Morgunblaðið - 24.07.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 24.07.1963, Síða 2
2 MORCV1SBLAÐ1D Miðvikudagur 24. júlí 1963 Laxveiðin eykst mikið LAXVEIÐIN hefir glæðz't mjög’ upp á síðkastið í ám Stangaveiði lélags Reykiavíkur. Samkv. uppl. frá Ó. J. Óla- syni, form. SVE'B nefir lav d verið mikil í Elliðaárnar að und- anförnu. Er nú kominn meiri lax í gegn um teljarann en sl. sumar og hefir veiðin verið mjög „María Júlia" i 'armsóknarleiðangri VARÐSKIPIÐ „María Júlía“ fór á sunnudag í þriggja vikna ferð umhverfis landið. Er þetta hinn árlegi fiskirannsókna- og fisk- merkingaleiðangur. góð undanfarna viku, t.d. veidd ust þar 25 laxar nú á mánudag- inn. Laxá í Kjós hefir einnig verið mjög mikil ganga að undanförnu og lax kominn um alla ána, allt upp fyrir Hækingsdal, svo og í Bugðu og Meðalfellsvatn, en þar hafa þegar veiðzt nokkrir laxar, þ.á.m. einn 16 punda Á laugar- daginn var veiddust á neðsta svæðinu einu 33 laxar. Norðurá hefir verið með bezta móti í sumar. Laxinn var kom- inn þar strax þann 1. júní, og hefir veiðin verið góð alltaf síð an, en nokkuð misjöfn eftir vatni og veðri. Þann 20. þm. höfðu veiðzt þar 520 laxar. Hefir 3 daga veiði: oft komizt yfir 50 laxa í öðrum ám, sem SVFR hefir ít"k í. svo sem Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Grímsá og Laxá í Hreppum, hefir veiðin verið í góðu meðallagi og aukizt upp á síðkastið, enda eru sumar þessar ár venjulega beztar, þegar líða fer á sumarið. Vegna hinna langvarandi þurrka sunnan- og vestanlands, hafa árnar yfirleitt verið óvenju lega vatnslitlar, en gera má ráð fyrir að strax og rignir aukizt veiðin að mun. (Fraá Stangaveiðifél. Rvíkur) Friðrik og Petro- sjan skildu jafnir FRIÐRIK ÓLAFSSON er hið Nýjar leiðir stóra og óvænta spumingamerki í keppninni, við heimsmeistar- ann Petrosjan og Keres um 130 þúsund króna fyrstu verðlaun á skákmótinu í Los Angeles. f gær varð Keres fyrir áfalli er hann tapaði fyrir Najdorf en Friðrik og Petrosjan heimsmeistari deila forystu og fer þó nafn Friðriks á undan því hann á hiðskák ólok ið við Benkö. Xvær umferðir eru nú eftir. Heimsmeistarinn „slapp“ Friðrik og Petrosjan áttust við í gær. Friðrik átti betra tafl en var í mikilli tímaþröng. Varð hann að leika síðustu 15 leikina á 6 mínútum en heimsmeistarinn „slapp“ með jafntefli eins og AP fréttastofan segir. Friðrik er því einn í forystu en hálfi vinn ingurinn færði heimsmeistarann í annað sætið. Stöng brotin og fáninn horfinn AÐF AR AN ÓTT sunnudagsins var brotin niður flaggstöng, sem var yfir verzluninni Þöll í Veltusundi 3, við hliðina á verzl un Magnúsar Benjamínssonar. Náði lögreglan þeim sem braut stöngina. En á stöng þessari var dýrmætur fáni sem merki verzl unarinnar var saumað í Og er eigandanum annt um fána þenn an. Um nóttina komst fáninn í hendur einhverra nærstaddra og hetfur ekki komið í leitirnar. Bið ur rannsóknarlögreglan þá sem kynnu að vita eitthvað um hann, að gera aðvart. S'tolið rafmagnsbor Aðfaranótt þriðjudags var brot izt inn í tvær skemmur, sem bifreiðastöð Landsímans á í Jörva við Grafarvog. Var skemmdur dyraumbúnaður, og stolið úr skemmunum rafmagns bor og tveimur sjálfblekungum. Leiðréttingar ÝMSAR. SLÆMAR prentvillur voru í Morgunblaðinu í gær, þriðjudagsblaðinu. Hér verða að eins leiðréttar tvær, sem báðar voru á forsíðu í fréttinni frá vígsluathöfninni í Skálholti. í stað „jarteikna" stóð „jarðteikna“ (!), og litlu neðar stóð: „Hekla sást ekki fyrr en síðar um dag inn, og þá eins og mótaði í hana“ Þarna átti að standa „móaði“ í stað Kmótaði“. Keres fór nýjar leiðir gegn Najdorf og varð að þola herfileg an ósigur. Najdorf byrjaði með c4 en Keres lék „heimasmíðaðan“ drottningargambít og sótti eftir óvenjulegum uppskiptum sem leiddu til yfirburðastöðu Naj- dorfs á miðborði. Keres varð að gefast upp eftir 35 leiki. Jafntefli varð hjá Gligoric og Reshevsky eftir að uppskipti höfðu orðið og hvorugur hafði liðsafla til að vinna og Benkö og Panno sömdu um jafntefli eftir 42 leiki. í næst síðustu umferð tefla saman Petrosjan — Panno; Benkö — Gligoric; Keres — Friðrik; Reshevsky — Najdorf. Ótefld skák Keres og Reshevskys verður tefld síðar sama dag. Nú standa leikar þannig: Friðrik 7 og biðskák. Petrosjan 7 Keres 6% og ótefld Najdorf 6'/2 Gligoric 6 Reshevsky 5 og ótefld Panno 4 og biðskák Benkö 3 og 2 biðskákir. Eini maðurinn við N. Atlants- haf sem komið gat til bjargar Björn Pálsson flytur slasaóan mann frá Færeyjum til Skotlands Er sjúkraflug frá Fœreyjum til íslands framundan? Á TÍUNDA tímanum í gær- kvöldi stigu þrír prúðbúnir menn út úr tveggja hreyfla flugvél á Reykjavíkurflug- velli. Þarna voru á ferð Björn PáLsson á flugvél sinni, dr. Friðrik Einarsson og Þor- steinn Jónsson, flugmaður. Þeir voru að koma úr sér- stæðu sjúkraflugi, sem verða mun sögulegt. Bjöm flaug ut- an um hádegisbilið á mánu- dag og flutti tvo slasaða menn frá Færeyjum til Skotlands. Dr. Friðrik sagði við Mbl. I gærkvöldi, að Björn hefði verið eini maðurinn við N.- Atlantshaf, sem veitt hefði getað þessa þjónustu. Björn Pálsson sagði, að áhugi virtist nú í Færeyjum fyrir sjúkra- flugi frá Færeyjum til ís- lands. Ferðin gekk vel og sjúkling- arnir, brezkir togarsjómenn, sem slösuðust vib Færeyjar, munu úr allri hættu. Koma þeirra félaga til Skotlands vakti nokkra athygli og for- vitnuðust blaðamenn um ferð ir þeirra. Þegar þeir félagar stigu út úr vélinni eftir fimm og hálfs tíma flug frá Skotlandi, var að sjá eins og þeir væru að koma úr stuttri. ökuferð til Þingvalla. Þeir voru glerfínir og dr. Friðrik í frakka með hatt á höfði. Björn hélt á poka í hendinni með nokkr- um kókflöskum frá verksmiðj unni Vífilfell, sem þeir höfðu ekki náð að granda í ferð- innL Við vorum þrjá tíma utan til Sörrevog í Færeyjum á mánudag, sagði Björn, og síð- an eftir þriggja tíma bið aðra þrjá tíma til Edinboigar. Dr. Friðrik sagði, að annar mann- anna hefði verið höfuðkúpu- brotinn, en hinn handleggs- brotinn. Við hefðum sennilega varla ráðið við höfuðaðgerð- ina hér heima. Síðan lögðu þeir upp frá Skotlandi í dag, flugu fyrst til Prestwick og þaðan beint til Vestmannaeyja og Rvíkur. Ferðin frá Prestwick til Reykjavíkur tók fimm og hálf an tíma. Flugvélin var Bon- anzavél Björns, Tf-Vor, tveggja hreyfla, sex farþega og flýgur um 165 mílur á klst. Koma þeirra til Skotlands vakti nokkra athygli og voru blaðamenn fyrir á flugvellin- um í Edinborg við komu þeirra. í gærmorgun skrapp Þorsteinn út á golfvöllinn í Edinborg og lék nokkrar hol- ur. Hann hafði tekið golfkylf- urnar með til vonar og vara, ef stund gæfist. Blaðamaður Mbl. spurði þá Björn og dr. Friðrik um mögu leika á sjúkraflugi frá Færeyj- um til íslands. Þeir töldu þann möguleika mjög tíma- bæran og gæti þetta komið Færeyingum að góðu haldi, enda hefði verið um það rætt manna á milli í Færeyjum. Fugladrápió i Látrabjargi: dlöglegt aö þeyta eim- pípur við fuglabjörg í FRÉTT, sem birtist í Morgun-, t.d. við Hornbjarg og Hælavíkur- blaðinu í gær, skýrði fréttaritari blaðsins, Þórður Jónsson á Látr- um, frá andstyggilegu fugladrápi, sem átt hafði sér stað í Látra- bjargi. Fréttin endaði þannig: „Einhverjar ráðstafanir verð- ur að gera, svo slíkt ódæðisverk endurtaki sig ekki. Sé ég þá helzt tiltækt, að hin opinberu fugla- og dýraverndunarfélög taki höndum saman um að koma hér á eftirliti með því, að fólk fari ekki búið skotvopnum í þetta fagra og friðsæla ríki fugl- anna.“ Mbl. spurði í gær Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa, sem er ritari Sambands dýraverndunar- félaga íslands og mikill áhuga- maður um fuglalíf, um álit hans á þessum ummælum. Sagði hann, eins og reyndar kom fram í fréttinnL að fugladráp þetta væri með öllu ólöglegt. Það varðar sektum að skjóta í varplöndum. Hins vegar væri mjög erfitt að koma á raunhæfu eftirliti í þessum efnum, nema með afar miklum tilkostnaði. Varðmenn yrðu þá að vera víða um land, bjarg. Þá væru talsverð brögð að því, að menn færu á bátum upp undir fuglabjörgin og skytu „að gamni sínu“-upp í varpstað- ina. Þá minntist Þorsteinn á ósið, sem bannaður er með landslög- um. Það er það athæfi að sigla skipum að fuglabjörgum og þeyta þar eimpípur. Fælist þá mikil fuglamergð upp af hreiðr- um, og mun þetta gert „til skemmtunar." Hins vegar er ekki hugsað um það, að eggin hrynja í þúsundatali úr hreiðrun- um, ungar veltast fram úr og rotast o.s.frv. Þessi ósiður er enn talsvert tíðkaður, t.d. er Mbl. kunnugt um, að jafnvel nú í sumar á „flaggskipi' íslendinga við Dyrhóley og drangana þar undan. Þetta athæfi er þó bann- að með lögum. Að lokum sagði Þorsteinn það mikilsverðast, að almenningsálit- ið breyttist þannig, að engum dytti í hug að skjóta í varplönd- in í björgunum eða þeyta eim- pípur fyrir neðan þau. Þá væru varðmenn óþarfir. Fjórir verkfræðingar ráðnir hjá vegagerðinni NOKKUR ríkisfyrirtæki auglýstu fyrir skömmu eftir verkfræðing um, þeirra á meðal Vegagerð rík isins. Var umsóknarfrestur um verkfræðingastöðurnar hjá vega gerðinni útrunninn z3. þm. Höfðu þá fjórir verkfræðingar sótt um stöður og var gengið frá ráðn- ingu þeirra í gær. Skólholtskirkju berust gjulir f SAMSÆTI, sem kirkjumála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, hélt á mánudagskvöld í tilefni kirkjuvígslunnar í Skálholti fyrir erlenda boðsgesti og nokkra aðra, var skýrt frá nokkrum gjöfum til Skálholtskirkju frá Norður- löndum. Danska prestafélagið gaf róðu kross, útskorinn í linditré. Norska prestafélagið gaf Sögu Niðarósserkistóls. Sænska presta félagið gaf a.m.k. 100 bindi bóka. Gustav Adolf-föreningen í Stokk hólmi,ð sem er kirkjulegt félag áhugamanna, gaf 10 þúsund krón ur íslenzkar til frjálsrar ráðstöf unar. Norska kirkjan gaf ljós- prentað handrit af norskri hóm- ilíubók. Hjá öðrum ríkisfyrirtækjum sem auglýst hafa eftir verkfræð ingum, rennur umsóknarfrestui ú'. 15. ágúst n.k. Banaslysið á Mýragötu EINS OG Mbl. skýrði frá í gær, varð banaslys á móts við húsið nr. 18 á Mýrargötu kl. 15.10 á mánudag, er fjögurra ára telpa hljóp þar fyrir bíl. Telpan hét Harpa Þórarinsdóttir, og átti heima á Nýlendugötu 29. Síldarsjómenn flugleiðis heim í landlegu Akranesi, 23. júlí: — Þrjár til fimtn skipshafnir frá Akranesi á síldarskipunum norð anlands og austan notfærðu sér landleguna og brugðu sér snöggv ast heim hingað. Sumir, er lágu á Seyðisfirði, fóru á langferðabíl til Egilsstaða og flugu þaðan til Reykjavíkur. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.