Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLADID
Föstudagur 4. okt. 1963.
INIorskir síldveiðimenn vilja
7,8 millj. styrk vegna
aflabrests við island
BERGEN, 2. sept. — Stjórn Fé-
lags íslandsfiskimanna í Noregi
hefur ákveðið að fara fram á það
við stjórnina að hún leggi fram
1,3 millj. n. kr., sem svarar til
um 7,8 millj. ísl. kr. til styrktar
þeim hluta bátaflotans sem
bræðslusíldaraflinn brást hjá á
íslandsmiðum í ár. Samtök fiski-
bátaeigenda styðja þessa beiðni.
Sú upphæð 1,3 millj. kr., sem
farið er fram á, svarar til þess
að fáist 5000 n. krónur á viku, að
frádegnum aflanum. Þeir sem
Dnfl gert óvirkt
í Reykjovikur-
höín
TOGARINN Þorkell Máni kom í
fyrradag til Reýkjavíkur með
dufl, sem hann hafði fengið í
vörpuna úti á miðunum, eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær.
Skipið kom aðeins á ytri höfn
ina. Gunnar Gíslason hjá Land-
helgisgæzlunni fór út í togarann
og gerði duflið óvirkt. Á meðan
voru skipverjar fluttir um
borð í Magna. Biðu þeir þar til
hættan var liðin hjá og fóru síð
an aftur um borð og hélt togar-
inn á veiðar. En óvirkt duflið
var tekið í land.
hafa fengið yfir 2 þús. hektolítra
afla munu því ekki fá neinn
styrk. Styrkurinn mundi þá
renna til um þriðjung af bátun-
um sem veiða síld í bræðslu, að
því er Bergens Arbeiderblad
telur.
Úr samsæti Arkitektafélags Isiands. Agúst Pálssonar stendur hægra megin við blómvöndinn,
sem féiagið gaf honum.
Erfiðasf er að fá hús-
byggjandann á sitt band
rætt við Ágúst Pálsson,
arkitekt, sjötugan
f GÆR hélt Arkítektafélag
íslands hóf til heiðurs Ágústi
Pálssyni, elzta meðlimi félags
ins, sem þá átti 70 ára afmæli.
Fréttamaður Morgunblaðsins
hafði tal af Ágústi í veizlu
þessari.
— Hverjar finnast yður
helztu breytingar í húsagerð
arlist síðan þér byrjuðuð að
starfa sem arkitekt í Reykja-
vík?
— Ég var húsameistari í
Reykjavík um 29 ára skeið,
og mesta breytingin finnst
mér vera, úr hve miklu fleiri
efnum arkitektar hafa að
velja nú.
— Eru ekki hugmyndir um
húsagerðarlist nú mjög frá-
brugðnar þeim, sem fram
komu á skólaárum yðar?
— Nei, stúdentar eru alltaf
mjög langt á undan sínum
tíma, en framkvæmdirnar
tala oft annarri tungu. Breyt-
ingin á arkitektúr á íslandi
á sínar rætur að rekja til
nýrra lífshátta fólksins, en
ekki svo mjög til breytinga
á hugsunarhætti arkitektanna
-frá skólaárunum. Erfiðleik-
arnir hafa mér alltaf reynzt
þeir, að fá viðskiptavinina til
þesss að fallast á hugmyndir
mínar. Þótt einkennilegt
megi virðast, hefur oft reynzt
einna verst að fá þá til að
draga úr kostnaði, jafnvel á
auðsæjustu liðum. T.d. er það
algengt, að fólk láti leggja
parkett-gólí og hafi teppi of-
ísl. rfiáttúrufræðingur með kartöflutilraunir:
Fjögur afbrigði moð mót-
stöðu gegn hnúðormi
Eitt þolir nokkurt frost
EINAR Siggeirsson, náttúru-
fræðingur, hefur undanfarin ár
unnið að því að víxlrækta kar-
töflur, einkum með tilliti til þess
að fá afbrigði sem hafi mótstöðu
gegn hnúðormi, en hnúðorm-
ur gerir mikinn usla í kartöflu-
görðunum hér, einkum í sand-
görðunum á Eyrarbakka, Stokks
eyri og á Akranesi. Með því að
rækta saman ónæmt afbrigði frá
Perú og bragðgóð gullaugu hef-
ur honum tekizt að fá fram fjög
ur afbrigði, sem hafa mikla mót-
stöðu gegn hnúðormum. Einnig
vinnur Einar að því að rækta af-
brigði sem hafa mótstöðu gegn
kláða og kartöflur sem þola
nokkurt frost. í sumar var Einar
við rannsóknir á kartöflum við
háskólann í Hannover og er ný-
kominn heim.
Mbl. átti í gær tal við Einar.
Hann hefur master of Science
próf í grasafræði og tilrauna-
stærðfræði frá ríkisháskólanum
í Norður-Dakota og starfaði m.a.
á árúnum 1959 til 1961 að kar-
töflurannsóknum á vegum Vís-
indaakademíu Bandaríkjanna í
Washington. Áður en hann fór
þangað var hann búinn að rann-
saka nokkuð hnúðormana i kar-
töflum hér og þótti merkilegast
að sum kartöfluafbrigði voru
minna etin af hnúðormi en önn-
ur í sömu görðum. Hann hóf svo
rannsóknir á þessu í Banda-
ríkjunum og hefur haldið þeim
áfram hér.
Einar kvaðst hafa kartöflur
sem vaxa villtar í Perú og eru
alveg ónæmar fyrir hnúðormum.
En þær gefa litla uppskeru hér
og eru bragðvondar. Þær hefur
hann því ræktað við amerískt
afbrigði og gullauga, til að fá
fram hina góðu eiginleika þess-
ar tegunda og ónæmið frá Perú-
kartöflunum. Er hann nú með 6.
kynslóðina af slíkum kartöflum
og hefur fengið góða uppskeru
af þeim 1 hnúðormagörðum á
Eyrarbakka. Hefúr hann ræktað
af þessu 5 stofna, sem gefa góða
uppskeru, og tveir þeirra fram-
úrskarandi uppskeru.
Ekki segir Einar þó að afbrigð-
in séu ónæm fyrir hnúðormum,
því hér á landi séu a. m. k. tveir
stofnar af hnúðormi. Ekki hafi
hann getað rannsakað þá báða
nákvæmlega, en líklega sé A-
stofninn í meirihluta. Perúkar-
töflurnar eru algerlega ónæmar
fyrir A-stofninum. En þegar sá
eiginleiki flytjist yíir á nýtt af-
brigði, geti verið að B-stofn af
hnúðormi aukist. Megi þá
kannski rækta þá samaa og fá
C-stofn. En ekki sé alveg hlaupið
að þessu.
Þetta sama vandamál fyrir-
finnst líka annars staðar og er
verið að fást við það. í Bandaríkj
unum og Evrópu hafa menn
skipst í tvo hópa, segir Einar.
Sumir vilja setja ræktunarbann
á garðana í 8—10 ár, en aðrir
vilja rækta ný afbrigði, sem hafi
mótstöðu gegn hnúðormi eða sé
ónæm. En Bandaríkjamenn
leggja mesta áherzlu á að fá kar-
töflur fyrir svokallað „chips“, en
okkur íslendingum líka ekki þær
kartöflur. Þjóðverjar eru komnir
einna lengst á þessu sviði. Þeir
hafa sett á markaðinn kartöflur,
sem eru mjög ónæmar. Þeir hafa
t. d. ræktað einn af mínum stofn
um og reynzt vel .
Einar segir að þeir sem eru að
reyna að fá þessi nýju afbrigði
fái kartöflur hver hjá öðrum.
Hann hefur sent sín afbrigði til
Þýzkalands, Englands, Hollands
og Bandaríkjanna. Einar var í
sumar við kartöflurannsóknir í
Hannover í Þýzkalandi og hafði
þar að sjálfsögðu betri aðstöðu
á fullkominni rannsóknarstofu
en hann hefur í bílskúrnum
heima hjá sér, þar sem hann er
með tilraunir sínar.
an á, þrátt fyrir allar ráð-
leggingar okkar arkitekta um
það að hafa steingólfið bert
undir.
— Hvert munduð þér vilja
telja yðar merkilegasta verk-
efni?
— Sennilega Neskirkju, en
hana teiknaði ég árið 1941.
Þó er því þannig farið, að við
finnum alltaf marga agnúa á
okkar verkum, þegar frá líð—
ur, og sannaðist það mjög í
þetta sinn, og eftirminnilega
fyrir mig, vegna þess að Nes-
kirkja var reist 10 árum eftir
að ég hafði unnið samkeppni
um teikningar á henni. Þá
var hún reyndar byggð 200
fermetrum minni en ég hafði
teiknað hana í fyrstu.
— Hvaða verkefni hefur
yður þótt vænst um?
— Ég held að það hafi ver-
ið teikning sú, sem ég gerði
af óperu í Belgrad fyrir sam-
keppni, sem þar var háð, en
þola kláða er í gangi hjá Einari.
Kvaðst hann hafa 1—2 stofna,
sem hafa sæmilega mótstöðu, en
þær kartöflur eru ekki góðar til
matar. En hann kveðst þeirrar
skoðunar að með því að æxla
nógu oft t. d. við gullauga ætti
að vera hægt að fá sæmilega
góða kartöfluuppskeru.
Af kartöfluafbrigði sem þolir
frost hefur hann fengið eina teg-
und, sem þolir dálítið frost án
þess að grasið falli. Hún stóð
óskemmd í fyrradag og með blá-
um blómum. En kartöflurnar
undan þessu grasi eru ekki góð-
ar.' — Það tekur nokkuð mörg
ár að æxla til matarkartaflna,
sagði Einar.
sú teikning glataðist í pósti á
stríðsárunum. Óperan var
16000 rúmmetrar, eða um
fimm sinnum stærri en Þjóð-
leikhúsið.
Einn starfsbræðra Ágústar
segir nú sögu um hann.
— Eitt sinn bað Jón Leifs
Ágúst um að teikna fyrir sig
íbúðarhús. Ágúst gerði teikn
ingar og sýndi Jóni, sem hafði
margt við þær að athuga. Svar
aði Ágúst, þeim athugasemd-
um engu, en greip teikning-
arnar af borðinu og stakk
þeim ofan í skúffu. Bað Jón
nú um skýringar á þessu. Svar
aði Ágúst því þá til, að hann
ræddi ekki arkitektúr við gal-
gopa.
Virðist þetta lýsa starfsferli
Ágústar, því að Hörður Bjarna
son, húsameistari ríkisins,
sagði nokkru síðar í ræðu,
að Ágústar Pálssonar yrði,
þrátt fyrir alla sína glæsi-
legu minnisvarða, fyrst og
fremst minnzt, sem frumlegs
og einlægs listamanns, sem
hjá engum hefði gengið á
mála og aldrei látið eigin-
hagsmunasemi hagga sinni
sannfæringu.
Koifísala
Berklavainar
HAFNARFIRÐI — Á sunnudag-
inn verður hin árlega kaffisala
Berklavarnar í Sjálfstæðishús-
inu og hefst kl. 3. Ágóða af
þessari starfsemi deildarinnar er
eingöngu varið til að styrkja
efnalitla hafnfirzka berklasjúkl-
inga, hvort heldur þeir dveljaát
í hælum eða heimahúsum.
Kökugjafir eru þakksamlega
þegnar og þeim veitt viðtaka í
Sjálfstæðishúsinu á sunnudag-
inn kl. 11—12 fyrir hádegi og
frá klukkan eitt. — Nefndin.
NA 15 finútaA H Snjikoma / » ÚH V Skúrir S Þrumur W/Zz, ^S. KuUasM ZS' H'tttHf HHmrt ÍLÉSÚ
.* ./>/-» ... »> • lO'O Aui ,oio
Kartöflur sem þola frost
Ræktun kartöflustofna
sem
Veðurlýsingin, sem lesin
var á símsvara veðurstofunn-
ar klukkan eitt í gærdag, átti
við á þeim tíma, sem kortið
hér að ofan er frá: „Klukkan
12 var hægviðri og léttskýjað
á Norðurlandi, SA-kaldi og
rigning á Austfjörðum, en
skúrir víða suðvestan lands.
Hiti var minnstur 3 stig á
Kjörvogi, mestur 9 stig á
Hornafirði.“
Líkur benda til, að lægðin
suðvestan við landið færist
lítið eitt úr stað og veður
haldist svipað í dag og það
var í gær.