Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 13
f1 Föstudagur 4. okt. 1963.
MORCUNBLAÐIÐ
13
Auknar byggingarframkvæmdir:
1640 íbúðir í smíðum
í Reykjavíkurborg
Á FUNDI borgarstjórnar í gærkvöldi komu húsnæðismálin
nokkuð til umræðu vegna tillögu Guðmundar Vigfússonar
um þau efni. Við umræðurnar veik borgarstjóri, Geir Hall-
grímsson, m.a. að því, að á þessu ári yrðu u.þ.b. 1640 íbúðir
í smfðum hér í borg, þar af yrðu um 700 íbúðum lokið á
árinu. Er það rúmlega 100 íbúðum fleira en sl. ár, en þá var
598 íbúðum lokið. 844 íbúðir voru þá í smíðum í árslok, en
verða væntanlega um 940 nú. Það hefur m.ö.o. verið hafizt
handa um smíði 200 íbúða fram yfir það, sem var sl. ár.
boðslýsingu. En sá háttur hefur
Of milcill seinagangur
Guðmundur Vigfússon (K)
gerði grein fyrir tillögu sinni,
6em var þess efnis, að borgar-
stjórn áteldi, að
ekki hefði verið
unnið að fram-
kvæmd ■>-
þykktar um ráð
stafanir í bygg-
ingarmálum, er
borgarstjórn
samþykkti 21.
marzt s.l. og
ályktaði, að þeg-
ar yrðu gerðar ráðstafanir til
að hrinda umræddri samþykkt
í framkvæmd. Þá átaldi hann,
að teikningar af háhýsi við
Austurbrún hefðu ekki verið
lagðar fyrir bæjarráð.
Jafnframt veik hann að hækk-
un húsaleigu og verðlags á íbúð-
um, sem hann taldi óeðlilega
mikla síðasta misserið og stafaði
þáð m. a. af því, að menn byggju
ár eftir ár við skort á byggingar-
lóðum.
TTnnið með fullum krafti
að ályktuninni
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri leiðrétti í upphafi máls
síns þann misskilning GV, að
ekki hefði verið
staðið við álykt-
un borgarstjórn
arinnar. Þegar
eftir samþykkt
hennar var allt
gert, sem unnt
var, til að vinna
að framkvæmd
hennar.
í fyrsta lagi
var þegar í staS leitað samninga
við Islenzka aðalverktaka um
kaup á sambýlishúsunum við
Kaplaskjólsveg, sem þeir hafa í
6míðum, én Reykjavíkurborg
hefur forkaupsrétt að.
En þar sem byggingarfram-
kvæmdir hafa dregizt á langinn
vegna skorts á vinnuafli, hefur
ekki til þess komið, að unnt hafi
verið að ákveða kaupverð- íbúð-
anna, en búast megi við, að
senn verði hægt að ganga .il
samninga. Er ekki ólíklegt, að
íbúðirnar verði tilbúnar til not-
kunar eftir áramót.
Gengið frá útboði 15. okt.
Varðandi háhýsið við Austur-
brún komst borgarstjóri m. a.
svo að Orði, að með því að borg-
arráð vitnaði í samþykkt sinni
15. marz sl. til háhýsa nr. 2 og 4
við Austurbrún og gert hafi ver-
ið ráð fyrir að byggja sams
konar hús, hafi gerð teikning-
anna raunverulega verið ákveð-
in. Þá þegar voru teikningar há-
hýsanna tekur til meðferðar og
rannsakað, að hve miklu leyti
mundi verða unnt að fara eftir
þeim, en ráðgert hafði verið að
skjóta þar skjólshúsi yfir ör-
yrkja Og gamalt fólk og þurfti
því að hafa sérstaka hliðsjón af
því.
Nánari athugun á þessum at-
riðum tók nokkurn tíma, eink-
um gerð ýmissa sérteikninga,
sem nauðsynlegar eru við út-
á síðustu árum verið tekinn upp
við byggingarframkvæmdir borg-
arinnar að hafa allar teikningar
tilbúnar, áður en framkvæmir
hefjast og bjóða verkið síðan út
í einu lagi. Þykir sá háttur hafa
tekizt vel og kvaðst borgarstjóri
þess fullviss, að þótt eitthvað
drægist af þessum sökum að haf-
izt yrði handa, þá mundi sú töf
fyllilega vinnast upp. Loks
kvaðst hann ætla að 15 okt. yrði
endanlega gengið frá útboðslýs-
ingum.
Varðandi smíði fjölbýlishúsa
við Kleppsveg komst borgar-
stjóri m. a. svo að orði, að þegar
í stað hefði verið haft samband
við arkitekta um teikningu hús-
anna og yrðu þær væntanlega
lagðar fyrir borgarráð í næstu
viku.
Loks benti borgarstjóri á, að
búið væri að ganga frá reglu-
gerð um lánveitingar úr bygg
ingarsjóði borgarinnar og hefði
hún þegar komið til fram-
kvæmda. Kvaðst hann gefa þess-
ar skýringar vegna ummæla
GV og lagði jaínframt fram frá-
vísunartillögu við tillögu GV,
þar sem hún væri ástæðulaus og
ekki tímabær.
Fleiri íbúðir í smíðum
Vegna almennra hugleiðinga
GV kom borgarstjóri nokkuð inn
á byggingarframkvæmdir í borg-
inni og kvaðst hafa þær upplýs
ingar frá skrifstofustjóra bygg
ingarfulltrúa, að nú eru í bygg
ingu 1560 íbúðir. ef með eru
taldar íbúðir, sem þegar hefur
verið lokið við á árinu, og við
munu sennilega bætast um 80
íbúðir (þegar samþykktar
byggingarnefnd um 150, en ekki
hafnar framkvæmdir). Af þess-
um 1640 íbúðum verður um 700
lokið á árinu, svo ð eftir verða
um 940 í smíðum um áramótin.
árslok 1962 voru 844 íbúðir
smíðum um áramótin en 598 lok
ið á árinu. Kvað borgarstjóri því
ekki fara milli mála, að þar
værum við á réttri leið.
Sér væri ljóst, sagði hann, að
leigugjald væri nú hækkandi svo
og verð á íbúðum, en einu lækn-
inguna taldi hann aukið framboð
á húsnæði. Það væri góðs viti, að
íbúðum fjölgaði enn meira mætti
gera, m. a. með því að hvetja
fólk til að leigja út húsnæði í
stað þess að búa í stærri íbúðum
en það þarf með. Menn hefðu
skiptar skoðanir um verðlags-
eftirlit hitt færi ekki á milli
mála, að leigugjald eins og það
er ákveðið í lögum er nú fjarri
öllum raunveruleika. Hefði það
tvennt í för með sér, annars veg-
ar að leiguhúsnæði væri skipt til
baka og hins vegar slævði það
réttarmeðvitund almennings.
Benti hann á, að nú væri 600 kr.
leiga ákveðin í húsum borgar-
innar við Skúlagötu og stæði hún
tæpast undir viðhaldskostnaði.
Taldi hann hana því of lága og
valda óeðlilegri eftirspurn. Rétt
væri að leigugjald í borgarhús-
næði væri ekki með öllu fjarri
öðru leiguhúsnæði í einkaeign,
en þær fjölskyldur, sem ekki
gætu staðið undir því markaðs-
verði vegna veikinda eða ann
arra aðstæðna, hlytu styrk ú:
borgarstjóði til áð standa undir
húsnæðiskostnaðinum.
Kristján Benediktsson (F)
átaldi seinagang í byggingar-
framkvæmdum borgarinnar og
kvað hann aðalástæðu húsnæðis-
skortsins vöntun á lóðum.
Guðmundur Vigfússon (K)
ítrekaði tillögu sína og ræddi síð-
an leigumál almennt. Viður-
kenndi hann, að nokkur lækning
væri fólgin í auknu framboði en
taldi hins vegar, að eina varan-
lega lausnin væri sú, að hið fé-
lagslega framtak yrði miklu
stærri þáttur í íbúðarbyggingun-
um en verði hefur. Þá átaldi
hann sem fyrr seinagang á fram
kvæmd tillögunnar.
Affarasælast til lengdar
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
ítrekaði, að í einu og öllu hefði
verið farið að samþykkt borgar-
ráðs. Hitt væri rétt, að gangur-
inn hefði ekki verið nægilega
mikill, sem stafaði af hinum
mikla vinnuaflsskorti og þeim
önnum, sem nú eru hjá öllum
tæknimenntuðum mönnum vegna
aukjnna byggingaframkvæmda.
Undirstrikaði borgarstjóri, að
ekki fengizt raunhæfur saman-
burður með því að bera bygg-
ingarframkvæmdir borgarinnar
saman við einkaframtakið, sem
ekki væri eins þungt í vöfum.
Ef þyggingarmeistari fengi lóð
til úthlutunar, gæti hann hafizt
handa þegar í stað fyrir eigin
reikning og áhættu. Allir borgar-
fulltrúar hefðu hins vegar verið
sammála um, að Reykjavíkur
borg ætti ekki að setja bygging-
arframkvæmdir í tímavinnu eða
fela einhverjum byggingarmeist
ara þær án útboðs. Nauðsynlegt
væri í opinberum framkvæmd-
um, þar sem unnið væri með fé
allra borgarbúa, að undirbúa
allar framkvæmdir sem bezt og
bjóða verkin út, eftir því sem
kostur væri á. Slíkur undirbún-
ingur hlyti ávalt að taka nokk-
urn tíma, en hann væri affara-
sælastur til lengdar, framkvæmd
irnar yrðu ódýrari og tækju ekki
lengri tíma.
Björn Guðmundsson (F) fagn-
aði því, að betur yrði unnið hér
eftir sem hingað til.
Herskálaíbúðum útrýmt eftir tvö
ár.
Gísli Halldórsson (S) kvað á-
stæðulaust að ætla, að það þyrfti
að tefja byggingarframkvæmdir,
þótt sem bezt væri til undirbún-
ingsins vandað. Benti hann
að í Bandaríkjunum væri talið
eðlilegt að undirbúningsvinnan
tæki allt að því helming þess
tíma sem sjálfar byggingarfram-
kvæmdirnar taka.
Þá veik hann nokkuð að hinu
mikla átaki í útrýmingu heilsu-
spillandi húsnæðis, sem unnið
hefur verið á vegum borgarinn-
ar. Kjarni málsins væri sá, að
það hefði gengið vonum fram-
ar að rýma herskálaíbúðirnar,
svo að sennilega yrðu ekki
fleiri en 100 eftir í árslok. Ekki
eru nema fimm ár, síðan bygg-
ingaráætlun í þessum efnum fór
að bera árangur, en síðan hafa
um 85—90 íbúðir verið losaðar
hverju ári og leikur enginn
vafi á því, að á næstu tveim ár-
'um verða þær 100 íbúðir losaðar,
sem eftir eru. Lagði hann áherzlu
á, að þar mætti
ekki láta staðar
numið, heldur
taka til við aðr-
ar íbúðir, sem
heilsuspillandi
eru, og með því
greiða götu
þeirra sem erf
iðast eiga.
Þá kom hann
nokkuð að lóðaþörfinni og kvað
það margar lóðir mundu verða
tilbúnar á þessu og næsta ári, að
ekki þyrfti að koma til íbúðar
skorts þess vegna. Hins vegar
byggi margt fólk óeðlilega rúmt
og skapaði það e.t.v. hina miklu
húsnæðiserfiðleika, en bæri hins
vegar vott um mikla velsæld.
T.d. væri algengara hér á landi
að einhleypt fólk búi í eigin
íbúðum en annars staðar.
Óskar Hallgrímsson (A) tók
undir með þeim borgarstjóra og
GH, að hann liti svo á, að teikn
ingarnar að háhýsi borgarinnar
við Austurbrún hafi verið sam-
þykktar með ályktuninni frá 1
marz.
Ekki tóku fleiri til máls og
var frávísunartillaga borgarstjóra
samþykkt með 10 atkvæðum
gegn 5.
Dregið í happ-
drætti DAS
í GÆR var dregið í 6. fl. Happ-
drættis D. A. S. um 150 vinninga
og féllu vinningar þannig: "
4ra herb. ÍBÚÐ Ljósheimum
22. 3. hæð (A) tilbúin undir tré-
verk kom á nr. 61684 Umb. Aðal-
umboð.
2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 22
hæð (B) tilbúin undir tréverk
kom á nr. 22621 Umb. Aðal-
umboð.
OPEL Cadett fólksbifreið kom
á nr. 32125 Umb. Akureyri.
RAYAL 700 fólksbifreið kom á
nr. 31342 Umb. Aðalumboð.
BIFREIÐ eftir eigin vali kr.
120.000,00 kom á nr. 55614 Umb.
Haf narf j örður.
J3IFREIÐ eftir eigin vali kr.
120.000,00 kom á nr. 35219 Umb.
Fáskrúðsfjörður.
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert:
4055 11307 12724 14666 20548
39286 43705 51797 59236 64370
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 5.000,000 nvert:
180 524 568 1524 1587
2284 2525 2933 3191 3493
3702 4107 4220 4719 4768
5354 5652 6108 6191 6276
6430 7183 7312 8067 8358
8552 8840 8906 9355 9826
10141 11887 12705 13086 14470
14763 14901 15142 15153 15312
15503 15651 15916 16045 17004
17466 18034 18052 19133 19500
19545 19966 20355 20476 21954
22094 22264 23540 22406 24651
25004 25676 26357 26387 26996
28106 28142 28228 28265 29493
32106 32630 34101 34476 34831
35105 35254 35265 35421 36206
36544 36874 37198 37460 38375
38941 40409 40438 40446 41035
42019 42269 43246 44188 46276
47136 47939 47966 48111 48115
48609 48751 49117 49866 50289
50756 52629 53143 53667 53796
54116 54519 54880 55168 55877
56078 56154 56651 56780 57647
57826 58774 59931 60307 60799
62193 62469 62507 62577 62841
63562 63954 64533
(Birt án ábyrgðar).
HerskálaíbUðum fer ört
fækkandi
I SAMBANDI við fyrirspurn frá
Alfreð Gíslasyni á borgarstjórn-
arfundi í gær kom m.a. fram í
ræðu Geirs Hallgrímssonar borg-
arstjóra, að nú eru í notkun 114
herskálaíbúðir með 465 íbúum.
í janúar sl. voru íbúðirnar 147
með 603 íbúum. Hefur herskála-
íbúðum því þegar fækkað um
33 á árinu. Þá benti Gísli Hall-
dórsson á, eins og vikið er að
annars staðar í blaðinu, að telja
megi víst, að herskálaíbúðum
verði að fullu og öllu útrýmt á
næstu tveim árum.
102 umsóknir um
leiguhúsnæði
Fyrirspurn AG var í fyrsta lagi
þess efnis, hve margir hefðu leit-
að til framfærslu- og félagsmála-
skrifstofu borgarinnar um fyrir-
greiðslu vegna húsnæðisvand-
ræða á þessu hausti. Svaraði
borgarstjóri því til, að nú væru
fyrirliggjandi 145 skriflegar um-
sóknir, sem borizt hefðu frá 1.
ágúst sl. eða eldri umsóknir, sem
áréttaðar hefðu verið. Hafa 43
þeirra verið afgreiddar, en hinar
má flokka svo eftir ástæðum fyr-
ir umsóknum, að um húsnæðis-
leysi virðist vera að ræða í 83
tilfellum en um lélegt húsnæði
o. fl. í 19 tilfellum.
Verulegur hluti umsækjenda
uppfyllir ekki þau skilyrði, sem
væntanlega verða sett um rétt
manna til búsetu í leiguhúsnæði
borgarsjóðs. Tók borgarstjóri
fram, að eingöngu væri átt við
skriflegar umsóknir en auk þess
spyrðust allmargir fyrir um hús-
næði en legðu ekki inn formlega
umsókn. Loks leituðu margir alls
ekki til borgaryfirvalda, heldur
lesytu sín mál sjálfir.
Þá spurði AG, hvað borgaryf-
irvöldin hygðust gera til hjálpar
því fólki, sem nú fengi hvergi
inni.
Skrifstofa félags- og fram-
færslumála mun leitast við að
aðstoða fólk eftir beztu getu og
verður þá reynt að hafa hlið-
sjón af eftirtöldum atriðum:
a) Fjölskyldustærð.
b) Tekna miðað við fjöl-
skyldustærð.
c) Búsetu í Reykjavík.
d) Heilsufarsástæðum og öðr-
um atriðum varðandi per-
sónulega hagi umsækjenda.
Nálægt 400 leiguíbúðir
Kvað borgarstjóri Reykjavík-
urborg nú eiga nálægt 400 leigu-
íbúðir og liggur nú fyrir tillaga
um reglugerð um notkun leigu-
húsnæðis þessa, sem væntanlega
verður rætt á næstu fundum
borgarráðs. Jafnframt fer fram
skoðun á húsnæði þessu og er
markmiðið, að borgarráð fái yfir-
lit um ástand þess, svo að hægt
sé að gera sér grein fyrir, hvaða
íbúðir eigi að endurbæta og
hverjar beri að leggja niður og
endurnýja síðan með byggingu
nýrra íbúða. Auk þess er all-
mörgum íbúðum úthlutað á veg-
um borgarinnar, sem ekki eru í
eigu hennar og loks .aðstoðað við
greiðslu á húsaleigu og er þá
ýmist um styrk eða lán að ræða.
Nú eru í notkun 114 herskála-
íbúð’ir pr. 1. okt. 1963 með 465
íbúum. Í janúar 1963 voru í ibúð
147 herskálaíbúðir með 603 ibú-
um. Hefur herskálaíbúðum því
fækkað um 33 á árinu. Um tima
var búið í yfir 600 herskálaibúð-
um og gefur auga leið, að með
útrýmingu herskála hefur verið
þrengdur mjög möguleiki skrif-
stofu félags- og framfærslumála
til bráðabirgðaaðstoðar.