Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. okt. 1963.
Mitt hjartans þakklæti færi ég börnum mínum og
tengdabörnum og öllum vinum mínum, sem heiðruðu
mig á margvíslegan hátt á sjötugsafmælinu þann 10.
september. — Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Sveindóttir,
Hraungerði, Sandgerði.
Kærar kveðjur og hjartans þakkir til barna, tengda-
barna, barnabarna og annarra vina, sem gerðu mér 75
ára afmælisdaginn 30. sept. sl. ógleymanlegan.
Guðrún Steinsdóttir.
Hjartanlega þakka ég börnum og tengdabörnum,
barnabörnum, frændfólki og vinum er heiðruðu mig með
höfðinglegum gjöfum, hlýjum kveðjum, blómum og
skeytum á 70 ára afmæli mínu 27. sept. sl.
Ollum þessum vinum mínum sendi ég kærar kveðjur
og bið Guð að blessa þá í nútíð og framtíð.
Valmundur Pálsson,
Móeiðarhvoli.
Öllum, sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu, þakka
ég hjartanlega.
Bergsveinn Jónsson.
Hjartanlegar þakkir færi ég öllum, skyldum og vanda
lausum, sem minntust mín á níræðisafmæli mínu, þann
26. september sl.
Þórunn Jónsdóttir,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Elskulegur sonur okkar
HALLDÓR MAGNÚS
lézt af slysförum 27. sept. sl. — Jarðarförin auglýst
síðar.
Martha Jóhannesdóttir,
Guðjón Karlsson.
Útför
AGNESAR EGGERTSDÓTTUR
Skólavörðustíg 29
er lézt mánudaginn 30. sept., fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 4. okt. kl. 3 e.h.
Kristinn Friðfinnsson og börn.
Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar
JÖRGEN VIGGÓSSON
• sem andaðist 28. júlí fer fram frá Fossvogskirkju, laug-
ardaginn 5. október kl. 10,30. f.h.
Soffía Sveinsdóttir og böm.
GUÐBJÖRN BJÖRNSSON
Tunguhöfnum
verður jarðsunginn frá Kirkjuvogskirkju laugardag-
| inn 5. október kl. 2 e.h. — Þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á Kirkjuvogskirkju.
Vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð
við andlát og útför systur okkar
SIGURLAUGAR EINARSDÓTTUR
hannyrðakennara.
Systkini hinnar látnu.
Innilegt þakklæti til allra þeirra, er auðsýndu sam-
úð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar
og tengdamóður
GUÐFINNU ÓLAFSDÓTTUR
Ólafur Skaftason,
Eva Skaftadóttir, Gunnar Skaftason,
Hulda Skaftadóttir, Edda Kornerup Hansen.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem veittu hjálp og
sýndu samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, fósturföður og afa
ÁGÚSTAR GUÐMUNDSSONAR
Sæbóli, Ingjaldssandi.
Sérstaklega þökkum við sambýlisfólki á Ingjaldssandi
ljiir þess miklu aðstoð og hluttekningu.
Elísabet Guðnadóttir, Steinunn Ágústsdóttir,
Guðmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson,
Jónína Ágústsdóttir, Pétur Þorkelsson,
Sólveig Jónsdóttir og barnabörnin.
Brúnir - Svartir
Rauðir - Bláir
Til allra
verka á sjó
og landi.
Framleiddir af
verksmiðjunni
Kennsla
Kenni byrjendum á píanó.
einnig ensku og dönsku.
Venjulega við kl. 1—3 e. h.
Kristjana Jónsdóttir.
Sími 35367.
Kaffisnittur — Coctailsnittur
Smurt brauð, heilar og hálíar
sneiðar.
Rauða Myllan
Laugavegi 22. — Sími 13628
Trúlofunarhringar
afgreiddir samdægurs
HALLDÓR
Skólavörðustíg 2.
Kuldnskór
Bnrnn
SKÓSALAN
Laugavegi 1
Afgreiðslumaður
Stórt heildsölufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að
ráða mann nú þegar til afgreiðslu og lagerstarfa.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf, sendist afgr.
Mbl. fyrir 8. þ.m., merkt: „Gott starf — 3771“.
Útgerðarmenn
Fiskverkun á góðum stað við Suðvesturland getur
bætt við sig einum bát í viðlegu næstu vertíð. —
Útilegubátur kemur helzt til greina. — Tilb. send-
ist Mbl. fyrir 10. okt. merkt: „3770“.
Piltur og stúlka
til afgreiðslustarfa og pylsugerðarmaður
óskast strax.
Kjötbúðin Norðurmýri
Háteigsvegi 2. — Sími 11439.
Atvinna
Þýzk stúlka með 8 ára starfsreynslu í hraSritun og
vélritun óskar eftir atvinnu. Tekur ei nnig að sér
skriftir þýzkra verzlunarbréfa. — Upplýsingar
í síma 37144.
Leiguíbúð óskast
Mjög reglusöm ung hjón óska eftir 2ja—3ja herb.
íbúð, helzt í Vesturbænum. — Fyrirframgreiðsla
ef óskað er. — Uppl. í símum 14514 og 32852.
Rafvélaverkstæði
Halldórs Olafssonar, Rauðarárstíg 20 er til sölu
nú þegar og selst í einu lagi eða sundurskilið, en
það samanstendur af:
iðnaðarhúsnæði, sem er 254 ferm., bfl-
geymslu ca. 70 ferm., verzlunarhúsnæði á-
samt lagerplássi, sem er ca. 90 ferm. vara-
hluta- og efnisbirgðum, vélum og áhöldum
tilheyrandi rafvélaverkstæði. Tilboða er
óskað fyrir laugardaginn 12. okt. n.k.
BJARNI BJARNASON,
viðskiptafræðingur, Austurstræti 7.
Bókamenn
Nú eru síðustu forvöð að eignast ýmsar góðar bækur
á hagstæðu verði. Upplag eftirtalinna verka er ýmist
á þrotum eða mjög lítið til af þeim í gömlu og ódýru
bandi. Þau ritanna, sem bundin verða síðar, hljóta
þá óhjákvæmilega að hækka mjög í verði ,
Saga íslendinga IV-IX, öll bindin, sem út eru komin.
í skinnbandi 932,00, í shirtingsbandi 638,00,
óbundin 460,00.
Sturlungasaga I-II (myndskreytta útgáfan). í skinn
bandi 400,00, í skinnlíki 300,00, óbundin 180,00.
Andvökur Stephans G. Stephanssonar I-IV (heild-
arútgáfa). í skinnbandi 665,00, í shirtingsbandi
517,00, óbundin 387,00.
Heimskringla I-II, í skinnlíki 200,00.
Kviður Hómers I-H. í skinnlíki 200,00.
Leikritasafn Menningarsjóðs I-XX. í skinnlíki
825,00, óbundið 600,00.
Ritsafn Theodóru Thoroddsen, í skinnbandi 280,00,
í skinnlíki 225,00, óbundið 180,00.
Bókaútgáfa Mcnningarsjóðs.