Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADID Föstudagur 4. okt. 1963. Bílamálun - Gljábrennsla Fljót afgreiðsla— Vönduð vinna. Merkúr hf., Hverfis- | götu 103. — Sími 11275. íbúð til leigu í Kópavogi, stór stofa, her- bergi og eldhús. Upp±. í síma 37678. Keflavík — Njarðvflk Ibúð óskast. Uppl. í síma 1284. Stúlkur Tvær stúlkur óskast í vinnu við iðnað í Kopa- vogi. Uppl. í síma 19357 kl. 6—8 e. h. Stúlkur óskast við hraðsaum. Bú- seta í Vogahverfi eða ná- grenni æskileg. Verksmiðjan Skírnir hf. Nökkvavog 39. Sími 32393. Afgreiðslustúlka ó s k a s t til afleysingar nokkra tíma á dag. Maggabúð, Framnesveg 1£. Pilta og stúlkur vantar til starfa í sveit. — Uppl. í síma 19200. Kópavogur! Vill einhver barngóð kona taka tveggja ára barn í fóstur frá kl. 9—6. Hringið í sima 13347. Húsmæður Stífa og strekki stóresa. Er við frá kl. 9—2 og eftir kl. 7. Ódýr vinna. Sími 34514, Laugateig 16. Geymið auglýsinguna. Hafnarfjörður Herbergi til leigu að Hverf isgötu 20. Kona, sem veitt getur húshjálp gengur fyr- ir. Ráðskonu vantar, mætti vera útlend. Heimilisþægindi í einbýlis- húsi. Einn maður í heimili. Uppl. í síma 35037. Ráðskonu vantar í Keflavík. Einn maður í heimili, flest þæg- indi. Mæti hafa eitt barn. Tilb. sendist Mbl. f. sunnud. merkt: „Ráðskona — 3774“ Ibúð óskast Hjón með 4 börn á götunni óska eftir 1—3 herb. íbúð í Hafnarf., Kópav. eða ná- grenni. Uppl. í síma 51369. Mæðgur óska eftir 2 herb íbúð — Vinna báðar úti. Uppl. í síma 37272. Willys jeppi Til söiu er Willys Station, ógangfær, með góðum mót- or. Uppl. í síma 50519. f dag er föstudagur 4. október. 277. dagur ársins. Árdegísflæði kl. 5:49. Síðdegisflæði kl. 18:07. Næturvtrður vikuna 28. sept. — 5. okt. er i Vesturbæjar- apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vik- una 28. sept. — 5. okt. er Eiríkur Björnsson. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opinn allan sólar hringinn — simi 1-50-30. Neyðarlæknir — simi: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga ki. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapóteik og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. Orð lífsins svara I síma 10000. FRÉTTASÍMAR MBL.: i — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-34-84 RMR—4—10—20—MT—HT—A. I.O.O.F. 1 = 144104814 = 9.0. Helgafell 59631047. VI. 2. mm Kvenfélag Hallgrímskirkju. Hin ár- lega kaffisala félagsins verður í Silf- urtunglinu á sunnudaginn kemur, 6. oktober. Félagskonur og aðrar eru vinsamlegst beðnar að gefa kökur og hjálpa til við kaffisöluna, svo sem venja hefur verið. Minningarkort Blindraféiagsins fást í skrifstofu félagsins, Hamrahlíð 17, Sími 3-81-80, og lyfjabúðunum 1 Reykjavík Kópavogi og Hafnarfirði. Bylgjukonur. Vetrarstarfið er að hefjast. Munið fundinn 1 kvöld að Bárugötu 11 kl. 8:30. Félagsvist. — Stjórnin. Rangæingar: Vetrarstarf félagsins hefst í Skátaheimilinu við snorra- braut, aðaldyr. Spiluð verður félags- vist, 3ja kvölda keppni. Sigurjón Jónasson sýnir myndir úr Rangár- þingi. Hefst kl. 21. Allir Rangæing- ar velkomnir. Skemmtinefndin. Minningarspjöld Háteigssóknar eru afgreidd hjá Agústu Jóhannsdóttur. Flókagötu 35, Aslaugu Sveinsdóttur, Barmahlíð 28, Gróu Guðjónsdóttur, Stangarholti 8, Guðrúnu Karlsdóttur, Stigahlið 4, Sigríði Benónýsdóttur Barmahlíð 7. Ennfremur í Bókaverzl- úninnl Hlíðar, Miklubraut 68. Minningarspjöld Barnaspitalasjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum; Skartgripaverzlun Jóhannesar Norð- fjörð 1 Eymundssonarkjallaranum, j Verzluninnl Vesturgötu 14, Verzluninm Spegillinn, Laugavegi 48, Þorsteinsbúð Snorrabraut 61, Austurbæjarappóteki. Holtsapóteki og hjá fröken Sigríði Bachmann, Landsspítalanum. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Skoðanabeiðnum er veitt móttaka daglega kl. 2—4 nema laugardaga í >ima 10269. Húsmæðrafélag Reykjavíkur vill minna konur á bazannn, sem á að verða þriðjud^ginn 8. okt. 1 Góðtempl- hvort svokallaðir Ylfingar séu ekki réttar nefnd *'* ír Skætmgar. *» i» 6 6 4t 4m á i L i* «* ó 4» <t 4» L 4» <* i* 4t ó 4» 1» 6 4» 4» 4* L arahúsinu uppi. Konur og velunnarar félagsins eru vínsamlega beðnar að koma gjöfum fyrir þann tíma til Jón- ínu Guðmundsdóttur, Sólvallagötu 54 (1-47-40), Guðrúnu Jónsdóttur, Skafta- hlíð 25 (3-34-49), Ingu Andreassen, Miklubraut 82 (1-52-36), Rögnu Guð- mundsdóttur, Mávahlíð 13 (1-73-99). Ftú styrktarfélagi vangefinna: — Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda fund i dagheimilinu Lyngás fimmtudaginn 3. okt. kl. 8,30. Fundar efni; Frú Sigriður Ingimarsdóttir segir frá 12. þingi Norðurlanda um málefni vangefinna. Rætt um vetrardagskrána. — Strætisvagnar ganga frá Kalkofns- vegi á heilum og hálfum tíma. Tekið á móti tilkynningum trá kl. 10-12 f.h. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Laug arneskirkju af sér _ Garðari Svavarssyni, ungfrú Árný Þóra Hallvarðsdóttir, Hátúni 4. og Logi Magnússon, rafvirki, Vest- urgötu 21. Heimili þeirra verð- ur að Vesturgötu 21. S.l. laugardag opinberuðu trú- i lofun sína ungfrú Hanna R. Guð mundsdóttir og Þórir Axelsson. Síðastliðinn þriðjudag opinber uðu trúlofun sína ungfrú Þuríð- ur Ingimundardóttir, Mánagötu 17, og Grettir Gunnlaugsson, Sól heimum 35. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sina ungfrú Laufey Jörg- ensdóttir, Hellisfjörubökkum, Vopnafirði og Magnús Ólafsson, Verzlunarskólanemi, Holtsgötu 18. Rvík. Minningarspjöld Hailgrímskirkju i Reykjavík fást i Verzlun Halldöru Ól- afsdóttur, Grettisgötu 26. Verzlun Björns Jónssonar. Vesturgötu 28 og Bókaverzlun Braga Brynjólissonar, Hafnarstræti 22 Minningarspjöld Akrakirkjn fást hjá Steinunni Ilelgadóttur L.indargötu Ameríska Bókasafnið . Bændahöll- höilinm við Hagatorg opið mánudaga, miðvlkudaga og föstudaga kl. 10—21, þriöjudaga og fimmtudaga kl. 10—18 Strætisvagnaleiðir: 24. L. 16, 17. Málfundafélagið Óðinn: — Skrif- stofa félagsins í Valböll við Suður- götu er opm á föstudagskvöldum frá kl. 8‘/2—10, sími 1-78-07. Stjórn fé- lagsins er þar til viðtals við félags- menn og gjaldkeri félagsins tekur við ársgjöldum félagsmanna. ÞEGAR Pan American flug- félagið hóf þotuflug um ísland í fyrradag og bauð um 30 is- lenzkum gestum í flugferð til London og um 400 manns í kvöldveizlu ó Keflavíkurflug- velli, kallaði það heim ís- lenzku flugfreyjuna Öldu Guð mundsdóttur, til að hlynna að gestum á leiðinni. Alda hefur starfað hjá Pan American flugfélaginu í 3*4 ár, og hefur þegar flogið á öllum flugleiðum félagsins yfir Atlantshafið og Kyrra- hafið. Hún hefur komið í alla viðkomustaði í Afríku, Asíu, Ástralíu og Evrópu, svo hún er sennilega orðinn víðförl- asti íslendingur sem nú er uppi. Núna býr Alda í San Francisco og flýgur til Tokíó, Bankok, Hongkong, Manilla, Saigon, Singapore, Jakarta, Sidney, Fijieyja, Nýja Sjá- lands og Honolulu. — Þetta er ákaflega skemmtilegt, segir hún. Eg reyni alltaf að fara og sjá það sem vert er að sjá á stöð- unum í hverri ferð. f fyrstu keypti ég minjagripi, en nú er ég búin að gefast upp á því. Ég var hætt að koma þessu fyrir í íbúðinni minni í New York. ■— Hvernig er að starfa hjá svona stóru flugfélagi? — Maður verður auðvitað svo ofurlítill og hefur lítið að segja sem persóna, þar sem 23 þús. manns starfa, eins og hjá Pan American. Það er viðburður ef ég hitti einhvern meðal flugáhafnarinnar sem ég þekki. T.d. bjó ég fyrstu 2 mánuðina eftir að ég kom vestur með finnskri stúlku, Gíu Borg. Siðan höfum við ekki sézt fyrr en í gær í þot- unni frá London til íslands. En það veitir góð tækifæri til Alda sker geysistóra tertu með áletrun um tilefnið, fyrsta þotuflug frá íslandi, i kvöldveizlu Pan American á Kefla- vikurflugvelli. að sjá sig um að fljúga hjá félagi, sem fer svona víða og ég hef það ákaflega gott í þessu starfi. — Það var óvænt ánægja að vera send heim vegna fyrsta þotuflugsins um ísland. Mér var allt í einu sagt það fyrir hálfum mánuði og nú hef ég fengið viku heima. Ein- hvern næstu daga fer ég svo til London, til að taka svo- kallað Pólflug í þotu, en ég flýg núna líka á Pólfluginu milli London og San Franc- isco. Þá sé ég stundum íslandi bregða fyrir. Annars á ég mán aðarfrí í janúar eða febrúar og kem þá heim. Ég hefi yfir- leitt alltaf verið % mánuð af fríinu minu á íslandi, en nú verð ég allan mánuðinn. | Brytinn og flugfreyjurnar á fyrsta farrými í fy rsta þotufluginn frá Islandl tU London. Alda lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.