Morgunblaðið - 16.08.1963, Page 10

Morgunblaðið - 16.08.1963, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ T föstudagur 16. ágúst 1963 (•íííSftí'íWKWKÍ'XííííííSííííPPPr'ÍK-I-JWfrtíííftWíSSpíKWX^-JS .............. 'V-X- • .... « v-v*« w • • -:..v.......V.. ...^ JAMBOREE — alheimsmót skáta eru haldin fjórða hvert ár og nú er hið 11. þeirra háð að Maraþonvöllum í Grikklandi. Maraþonvellir eru eina maraþonshlaupslengd í austur frá Aþenu eða 42 kíló metrar. Vellirnir eru umlukt- ir lágum skógivöxnum hæð- um á þrjá vegu, en mjótt skógarbelti skilur þá frá sendinni strönd hafsins á einn veg. Vellirnir eru stórir. á borð við heilan hrepp, vaxnir harðgerðum gróðri. Okkur ís lendingum finnst það furðu- legt að nokkuð skuli vaxa úr þeim jarðvegi, sem er líkast- ur hálfharðnaðri steinsteypu. Á Maraþonvöllum er nú risinn all myndarlegur bær, með 14—15 þúsund íbúum, frá 85 þjóðum og öllum álf- um heims, af öllum litum og trúarskoðum. Suður og norður markanna : Konstantin prins (lengst til híegri) við setningu mótsins. HeSgi S. Jónsson; Jamboree á Maraþonvðllum gæta Ástralía og fsland, en hringurinn frá austri til vesturs er órofinn. í þessum Jamboree bæ, má finna flest það sem fylgir og fylgja ber — nema kvenfólk — því Jamboree er forrétt- indi drengjaskáta, enn sem komið er. Tjaldbúðunum er skipt nið- ur í 12 svæði (Sub camps), sem hvert hefur sína stjórn sinnar birgðastöðvar og ann- að sameiginlegt. Svæðin bera nöfn grískra fornhéraða og erum við íslendingarnir í AEANTIS, sem er héraðið umhverfis Aþenu og kemur hérað þetta mjög við forn- sögu Grikkja. Einn af höfð- ingjum þessa héraðs var Ulys ses, sá er Homerskviður greina frá að Hector hafi fellt í Trojustríðinu, 1200 f. K. og dregið um götur Trojuborgar. Mikill undirbúningur Grísku skátarnir höfðu innt af höndum mikinn og góðan undirbúning, sem hófst fyrir um tveimur árum. Götur, vatnsleiðslur og skolp- rásir voru lagðar, símalínur, götuljós og þjónustubygging- ar reistar, svo sem póstur, símstöð, banki og sjúkrahús, síðustu vikurnar risu svo aðr ar stöðvar, skrifstofur og verzlanir. Gríski herinn veitti skát- um mikla aðstoð, því svo vel vill til að hans konunglega tign Konstantin krónprins er skáti og núverandi skátahöfð ingi Grikklands. Á tjaldbúðasvæðinu eru sýningaskálar, þar sem hver þjóð hefur sýningu til land- kynningar og á sinni skáta- sögu og erum við þar þátt- takendúr í með sýningar- svæði á góðum stað. Hver tjaldbúð er auk þessa einskonar þjóðlegur sýningarstaður og eru tjald- skátabúningurinn sé einn og hinn sami um allan heim, sýnir hann mörg tilbrigði í litum og formi og íblöndun þjóðlegra einkenna. Þegar göngum var lokið, um kl. 7,30 og áhorfendasvæð ið fulisetið, munu þar hafa verið um 25 þús. manns, því mjög var gestkvæmt. Mótssetningin hófst með því að allur skarinn söng Jamboreesönginn, með undir leik þriggja lúðrasveita, var ein þeirra finnsk en hinar grískar. Þá ávarpaði æðsti stjórriandi mótsins skátana og rakti sögu fyrri alheijns móta og störf þeirra í þágu friðar og bræðralags og var leikinn og sungin söngur hvers móts — og fögnuðu ákaft þær þjóð ir sem mótin höfðu haldið og þeir aðrir, sem þar höfðu ver ið. Þá var Filppseymga minnzt og þeim vottuð samúð að skáta sið. Konstantin krónprins setur mótið Þögnin er rofin með gríska þjóðsöngnum og skátahöfð- ingi Grikkja, Konstantin prins gengur inn á svæðið í sínum gamla skátabúning og kveikir í bálkesti, sem hlað- inn var miðsvæðis, með þeim ummælum að hann og allir Grikkir vildu vinna að því að lýsa og verma leiðir skáta- starfa. Þegar prinsinn steig í Inngangur í tjaldbúðimar. búðir óspart heimsóttar og skipt á upplýsingiun. Hreinlætistæki, þvottastöðv ar og steypiböð eru vel útbúin og nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. Baðströndin er vel útbúin af öryggistækjum og sjórinn þægilega saltur og svalur, enda er ströndin mikið sótt af okkur sem þróum svalann. Sól og heitar nætur Það er vandaminna að reisa tjaldborg á Maraþonvöllum en á Þingvöllum. — Hér er staðveður nær því allt sum- arið, gola á daginn, kyrrara á kvöldin, hitinn frá 30 til 40 stig, og væri okkur lítt þol- andi, ef golan, sturtuböðin, og sjórinn væru ekki við hendina. Næturnar eru heit- ar og dimmar og sofa allir fyrir opnum tjöldum með upp rúlluðum veggjum eða fyrir utan tjöld — engin hætta á regni eða kulda — ef regn- skúr kæmi mundu Grikkir halda að heimsendir væri í nánd. Tjöld og byggingar eru stað sett eftir stöðugri átt golunn- ar, öfugt við það sem gert er á íslandi, hér snúa opin móti vindi svo golan geti blásið í gegn. Skuggi hjá íslandi öðru megin við fsland er skuggi, sem þó er ekki hægt að svala sér við — þar er svæðið autt, utan ein fána- Flugeldasýning. stöng með fána Filippseyja dregin til hálfs, því svo hörmulega vildi til að flug- vélin sem þeir voru í, á leið til Jamboree fórst nálægt Bombay í Indlandi og þar með 24 skátar eða allir þátt- takendur Filippseyja, auk skátanna fórust aðrir 36 far- þegar. Margir leggja leið sína til hins auða svæðis Filipps- eyinga til að votta fána þeirra samúð sína, sem blakt- ir þar í hálfa stöng. Við söknum Filippseyinga sem nábúa, því vafalaust hefðu svo fjarskyldar þjóðir haft um margt að tala. Setning mótsins Að áliðnu kveldi hinn 1. ágúst fóru íbúar sambúðanna að safnast saman, hver þjóð út af fyrir sig, því hin form- lega setning mótsins skyldi fara fram kl. 8 að kvöldi. Þegar nokkuð hafði dregið úr hftanum og húmið færðist yfir. — Mótseningin átti að fara fram í stórum dal, þar sem búið var að ýta til brekk unum, sem áhorfendasvæði og reisa sýningarsvæði, sem hafði í baksýn merki hinna 10 fyrri alheimsnvpta, svo og merki þess 11. Um kl. 7 fylltust allar götur af gangandi, syngjandi hóp- uih þjóðanna, og allra leiðir lágu í dalinn þar sem mótið átti að setja. í göngu þessari, mátti sjá margt nýstárlegt, enda þótt ræðustól var honum ákaft fagnað, og þaðan flutti hann afburða snjalla ræðu til Jarboreeskáta og alls skáta heims, hinnar 10 milljón manna fjölskyldu. Hann hvatti alla til að gerast Mara þonshlauparar á þann hátt að bera sigurfregnir um víða veröld — fregnir um sigur mannúðar, samvinnu, friðar og bræðralags. Að hinni snjöllu ræðu lok- inni lýsti hann 11. alheims- mótið sett og bauð alla vel- komna til starfa — þá tendr- aði hann kyndla frá eldum fyrri alheimsmóta og afhenti foringjum sambúðanna og bað þá bera anda Jamboree út um heiminn til friðar og farsældar öllu mannkyni. Þá voru lesin á forngrísku skilaboð þau sem hlaupið verður með Maraþonsboð- hlaup 85 þjóða til Aþenu og afhent borgarstjóranum þar, um að 11. Jamboree hafi ver- ið sett að Maraþonsvöllum. Setningu lauk með því að flutt var friðarbæn og hófust þá á loft marglitir flugeldar, sem lýstu upp nóttina og fylltu dalinn töfraljóma. Mannfjöldinn féll eins og lifandi elfa útúr dalnum og stefndi í allar áttir til búða — glaður og þakklátur, og albúinn að taka til starfa. — Framundan var heitur dagur og mikið starf. — hsj..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.