Morgunblaðið - 24.08.1963, Page 20

Morgunblaðið - 24.08.1963, Page 20
20 MORGUf’" * *>|Ð Tjaugardagur 24. ágúst 1963 William Drummond: 18 Kit brosti. — Taktu ekki mark á því, sagði hún. — Það er ems og maður sé að hringja í drottn inguná, en það er ekkert að marka. Ekki svo að skiija, að ég haíi reynt það. — Reynt hvað? — Að hringja í drottninguna. — Eg hefði nú svarað í drottn ingarinnar sporum, sagði hann. —En mér þykir nú líka vænt um röddina þína. Hann sá, að hún roðnaði, hvort sem pað var nú af feimni eða ánægju. í sama bili kom rödd Newtons í símann, köld og virðuleg. Newton hér. Hver er þetta? — Ég heiti Younger og sé um bygginguna þarna við hliðina á yður við Grosvernortorgið. Eg held, að þér ættuð að koma heim til yðar eins fljótt og þér getið. Frú Newton hefur orðið fyrir slæmu áfalli. Það hefur verið reynt að brjótast inn til hennar. — Hvað? Tortryggnin skein út úr röddinni. .— f>að var maður að reýna að ryðjast, inn til hennar. — Hver? Náðuð þið í hann? — Nei, hann slapp í burt. En frú Newton heldur, að það sé maðurinn, sem hefur venð að hóta henni. — Nú, já? Hún heldur það? Eg skii. Þér sáuð hann ekki sjálfur? •— Það sá hann enginn okkar, sagði Bryan. En hann hafði mjög sérkennilegt andlit. Það var eins og sár. Það hafði verið gerð aðgerð á andlitinu á hon- utm, segir frú Newton. —, Einmitt sagði Newton. Það var einhver fyrirlitningarkeim- ur að orðinu, hvort sem það var nú af undrun eða háði, en Bryan vissi ekki hvort heldur var. — Vitið þér, hver þetta var? spurði Bryan. — Það kynni að vera, að B^-rn es lögreglustjóri vissi það, sagði Newton. — Mér kæmi ekki á ó- vart þótt svona maður gæti fehg ið einhverja kynóra. Hann lækk aði röddina. — Eg býst við, að konan mín sé þarna hjá yður eins og er. — Já. — Vilduð þér vera svo vænn að vera þarna hjá henni þangað til ég kem, sagði hann og enn lágt. Byrnes var eitthvað hrædd ur um, að þetta væri eilthvað, sem hann kallaði sálræna trufi un. Vilduð þér spyrja hana, hvort hún vilji láta hana frænku sína koma líka? — Viltu að hún frænka þín komi iika? spurði hann og héit hendi yfir trektinni. — Hún seg- ir já, hr. Newton. Því fleiri, því skemmtilegra, hr. Newton. — Eg er feginn, að hún skuli enn geta gert að gamhi sínu, sagði Newton. — Við verðum ekki lengi. Ekki ég, að minnsta kosti. Bryan lagði símann. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. — Þau koma eins og skot. Og áður en þau koma, Kit, þá í guðanna bænum, settu mig inn í þetta. Þú veizt, að ég stend þín megin, hvað sem fyrir kemur. — Æ, hjálpi mér! sagði hún. — Þú ert farinn að tala eins og Bea frænka! En engu áð síður reyndi hún að lýisa því, sem fyrir hana hafði komið, rólega og skilmerki lega. "Það var oflangt til að rekja það nókvæmlega á þess um skamma tíma. Og áður en hún heyrði Tony stinga lyklin um í skráargatið og koma inn, hafði hún þegar séð í andliti Bryans Younger þennan svip samúðar og hálfgerðrar tor- tryggni, sem hún var nú orðin svo vön. — Þú heidur, að ég sé að skrökva að þér? sagði hún. — Nei, það held ég ekki, sagði hann hreinskilnislega. — En hversvegna ætti þessi náungi, sem kom inn, að vera maðurinn í símanum, bara af því að and- litið á honum er aflagað. Ekki hefði andlitið á mér verið betra, ef ég hefði verið hálftímanum lengur í skriðdrekanum forðum. — Og ef það hefði verið þann ig, skilurðu þá ekki, áð það hefði getað breytt þér? sagði hún í örvæntingu sinni. — Nei. Hann hristi höfuðið. — Nei! I þessu kom Bea inn og Tony Newton á hæla henni. Þaú höfðu sýnilega verið að ræða það með sér, hvað þau ættu að gera við Kit, bæði í hót elinu og á leiðinni. Bea frænka var vinsamleg, en ekkert forvit- in að heyra, hvað gerzt hafði. Hún faðmaði Kit að sér og sagði: — Elsku Katrín mín!, rétt eins og hún væri veik eða hefði feng ið einhverjar slæmar fréttir. Tony sneri sér aðallega að Younger. — Eg get ekki lýst því, hvað ég er yður þakklátur, hr. Younger, sagði hann. — Eg veit, að þér eruð önnum kafinn. Byrn es lögreglustjóri mun sjálfsagt vilja heyra beint frá yður, hvað hér hefur gerzt. En ef þér viljið í millitíðinni komast að vinnu yð ar . . . í sama bili var dyrabjöllunni hringt. Younger sá þegar, að frú Newton brá. Hún var auðsjáan- lega að vonast til, að þetta væri ókunni maðurinn aftur. En New ton opnaði dyrnar fyrir rauð- hærðum og frekknóttum manni, sem var Byrnes, og hæglátum manni í rykfrakka, sem Byrnes kynnti sem „Foster, aðstoðarmað ur minn“. Foster dró sig heldur í hlé, en settist með minnisbókina sína og skrifaði niður efni samtals- ins, en Byrnes sneri sér strax að Younger. — Við viljum ekki tefja yður oflengi frá verki yðar, hr. Younger, sagði hann. — Eftir því, sem mér skilst, frú Newton, sáuð þér ókunnan mann við dyrn ar, urðuð hræddar og hlupuð út á svalirnar til að kalla á hjáip? Er það rétt? — Hann reyndi að ryðjast inn, sagði Kit. — Við skulum athuga á eftir, hvað komumaðurinn gerði, frú Newton, sagði Byrnes, festulega. — Fyrst skulum við athuga, hvað hr. Younger gerði. Hann fór svo með þau út á svalirnar og lét Kit sýna sér, hvar hún hefði staðið. Það var ekki eins auðvelt fyrir Younger að segja til um, hvar hann hefði verið í þann svipinn. — Væri ofmikið að biðja yður að fara þangað sem þér voruð, og endurtaka nákvæmlega það, sem þér gerðuð, þegar þér heyrðuð frú Newton hrópa? — Vitanlega ekki, sagði Young er. Foster gekk fast að yfirmanni sínum. — Athuga hinn á niður leið? hvíslaði hann. Byrnes kinkaði kolli og Fost er gekk út með Bryan. — Hvaða hinn? spurði Kit. Byrnes virtist ekki heyra til hennar. — Hvað var það, sem þér kölluðuð upp, fru Newton? Kit roðnaði ofurlítið. Hún vildi ekki láta uppi, að hún hefði kallað á Bryan með skírnarnefni hans. Það mundi aðeins flækja málið enn meir. — Hvaða hinn? endurtók hún. — Það var bara svolítil tilraun sagði Byrnes. — Að mæla tím- ann. — Hvaða tíma? spurði Kit reiðilega. Þessi íbyggna ró hjá Byrnes fór í taugar henni. — Eg býst við, Kisa, að lög reglustjórinn vilji vita upp á hár, hvað mikinn tíma þessi „hræðilegi komumaður“ hafði til að sleppa burt. — Við vitum það þegar, sagði Byrnes. — Ef gengið er út frá því, að lyftan hafi verið stödd hérna á hæðinni — og það, tel ég okkur vera óhætt, þar’ sem hann hefur vafalítið komið upp í henni — þá tekur það hann tuttugu og sjö og hálfa sekúndu að opna dyrnar, uppi og niðri og komast niður á neðstu hæð, alls í hæsta lagi hálfa mínútu. Þetta er ekki sérlega áriðandi, en Fost er vildi athuga tímann, sem það hefur tekið hr. Younger að kom ast niður og leita. — En þá var maðurinn þegar sloppinn, sagði Kit, og mér finnst það standa á meiru að vita, hve langan tíma það tók Bill SS fara yfir í bakgöturnar og leita þar. — Hver er Bill? spurði New- ton. — Einn af verkamönnunum, sem hr. Younger fékk til að leita bakatil. Það var eftir að — Ég er hér í viffskiptaerindum. Mig vantar einkaritara. við höfðum leitað í ibúðinni og séð, að maðurinn var sloppinn. — Það var gott að vita það, frú Newton. Byrnes kinkaði kolii. — En einhver hefur hlotið að sjá hann, meðan hann var að komast út úr bakgötunni, sagði Tony. — Það er ekki víst, sagði Kit Hann hefði getað farið ínn í Skósveinastofuna. — Hvað er nú það? spurði Tony. Byrnes brosti. — Það er krá, þarna í hesthúsagötunni. Það lít- ur út fyrir, að frúin sé þegar orðin kunnugri í Mayfair en þér sjálfur. Hann sneri sér aftur að Kit. — En þér hafið enn ekki sagt mér, hvað þér kölluðuð til hans. — Ég man það nú ekki orð- rétt, sagði Kit. — Aðalatriðið fyrir mér var að láta taka eftir mér. Ef ég væri þarna úti í ailra augsýn, hélt ég, að hann mundi ekki þora að koma . . . og . . . gera neitt. — Það var mjög skynsamlegt af þér, greip Bea frænka fram í, en hún hafði staðið þegjandi úti við gluggann og hlustað. — Ég hefði gert nákvæmlega það sama í þinum sporum. Foster kom nú aftur og renndi sér til húsbónda síns. — Tuttugu og fimm, sagði hann. Byrnes kinkaði kolli, en ann- ars hafði hann meiri áhuga á að horfa á Younger klifra upp í húsgrindina. Hann tók við skeið klukku frá aðstoðarmanni sín- um og kallaði svo til Younger, sem var kominn upp á aðra hæð: — Leggið af stað þegar ég slæ niður hendinni. Tilbúinn? — Allt í lagi. Byrnes sló niður hendinni og Younger þaut af stað. Nítján. sekúndum síðar var hann kom- inn upp á svalirnar. Tíu sekúnd- ur að leita í íbúðinni og kalla niður til Harrys. Og svo að minnsta kosti hálf mínúta í við- bót, handa Bill að komast yfir í hesthúsagötuna. — Það er hugs anlegt, sagði Byrnes. — Ef hann KALLI KUREKI ■Æ' ■*“ Teiknari; FRED HARMAN NO SRI2EE' VOU L1EP YOUESELF INTO THIS MESS, NOW YOU BE NICETOHER' IFSHE &ETS T’KNOW YOU, SHEYL call it opf.'J MAYBE YOU’LL BE LUCKY IF SHE’LL HAVE YOU ' SOMEBODY’S &OTTA EIDE HERDOM YOU ‘ — Já, ég er alveg viss um að þú ert bara fallegur undir þessu skeggi. Þú rakar það af þér mín vegna, er það ekki? — Kalli, þú heyrðir hvað hún eagði. Náðu í lögregluna og láttu þá fangelsa mig fyrir að ráðast á hana. — Nei, kall minn, þú hefur sjálf- ur flækt þig í þennan lygavef og þú skalt bara koma almennilega fram. Þegar þið kynnist betur þá verður hún áreiðanlega betri. — Kannski að þú verðir bara glað ur ef hún vill þig. Einhver verður að halda í taumana á þér . — En hvað hann er óframfærinn. hefur falið sig í hesthúsunum, væri það hægt. Hann sneri sér að Younger. — Ég vil nú ekki tefja fyrir uppbyggingu Lundúnaborgar, hr. Younger. Ef ég þarf, má ég þá tala við yður aftur? — Vitanlega, sagði Bryan. Hann kinkaði kolli til hinna og bætti við: — Og ég vona, a<3 þetta fari allt vel, frú Newton. Tony tók eftir því, að hann ætl- aði að fara að kveðja hana með handabandi en hætti við það. Bea frænka tók líka eftir, að þetta var allra álitlegasti karl- maður. — Ef ég get eitthvrð hjálpað, er ekki annað en ka.lla á mig. Sólin var horfin að skýjabaki og það var allt í einu orðið kait. Þau gengu inn í íbúðina og lok- uðu svaladyrunum. Foster settist aftur með minnisbókina sína, þar sem lítið bar á honum. Hin voru kring um Byrnes, sem sagði ekkert fyrr en Younger hafði lokað dyrunum á eftir sér. Þá sagði hann: — Það sem ég get ekki skilið, frú Newton, er hversvegna þér álítið — sam- kvæmt þessu, sem þér hafið sagt okkur — að maðurinn, sem kom til yðar, hafi verið sá sami, sem hefur verið að hóta yður gegn um símann. Hvað kom yður á þessa skoðun? — Það liggur í augurn uppi. Ég á við, að ég hef aldrei séð manninn áður. Og þarna stóð hann við dyrnar og beið eftir því, að ég færi út. — Gæti hann ekki hafa átt erindi við einhvern í húsinu? sagði Byrnes. — Ég veit, að mað- urinn yðar segir, að hann þekkl engan, sem svarar til þessar lýs- ingar. En ég get hugsað mér margar skýringar á þessu, alveg meinlausar. Gæti hafa verið maður með meðmælabréf frá ein hverjum sameiginlegum kunn- ingja? Eða einhver að sníkja fyrir einhverja góðgerðastarf- semi? — Með svona andlit?! sagði Kit. Sflíltvarpiö Laugardagur 24. ágúst 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna f»órarinsdóttir). 14.30 Úr umferðinni. 14.40 Laugardagslögin — Fréttir. 16.30 Veðurfregnir. — Fjör 1 kringum fóninn: Úífar Sveinbjörnson kynnir nýjustu dans- og dægur* lögin. 17.00 Fréttir. —- f»etta vil ég heyra: Frú Svanfríður Hjartardóttir velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar 1 léttum tón. 18.55 Tilk. —» 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Hljómplöturabb um tvo égæta ítalska söngvara; Matthia Batt* istini og Tito Schipa (Guðmund* ur Jónsson). 20.50 Leikrit: „Mánudagur til mæðu" eftir Alexander Ostrovsky. JÞýð* andi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Baldvi* Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.