Morgunblaðið - 30.06.1963, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 30. júní 1963
kæru. Og þessi kona ætlar, gegn
þóknun, að koma sökinni á okk-
ur. Svo barði hann sér á brjóst
eins og górilluapi.
Mennirnir þögnuðu. Það var
ómöguiegt að reikna út, hvernig
þeir mundu snúast við þessari
fáránlegu ásökun. Frú Storey
varð ekki sú skyssa á að íara að
rökræða við Grober, heldur sneri
sér beint að skipshöfninni. —
Jæja, þið hafið heyrt söguna
h«.ns, sagði hún rólega. — Það er
ykkar að velja um, hvern þið
viljið láta koma ykkur til hafn-
ar. Þið getið valið um Les Far-
man, landa ykkar, og Grober,
útlending.
Þeir æptu allir á móti og sumir
voru með Farman en aðrir með
Grober. En Farman fékk fleiri
ópin. t
— Við verðum að hafa at-
kvæðagreiðslu um þetta, sagði
hún. — Allir, sem vilja Farman,
rétti upp hönd. Margar hendur
komu á loft. — Og þeir, sem
vilja Grober. Fantarnir meðal
skipshafnarinnar, sáu, hvert
...með kvöldkaffinu
ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup-
mannahöfn, getið þér lesið
Morgunblaðið samdægurs, —
með kvöldkaffinu í störborg-
inni.
FAXAR Flugfélags Islands
flytja blaðið daglega cg það
er komið samdægurs i blaða-
söluturninn í aðaljámbrautar-
stöðinni við Ráðhústorgið —
Hovedbanegardens Aviskiosk.
FATT er ánægjule.tra en að
lesa nýtt Morgunblað, þegar
verið er á ferðalagi vtra eða
dvalizt Þar.
straumurinn lá, og vildu ekki
fara að augiýsa sig, og engin
hönd kom á loft. — Jæja, skip-
stjóri, sagði hún, — þér virðist
hafa orðið undir í þessum kosn-
ingum.
— Ósvífni! tautaði hann.
— Andartak! sagði Les, efst
ofan úr stiganum. — Það er ekki
heppilegt, að tveir skipstjórar
séu á sama skipinu. Ég n.eita að
taka á mig nokkra ábyrgð, nema
þessir tveir séu lokaðir inni.
— Það er ekki nemá sann-
gjarnt, sagði frú Storey.
— Lokið þá inni! æptu háset-
arnir og tóku að hreyfa sig. Lik-
lega hafa þeir hlakkað til að geta
haft hönd á yfirmönnunum sín-
Um fyrrverandi. En frú Storey
stökk ofan af stólnum sínum,
hélt út höndum og stöðvaði
framrás þeirra í bili. í skjóli
pilsa hennar hlupu yfirmennirn-
ir tveir, eins og þeir gátu, að
stiganum og skriðu upp hann á
fjórum fótum, svo að Fulda steig
á hælana á Grober. Les tók við
þeim fyrir ofan stigann, og svo
voru þeir leiddir í fangelsi sitt,
ásamt Wanzer, án nokkurrar mót
stöðu. Skipshöfnin sýndi tilfinn-
ingar sínar með hláturrokum að
þessari vesældarlegu útgöngu
þeirra.
— Jæja, það var nú það, sagði
frú Storey. — Ég hitti ykkur aft-
ur, hásetar. Þeir hrópuðu húrra
fyrir henni, þegar hún hljóp upp
stigann.
Gestirnir söfnuðust nú kring
um hana, fullir aðdáunar —
Adela, sem var afbrýðissöm, og
herrann hennar, sem setti upp
fyrirlitningarglott. En upp yfir
allan kliðinn mátti heyra rödd-
ina í Soffíu, sem æpti: — Hvað
þú varst dásamleg, elskan ....
dásamleg!
Frú Storey leit á hana með
hörkusvip. — Við höfum enn
ekki fast undir fótum, sagði hún.
— Þú skalt geyma hamingju-
óskirnar þínar þangað til svo
verður.
Hún gaf okkur Horace bend-
ingu, og flýtti sér út á þilfarið,
á eftir Les Farman. Horace
horfði á hana með ólund og sárs-
auka. Bláskeggur hafði hitt sér
meiri mann. En frú Storey var
ekkert að hugsa um hann. Þegar
hún hafði snúið baki að hinum,
var andlitið á henni fölt og tekið.
Þetta hafði hreint ekki verið eins
mikill hægðarleikur og það
sýndist.
XVII. kafli
Það var ákveðið að loka fang-
ana inni í kompunni hans Horace
u:->pi á bátaþilfarinu. Þar voru
ekki nema einar dyr, með þykkri
harðviðarhurð, sem vissi út til
stjórnborða og sást frá brúnni.
Þannig yrði alltaf litið eftir
þeim, hver sem væri á verði. Þar
voru líka þrír gluggar, sem voru
fastskrúfaðir aftur í vondu veðri.
Með því að taka af þeim kopar-
h'ildurnar og setja venjulegar
rær í staðinn, var ekki hægt að
opna gluggana nema með skrúf-
lykli.
Sum húsgögnin voru tekin
út, svo rýmra yrði um fangana,
og dýnur lagðar á gplfið. Járnin
voru látin vera á fótum þeirra,
en tekin af höndunum, svo að
þeir gætu matazt, lesið eða
reykt. Grober kvartaði sáran yfir
því að vera lokaður inni með
háseta og skipsþjóni, en Les
glotti bara. — Það verður verra
þegar í land kemur, sagði hann.
Maðurinn, sem hafði stýrt og
hét Roberts, var iátinn laus, enda
fannst engin sök hjá honum. Ailt
skipið var lúsugt af óvinum og
-njósnurum, og við því var ekki
annað að gera en halda uppi
járnhörðum aga.
Meðan aðrir litu eftir föngun-
um, fórum við frú Storey til
skipstjórans í káetunni fyrir aft-
an kortaklefann. Böndin, sem
hann hafði verið bundinn með
lágu á gólfinu, þar sem þeim
hafði verið fleygt í flýti. Þau
höfðu verið skorin sundur með
einhverju bitjárni. Ein skúffan í
dragkistunni stóð opin. Það hafði
hún ekki verið áður. Þar voru
snyrtitækin hans í röð og reglu,
en á einum stað var eyða.
— Einhver vinur þeirra, af
öðru hvoru kyninu, sagði frú
Storey, — hefur komið þarna
fyrst inn og tekið úr honum
keflið. Svo hefur skipstjórinn
sagt honum, að þarna væri rak-
hnífur í skúffunni, og hann síðan
skorið á böndin. Siðan hafa þeir
farið yfir ganginn og leyst Nied-
erhoff úr viðjum.
Á rúmábreiðunni fann hún
ofurlitla blóðklessu. — Hm!
sagði hún, hér hefur annað hvort
kvenmaður eða klaufalegur karl-
ntaður verið að verki, og hefur
skorið sig í flýtinum.
— Eða skipstjórann, tók ég
fram í.
— Nei, sjálfan sig. Fæturnir á
skipstjóranum voru á þessum
bletti. Og hann var í stígvélum.
Maðurinn eða konan, sem við er-
um að leita að, hlýtur að hafa
skurð á vinstri hendi.
í herbergi Niederhoffs fundum
við vasahníf úr silfri, með fanga-
marki skipstjórans á, H.G.
Þegar frú Storey hafði sagt Les
af uppgötvun sinni, sagði hann
og hleypti brúnum: — Ég skal
svei mér hafa upp úr honum,
hver það var, sem leysti hann!
— Hvernig? spurði hún þurr-
lega. — Ætlið þér að pina hann?
Les horfði á hana eins og
strákur, sem hefur orðið uppvís
að skammarstriki. — Nei, fjand-
inn hafi það, sagði hann. — Ég
færi aldrei að pina fan.ga.
— Nei, enda getum við haft
önnur ráð.
Kvöldverðurinn var borinn á
borð um níuleytið. Að undantek-
inni svolítilli seinkun, var hann
í engu frábruðinn því sem venja
var. Skyygð ljós, fimir þjónar,
fallegir kjólar á konunum og hvit
brjóst á karlmönnunum. Smá-
réttir, súpa, fiskur og svo fram-
vegis, allt með viðeigandi vínum.
Gestirnir voru þyrstir og kampa-
vínið rann í stríðum straumum.
Sami kliðurinn Og bjánalegi
hláturinn — en í kvöld var þetta
blandið taugaveikluðum auka-
tónum.
Allir voru mættir að borðinu.
Ef ekki annað, þá af forvitni.
Það var gaman að athuga svip-
inn á fólkinu. Allir athuguðu ná-
grannann í laumi. Allir vissu
óspurt, að Grober skipstjóri hafði
ekki fundið upp þetta samsæri
hjálparlaust. Allir vissu, að
þarna var einn Júdas í hópnum.
Og sá raunverulegi Júdas var
auðvitað líka að látast gruna ná-
grannann.
Frú Storey talaði alveg jafn
bjánalega og allir hinir — en
hún hafði tilgang með því Með-
— Ég hef á tilfinningunni, að
enda.
hveitibrauðsdagar okkar séu á
an hún lét dæluna ganga, vissi
ég, að hún hlustaði á hvert orð,
sem sagt var og vó í huganum
þýðingu þess. Oft beindi hún tal-
inu í vissa átt, án þess að á því
bæri. Adela sagði ekkert, nema
eitthvað lágt við Tanner.
— Til hvaða hafnar erum við
að fara, Horace? spurði Soffía.
— Farman er núna að mæla,
hvar við erum, svaraði hann.
— Svo ákveðum við á eftir, hvert
farið verður.
— Það þýðir víst sama sem
vikna töf á einhverri ómerkilegri
eyju. Það gat ekki verra verið!
— Já, en eyjarnar geta verið
svo fallegar, mamma, mótmælti
Celia og leit á Emil um leið.
— Hvað það gæti verið gaman
að kanna einhverja þeirra vand-
lega!
Soffia lét sem hún heyrði ekki
til dóttur sinnar. — Rosika, hvað
þú gazt logið að mér, að Farman
væri þjófur! sagði hún. Hvers
vegna sagðirðu mér ekki satt.
Treystirðu mér ekki?
— Ég vildi bara ekki hræða
þig, sagði frú Storey. — Ég bjóst
við, að þú rækir upp öskur og
hræddir allt skipið. Og það gerð-
irðu reyndar.
— Það var nú bara smáóp. Að
minnsta kosti æpti einhver á und
an mér.
— Það var Fahrig.
— öll þessi öskur byrjuðu
þarna úti á þilfarinu, áður en ég
var búin að klæða mig, hélt
Soffía áfram, fjörlega. — Það
var óskaplegt að vera að ljúka
við að klæða sig og heyra allan
þennan gauragang úti fyrir, og
hafa enga hugmynd um, hvað
um var að vera.
— Þetta var mesta hetjudáð,
sem ég hef heyrt um, sagði
Martin, og tinaði í áttina til henn
ar. — Ég ætla að tilkynna það
hetjusjóði Carnegies. Kona, sem
stendur eins og hetja fyrir fram-
an spegilinn sinn og málar sig,
eftir að uppreisnin er hafin!
— Vertu ekki svona andstyggi
legur, sagði Soffía. — En mér
þætti gaman að vita, hvar þú
varst sjálfur meðan á þessu
gekk.
— Ég var bara að klæða mig,
sagði Martin. — Káetan mín er
KALLI KUREKI
- * - *
Teiknaii" Fred Harman
HEY.JIMMIE. .
OUTAN' SEE WHAT
CAOSHTUPIHTH
TcÖmeT
WHATl K
TH’HILLSf)
— Kofi Jenkins er rétt hinum meg
in við hólana þarna.
— Við skulum hinkra hérna og ég
*etla að binda á þér hendurnar.
^ — Ef eitthvað sérstakt býr undir
hjá þér, þá held ég að það sé rétt
að þú segir mér frá því.
— Við skulum bara haga seglum eft
ir vindi Þessi hnútur virðist vera
traustur, en þú getur losað hann á
augabragðL
— Heyrðu Jimmie. Komdu út fyrir
og sjáðu hvað ég fann uppi á hálend-
inu.
lengst aftur í, svo að ég heyrði
ekkert. Ég vissi ekki, að neitt
væri um að vera fjrr en ég kona
upp á þilfarið.
— Var það ekki hræðilegt!
sagði frú Storey, og hló. — Eg
hlýt að hafa verið frá mér af
æsingi. Ég hef enga hugmynd
um, hvað ég sa.gði eða gerði. Ég
hef gleymt því svo gjörsamlega.
Nú varð kliður kring um allt
borðið. — Þú varst svo dásam-
leg, Rosika. .og fleira í þeim dúr.
3|Utvarpiö
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ:
8:30 Létt morgunlög
9:10 Morguntónleikar.
11:00 Messa 1 Hátíðasal Sjómanna-
skólans. Séra Jón Þorvarðsson.
12:15 Hádegisútvarp.
14:00 Miðdegistónleikar.
15:30 Sunnudagslögin.
17:50 Barnatími (Anna Snorradóttir).
18:30 „Eitt er landið ægi girt": Gömlu
lögin sungin og leikin.
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Svipazt um á suðurslóðum. Séra
Sigurður Einarsson flytux loka-
erindi sitt frá ísrael.
20:15 Kórsöngur: Karlakórinn Fóst«
bræður:
a) Sigfús Halldórsson: „Vorsól**
og „Vorljóð".
b) Jónas Ttryggvason: „Tína
Rondóní", Næturró og Ég
skal vaka.
c) Páll ísólfsson: Úti ert þú við
eyjar blár.
d) Selim Palmgren: Skymning,
Klunkom, Sáv, sáv susa, og
e) Olav Kielland: Úr Fire Aas-
en-songar.
f) Erik Bergman: Svanhild.
g) Ragnar Björnsson: Ungling-
urinn í skóginum.
21:05 Úr verkum Theódóru Thorodd«
sen.
22:00 Fréttir og veðurfr. — 22:10 Dans-
lög. — 23:30 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ:
8.00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar
18:30 Danshljómsveitir leika.
19:30 Fréttir.
20:00 Um daginn og veginn (sérg
Sveinn Víkingur).
20:20 Tvö tónverk eftir Saint-Saens.
20:40 Erindi: Trúin á tæknina (Hannei
J. Magnússon, skólastjóri).
21:00 Kanadisk þjóðlög.
21:30 Útvarpssagan: Alberta og Jakób
eftir Coru Sandel; XI.
22:00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og vfr.
22:30 Búnaðarþáttur: (Gísli Kristjánss)
22:35 Frá kammertónleikum í Austur-
bæjarbíói, 27. maí sl. Poul Birke-
lund-kvartettinn og Eyvind MöJl-
er, píanóleikari.
23:20 Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚU:
8.00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna": Tónleikar
18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum
19:30 Fréttir.
20:00 Einsöngur: Rita Streich syngur
þjóðlög frá ýmsum löndum.
20:20 Frá Mexikó: III. erindi: Barátt-
an um valdið.
20:46 Manuel de Falla: Amor galdra-
karl — Hljómsveitin Philharm-
onia leikur.
21:10 Upplestur: Geir Kristjánsson )eo
eigin þýðingar á ljóðum eitir
Boris Pasternak.
21:20 Píanótónleikar.
21:40 Upplestur: Úr endurminninguna
Kristínar Dahlstedt
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Lög ungafólksins (Jóp Þ. Hana-
esson).
23:00 Dagskrárlok.