Morgunblaðið - 08.09.1963, Side 3

Morgunblaðið - 08.09.1963, Side 3
r Sunnudagur 8. sept. 1963 MORGUNBLADIÐ 3 Sr. Jón Stórar Ásgeir Gsílasoa viö nvjasta EITT guðspjall þessa sunnudags geymir söguna af Salóme, kon- unni sem ætla má að hafi verið móðursystir Jesú. Það er djarfmannleg kona, sem á fund hans gengur með syni sína tvo, sem voru vinir og lærisveinar Jesú. Henni er mikið erindi á höndum, og hún lýtur honum áður en hún ber erindið upp: „Seg þú að þessir tveir synir inínir skuli sitja annar til hægri handar þér og hinn til vinstri handar þér í ríki þínu“. Hvað fyrir Salóme hafi vakað með þessari beiðni, er ekki auð- farkost Norðurleiðar h.f. 46 klst. norður, eina til baka Spjallað við Ásgeir Gíslason, bílstjóra hjá Norðurleið ÞÓTT flugvélar annist nú að talsverðu leyti þær samgöng- ur, sem áður fóru fram á landi, eykst enn tala þeirra, sem ferðast með langferðabif reiðum. Ein helzta leið þeirra er milli Reykjavíkur og Akur eyrar, sem Norðurleið h.f. annast. Elzti og reyndasti bíl- stjóri Norðurleiðar er Ásgeir Gíslason og hittu frétta- maður og ljósmyndari Mbl. hann fyrir skömmu að máli á viðgerðaverkstæðinu við Reykj avíkurveg. Hvað hefur þú ekið Akur- eyrarrútunni lengi — Síðan árið 1950, en á síðari árum hef ég stundum hætt um tíma að vetri til og unnið á BSR. — Þú ert sennilega búinn að fara talsvert margar ferð- ir? — Já, ég hef ekki hugmynd um hve mörg hundruð, en í fyrrasumar fór ég yfir 60 ferðir. Þó var meira að gera, þegar við ókum stanzlaust á milli tveir, Jósúa og ég. — Hverjar eru þínar erfið- ustu ferðir? — Lengsta ferð mín til Akureyrar tók 40 klst. Það var fyrir 5 árum að vetra- lagi, í sama ofsaveðrinu og varð togaranum Agli rauða að grandi. í Giljareitnum ók ég fram á 4 vörubíla, sem bílstjórarnir höfðu orðið að yfirgefa. Voru tveir fremstu læstir, en hinir síðari opn- ir. Ef einhver hefði haft hug á að stela bílunum, var þetta tilvalið tækifæri, þar sem hægt var að komast til baka en ekki áfram. Ég varð að ganga í snjókomu og roki nið ur í Bakkasel, til þess að fá vörubifreiðarnar fjarlægðar og komast fram hjá. — Önnur ferð er mér einnig minnisstæð. Þá höfð- um við orðið að gista á Akranesi, en lögðum af stað norður þaðan snemma að morgni Þorláksmessu. Til Ak- ureyrar komumst við loks síðdegis á aðfangadag, eftir 36 klst. ferðalag. Þá var kom ið bezta veður og náði ég flugvélinni til Reykjavíkur, sem flutti mig heim á einni klst. — Er oft gist á leiðinni nú orðið? — Nei, það kemur varla fyrir. Ég hef tekið eftir því, að það er ekkert, sem fólk vill síður en að þurfa að gista. Farþegar leggja á sig hvers- konar harðindi, til þess að komast hjá því. — Eru næturferðirnar vin- sælar? — Já, já. Fyrst eftir að þær hófust var fólk alltaf að hringja og spyrja hvort ekki væri rétt að hafa með sér sæng. — Og hefur nokkur tekið með sér sæng? — Ekki til þess að breiða ofan á sig í bílnum, en ég man eftir kerlingu nokkurri, sem hafði meðferðis sængur fatapoka, og vildi endilega taka hann með sér inn í bíl- inn, þar sem hun var hrædd um að týna honun,, ef hann væri utan sjónmáls. Mér tókst þó að fá þá gömlu til að leyfa mér að binda pokann á bílþakið, með því skilyrði, að ég gengi vel og vandlega frá honum. Þegar ég var að ljúka við að ganga frá far- angrinum á þakinu, varð ég fyrir því óhappi, að kaðall, sem ég hélt í, rann út úr lykkju. Við það féll ég aft- ur á bak niður af bílnum, einmitt fram hjá glugga kerl- ingar. Glugginn var opinn og á niðurleiðinni heyrðist út um hann: „Ó guð minn góð- ur, sængurfatapokinn minn dottinn“. Ég var allur blár og marinn eftir fallið niður á hjarnið, en varð að harka af mér og flýta mér til kerl- ingarinnar og hugga hana. Hún var með óráði, þar til henni varð ljóst, að pokinn var óhultur. — Verðið þið bílstjórarn- ir ekki stundum fyrir óþæg- indum af farþegum? — Það get ég ekki sagt. Farþegar hafa alltaf reynst mér hjálpsamir, þegar eitt- hvað hefur bjátað á, en þá ríður mest á, að þeir beri traust til bílstjórans, þannig að þeir standi með honum, en ekki móti. — Er ekkert ónæði af skeggjuðum bakpokomönn- um? — Nei, það er svo til óþekkt, vegna þess að þeir reyna ekki að komast með okkur. Þeir vita að þeir þurfa að borga farið. Það var meira að segja einu sinni, er ég ók tómum langferðabíl á eftir aðalrútunni, að ég stanzaði, par sem ég sá nokkra slíka fugla á gangi í Skagafirði, og bauð þeim far til Akureyrar. Þeir ætluðu aldrei að þora upp í bílinn, svo hræddir voru 'þeir um, að ég hyggð- ist heimta greiðslu er á áfanga stað kæmi. — Eru farþegar aldrei fullir? — Við höfum það að reglu, að flytja ekki drukkna menn. Ef menn eru áberandi fullir, hleypum við þeim. ekki inn x bílana, en séu þeir aðeins hreifir, flytjum við þá með því skilyrði, að þeir afhendi fyrst allt áfengi, sem þeir hafa meðferðis. Fá þeir það svo að ferðinni lokinni. — Ferðast margir útlend- ingar með Norðurleið? — Þegar ég byrjaði að aka norður, var það næstum óþekkt, en síðustu árin, eink um tvö síðastliðin sumur, hef ur verið geysimikið um er- lenda ferðamenn. Margir þeirra fara aðra leiðina í langferðabifreið og hina fljúg andi, til þess að sjá sem mest af landinu. Einnig er algengt, Ásgeir sækir vátn á bílinn í skemmtiferð með norræna ráð- herra. að þeir gisti á miðri leið og taki svo rútuna daginn eftir. — Hefur umferðin breytzt mikið á þessum 13 árum? — Já, fyrir utan aukning- una, finnst mér óvarlegur akstur fara mjög í vöxt. T.d. er algengt að menn dragi ekk ert úr hraðanum þótt þeir aki yfir blindhæðir, og sum- ir gera sér það að leik að víkja ekki fyrr en á síðustu stundu, er við mætum þeim. Þó er ég ekki frá því, að eitt- hvað hafi úr rætzt í sumar, og þakka ég það umferðar- þætti Útvarnsiv's. Auðuns: vonir velt að segja. Enginn maður veit nú, hve margir þeirra, sem að- hylltust Jesú, hafa í byrjun gert sér vonir um hann sem þjóð- málaleiðtoga og lausnara þjóðar- inpar undan oki Rómverjá. Áreiðanlega lítum vér nú mjög öðrum augum á hann en þeir menn gerðu, sem til fylgis við hann gengu í byrjun. Ekki að- eins þannig, að nú líta flestir á hann með meira og minna vafasama guðfræði allra þessara alda, ag kenningar um hann, að bakgrunni. Heldur einfaldlega vegna þess, að vér skoðum mynd hans með sögu hans alla, dauða hans og upprisu í baksýn, en það gátu þeir vitanlega ekki gert, sem í öndverðu fylltu flokk hans. En hvað um það, stórar vonir bar Salóme í brjósti, stór var metnaður hennar fyrir sonanna hönd. Sá metnaður hennar v.erð- ur skiljanlegri og sú dirfska hennar að bera fram við Jesú þessa ósk, hafi hún verið systir Maríu móður hans. Þegar gáfaða vitrananunnan frá Avila, heilög Teresa, hafði orðið fyrir auðmýkingu og mót- blæstri í klaustri, sem hún hafði stofnað, kvaddi hún systurnar þessum orðum: „Biðjið Guð að gefa yður stórar vonir, því að upp af stórum vonum má stór veruleiki fæðast." Þetta er sannleiksorð. Margir verða minni menn en efni höfðu staðið til. vegna þess að þá brast þor til að ala með sér stórar vonir. En til þess að blessun fæðist af stórum vonum verða þær að beinast í rétta átt. Áköf- ustu vonirnar beinast oft að fá- nýtum metnaði, ag þær verða mörgum að fótakefli, vegna þess að mannkostir halda ekki í tauminn. Þannig dreymir marga sína Ijúfustu drauma, og tíðum fer svo, að rætist þeir draumar ekki verða vonirnar stærri og metn- aðurinn meiri fyrir dæturnar, synina. Trúlegt er að með sínar stóru vonir hafi Salóme gengið særð af fundi Jesú. En umhugsunar- efni gaf hann henni nóg, þegar hann svaraði beiðni hennar með því að segja við syni hennar: ,,—sérhver sá, er vill Vera mik- ill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar; og sérhver sá, sem vill yðar á meðal vera fremstur, hann skal vera þræll yðar.“ Sagan hermir ekki, hvernig konunni varð við þessi orð Jesú. En mörg tækifæri fékk hún síð- ar á ævinni til þess að hugleiða þessi orð, þegar hörmulegir at- burðir urðu á vegi hennar og stórar sorgir. Synir hennar báðir uxu frá þessum fánýtu metnaðardraum- um og urðu þeir af lærisveinun- um, sem hvað næstir stóðu Jesú. Og móðir þeirra fylgdi þeim, þótt skólinn rtvuni hafa orðið henni erfiður. Hún er ein þeirra fáu, trúu, sem fylgja Jesú á síð- ustu för hans til Jerúsalem. Og hún er ein þeirra sárfáu. vina, sem standa við krossinn hans á Golgata. Þá var fánýtur metnað- ardraumur hennar dáinn. Árin liðu og eldri sonur henn- ar lét lífið fyrir Krist. Hann varð fyrsti píslarvotturinn úr hópi postulanna. Hún fékk að sjá sigursveig píslarvættisins á lið- inni ásjónu hans. Mun hún þá ekki hafa skilið, að upp af stór- um vonum hafði stærri veru- leiki fæðzt en hana grunaði, þeg- ar hún gekk á fund hans forðum með metnaðardraumana sína? Ævisaga þessarar konu er efni í mikla bók, sem er óskrifuð enn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.