Morgunblaðið - 24.08.1963, Side 6

Morgunblaðið - 24.08.1963, Side 6
c MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. ágúst 1963 ! m Prestar ganga til kirkju. — Ljósm. Jónas Magnússon. íivífevSiS':*:' Aldarafmæli isafjarðarkirkju 100 ÁRA afmælis Ísafjarðar-I fram, og Iauk með því að sung- rún Pétursdóttir, var sérstak kirkju var minnzt sunnudaginn íl. þ. m. með hátíðamessu. í»ar var mættur sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, sem full- trúi biskups, en hann prédikaði, ásamt sóknarprestinum, sr. Sig. Kristjánssyni. Auk þeirra voru viðstaddir athöfnina 8 sóknar- prestar á Vestfjörðum, þeir: sr. Grímur Grímsson, Sauðlauks- dal, sr. Tómas Guðmundsson, Patreksfirði, sr. Sigurpáll Óskars son, Bíldudal, sr. Stefán Lárus- son, Núpi, sr. Jóhannes Pálma- son, Stað í Súgandafirði, sr. Þor bergur Kristjánsson, Bolungar- vík, sr. Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði, og sr. Jón Ólafsson fyrrv. prófastur í Holti í Önund- arfirði, en sr. Grímur þjónaði fyrir altari í upphafi messunnar, en í messulok var fjölmenn altarisganga' og þjónuðu þá fyrir altari sr. Jóhannes og sóknar- prestur ísfirðinga, sr. Sig. Krist- jánsson, prófastur. Hvert sæti 1 kirkjunni var fullskipað og gjallarhornum komið fyrir utan kirkjunnar. Sunnukórinn annaðist söng við athöfnina, undir stjórn organ leikara kirkjunnar, Ragnars H. Ragnars og fyrrv. organleikara Jónasar Tómassonar, Guðlaugur Jónasson söng einsöng í kirkj- unni. Minningartaflan um sr. Hálf- dán Einarsson, prófast, sem byggði kirkjuna, var afhjúpuð við hátíðaguðsþjónustuna af Kristínu Þórisdóttur, sem er af- komandi sr. Hálfdáns í fimmta lið. Á töflunni er svohljóðandi áletrun: „Séra Hálfdán Einars- son, prófastur, sóknarprestur á ísafirði 1848 — 1865, lét reisa þessa kirkju. Á eitt hundrað ára afmæli hennar vottar ísafjarðar söfnuður honum þökk og virð- ingu sína. Séra Sigurður Kristjánsson minntist séra Hálfdáns Ein- arssonar, prófasts á Eyri í Skut- ulsfirði, sem byggði kirkjuna og vígð var af honum 11. sunnu- dag eftir trinitatis 1863. Var séra Hálfdán sóknarprestur á ísa- firði frá 1848—1865 og lét reisa kirkjuna. Var afhjúpuð minning artafla í kirkjunni um séra Hálf dán, sem söfnuðurinn hefur sett í þakklætis- og virðingarskyni við sr. Hálfdán. Töfluna afhjúp- aði einn yngsti afkomandi sr. Hálfdáns, stúlka að nafni Kristín Þórisdóttir á ísafirði. Athöfnin fór hátíðlega og vel inn var þjóðsöngurinn. Veður var hið fegursta, og setti það sinn svip á hátíðina. Úm kvöldið var fjölmenn sam- eiginleg kaffidrykkja, þar sem eftirtaldir tóku til máls: sóknar- presturinn, sr. Sig. Kristjánsson, séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, er minntist meðal annars ánægjulegar dvalar hér á ísa- firði fyrir liðlega hálfri öld, þeg- ar hann var hér skólastjóri og kennari barnaskólans. Vígslubiskup flutti kveðjur og árnaðaróskir frá biskupi, herra Sigurbirni Einarssyni. Sr. Bjarni minntist þess, að hann hefði komið til ísafjarðar fyrir tæp- um 56 árum, en hann starfaði þá við barnaskólann þar. Fyrstu jólaguðsþjónustu sína hefði hann haldið aðfangadag jóla fyrir nær fellt 56 árum í ísafjarðarkirkju. „Hér hefi ég átt ógleymanleg- ar stundir, en sú kom stund, er ég með sorg og söknuði kvaddi ísafjörð“, sagði séra Bjarni. Þá tóku til máls Gísli Krist- jánsson, Finnbjörn Finnbjörns- son, Jónas Tómasson og safnað- arfulltrúinn, Elías J. Pálsson, — en milli ræðuhaldanna skemmtu menn sér með almennum söng undir öruggri forystu Ragnars H. Ragnars organleikara, en jafn- framt söng frú Herdís Jónsdótt- ir einsöng, og ungfrú Lára Ragn arsdóttir lék einleik á píanó. Fyrrverandi biskupsfrú, Guð- lega boðið til hátiðahaldanna, og var henni í kaffisamsætinu af- hent bók með skrautrituðu ávarpi frá söfnuðinum. Við hátíðamessuna tilkynnti frú Guðrún Pétursdóttir, að ís- firðingar, búsettir syðra, hefðu ákveðið að gefa kirkjunni út- skorinn prédikunarstól, sem af- hentur verður síðar. Við sama tækifæri færði og vígslubiskup kirkjunni fagra silfurkönnu frá frú Agnesi Jóhannesdóttur Tómasson, Reykjavík. Ennfrem- ur hafa kirkjunni borizt í til- efni af afmælinu eftirtaldar gjafir: myndskreyttir gluggar i kór, annar frá ónafngremdum hjónum á ísafirði, til minnmgar um Eðvarð Ásmundsson kaup- mann ísafirði og konu hans Sig- ríði Jónsdóttur og Pál Jónsson bónda á Melgraseyri, síðar á Laugabóli, og konu hans Ólöfu Jónsdóttur, en hinn frá Kven- félagi ísafjarðarkirkju, — sem auk þess gaf: altarisklæði úr rauðu nælonflaueli með gylltum krossi, rautt flauel á hnébeð við grátur, áklætt, — gestabók með eikarspjöldum áletruð, — sam- skotsbauk úr stáli og 20 sálma- bækur. Framh. á bls. 23. Silvio Edoardo Daneo, ambassa dor ítalíu á íslanxlL Þjóðírnar þurfa að lœra að þekkja hvor aðra * Rætt við ambassador Italíu UM ÞESSAR mundir er staddur hér á landi ambassador Italíu, Silvio Edoardo Daneo, en hann hefur aðsetur í Osló. Morgun- blaðinu gafst í gær tækifæri til að ræða við ambassadorinn um komu hans hingað: — Þetta er í annað skiptið, sem ég kem til íslands. Ég var hér í októbermánuði síðastliðnum, en þá aflhenti ég forseta íslands trú- naðarbréf mitt. — Ferð mín núna er fyrst og fremst til að endurnýja kunn- ingsskap við menn hér og vegna þess að aðalræðismaður okkar, Kjartan Thors, lætur nú af störf- um, því miður. — Við starfinu tekur Thor R. Thors og hef ég rætt við þá báða varðandi ýmisleg málefni. Þá hef ég rætt við ráðherrana Guðmund 1 Guðmundsson, Bjarna Benediktsson, Gylfa Þ. Gíslason og borgarstjórann í Reykjavík. — Því miður verður dvöl mín nú aðeins örfáir dagar. Ég er að vonast til að geta skroppið til Þingvalla til að líta hinn'sögu- fræga þingstað. Mig langar til að ferðast meira um landið, skoða fiskiiðnaðinn og jafnvel renna fyrir lax. Þetta verður þó að bíða því ég verð að hraða mér til Osló. — Sambúð íslands og Ítalíu er mjög góð og þar eru engin vandamál á ferðinni. Viðskipti landanna'-eru töluverð og við hefðum hug á að auka þau enn. — Við kaupum mikið af fiski héðan og seljum ýmsar vöruteg- undir. Ég hef áhuga á, að efna hér til ítalskrar'viku, bæði til að kynna menningu okkar og ítalsk ar útflutningsvörur. Engin á- kvörðun hefur þó enn verið tek- in um þetta. — Fleiri og fleiri ftalir ferð- ast nú orðið til landsins og ég hef þá trú, að það geti enn stór- aukizt. Gallinn er bara sá, að ísland er ekki nógu vel þekkt heima á ítalíu. — Við vildum gjarnan fá t.d. íslenzk listaverk til að sýna. Þið eigið marga ágæta listamenn. í stuttu máli við viljum gjarnan að þjóðirnar læri að þekkja hvor aðra betur. — Mér virðist uppbygging á íslandi og framtíðarmöguleikar miklir. Þið eigið mikil náttúru- auðæfi, aðallega á orkusviðinu. —. Að lokum verð ég að geta þess, að erlendur gestur verður fyrir miklum áhrifum af íslandi, enda mætir hann hér mikilli gest risni og alúð. ^ Ósómi á Vogastapa M. Á. Á. skrifar: „Þegar ekið er frá Kefla vík og Keflavíkurflugvelli og komið er inn fyrir Njarðvík- urnar, verður á vegi manns hæð nokkur, sem heitir Voga- stapi. Þótt ég sé fæddur og upp alinn á þessum slóðum, þá verð ég að segja, að frá náttúrunnar hendi er þetta eitt óyndisleg- asta svæði, sem ég hef séð hér á landi og má illa við því, að því sé enn spillt af mannavöld um. Eg átti þarna leið um fynr skömmu og undraðist óþrifnað inn, því að pappír og alls konar rusl þekur nokkur hundruð metra svæði meðfram veginum og frá bjargbrúninni og inn á heiðina. Mér er sagt að hrein lætisvöidin í Keflavík, Kefla- víkurflugvelli, Ytri-Njarðvík og Innri-Njarðvík aki sorpi sínu og skarni þarna upp á Vogastapa og steypti því fyrir björg, en uppstreymið við bergið feykir pappír og öllu rusli af léttara tagi í fangið á þrifnaðarmönnunum og inn yf ir heiðina, eins og áður er lýst. Þetta er ósómi, sem ekki má eiga sér stað. Annað hvort verður að gera lokað ræsi fyrir ruslið niður í sjó, eða brenna því, sem hægt er af því. Það ælti ekki að vera ofraun þess um fjórum byggðarlögum. Eg ber hér ekki útlendinga sérstaklega fyrir brjósti, þó að þetta sé það fyrsta, sem þeir reka augun í, þegar þeir koma af Vellinum, heldur særir þetta smekk og sómatilfinningu hvers íslendings, sem leiðir þennan ósóma augum. M. Á. Á.“ ♦ Örnefnaruglingur „Sunnlendingur“ skrifar mð V' 79// 1/11 i i fH-h-1-] ->> Jityl '&M langt mál um örnefnarugling á seinni árum, bæði í blöðum og útvarpi. Hér birtist glefsa úr því: „Þá er það ruglingurinn með vegi, eins og leiðina yfir Kalda dal, um Uxahryggi o. s. frv„ sem vonlaust virðist að leið- rétta úr þessu, en óþarfi ætti að vera að bæta nýrri vitleysu við, eins og t.d. veginn „yfir Lyngdalsheiði". Lyngdalsheiði sést að vísu frá veginum. Ríkisútvarpið (e.t.v. með hjálp Vegagerðar ríkisins) bæt ir enn á ruglinginn. Dögum saman hafði útvarpið ekkert annað nýtt í fréttum, en sand- rok væri á veginum við Sand- vatn. Þetta var endurtekið dag eftir dag. Látum nú vera, hvað þetta var ómerkilegt í sjálfu sér, en hitt er verra, að hér var áreiðanlega átt við Sand- kluftavatn eða Sandklyftavatn. — Sandvatn er hins vegar langt frá öllum vegum, þótt í sama landsfjórðungi megi teljast; það er undir Botnssúlum fyrir ofan Brynjudal. Þá var marghamrað á því af einhverri stúlku um verzlunar mannaheígina (í Ríkisútvarp- inu), að viðgerðabíll værl staddur við „Hvalastaði" (með greinilegum hv-framburði) í Hvalíirði. Flestir munu senni- lega hafa skilið, að þarna var átt við Kalastaði, en því ekki að líta á landabréfið, áður en svona vitleysa er margtuggin i útvarpið?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.