Morgunblaðið - 24.07.1963, Síða 6
6
1MORGV1SBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 24. júlí 1963
r *
PIATIGORSKY - SKAKIUOTIÐ
FRIDSEMD OG
BARDAEAGLEÐ
VIÐ HÖFUM heyrt talað um stór
meistarajafntefli. Hvað er það?
Slíkt verður, þegar tveir sterk-
ir skákmenn koma sér saman um
að skipta vinningnum til helm-
inga. Annaðhvort í líkri stöðu
snemma í tafli, eða þá í flók-
inni og vandasamri stöðu á báða
bóga.
Vitaskuld þykir áhorfendum
súrt í brotið, þegar meistararn-
ir takast friðsamlega í hendur
yfir skákstöður, sem hafa ótal
möguleika í boði, en allir hljóta
þó að geta sett sig 1 spor þess,
,%m vill heldur hafa hálfan vinn
ing vísan heldur en óvissuna um
vinning eða tap.
SJÖUNDA SKÁK
Drottningar-indversk vöm.
Hv.: Friðrik Sv.: Najdorf
Hér gefur að líta eitt hinna svo
kölluðu stórmeistarajafntefla.
Hér gætir ítrustu varkárni á
.■xinu*«&££ W&æœSSs r ttÆAoww ™
Najdorf.
báða vegu, og kannski er ekki
trútt um að áhorfandinn hafi það
á tilfinningunni, að hvor aðili
um sig hugsi meira um það, hvað
keppinauturinn hefur í huga held
ur en hvers hann sjálfur er megn
' ugur.
Hvað þessa skák áhrærir, er
það aðgætandi, að hún er tefld í
byrjun mótsins, og þá er margur
friðsamari heldur en þegar á líð
ur.
Hvítt Svart
1. c4 Rf6
2. d4 e6
3. Rf3 b6
4. g3 Bb7
5. Bg2 Be7
6. 0-0 0-0
7. Rc3 Re4
8. Dc2 RxR
9. DxR Be4
10. Bf4 c6
11. Hacl Ra6
12. Hfdl f5
13. Re5 BxB
/4- KxB g5
15. Bd2 De8
16. Df3 Hc8
jafntefli.
ÁTTUNDA SKÁK
Kóng-indversk vöm.
Hv.: Panno Sv.: Reshevsky
Þetta var áreynslumesta skák
annarrar umferðar, jafnt fyrir
keppendur, áhorfendur og skák-
fræðinga, sem reyndu eftir
megni að skyggnast undir yfir-
borðið.
Keppendur hrókuðu sinn til
hvorrar hliðar snemma í tafli,
og venjulega felast í slíku teikn
þess, að hvor um sig hyggist
hef ja beina árás á kóng hins, ekki
sízt með framrás peða, sem er
ætlað að brjóta niður varnir and
stæðingsins.
En hér varð ekki sú raunin á.
Þvert á móti lögðu keppendur
fremur til atlögu með liði sínu
kóngsmegin og notuðu peðameiri
hlutann þeim megin, til þess að
fá opnar línur.
Svo varð uppi fótur og fit í
34. leik, þegar Reshevsky fórnaði
riddara fyrir peð. Voru þá báðir
skákmennirnir orðnir aðþrengd
ir að tímanum til, og voru síð-
ustu leikirnir fyrir biðina leiknir
greiðlega. Fyrir riddarann náði
Reshevsky haldgóðri leppun á
þriðju reitaröð, og með hótunum
í tengslum við hana tókst honum
að hrifsa peð og skiptamun.
Er skákin fór í bið, hafði
Panno aðeins betri liðskost, það
er að segja tvo létta menn í stað
inn fyrir hrók og peð, en það virt
ist enganveginn auðvelt að gera
sér mat úr þessu. Það varð Panno
til hjálpar, þegar hafizt var
handa að nýju, að hann gat
haft máthótanir í frammi, því
að svarti kóngurinn var berskjald
aður, en hinn hvíti aðeins í vari.
Panno teflir lokin vel og
skemmtilega, og Reshevsky tekst
lengi vel að finna varnarleiki, en
þar kemur þó að hann sér sitt
óvænna. Nokkuð var um endur
tekningu á leikjum í síðari hluta
skákarinnar, til þess að vinna
tíma.
Hvítt Svart
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 Bb7
4. e4
5. f3
6. Be3
7. d5
8. Dd2
9. cxd
10. 0-0-0
11. Bd3
12. Kbl
13. Hcl
14. Bc2
15. b4
16. Rge2
17. Bd3
18. a3
19. h3
20. Ka2
21. fxe
22. BxR
23. Hbl
24. Hhcl
dG
0-0
e5
c6
cxd
a6
Re8
Rd7
b5
Rc5
Hb8
Rd7
Rb6
f5
Rf6
Bd7
fxe
Rc4
bxB
Rh5
De7
KVEÐINN hefur verið upp I
Hæstarétti dómur í máli, er reis
út af töku stóðhesta á afréttum
á milli Skagafjarðar og Austur-
Húnavatnssýslu.
Gerðarbeiðendur í máli þessu,
sem rekið var fyrir fógetarétti í
héraði, voru Þorsteinn Sigurðs-
son, bóndi, Enni í Engihlíðar-
hreppi, og Haraldur Eyjólfsson,
bóndi, Gautsdal í Bólstaðarhlíðar
hreppi, báðir í Austur-Húna-
vatnssýslu.
Tildrög málsins eru þessi:
Laugardaginn 21. júlí 1962 fóru
þeir Sveinn Guðmundsson, kjör-
búðarstjóri, Guðmundur Sigurðs
son, húsasmíðameistari, og Björg
vin Jónsson, skrifstofumaður, all
ir á Sauðárkróki, ríðandi vestur
í Húnavatnssýslu. Að sögn eins
þeirra var ferð þessi farin að
beiðni formanns Hrossaræktar-
sambands Norðurlands til þess
að svipast eftir stóðhestum, er
ganga kynnu lausir utan vörzlu.
Fóru þeir af stað upp úr hádegi
nefndan dag og riðu fram
Hryggjardal, um Víðidal og
Litla-Vatnsskarð og lítið eitt
norður fyrir bæinn í Litla-
Vatnsskarði og áðu þar. Á þeim
slóðum fundu þeir tvo stóðhesta
og er skemmst frá því að segja,
að stóðhestana tvo fóru þeir með
í Skarð og afhentu þá hrepp-
stjóra Skarðshrepps.
Ólafur hreppstjóri Lárusson í
Skarði auglýsti síðan samkvæmt
37. gr. 1. nr. 54/1957 téða stóð-
hesta til sölu á uppboði, er fram
skyldi fara 25. júlí.
Stefnendur gerðu þær kröfur
fyrir fógetadómi Skagafjarðar-
sýslu að stóðhestarnir tveir yrðu
með fógetagerð teknir úr vörzl-
um hreppstjóra Engihlíðar-
hrepps eða Bólstaðarhlíðar-
hrepps, eftir því í afrétt hvors
hreppsins þeir hefðu. verið tekn-
ir, eða til vara, að lagt yrði lög-
bann við sölu hesta þessara á
uppboði.
Um kröfur gerðarbeiðanda
segir svo í forsendum að úrskurði
fógetadómsins: „Skv. 36. gr. 1.
nr. 54/1957 um búfjárrækt er ó-
héimilt að láta stóðhesta ganga
lausa í heimahögum eða á af-
réttum án heimildar skv. lög-
um. í sömu lagagrein segir, að
verði vart við slíkan hest, beri
að handsama hann og flytja til
hreppstjóra. Verður samkvæmt
þessu og því, sem fram hefur
komið í málinu, eigi annað séð
en taka téðra hesta hafi verið
OFTAR ER það sem Velvak-
anda berast bréf þar sem kvart
að er um hótel og afgreiðslu
þeirra. Það er því nýmæli að fá
þetta bréf frá „Ferðamanni":
• GÓÐS SKAL GETIÐ
Ferðamaður segir frá:
„Við hjónin vorum dálítið
þreytt, er við komum á áfanga-
stað, þótt þetta væri fyrsti dag-
ur ferðarinnar. Skyldi ekki hald
ið lengra í bráð, enda hafði ég
pantað gistingu þrjár nætur.
Við hlökkuðum til að hvílast
og væntum þess að sofa vel um
nóttina. Höfðum áður gist á
þessum stað og líkað vel. En nú
urðum við fyrir nokkrum von-
brigðum. Er við vorum gengin
til hvílu, hófst umgangur og
hávaði á næstu hæð fyrir ofan
okkur. Húrðum var skellt, dreg
in til húsgögn og meira að segja
barið í veggi líkt því sem verið
væri að reka nagla. Gekk svo
langa hríð, að við náðum
ekki að festa blund. Og er loks
komst kyrrð á, vorum við orð-
in andvaka. Varð svefninn því
af skornum skammti þessa nótt.
og við hlutum ekki hina þráðu
hvíld.
Að morgni kvartaði ég und
an þessu við hótelstjórann, vit-
anlega með kurteislegum orð-
um. Svarið, sem ég fékk, var
á þessa leið:
Þakka yður fyrir, að þér sögð
uð mér frá þessu. Mér þykir
leitt, að það skyldi koma fyrir,
en það skal ekki endurtakast.
Og hann stóð við orð sín.
Næstu nætur höfðum við fullan
svefnfrið. En sagan er ekki öll.
Er ég fékk reikninginn í hend
ur, virtist mér hann lægri en ég
hafði búizt við.
„Er þetta áreiðanlega öll upp-
hæðin?“ spurði ég.
„Já, þér borgið ekki fyrir
fyrstu nóttina“, var svarið.
Eg varð glaður við. Ekki af
því að reikningurinn var lægri
en ég hafði gert ráð fyrir, held
ur vegna þess, að ég hafði fund
ið sanna gestrisni“.
UJj "Ji
iíiiiíiiiiii^Sk
't, VV7
t, / /
i'mmI/
PIB
COPENHAGEN
/ / U / co P
tj'jn.
1 iÁ
\b / J' J ^
* ÖkM&U.
/p*®"----
25. Hc2 Hf7
26. a4 Rf4
27. Rcl De8
28. Ka3 Bf6
29. Hcb2 Bd8
30. b5 axb
31. Rxb Ha8
32. Dc2 Ba5
33. Dxc Hc8
34. Db3 Rxg
35. HxR Hf3
36. He2 Hxh
37. Ra2 Bg4
38. H2el BxH
39. HxB Bd7
40. Rac3 Df8
41. Db4 Df6
lék hvítur biðleik)
42. Kb3 Dh4
43. He2 Bg4
Framh. á bls. 9.
heimil og lögleg. Er því eigi lög-
mæt ástæða til að afhenda gerð-
arbeiðendum hesta þeirra. Ber
því að synja um þá kröfu gerð-
arbeiðenda, að hestarnir verði
teknir úr vörzlum hreppstjóra
Skarðshrepps og afhentir þeim.
Hvað þá kröfu gerðarbeiðenda
snertir, að hestarnir skulu ann-
að tveggja afhentir hreppsstjóra
Engihlíðarhrepps eða Bólstaðar-
hlíðarhrepps, eftir því í hvorum
hreppum hestarnir voru hand-
samaðir, til væntanlegrar með-
ferðar skv. búfjárræktarlögum,
er það að segja, að í 36. gr.
laganna er aðeins talað um, að
flytja skuli stóðhesta, sem finn-
ast eins og hér stendur á, til
„hreppsstjóra", og í 37. gr. ræðir
um það, að „hreppsstjóri" skuli
setja slíka hesta á uppboði og
gera á því skil án þess að bein-
um orðum segi hver sá hrepps-
stjóri skuli vera.“
Taldi fógetarétturinn sam-
kvæmt þessu ekki óeðlilegt, að
afhenda hreppstjóra Skarðs-
hrepps umrædda hesta og varð
því synjað kröfu gerðarbeiðenda
um að taka hestana úr vörzlum
hans.
Þá var talið, að kröfunni um
lögbann yrði eigi við komið og
því var henni synjað.
Samkvæmt ofansögðu var öll-
um kröfum gerðarbeiðenda synj-
að í fógetarétti og staðfesti Hæsti
réttur þá ákvörðun. Auk þess
voru gerðarbeiðendur dæmdir til
að greiða kr. 5.000.00 í máls-
kostnað fyrir Hæstarétti.
• VÍGSLA SKÁLHOLTS-
KIRKJU OG ÍSLENZKI
FÁNINN.
Svofellt bréf barst Velvak
anda um fána að húni í tilefni
Skálholtshátíðar:
„Á þeim merku tímamótum
sögu íslenzkrar kirkju og þjóð-
arinnar, er vígsla Skálholts-
kirkju fór fram, var ég einn af
þeim fáu, sem var í bænum.
Svo virtist sem bærinn væri að
mestu mannlaus fyrir hádegið.
Eg veitti því athygli þennan
morgun hve fá flögg voru að
húni. Tók ég eftir að eitt flagg
var upp á opinberri byggingu,
Þj óðmin j asaf ninu.
Sjálfsagt hafa verið mörg
flögg uppi á Skálholtsstað þenn
an dag, en mér hefði þótt við
eiga að flaggað hefði verið á A1
þingishúsinu, Stjórnarráðsbygg
ingunni, Háskólanum og
Menntaskólanum og öðrum op
inberum byggingum í bænum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sig. Sigurjónsson".
AECStraujárn
BRÆÐURNIR ORMSSON
Sími 11467.