 29. júni (AP-NTB).
Stjórn Arabíska sambandslýð-
veldisins tilkynnti sendiherra
Portúgal i dag að hún hefði á-
kveðið að slíta stjórnmálasam-
bandi við Portúgal frá og með
deginum í dag að telja.
Á ráðstefnu Afrikuríkja, sem
fealdin var í Addis Abeba fyrir
tkömmu, var kjörin nefnd full-
trúa frá níu löndum, og eiga
Egyptar þar sæti. Nefnd þessari
er ætlað að samrýma frelsisbar-
áttu nýlendnanna í Afríku, og
ákvað ráðstefnan að styðja frels-
ishreyfingar landa þessara með
fjárveitingum og sjálfboðaliðum.
Ákvörðun Egypta um að slita
stjórnmálasambandi við Portúgal
er næsta skrefið i sömu átt.
Fimm Kmverjum vísað úr landi
í Sovétríkjunum
Ásakanirnar ganga á víxl
Peking og Tókíó, 29. júní.
— (AP-NTB) —
STJÓRN Sovétríkjanna hef-
ur farið þess á leit við Kína-
stjórn að hún kalli heim þrjá
af starfsnjönnum kínverska
ÞESSI fallega telpa vinnur ásamt hundruðum Reykvískra
unglinga í skólagörðunum, þar sem hún kemst í nána snertingu
við móður mold, verður nýtari og betri borgari i framtiðinni.
Ljósm.: Ól.K.M.
sendiráðsins í Moskvu og tvo
Kínverja aðra, sem búsettir
eru í Sovétríkjunum. Er
mönnum þessum gefið að sök
að hafa dreift bréfi kínverska
kommúnistaflokksins, sem
birt var í Kína hinn 14. þ.m.,
en bannað var að birta í Sovét
ríkjunum. í bréfi þessu er
rætt um skoðanaágreining
Kínverja og Rússa, og stefna
Rússa harðlega gagnrýnd.
Segjast Rússar hafa bannað
birtingu bréfsins til að koma
í veg fyrir að það hefði skað-
leg áhrif á fyrirhugaðar við-
ræður fulltrúa beggja ríkj-
anna um ágreininginn. Við-
ræður þessar eiga að hefjast
n.k. föstudag.
Kínverska fréttastofan NCNA
skýrði frá ósk Rússa um heim-
köllun mannanna fimm í dag,
og sagði að stjórn Kína hefði
mótmælt þessum aðgerðum, sem
væru ósanngjarnar og óverjandi.
Hefur fréttastofan það eftir tals-
manni kínversku stjórnarinnar
að bréf þetta væri svar við bréfi
Sovétstjórnarinnar frá 30. marz
s.l. Hinn 3. apríl dreifðu starfs-
menn sendiráðs Sovétríkjanna
bréfi þessu í Kína, áður en kín-
verska stjórnin hafði gefið leyfi
til birtingar. „Ef starfsmenn Sov
étrikjanna geta þetta, hvers
vegna mega þá ekki Kínverjar
gera slíkt hið sama“, spurði tals-
maðurinn. Það hefur verið venja
starfsmanna sendiráða beggja
landanna að annast upplýsinga-
starfsemi, og hingað til hefur
það ekki þótt annað en sjálfsagt,
sagði í fréttastofufregninnL
KRÚSJEFF HARÐORÐVR
Ekki hefur verið skýrt frá ósk-
inni um heimköllun sendiráðs-
starfsmannanna í Moskvu. Hins
vegar var í dag skýrt frá ræðu,
sem Krúsjeff flutti á fundi mið-
Framhald á bls. 2.