Morgunblaðið - 30.06.1963, Síða 11
Sunnudagur 30. júnf 1963
'MORGUNBLAÐIÐ
11
i/örur
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
Kaupfélag Árnesinga Selfossi
Selfjarnarnes
Barnaleikvöllurinn við vesturenda VaUarbrautar
opnar mánudaginn 1. júlí.
Barnagæzla fyrir börn á aldrinum 2ja til 6 ára verð-
ur kl. 9—12 f.h. og kl. 2—5 e.h., á laugardögum kl.
9—12 f.h.
Leikvöllurinn á skólalóðinni verður opinn eins og
áður kl. 2—5 e.h.
Sveitarstjóri Seltjamarneshrepps.
Nauðungaruppbod
sem auglýst var í 20., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins
1963 á húseigninni nr. 30 við Laugalæk, hér í borg, þingl.
eign Halldórs Jónssonar, fer fram eftir kröfu borgar-
gjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag-
ixm 3. júlí 1963, kl. 2% síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 23., 26. og 27. tbl. Lögbirtingablaðsins
1963 á húseigninni nr. 30A við Óðinsgötu, hér í borg,
talin eign Ólafs F. Ólafssonar, fer fram eftir kröfu borg-
argjaldkera og Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Jóns
Magnússonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. júlí
1963, kl. 2% síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins
1963 á húseigninni nr. 35 við Laugarásveg, hér í borg,
þingl. eign Björns Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu
Utvegsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn
3. júlí 1963, kL 3 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins
1963 á hluta í húseigninni nr. 76 við Miðtún, hér í borg,
þingl. eign Þorsteins Arnar Þorsteinssonar, fer fram eftir
kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 3. júlí 1963, kl..3V& síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
\)
y.l<>Sr i
i i VÍ Vf
AHC.VIÍT
Si A fsj T -PÁTH S»£ 5S-Í: $
AT
USS SUS(*C.V i
SUl.ift/UOUtU
«A(sr«t.£ ci.ousjs
•m* u vf.t ör csjftftos
•it' <
■ moot m"T-; ■ .
m j||g ÆMSBmL i ...
i geimnum
Stjörnuspár
Eftir Vin Hólm
KITT AF HÖFUÐMARK-
MIBUM GKIMVISINDA-
MANNA f DAG ER AÐ
KOMA STÓRRI STJORNU-
SJÁ Á BRAUT UMHVERFIS-
JÖRÐINA. MEÐ HENNI
VRBI OPNUÐ NÝ GÁTT (JT
í GEIMINN FVRIR HINA
FORVITNU ÍBÚA ÞRIÐJU
PLÁNETUNNAR FRÁ SOLU.
Þegar forfeður mannsins flutt-
ust búferlum úr vatnshveli jarð-
ar inn í lofthvolfið, var stórt
skref stigið. Fiskinn sem skreið
á land hefur þó líklega ekki
grunað, að enn stærra skref ætti
eftir að verða stigið: För manns
ins út úr lofthvolfinu og út í
geiminn.
í milljónir ára hefur lífið þró-
ast við botn lofthvolfsins og mót-
ast þar. Þegar maðurinn kom til
sögunnar vaknaði forvitni hans
á því, hvað væri handan loft-
hvolfsins. Með þvi að fylgjast
með ferðum stjarnanna komst
hann smám saman að því, að
jörðin snérist umhverfis sólina,
sem svo aftur var aðeins ein
stjarna af milljörðum. sem dreifð
ust um allt hin.inrúmið.
A hinum ótalmörgu stjörnum
og í geimnum á milli þeirra
eiga sér stað stöðugar breytingar
Hvergi er hægt að tala um jafn-
vægi. Orkustraumar þjóta fram
og aftur í mynd geislunar eða
efnis. — Það er með því að rann
saka þessa orkustrauma, sem
manninum hefur tekizt að verða
margs vísari um umhverfi sitt.
• Með því að rannsaka ljós-
geisla frá fjarlægum stjörnum
og vetrarbrautum, mæla magn
þeirra og samsetningu, hefur
manninum tekizt að mæla stærð
stjarnanna, hitastig þeirra og
efnasamsetningu.
Geislar með 21 sentimetra öldu
lengd, sem vetni sendir frá sér,
hefur gert manninum kleyft að
uppgötva byggingu vetrarbraut-
ar sinnar. Þessir vetnisgeislar
geta farið í gegn um geimský
vetrarbrautarinnar, sem hindra
venjulega ljósgeisla að komast í
gegn. Til þess að safna þessum
vetnisgeislum saman notar mað-
urinn hinar voldugu radíostjörnu
sjár sinar. sem sumar hafa mörg
hundruð metra þvermál.
Þessar sömu radíostjörnusjár
gera manninum fært að líta 4,5
milljarða ára út ' geiminn, þ.e.
horfa þetta langt oftur í tímann,
því það sem maðurinn í raun og
veru sér, eru vetrarbrautirnar
eins og þær voru í upphafi þess
tíma. Út í hinum mikla heimi
bera stjörnusjárnar vitni um
stórkostlegar hamfarir. Nýjar
vetrarbrautir eru afe fæðast en
aðrar að deyja ellidauða. Sums
staðar eru vetrarbrautir í á-
rekstri með ógurlegu braki og
brestum. Hávaðinn heyrist um
allan geiminn í formi ofsasterkr
ar geislunar.
Það sem maðurinn veit um fjar
lægar stjörnur og aðra heima, á
hann að þakka stjörnusjám sín-
um. í raun og veru er það þó
stórmerkilegt, hve miklum fróð
leik honum hefur tekizt að safna
i þeirri aðstöðu, sem hann býr
við. Hann hefur verið í sömu
sporum og náunginn, sem vildi
læra til læknis, en fékk skáld-
sögur til aflestrar.
Lofthvolfið sem umlykur mann
inn hleypir í gegnum sig aðeins
litlum hluta af þeim fróðleik,
sem finnst í geislunum úti í
geimnum. Röntgen-geislar, ultra-
fjólubláir-geislar og geimgeislar
eru til dæmis lokaðir úti. Þetta
takmarkar auðvitað bókasafn
mannsins um geiminn, og þess
vegna hefur hann oft orðið að
fylla upp í eyðurnar og semja
skáldsögur.
En öllu illu fylgir oftast eitt-
hvað gott. Þótt lofthvolfið taki
ekki mikið tillit til forvitni okk-
ar, gefur það okkur líf . staðinn.
Við megum þakka fyrir, að sum-
ar geislategundir skuli ekki ná
til okkar niðúr við yfirborðið,
því þá værum við dauðans mat-
ur.
• Nú eru tímarnir breyttir.
Maðurinn hefur sigrazt á loft-
hvolfinu og heldur brátt út í
geiminn til langdvalar. Þegar
hafa frumherjar hans gervihnett
irnir, „lagt í ’ann" til þess að
lesa ritmál alheimsins, geislun-
ina, og nokkrum sinnum hefur
maðurinn farið í stuttar ferðir,
til þess að undirbúa sig undir
enn meiri sigra.
Einn stærsti sigurinn verður
unninn þegar komið verður upp
stjörnusjá á braut úti í geimn-
um. Verður þá fyrst hægt að
skoða fjarlægar stjörnur og vetr-
arbrautir án hinna truflandi á-
hrifa lofthvolfsins. Með litlum
goshreyfingum verður hægt að
stýra þeim þannig, að þær festi
augu sín á hvaða punkti himin-
hvolfsins sem vilL Einnig mætti
beina þeim til jarðarinnar til
þess að taka myndir af henni
utan úr geimnum, athuga skýja-
myndanir, strauma í höfum o.s.
frv.
0 Þegar hafa verið sendar
£ loftbelgjum litlar stjörnu-
sjár útbúnar með ljósmyndavél-
um til þess að taka myndir af
Sólinni og Marz. Ljósmyndavél-
ar hafa einnig verið sendar upp
með eldflaugum til þess að taka
X-geislamyndir af sólinni. Þar
sem speglar óg linsur draga í sig
slíka geisla, verður að nota forn-
eskjulegar kassamyndavélar með
„nálaraugu“ til þess að sjá um
myndatökuna.
sem frá upphafi hefur tíðkazt
Smurt brauð, Snittur, öl, Go*
og Sælgæti. — Opið frá kL
9—23.30.
Brauðstofan
Simi 76072
Vesturgötu 25.
Getum útvegað mikið úrval
frá kunnustu framleiðendum
heims, kompl. sett á 6—20
þús. kr. einnig frosk-veiði og
myndatæki. SJÓSKÍÐAFÖT
og búnað og úrvals tæki til
flestra iþrótta.
Viggú Oddsson
Hvassaleiti 6. — Sími 24818
örn Ingólfsson
Leifsgötu 16. — Sími 18158
GENERAL (fel ELECTRIC
Stærstu og þekktustu raftækjaverksmiðjur
heimsins
SJÓNV ARPST ÆK!
i — NÝKOMIN —
Endurbætt gerð — Lækkað verð.
Stærðir: 23” og 19”.
Vinsamlegast vitið pantana sem fyrst.
Electric hf.
Túngötu 6. — Sími 15355.