Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 23
Föstudagur 4. ökt. 1963. MORCUNBLADIÐ 23 — S. /. B. S. Framh. af bls. 3 kollinum aftur, og um þetta segir Dr. Sigurður Sigurðs- son, landlæknir, m. a. £ blað- inu Reykjalundi, sem út kem ur um helgina' : * „Á um það bil 30 árum hef- ur berkladauðinn lækkað um 99 af hundraði, og er það meiri og þó einkum hraðari árangur en annars staðar þekkist. Skráðum berklasjúkl ingum hefur fækkað mjög, en þó ekki að sama skapi. Aðeins lítill hluti sjúkrarúma berkla hælanna er nú notaður fyrir berklasjúklinga, og á öðrum sjúkrastofnunum dvelja þeir örsjaldan. Nýsmitun meðal barna og unglinga er orðin fátíð miðað við það, sem áður gerðist, enda fækkar smitandi berklasjúklingum ár frá ári. En þrátt fyrir allan þennan góða árangur tel ég mér enn skylt að bera fram varnaðar- orð. Smitunar- og sýkingar- hætta er enn fyrir hendi í þjóðfélaginu. Hún þarf ekki að minnka að sama skapi, sem smitunaruppsprettum fækk- ar, því að jöfnum höndum eykst þá fjöldi þeirra, sem næmir eru fyrir veikinni. Hver uppspretta getur því valdið margföldum usla á við það; sem áður var. Andvara- leysi í berklavörnum þjóðar- innar gæti því haft hinar alv- arlegustu afleiðingar: Höfum ávallt hugfast, að berklaveik- inni hefur ekki verið að fullu útrýmt, meðan einstaklingar eru til í landinu, sem smitazt hafa af berklaveiki". Íkróttir — Svipmyndir Framh. af bls. 8 svarar, „Minn Guð neytir þó matar“. Hann var vanur að færa honum mat, setti hann ávallt við fótstallinn. Rétt sem hann segir þetta, kemur sólin upp. Konung- ur bendir á hana og segir, „Þetta er minn Guð“. Síðan snýr hann sér að líkneskinu og slær það þungu höggi. Hleypur þá undan því aragrúi af rottum. „Þetta er þinn Guð, Guðbrandur", segir hann og bendir á rotturnar. Nú hlaupa bændur til og ætla að komast brott á bátum sínum, en komast hvergi. Allir bátarnir eru hriplekir. Gefast þeir þá upp og konungur þvingar þá til að taka skírn til kristinnar trúar. Á meðan bifreiðin heldur á- fram eftir ríkisvegi norður á bóginn yfir Dofrafjöllin sem eru 1026 metra yfir sjávarmál, fer hugur minn gandreið um óra- vegu„ og hvert sem augað lítur blasa við hinar fegurstu myndir í öllum áttum. Hugrún — Honduras Framh. af bls. 1 nefnd bandalagsins dvalizt í Tegucigalpa, og átti nefndin að gera tillögur um ný kosningalög í landinu. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Formaður sendinefndar Banda lags Ameríkuríkja, Victor F. Goytia, sem nú dvelzt í Teguci- galpa, skýrði frá því í símtali í kvöld, að skothríð hefði heyrzt á götum borgarinnar. Mætti telja, að ekki færi byltingin jafn friðsamlega fram, og byltingar- menn vildu vera láta. Fréttir, sem bárust í kvöld frá fulltrúum „United Fruit Comp- any“, voru á sömu leið. Framh. af bls. 22 fimi í leikfimisal Breiðagerðis- skólans í vetur, eins og undan- farið, og hefur aðsókn verið geysimikil. Kennari verður Hall- dóra Árnadóttir, sem kennt hef- ur frúaflokknum við miklar vinsældir. Æfingatímar verða mánudaga og fimmtudaga kl. 8.15-9 s.d. Kennsla hefst n.k. mánudag. Old boys í vetur verða einnig æfingar hjá „old boys“-flokki á vegum Ármanns. Æft verður á þriðju- dögum og föstudögum kl. 9-10 s.d. í íþróttahúsinu við Lindar- götu. Drengir Þá tekur fimleikadeild Ár- manns upp það nýmæli að koma á fimleikaæfingum fyrir unga drengi. Kennt verður í leikfim- isal Laugarnesskólans, og verð- ur Skúli Magnússon kennairi. — Hækkerup Framh. af bls. 1 ur séu á þeirri skoðun, að snúa eigi inn á jákvæðari brautir, að því er viðkemur höftum og bönn um. Er Hækkerup sagður hafa haldið því fram, að grípa þurfi til annarra ráða en banna — sem ekki hafi reynzt óbrigðul — til þess að stuðla að því, að á fót verði komið í Suður-Afríku þjóð félagi, sem laust sé við kynþátta- hatur. Jafnrfamt taldi Hække- rup, að nauðsyn bæri til þess, að S.Þ. gerðu ráðstafanir til að tryggja frið og ró í Suður-Af- ríku, meðan á óhjákvæmilegum þjóðfélagsbreytingum stæði. • Frá því var skýrt síðar í dag, að formaður sendinefndar Kongó lýðveldisins, Theodore Idzim- buir, hafi lýst því yfir við blaða- menn, að tillögur Norðurland- anna væru þess virði, að þær yrðu athugaðar nánar. • Utanríkisráðherra Nígeríu, Jaj Washuku, lýsti tillögunum á þann hátt, að þær væru athyglis- verðar, en lagði á það áherzlu, að mikið væri undir því komið, hvernig Suður-Afríka og helztu viðskiptalönd þess litu á málið. Það er loks haft eftir frétta- mönnum í dag, að Hækkerup hafi sagt Norðurlönd einhuga um nauðsyn myndunar sérfræðinga- nefndar (þjóðfélagsfræðinga o. fl.), sem unnið gæti að lausn þeirra vandamála, sem óhjá- kvæmilega muni segja til sín, verði breytt um þjóðfélagshætti í Suður-Afríku. • Hermt var í kvöld, að fyrir dyrum stæði fundur Halvard Lange, utanríiksráðherra Norð- manna, og Lord Home, utanrík- isráðherra Bretlands. Haft er eft- ir mjög áreiðanlegum heimild- um, að brezku fulltrúarnir hjá S.Þ. hafi lagzt gegn tillögum Norðurlandanna. — Ben Bella Framh. af bls. 1 Ben Bella setti E1 Hadj frá em- bætti, þótt hann hafi verið leið- togi skæruhermanna, er Alsír barðjst fyrir frelsi. Ben Bella hefur nú tekið öll völd, skv. grein 59 í stjómar- skrá landsins. Þar segir, að for- setanum beri að gera þær ráð- stafanir, sem nauðsynlegar eru, til þess að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar, sé um að ræða yf- irvofandi hættu. Er forsetinn hafði flutt ræðu Unglingstelpa óskast til sendiferða á skrifstofu vora. sína í þinginu í dag, báru 13 fulltrúar frá Kabýlíu fram frum varp, sem var einróma sam- þykkt. Þar sagði, að nauðsyn bæri til þess, að eining héldist í Alsír. Myndu allar uppreisn- artilraunir, sem mjðuðu að því að rjúfa þessa einingu, mistak- ast. í frumvarpinu var jafn- framt tekið fram, að ekki skyldi beita valdi til þess að leysa það vandamál, sem nú er glímt við. » Ejnn þingfulltrúa Kabýlinga, Areski Hermouche, sem nú hef- ur snúið baki við Ben Bella, skýrði frá því í dag, að til bar- daga hafi komið milli stjórnar- hermanna og uppreisnarmanna. Sagði hann bardagana hafa átt sér stað undanfarinn hálfan mánuð, og hefðu uppreisnar- menn oft afvopnað andstæð- inga sina. Annar þingmaður, sem tekið hefur höndum saman við upp- reisnarmenn, Mourad Ouss- edik, sagði í Miahelet í dag, að mikil eining ríkti í Kabýlíu um málstað uppreisnarmanna. Sagði hann uppreisnarmenn einnig eiga fylgi að fagna meðal stjórn arhermanna. Frumvarp þingfulltrúa Kabýl íu er talinn mikill sigur fyrir Ben Bella, sem talinn er hafa sýnt stjórnvizku, er hann lýsti því yfir, að hervald yrði ekki vopn stjórnarinnar í baráttunni. Engin staðfesting hefur feng- izt á fréttum um bardaga. stolið í FYRRADAG kom til Reykja- víkur stór, yfirbyggður vöru- flutningabíll utan af landi. ók bílstjórinn víða um bæinn og af- fermdi vörur, en læsti síðan bílnum um nóttina. I gærmorgun hóf hann enn að afferma, en uppgötvaði þá, að poki með TVz kg af hreinsuðum dún var horfinn. Er hér um allmikið verðmæti að ræða því kíló af dún mun kosta 1500—1800 kr. Pokinn var merktur Kaupféiagi Borgfirðinga, Borgarnesi. Ef ein- hverjir skyldu geta gefið upplýs- ingar um mál þetta, eru þeir vinsamlegast beðnir að gera rann sóknarlögreglunni aðvart. „Jólaös“ í bókabúðum ÞAÐ hefur verið eins mikil og jafnvel meiri — ös í bóka- búðum nú síðustu dagana og | mest gerizt á Þorláksmessu. Viðkiptavinir bóksalanna i hafa þessa daga aðallega ver- ‘ ið skólafólk á öllum aldri og \ mest ber þar á barnaskóla-' fólki, enda fjölmennast. Svcinn Þormóðsson tók) mynd í Bókaverzlun, Isafoldar í Austurstræti í) Verzlunarstjórinn, Sig- gær ríður Sigurðardóttir, sagði að sérstaka athygli verzlunar- fólksins hefði vakið hve ung- lingarnir voru kurteisir og prúðir. Allir hefðu skilið vanda afgreiðslufólksins og beðið rólegir. Fólkið hefði haft ánægju af að afgreiða unga fólkið. iriitiiþJWbiþ Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða eldra fólk til blaðadreifingar víðs vegar í Reykjavík. í þessi hverfi í Vesturbænum: FÁLKAGÖTU - HRINCBRAUT vestanverða SÖRLASKJÓL BRÆÐRABORCARSTÍG og HACAMEL í þessi hverfi í Austurbænum: CRETTISGAT A innanverð — HVERFISCATA innanverð — SKEGCJ AGAT A — LAU FÁSVEG LAUCAVECINN innanverðan og SKÚLACÖTU 1 Ennfremur í þessi hverfi: KLEPPSVECUR - EFSTASUND - KLEIFARVEG HERSKÓLAKAMPUR við Suðurlandsbraut LAUGATEIGUR - LAUGARÁSVEGUR - GODHEIMA - LANGAGERÐI - LANGHOLTSVEG milli 1 - 108 Talið við Morgunblaðið strax. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.