Morgunblaðið - 30.06.1963, Qupperneq 6
MORCVNBL 4 Ð I Ð
Sunnudagur 30. júní 1963
Jón Gissurarson:
Einn allsherjar
Þjdrsárdalur?
UNDAJNF ARN A áratugi hafa
sumarsamkomur unglinga valdið
hugsandi mönnum miklum á-
hyggjum — og ekki að ófyrir-
synju. Ferlegastar hafa sagnirnar
orðið af verzlunarmannahelgum
og hvítasunnu, en þá eru fridag-
ar flestir. Ýmsir staðir hafa orðið
frægir að eindæmum. Má þar
nefna Hreðavatn, Vaglaskóg,
Atlavík, Þórsmörk, Laugarvatn,
Þingvelli og nú síðast Þjórsárdal.
Banaslys hafa nokkur orðið í
þessum sviptingum, þó færri en
efni stóðu til.
Nú spyrja menn: Hverju sætir
þetta? Orsaka er eflaust víða að
leita. Hér skal reynt að benda á
nokkrar. Siðrænt og trúarlegt
uppeldi margra barna er full-
komlega í molum. Fjöldi barna
ig unglinga nýtur ekki forsjár
beggja foreldra. Börnin eru ým-
ist fædd utan hjónabands, eða
foreldrar hafa skilið. Fæst börn
bíða þess nokkum tíma bætur, ef
foreldrar skilja. Báðir foreldrar
vinna utan heimilis, svo að börn-
in eru að mestu leyti sjálfala og
koma að mannlausu húsi úr
skóla. Tvísetning í skóla í
Reykjavík, truflar eðlilega borð-
hald á heimilum. Húsfreyjur
verða sér til ama og börnum
til tjóns að framreiða hádegis-
verð mörgum sinnum á hverjum
degi. Borðhald hættir að verða
sameiginleg athöfn, þar sem fjöl-
skyldan á sér griðastund. Mörg
börn og unglingar í Reykjavík
eru vansvefta. Sá ósiður liggur
hér í landi, að víðast er ekki
gengið til náða fyrr en um eða
eftir miðnætti, en nemendur eiga
síðan að vera mættir í skóla kl.
8 að morgni, þá gefur auga leið,
að svefn verður of skammur. Sá,
sem lengi er vansvefta, er van-
haldinn, og ekki sízt börn og
unglingar. Drjúgar og almennar
sumartekjur unglinga gjöra þá
óháðari foreldrum en unglingar
fyrrum voru, sem sækja urðu
hvern eyri í vasa föður síns.
Það, sem ég nú hef til tínt, eru
engar getgátur. í starfi mínu hef
ég kynnzt öllum vandkvæðum
náið. En reynslan hefur fært
mér heim sanninn um það, að
mjög lítill hluti æskufólks er
villuráfandi. Þessi sannindi hafa
dulizt mörgum, sem um þessi
mál hafa fjallað. Er engu líkara
en þeir telji æsku Reykja'. íkur
upp til hópa úrhrak eitt. Þessi
afstaða ein getur orðið afdrifa-
rík. Ungt fólk fyllist réttlátri
reiði, ef það mætir ósanngirni.
Sjá má þess og merki, þá sjaldan
ungur maður eða kona lætur frá
sér hayra í dagblöðum um þessi
mál.
Undanfarin þrjú ár hef ég ver-
ið staddur um verzlunarmanna-
helgi inni á Þórsmörk, en þar
hafa unglingar flykkzt til sumar
fagnaðar. í næsta nágrenni við
mig hafa Farfuglar slegið upp
tjöldum sínum öll þessi skipti og
eitt sinn skátar frá Akranesi.
Prúðari nágranna er ekki völ. En
hvernig var ástandið handan við
ásinn, í Húsadal? Á öðru kvöldi
hef ég öll skiptin farið þangað
og litaZt um. Ástandið var væg-
ast sagt ömurlegt. Trúlega hefur
engin svefnró orðið umliðna nótt
fyrir öskuröpum. Álpandi fylli-
raptar höfðu slitið upp fjölda
tjalda. Þegar betur var að gáð,
voru það ekki ýkjamargir, sem
óspektum ollu. Sömu vesaling-
arnir voru tímunum saman að
veltast fyrir manna og hunda-
fótum. Umburðarlyndi íslend-
inga við dóna er furðulegt. Sið-
leysingjum helzt óátalið að eyði-
leggja skemmtun fjölda friðsams
fólks. Með öðrum þjóðum tækju
óbreyttir borgarar höndum sam-
an og vikju þessum rustalýð til
hliðar. Fyrir nokkrum árum hóf-
ust ungmennafélöig landsins
handa, keyptu sér væna tunnu-
sekki til þess að stinga ofurölva
mönnum í, og þannig forða þeim
frá að verða sér cg öðrum að
tjóni. Brá þá svo við að þessi
lýður fór að hafa hægt um sig,
en þá risu ýmis blöð upp á aftur-
lappirnar — virðingu fyrir mann
inum væri misboðið. Þeir eiga
ekki litla virðingu skilið þessir
herrar.
Samskipti lögreglunnar við
Þjórsárdalslýðinn virðist ' líka
hafa verið heldur um of mjúk-
hent. Lögregluþjónn finnur í bíl
við Ölfusá um 60 flöskur af
áfengi og 20 unglinga, sem
mjöðinn eiga. Allir eru þessir
unglingar yngri en svo, að þeir
mættu hafa keypt áfengi sam-
kvæmt íslenzkum lögum. Hafi nú
áfengið í þokkabót verið smygl-
að, hvað var þá eðlilegra en
beina för þessa bíls til Reykja-
víkur, þar sem unglingarnir áttu
heima, setja þar rétt yfir þeim
og reyna að hafa uppi á hinum
raunverulegu sökudólgum. Þetta
var ekki gert, heldur óskaði lög
regluþjónninn unglingunum góðr
ar skemmtunar í Þjórsárdal, og
er alþjóð kunnugt, hvernig þar
fór. Ég hef átt tal við einn lög-
regluþjón, sem var í Þjórsárdal.
Hann sagðist hafa lagt til, að
fluttir yrðu tafarlaust verstu
óróaseggirnir til Reykjavíkur, í
járnum, ef ekki dyggði öðruvisi.
Taldi hann, að þá hefði verið
hægt fljótt að skakka leikinn.
Varðstjórinn taldi þetta ekki
mannúðlegt.
Nú eru sumarferðir hafnar. Er
Þjórsárdals ferðin forsmekkur
þess, sem í vændum er? Hvað er
hægt að gjöra, svo slík firn
endurtaki sig ekki? Nærtækt
væri, að segja, að sníða yrði þá
agnúa af uppeldi barna, sem ég
hef bent á. Bæði er það, að ár-
angurs yrði lengi að bíða, þótt
takast mætti, og svo liggja miklu
fleiri orsakir til grundvallar. í
nágrenni Reykjavíkur er fjöldi
staða, sem kjörnir væru til helg-
ardvalar. Nægir þar að benda á
Kleifarvatn, Hlíðarvatn, Herdís-
arvík, Heiðmörk, Kaldársel o. fl.
Væri nú ekki tilvinnandi, að
Æskulýðsráð kæmi á heppilegum
helgarferðum til álitlegra staða
hér í nágrenninu? Unglingum
gæfist þá kostur að fá far á
laugardögum og vera sótt á
sunnudögum. Ekki mætti gefast
upp, þótt fyrst um sinn yrði ekki
m i k i ð notað. Unglingarnir
myndu dreifast, ekki safnast
geipilegur fjöldi saman á einn
stað, því að þá er fjandinn vís.
Útgjöld yrðu unglingum við
hæfi. Reyna yrði að fá skilning
unglinganna sjálfra, að þeir yrðu
að taka löggæzlu í sínar eigin
hendur. Eitt vil ég benda fólki á.
Hafið gát á, hver er ábyrgur
þeirra ferða, sem börn ykkar
kunna að taka þátt í. Ferðafélagi
íslands, Guðmundi Jónassyni,
Farfuglum og skátum er fyili-
lega treystandi. Fararstjóri er
hjá þeim ætíð til fyrirgreiðslu.
Allir þessir aðilar gætu komið
öllum undir þak, í hús eða inn
í bíl, ef illviðri skylli á. Svo eru
„fraktarar“ sem selflytja ung-
linga inn á öræfi. Þeir stæðu
uppi eins og þvara, ef eitthvað
ábjátaði. Það er ekki þeim að
þakka, að enn hafa ekki hlotizt
stórslys af þeirra gáleysi. Væri
til ofmikils mælzí, þótt hertar
yrðu kröfur til þeirra, sem hafa
atvinnu af að flytja fólk í sumar-
ferðum? Kannske hyrfi þá Þjórs-
árdals bragur smám saman.
Jón Á. Gissurarson.
Slysavarnafélag-
inu berast stór-
gjafir
í GÆR kom á skrifstofu Slysa-
varnafélagsins áttræður bóndi úr
Árnessýslu og tíu barna faðir,
sem ekki vill láta nafns síns get-
ið. Afhenti hann Slysavarnafélagi
íslands að gjöf sparisjóðsbók með
25 þúsund króna innistæðu, er
hann hafði látið leggja inn á
nafn félagsins strax í ársbyrjun.
Stjórn Slysavarnafélags íslands
færir hinum hugheila gefanda
innilegustu þakkir félagsins.
Þá hefur slysavarnadeildin
Sumargjöf, Ólafsvík, sent félag-
inu kr. 21.700, sem sérstaka gjöí
í talstöðvakaupasjóð félagsins.
Fimmtugur íslandsvinur:
Sr. Harald Hope
HARALD HOPE, prestur í Ytre
Arna í Noregi, er fimmtugur í
dag, fæddur 30. júní 1913. Það
er maklegt að minnast hans hér
á íslandi á þessum merkisdegi
í lífi hans, því að hann er fá-
gætur vinur og velunnari þjóðar
vorrar.
Hann hefur stundum verið
kallaður „staurapresturinn" í
gamni og þykir honum skemmti-
legt að heyra það og hlær við
djúpum bassahlátri. En ástæðan
fyrir þessu viðurnefni er sú, að
hann hefur safnað girðingarstólp
um í stórum stíl handa skóg-
ræktinni á íslandi. Hann hefur
tröllatrú á því, að unnt sé að
klæða land vort skógi að nýju
og hann hefur manna mest unn-
ið að því að fá Norðmenn til
samstarfs við íslendinga um að
gera þá hugsjón að veruleika.
En hann dreymir ekki aðeins um
það, að landið skrýðist nýjum
gróðri. Hann hefur stórar hug-
sjónir um blómgun andlegrar
menningar með þjóðinni og í því
sambandi horfir hann til Skál-
holts og leggur mikinn hug á, að
þar rísi miðstöð andlegrar vakn-
ingar. Fyrir það mál hefur hann
þegar unnið meira verk en svo,
að nokkrum meðalmanni sé ætl-
andi, enda er honum ekki fisjað
saman, hvorki um líkamsbygg-
ing né skapgerð. Sá, sem fær
handtak hans og trúnaðartillit úr
djúpum, brúnum augum, finnur
vel, að hann er ekki einn né
óstuddur.
Síra Harald Hope (Haraldur
frá Hópi) er mikils metinn prest-
ur 1 kalli sínu og landi, enda
ágætur kennimaður, ötull og
traustur sálnahirðir. Hann
brautzt til mennta af eigin
rammleik við mikið harðrétti,
því hann er af fátækum kom-
inn. En þrekið er mikið og gáf-
urnar skarpar, einkum eru mála-
gáfur hans frábærar.
Hér verður ekki rakin ævisaga
hans. Gildur þáttur hennar snert-
ir ísland og íslenzk málefni og sá
dagur líður ekki, að hugur hans
leiti ekki hingað til lands. Hann
á því skilið að fá góða, íslenzka
kveðju á þessum merkisdegL
Guð blessi Harald Hope og heim-
ili hans.
Sigurbjörn Einarsson.
• Harðgerðir
sóldýrkendur
Mér finnst ekki sérlega hlýtt
í lofti, en hinir harðgerðu land-
ar mínir eru sýnilega margir
hverjir á annarri skoðun. Enda
hlýtur landslýður að venja sig
við að finnast hlýtt þegar hit-
inn er orðinn 12—15 stig. Ég
merki þetta af því að fólk er
farið að tjalda inni í Bolabás
á Þingvöllum og njóta sumars-
ins.
Eins sé ég, að húsmæðurnar
eru farnar að leggja sig út á
gangstéttina framan við húsin
sín, loka augunum og teygja
andlitin upp í sólina með „sælu-
bros á vör“. Þær eru ákveðnar
í að láta engan geisla fram hjá
sér fara, hver þeirra skal hjálpa
til að gera þær brúnar á hörund,
svo þær geti farið í flegnu sum-
akjólana sína og sýnt bronz-
brúnt bak. Það er ekki ónýtt.
• Notið sumars og sólar
í Nauthólsvík
Fyrsta daginn sem opnað var
í Nauthólsvíkinni voru konur
meira að segja komnar með
krakkana sína þangað. Enga
sönnun hefi ég að vísu fyrir
því að þær hafi dyfið sér í kald-
an sjóinn, enda ku það vera
aukaatriði á sjóbaðstað.
Kannski hafa þessar hugrökku
konur ákveðið að nota sumar-
ið og sólina í Nauthólsvík hvað
sem tautaði og raulaði meðan
baðströndin ekki er ekki orð-
inn full af brotnum kóka kóla
flöskum og alls kyns matarleif-
um. Því sem kunnugt er varla
hægt að ætlast til þess af ís-
lendingum að þeir hafi sæmi-
lega þriflegt á opinberum stöð
um, eins og aðrar þjóðir.
• Umgengni í fjölbýli
Það er annars skrýtið hvað
gengur illa að kenna okkur að
ganga um eins og siðað fólk.
Ekki er hægt að halda sæmilega
hreinum biðskýlum fyrir stræt-
isvagna, fyrstu undirgöngunum
undir götu varð að loka vegna
sóðaskapar og skemmdarfýsnar,
þessi eina baðströnd okkar er
eins og . . . . ja, ég þori ekki
einu sinni að nefna hvað hún
minnir mig á þegar fer að líða
á sumarið og gróðurbelti i
skemmtigörðunum eru eyðilögð.
í öðrum löndum gengur ágæt-
lega að halda þessu sómasam-
legu. Líklega stafar þetta af þvi
hve stutt er síðan við fórum að
búa í sambýli í bæjum. Við
erum ennþá svoddan sveitafólk.
Með þessu er ég alls ekki að
víkja að sveitafólkinu, síður en
svo. En það þarf bara talsvert
miklu meiri aðgætni í umgeng-
isvenjum, þar sem þúsundir
manna ganga um, en þar sem
nóg landrými er og lítið mun-
ar um smávegis ógætni hjá
einum.
Mikið úrval
af BOSCH bílflautum
6, 12 og 24 volta.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. bosch