Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 8
8 TH O R C U N B L A Ð 1 Ð Surmudagur 30. júní 1963 N Á 100 ára afmæli ÍDAG eru 100 ár frá fæðingu Theodoru Thoroddsen. Hennar mun lengi minnzt, einkum fyrir tvennt. Fyrir þulur sínar og ann- an skáldskap, og sem eiginkonu Skúla Thoroddsen. Theodora var fædd að Kvenna- brekku í Dölum 1. júlí 1863. Faðir hennar var séra Guðmundur Ein arsson, Ólafssonar í Skáleyjum á Breiðafirði. Systur séra Guð- mundar voru þær Þóra í Skógum, móðir séra Matthíasar Jochums- sonar og Guðrún í Flatey, móðir Andrésar, föður skáldkvennanna Herdísar og Ólínu. Bernskuheim- ili Theodóru að Kvennabrekku var fjölmennt myndarheimili. Þau presthjónin eignuðust fimm- tán börn og komust aðeins þrjú þeirra á legg: Ásthildur, er át.ti Pétur Thorsteinsson á Bíldudal, Ólafur læknir og Theodora. HAUSTIÐ 1879 fór Theodora fyrst að heiman, sextán ára gömul, og nam við Kvennaskól- , ' ■ Theodoru Thoroddsen •nn í Reykjavík. 21 árs að aldri giftist hún svo Skúla Thorodd- sen. Um bernsku Theodoru, segir Sigurður Nordal í bók þeirri, er hann gaf út með verkum hennar fyrir nokkrum árum: „Theodora kom úr föðurgarði og handarjaðri móður sinnar með ríka þörf á frelsi og sjálfstæði, bæði í hugsun og athöfnum. Hún hafði fengið svo góða menntun, sem ung stúlka á þeim tímum átti kost á, bæði í heimahúsum ■ og utan þeirra. En auk þess, sem hún hafði lesið og til náms var talið, bjó hún yfir óvenjulegum forða af alþýðlegum fróðleik". „En Thodora hafði líka verið óþreytandi að láta karla og kerl- ingar, heimafólk og aðkomandi fara með sögur og vísur og veiða upp úr þeim ýmislegt um örlög þeirra sjálfra og annarra, sem ekki var ætlazt til, að börn fengju að vita eða bæru skyn- bragð á. Og hún hafði ekki sízt verið forvitin um olnbogabörn og amakefli mannfélagsins, hagi þeirra og tildrög þess, með hverj um hætti þau hefðu orðið utan- veltu í leitinni að gæfunni og notum hæfileika sinna“. BLÓMASKEIÐ ævi Theodoru var sambúðin með manni sínum, Skúla Thoroddsen. Áttu þau miklu barnaláni að fagna og varð fimm dætra og átta sona auðið. Þau voru Unnur, gift Halldóri Stefánssyni lækni, Guðmundur prófessor, Skúli lézt 1917, Jón lézt 1924, Þorvaldur, býr í Ame- ríku, Kristín hjúkrunarkona, lát- in fyrir skömmu, ógift, Katrín læknir, ógift, Ragnhildur, gift Pálma heitnum Hannessyni, Bolli fyrrverandi bæjarverkfræðingur, Sigurður verkfræðingur, Sverrir bankafulltrúi og María, gift Har- aldi Jónssyni lækni. Eitt barn- anna, Þorvald misstu þau hjónin í frumbersku. Níu þeirra eru á lífi. Eru afkomendur Theodoru og Skúla fjölmargir og er það myndarlegur hópur. Skúli eiginmaður Theodoru var athafnasamur og umdeilur maður, embættismaður, stjórn- mólamaður og blaðamaður. Verð- ur hinni merku sögu hans ekki gerð skil hér. En erfitt hefur ver- ið húsmóðurstarfið að standa við hlið manni sínum í baráttuni og sinna um leið stóru heimili og fjölda barna og hasla sér völl í bókmenntasögunni fyrir yndis- legar þulur, auk kvæða og sagna. Enn er vitnað til hjónabands þeirra sem fyrirmyndar og er sagt, að Theodora eigi drjúgan þátt í ævistarfi Skúla vegna skiln BILA LCKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bon EINKAUMBOÐ Asgeir Ólafsson, heildv Vonarstræti 12. - Simi 11073 ROYAL T - 700 Árs ábyrgð á allri bifreiðinni. K R Ó IV! Bolholti 6. — >f Ódýr >f Sparneytinn >f Hár á vegi Verð aðeins kr. 114.000,00. Varahlutir fyrirliggjandi. & Sfál Sími 11381. Félagslíi Ferðafélag íslands fer 2 sumarleyfis- ferðir í næstu viku. 4. júlí er 4ra daga ferð um Snæfellsnes og Dali. í þeirri ferð er meðal annars komið að Arnarstapa, Lóndröngum, fyrir Búlandshöfða til Stykk ishólms. Farið inn Skógar- ströndina og fyrir Klofning og um Skarðsströndina. Síðan ekið um Bröttubrekku. Uxa- hryggi Og um Þingvöil til Reykjavíkur. 6. júlí er 9 daga ferð um Vopnafjörð og Melrakkasléttu Ekin þjóðleiðin til Vopnafjarð ar, þaðan norður á Langanes til Þórshafnar og Raufarhafn ar, yfir Melrakkasléttu í Ás- byrgi fyrir Tjörnes og til Húsa víkur, Akureyrar og fleiri merkra staða. Farið suður Auðkúluheiði o.g Kjalveg til Reykjavíkur. Allar nánari upp lýsingar í skrifstofu félagsins í Túngötu 5. Símar 11798 og 19533. ings, samstöðu og hvatningar. Fyrir þetta mun Theodoru einnig lengi minnzt. í ævisögu Skúla er sagt, að hjónaband þeirra hafi verið „hrukkulaus fyrirmynd“. Segja þau orð meira, en langt mál hér. 53 ÁRA AÐ ALDRI missti Theo- dora mann sinn eftir 32 ára sam- búð. Þá átti hún 38 ár eftir ólifuð, en hún lézt í hárri elli á 91. ald- ursóri, hinn 23. febrúar 1954. Frá láti Skúla hélt hún börnum sín- um heimili í Vonarstrætinu og kom þeim á legg. Þegar þau voru öll farin að heiman 1930, lét hún af frægu húsmóðurstarfi og bjó síðan hjá börnum sínum til dauða dags. í umræddu ritsafni Theodoru, segir Sigurður Nordal í formála: „Frú Theodora var tæplega meðalkona á hæð, grannvaxin og létt á fæti. Þegar ég hitti hana í fyrsta sinn, vorið 1915, var hún enn svo ungleg, að með ólíkind- um mátti heita um konu, sem komin var yfir fimmtugt, þrettán barna móðir og hafði vissulega staðið í ýmsu um dagana. Þetta kvöld var hún hrókur alls fágn- aðar í fjörugum félagsskap". LENGST mun minningin um Theodoru geymast vegna kveð- skapar hennar. Um þann hæfi- leika segir Nordal: „Af því ætti að mega ráða í það, sem frú Theo dora hafði til brunns að bera sem skáld og rithöfundur, hagmælsku hennar og frásagnarhátt, meðferð íslenzkra tungu, bæði í bundnu og óbundnu máli, ímyndunarafl og skáldleg tilþrif, mannþekk- ingu og margbreytilegan fróð- leik“. Theodora óx upp með hinni brei<5 firzku skáldgáfu og erfði hana i ríkum mæli. Það er þó ekki síður Húmanismi hennar, íslenzkur húmanismi á gömlum merg, um- burðarlyndi, sem ekki hefur verið talið með helztu eiginleikum ís- lendinga, áður og enn, sem gætt hefur þulur hennar og annan skáldskap þeim töfrum, sem end- ast munu til langrar sögu. Hver man ekki úr bernsku sinni?: Komdu litla Lipurtá I langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað ég sá og kannske sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyr*s l>ar er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull 1 rá og böndum, rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að björtum sólarströndum. FRÚ THEODORA Thoroddsen var glæsileg kona. Hún var óvenju ungleg langt fram eftir aldri, en missti þó ekki neistann að sögn fyrr en á hinztu stundu. Þorri þeirra, sem nú eru æsku- megin við þriðja tuginn, hafa ekki notið þess að sjá hana náið að hitta að máli. Margir ungir Reykvíkingar muna þó enn eftir fallegri gamalli konu. Þar fór frú Theodora. Þagar valin var mynd með þessum orðum þá varð þessi fyrir valinu. Úr þessu brosi hinnar öldruðu konu má finna lykilinn að lífi hennar. Farsælt og hamingjusamt lít með fjölskyldu sinni, glettni, umburðarlyndi og þann anda. sem lengi mun ylja lesendum kvæða hennar. J. R. 0 CEDAR húsgagna- áburðurinn HREINSAR O G GLJÁIR Er seldur í flestum verzlunum. Umboðsmenn: JÓN BERGSSON H.F. Laugavegi 178. Nýkomið VÍR Sfretch Nankin — gallabuxur fyrir kvenfólk og unglinga í öllum stærðum. — Margir litir. Tízkan í ár er STRETCH gallabuxur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.