Morgunblaðið - 16.08.1963, Page 6

Morgunblaðið - 16.08.1963, Page 6
 6 MORGU N BLAÐIÐ 1 Föstudagur 16. ágúst 196S Fólkið gerir miklar kröfur til sjálfs sín og samfélagsins Rætt vib Jónatan Einarsson oddvita Bolvikinga FYRIR nokkru var á ferðinni !hér í borginni Jónatan Ein- arsson, oddviti í Bolungarvík. Blaðið notaði tækifærið og ræddi við hann um helztu framkvæmdamál Bolvíkinga, en þar vestra hefir lengi verið mjög öflugt og þróttmikið at- hafnalíf. Jónatan sagðist svo frá í stórum dráttum: — Nú er unnið að miklum krafti við hafnarframkvæmdir, en að þeim störfum er fyrirhugað að vinna fyrir 5 milljónir á þessu sumri. Þrír áfangar verða unnir í sumar. I fyrsta lagi er unnið að dýpk- unarframkvæmdum og hefir Grettir verið fyrir vestan í rúm- an mánuð. í öðru lagi verður haldið áfram endurbyggingu brimbrjótsms. Að því verki hefir verið unnið í þrjú ár. Lokið er við að ramma niður stálþil með öllum garðinum, svo nú er hægt að dýpka meðfram honum. í sum ar verður lokið við garðinn. að öðru leyti en því, að ekki verður gengið frá enda brjótsins. Með þessu er miklum áfanga náð og hér er um að ræða mikið mann- virki. í þriðja lagi er svo unnið að byggingu grjótgarðs, sem kemur hornrétt á brimbrjótinn sunnan frá í höfninni og myndar með honum lokaða höfn. Unnið var að þessu vtrki í vor og haldið verð- ur áfram við það í haust. — Að sjálfsögðu er höfnin stærsta hagsmunamál Bolvík- inga, enda lífæð staðarins, þar sem allt athafnalíf byggist á henni. Bolvíkinga hefir lengi van hagað um trygga útskipunarhöfn þar sem ferma mætti stærri flutn ingaskip. Hafa þeir því þurft að flytja mikinn hluta framleiðslu sinnar til ísafjarðar oft við slæm skilyrði. Áfangi sá, sem nú er náð við hafnargerðina, er þegar til mik- illa bóta og strax næsta sumar verður hægt að vinna við mun stærri skip í höfninni, þegar lok- ið er dýpkun fram fyrir brjóts- endann. Verkstjóri við hafnarfram- kvæmdirnar er Bergsveinn Breiðfjörð og hefir hann stjórn- að verkinu af miklum dugnaði. — Þá er nýlokið uppsetningu 30 tonna bílvogar við höfnina og var reist við hana myndarlegt skýli, sem er, auk húsnæðis fyrir vigtarmenn, jafnframt baðhús með snyrtiherbergjum fyrir sjó- menn og aðra þá er þurfa að hafa aðgang að slíku húsnæði. Síldarverksmiðja í smíðum — Þá hefir Einar Guðfinnsson h.f. byrjað byggingu síldar- og fiskimjölsverksmiðju, en fyrir var gömul fiskimjölsverksmiðja, sem lögð verður niður. Byrjað var á hinni nýju byggingu í maí. Lokið er byggingu sökkuls og undirstöðu fyrir vélar. Allar vél- ar hafa verið pantaðar erlendis frá og samið um uppsetningu þeirra við Landssmiðjuna. Sam- kvæmt verksamningi á verk- smiðjan að vera tilbúin fyrir 1. okt. í haust. Verksmiðjan á að afkasta 1500 málum síldar á sól- arhring. Þetta verður mikil lyfti- stöng fyrir atvinnulíf staðarins. Frystihúsið hefir jafnframt verið endurbætt með tilliti til síldar- frystingar, en hana hefir ekki verið hægt að frysta fyrr sökum þess að ekki hefir verið hægt að vinna úrganginn. Þessar fram- kvæmdir stuðla að því að hægt sé að gera báta þá, sem Bolvík- ingar eiga út frá heimahöfn til vetrarsíldveiða og einnig ætti þetta að koma sumarsíldveiðun- um til góða þegar síld veiðist á vestursvæðinu. Nýr skóli — Á vegum sveitarfélags Bol- ungarvíkur er verið að byggja barna- og gagnfræðaskóla. Hóf- ust framkvæmdir sl. haust og var lokið við að steypa neðstu hæðina. f sumar er svo verið að byggja 2. og 3. hæð. Skólinn er 4000 rúmmetrar að stærð og á hann að fullnægja þörf fyrir skóla á staðnum í náinni fram- tíð. Áður voru aðeins 2 fram- haldsbekkir í skóla staðarins, en nú er fyrirhugað að skólinn geti skilað nemendum með lands- prófi. — Íþróttavöllur af fullri stærð hefir verið í byggingu á Skeiði og er framkvæmdum vi5» hann lokið. Hér er um að ræða grasvöll, sem tekinn verður í notkun næsta sumar, eða þegar hann er gróinn upp. — Á fjárhagsáætlun sveitar- sjóðs í ár eru 450 þús kr. til mal- bikunar gatna á staðnum. Standa vonir til að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. Innan skamms byrjar rann- sókn á heitum uppsprettum í Syðri-Dal á vegum jarðborana ríkisins. Er verið að kanna hvort grundvöllur sé fyrir hagnýtingu þessa heita vatns fyrir byggðar- iagið. Miklar íbúðabyggingar Um aðrar framkvæmdir í Bol- ungarvík er það að segja að út- hlutað hefir verið 12 bygginga- lóðum 1 sumar. Er her um að ræða íbúðarhúsabyggingar. Þá er unnið að byggingu iðnaðarhús- næðis, sem Jóhann Kristjánsson lætur byggja. Verið er að ljúka við að reisa steypustöð, sem þeir Sigurjón og Sveinbjörn Svein- björnssynir eiga. Þá er lokið inn- réttingu verbúða þar sem sköpuð er aðstaða til útgerðar 20 smá- Járnþil hefur nú verið rammaS niðúr meðfram n ær allri innri brún brimbrjótsins í Bolungarvík. í DAG fjalla bréfin til Vel- vakanda um byggingar og hætt- ur af þeim. Að sjálfsögðu gefst þeim sem veizt er að tækifæri til andsvara hér í dálkunum. • Hættan frá áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi Fyrra bréfið hljóðar svo: „Velvakandi minn. Finnskur vinur minn sem hér var, sagði mér frá því er finnska áburð- arverksmiðjan sprakk í loft upp og að það hafi verið 3 falt meiri sprenging en þegar .kjarn orkusprengjan lagði Hiroshima í rúst. Taldi hann að slík spreng ing í áburðaverksmiðjunni hér myndi sópa burt öllum húsum næst henni t.d. í Grunnum, Heimum og víðar og verða af hið hroðalegasta mannfall og eignatjón. Mér þótti þetta meira en í- skyggileg tíðindi. Ef ég man rétt birti verkfræðingur Áburð arverksmiðjunnar í Gufunesi stutta yfirlýsingu í blöðunum um það að óhreinindi hafi bor- izt í áburðinn í Finnlandi og orsakað sprenginguna, en lof- aði nánari greinargerð þegar bú ið væri að rannsaka slysið í Finnlandi. Ekki hefi ég séð neina grein- argerð, og langaði mig því að spyrjast fyrir hvenær hún kæmi og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að hindra sprengingu hér. Virðist varla mega minna vera en að öflugur járnbentur garður væri gerður um hættu- svæðið til að veita Reykjavík einhverja vernd ef illa færL Hvað hefir Öryggiseftirlit rík- ■isins gert? Vinsamlegast Þorlákur Einarsson" • Skólabyggingin í Kónavori Velvakandi! „í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins var lítil frétt, sem hét: Veggir hrynja í Kópa- vogi. Var þar vissulega ekki gert meira úr tjóni en efni stóðu til, því að vegghleðsla barnaskólans fyrirhugaða var að mestu í rúst eftir austan- golu, sem ekki hreyfði hey á Digranestúninu. Ég hef fylgzt nokkuð með byggingu þessari, ef slikt hrófa tildur verðskuldar það nafn, og get ekki látið hjá líða að vekja á henni athygli, því að ekki er annað að sjá en hún verði stór hættuleg öllum, sem inn í hana Jónatan Einarsson báta og er húsið sameign smá- bátaeigenda, en allmikið er um smábátaútgerð á sumrum og hef- ir hún gefið góða raun. í frystihúsinu er verið að ljúka innréttingu íbúða fyrir starfsfólk sem eru á efri hæð hússms. Þess skal að lokum getið í sambandi við framkvæmdir að verið er að byggja tvö ný skip erlendis, en 7 skip eru nú gerð út frá Bol- ungarvík, 150—200 tonn að stærð. Hin nýju skip eru 200 tonna, eign Einars Guðfinnssonar h.f., og 120 tonna, eign Græðis h.f. Við spyrjum nú Jónatan um fjárhag svéitarfélags, sem stend- ur i svo margháttuðum fram- kvæmdum. — Fjárhagur Bolungarvíkur er yfirleitt góður, nema hvað skuld- ir hafnarsjóðs eru allmiklar vegna hinna miklu og kostnaðar- sömu framkvæmda við höfnina. Framh. á bls. 8 ganga, og þá ekki sízt, ef þak- ið skyldi einhverntíma komast á hana. Þetta er allstór bygging, veggjahæðin að sjálfsögðu meiri en í einlyftum íbúðarhús- um, líklega á fjórða meter, og öll hlaðin úr rauðamalarsteini. í allri þessari byggingu er ekki einn einasti stöpull til að styrkja hleðsluna, hvað þá sæmilegur burðarveggur, og til að kóróna þetta er fyrirhugað að þekja húsið með afarþung- um steinsteyptum plötum, sem búið er að flytja á staðinn. Ekki virðist austangolan hafa kennt þeim neitt, sem stjórna þessu verki, því að enn er tek- ið að hrúga upp, rauðamalar- steinunum á sama hátt og fyrr. Er ekki að sjá, að menn muni lengur, að við búum á jarð- skjálftasvæði, og lítinn titring þyrfti til að fella eða skekkja þessa veggi, svo að þakplöturn- ar féllu af öllum sínum þunga ofan í tóftina. Ef enginn verður til að taka hér í taumana, er þess óskandi, að forsjónin komi enn til bjarg- ar og blási þessum veggjum um koll hið bráðasta.“ Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.