Morgunblaðið - 04.10.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 04.10.1963, Síða 15
f Föstudagur 4. okt. 1963. MORCUNBLAÐIÐ 18 Fríkirkjusöfnuður- inn í Reykjavík ÞÍlM, nt.án, flest öllum augljóst Yéjra, |ein virðingu bera fyrir vélgönghí og framtíð trúarlífs í landinu að frelsi og frjálsræði í trúmálum, er sá grundvöllur sem allt trúarlíf mótast og byggist á. Á þessum forsendum var Frí- kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík stofnaður. Stofnendur hans settu eér það að takmarki, að vinna að framgangi kirkjunnar með þetta fyrir augum. Fríkirkjan skyldi standa opin hverjum þeim prestlærðum, sem predikaði í anda þess alheims máttarvalds, er vegsamar Guð og vinnur að eflingu og framgangi þess sið- gæðis, er Hann setti með boð- orðunum. Margir þekktir pre- dikarar hafa notið Fríkirkjunnar til að veita nýjum straumum inn í trúarlíf og trúmál þjóðar- innar. Má þá fyrst og fremst minnast séra Haraldur Níelsson- ar, prófessors, eins þekktasta og mikilhæfasta predikara, sem þjóðin hefur eignazt, einnig Hallesby prófessors o. fl. >að hefur verið metnaðarmál Fríkirkjusafnaðarins, frá upp- hafi, að vinna að því að gera kirkju sína að fögru og veglegu Guðshúsi. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir stórfelldar fram- kvæmdir í sambandi við kirkju safnaðarins. Allir trébekkirnir í kirkjunni hafa verið rifnir á burt og kirkjan máluð að innan í hólf og gólf. Kvennfélag safn- aðarins hefur staðið straum af þeim kostnaði að öllu leyti. Aftur á móti hefur Bræðrafélag safnaðarins kostað málningu kirkjunnar að utan, en málningu alla hefur Slippfélagið í Reykja- vík gefið söfnuðinum. Eins og að líkum lætur eru slíkar framkvæmdir afar kostn- aðarsamar og einu tekjur safn aðarins, safnaðargjöldin, hvergi nærri nægjanleg til að standa tindir þeim kostnaði, sem hin nýja sæta skipan í kirkjunni kemur til með að hafa í för með sér. Fest hefur verið kaup á 400 stoppuðum, þægilegum stólsæt- um, í stað gömlu trébekkjanna, og munu þau kosta alls um kr. 480.000,00 uppsett. Er þessu mikla verki nú að verða lokið og standa vonir til að messur geti hafizt á ný sunnudaginn 6. okt. Undanfama mánuði hafa staðið yfir samskot meðal safnaðar- fólks, til að standa undir þess- um kostnaði. Gjafmildi og rausn hefur verið með ágætum hjá þeim, sem leitað hefur verið til. Flestir lagt fram sem svarar tveim sætum eða kr. 2.500 og sumir miklu meira. Lánsfé hef- ur verið aflað til að greiða fyrir stólsætin, en þá skuld verður að greiða sem allra fyrst. Ahugi og fórnfýsi safnaðar- manna og kvenna fyrir þessu velferðarmáli kirkjunnar hefur verið mjög til fyrirmyndar, og giftusamt og blessunarríkt starf verið innt af höndum í þágu kirkju og safnaðar. Eru það því vinsamleg til- mæli safnaðarstjórnar til safn- aðarfólks og annarra velunnara Fríkirkjunnar, að þeir taki þátt í þessum samskotum og veiti þar með kirkju sinni þann stuðning, sem hún svo ríkulega verðskuld- ar. Safnaðarstjórnin svo og stjórn- ir Kvenfélagsins og Bræðrafélags ins auk gjaldkera safnaðarins, veitir framlögunum viðtöku. Safnaðarstjómin þakkar af heilum hug öllum, sem unnið hafa að framgangi þessara þýð- ingarmiklu aðgerða og fram- kvæmda, svo og þeim, sem væntanlega eiga eftir að styrkja kirkjuna með framlögum sínum, stórum og smáum ,og á þennan hátt unnið svo glæsilega að því, að gera. Fríkirkjuna að því veg- lega Guðshúsi, sem stofnendur hennar höfðu í huga, þegar þeir, af litlum efnum, en brennandi áhuga, reistu Fríkirkjuna fyrir meir en sextíu árum síðan. Magnús J. Brynjólfsson. Fréttabréf úr Reykbólasveit: Lélegt berjcór og uppskera gorðóvaxta með minnsta móti MIÐHÚSUM, Reykhólahreppi 1. sept. — Vorið var kalt og því var spretta léleg framan af og slátt- ur hófst því seint. Sumarið hefur verið þurrt og kalt, þó hafa kom- ið margir sólskinsdagar. Nýting heyja hefur verið mjög góð og heyskapur mun almennt vera heldur undir meðallagi. Háarspretta era mjög léleg. Sýnilegt er nú að þetta verður eitt lélegasta berjaár, sem komið hefur í manna minnum, enda ekki við öðru að búast, því berja lyngið stóð í blóma er kulda- kastið gekk yfir í vor. Útlit er fyrir að uppskera garð ávaxta verði með minnsta móti, þó hefur kál vaxið vel þar sem það er ræktað. Miklar jarðræktarframkvæmd ir hafa verið hér í sveit, en nýgræðingurinn hefurxátt erfitt uppdráttar vegna þurrkanna og sumt af fræinu ekki fengið raka til þess að spíra ennþá. Tilraunastjóra og læknaskipti Tilraunastjóraskipti urðu við Tilraunastöðina á Reykhólum í vor. Sigurður Elíasson lét af störfum, en hann hefur venð forstjóri stöðvarinnar frá stofn- un hennar. Hann hefur unnið xnikið brautryðjendastarf og byggt upp smekklega og snyrti- lega stofnun, sem bera mun marki framsýns manns um ókom ín ár. Við þökkum honum sam- starfið og óskum honum og fjöl skyldu heilla í framtíðinni. Við tilraunastjórastarfinu tók Ingi Garðar Sigurðsson, frá Litlu- Giljá, en hann hefur verið ráðu- nautur Eyfirðinga undanfarandi ár. Við bjóðum Inga Garðar og fjölskyldu velkomin til starfa hér í þessari sveit. Við sem búum hér verðum að undirgangast það að hafa ört læknaskipti og má segja að læknaskipti séu hér 2—3 svar á ári. í vor lét af störfum héraðs- læknis Halldór Halldórsson og við tók Svanur Sveinsson og auð vitað vonum við í hvert skipti sem við fáum lækni að hann tolli sem lengst hjá okkur. Héraðsmót og skemmtiferðir Að venju héldu Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur héraðsmót sín í Króksfjarðarnesi í sumar. Mótin fóru bæði vel fram og voru vel sótt. Þó að bréfritari haldi því fram, að póli tísk gildi þessara móta sé mjög takmarkað, þá eru hér oftast á ferðinni góðir skemmtikraftar, sem veita tilbreytingu inn í hið fábreytta skemmtanalíf dreifbýl- isins. Sjálfstæðisfélag Austursýsl- unnar hélt aðalfund sinn í Króks fjarðarnesi 28/7 og er stjórn fé- lagsins þannig skipuð nú: Formaður Aðalsteinn Aðal- steinsson og var hann kosinn í stað Sveins Guðmundssonar, Mið húsum, sem óskaði eftir því að draga sig í hlé frá öllum störfum fyrir félagið. Aðrir í stjórn eru: Karl Guðmundsson, Valshamri, Óskar Þórðarson, Firði, Unnur AÐEINS örfá fátækleg orð til skáldsins Ásmundar frá Skúfs- stöðum. Þessi orð mín eiga að reyna að lýsa manninum, Skag- firðingnum, sem verður jarð- settur í dag norður á Hólum í Hjaltadal. Það var á stríðsárun- um, sem leið okkar lá saman. Og enn heyri ég hina fögru rödd Ás- mundar þruma yfir Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn á 70 ára afmæli Kristjáns X konungs, þar sem þúsundir Kaupmanna- hafnarbúa námu staðar til þess að hlusta á drápu hins íslenzka skálds. Þar var komið skáldið frá Sögu-eyjunni afkomandi hinna fornu víkinga. Fáum dögum síðar veiktist Ás- mundur heiftarlega af liðagigt, og varð að bíða heima hjá sér í Niels Juelsgade eftir að komast í sjúkrahús síðari hluta dagsins. Úti var rökkur og útlínur hús- gagnanna í herberginu voru orðn ar óskírar, allt var næstum ó- raunverulegt. Allt í einu heyrð- ist blíður hljómur frá herbergi Ásmundar, rödd hins sjúka manns, sem byrjaði að syngja. Hann söng gömul íslenzk þjóð- lög hvert af öðru, eins og hann væri aftur orðinn drengurinn í Hjaltadal, smalinn hjá föður sín- um, Jóni bónda frá Skúfsstöðum, sem hann elskaði svo heitt, meira en nokkuð annað. Ég náði næstum ekki andanum, það var eins og hinn sjúki væri kominn langt burt yfir hafið. Ást hans á íslandi og minningin um æsku- árin var öllum þjáningum styrk- ari. Hann var kominn heim til þess að sækja kraft stuttu áður en leið hans lá i sjúkrahúsið. Styrkari og styrkari hljómaði söngur Ásmundar. Það var eins og hann fagnaði, þegar hann söng heitt og innilega „Skín við sólu Skagafjörður". Ásmundur frá Skúfsstöðum var alltaf hann sjálfur. Stoltur og laus við alla sýndarmennsku og hégóma. Það er hinn tryggasti sonur Skagafjarðar, sem verður jarðsunginn í dag fyrir norðan. Vinur. Stefánsdóttir, Reykhólum og Jón Markússon, Reykhólum. Kvenfélagið Liljan fór í skemmtiferð suður í Borgarfjörð í sumar. Skoðaðir voru skólar, gróðurhús, skrúðgarðar og tekið var eftir fögru umhverfi. Ferðin tók einn dag og mun hafa heppn azt vel. Bændur og búalið úr Reykhóla- og Geiradalshreppi skruppu vestur á Patreksfjörð og Látrabjarg 18. ágúst s.l. Leiðin er löng og erfið og hefðu þurft að taka tvo daga, en bóndinn er bundinn í báða skó, svo einn dag varð að nægja. Ferðin heppnað- ist vel og fólk var ánægt. Eitt hús í smíðum Eitt íbúðarhús er í smíðum, sem byrjað var á í vor, en það er hjá Finni Kristjánssyni á Lárus Salómonsson: Ásmundur Jónsson ; skáld frá Skúfsstöðum Fæddur 8. 7. 1899. Dájnn 18. 9. 1963- Örlög ráða allra sköpum, auðnu manna, aldurtila. Því er ævileið til enda gengin oftar fyrr en aðrir hugðu. I. í stofu skáldsins dvelur dauða-þögn, en dagsins birta lætur geisla skína. Frá öllum veggjum horfa heilög rögn. í helgri kyrrð ég felli ásjón mína. Þín fótmál sjást í lífsins lista sal. Hér lék þín mund við allt, sem kærst var inni. Hér áttir þú við æðri vitund tal. Hér ortir þú og beittir röksemd þinni. Hér steigstu fram og mæltir, milt en hátt. Þín mælska svall í orðsins dýru kynngi. Hér varstu þú, — ég man og fann þinn mátt, er mættir þú á hljóms og Braga þingL Þitt nafn og virðing verður eilíft til á vaka hljóms, á ljóðs og sögu spjaldi. Þú slóst á streng, sem geymir innri yl um orðsins dag í tímans eina valdi. í heimi skáldsins heyrist aldrei þögn, því hendur viljanst slá á tímans steðja, og Herrann lætur heilög Braga-rögn til hirða sinna snjalla skáldið kveðja. II. Örlög ráða auðnu manns, aldurtila-degi. Aldrei verður stundar stanz stanzað lífs á vegi. III. Andinn skartar uppi, djúpt. Yfir bjarta voga, skáld af hjarta, leiztu Ijúft. Ljósið snart þinn boga. Trúar ljósin lýstu þér lífs í skýjafari. Inn á voginn alla ber, eftir storm í vari. Lékstu þér við listir máls, ljóðagerð og fleira. Þar má skæra strenginn stáls og stefin mýkri heyra. Bezt á þjóðlegt barstu skyn, brást upp aldar háttum. Þér í frænda kippti kyn, kunnur mannlífs þáttum. Duldist margt við stund og stað, styrr að hjarta þrýstL Þegar svartast syrti að, V sál þín bjartást lýstL Gáfum lýsti sálar sýn. Sorg ef þrýsti að hjarta, er það víst, að vitund þín vildi sízt um kvarta. Lífs á tóna lékstu þá. Langt þín-sjónin skyggðist Sagan tjóni segir frá síðan Frón vort byggðist Það sem var á búningsbið, breyting snarar klæðum, þegar skarar viljinn við vorum aringlæðum. IV. Ég minnst þín í máli, söng og Ijóði. Ég man þig hverja glaða vökustund. Því gnótt af auði átt’ í mínum sjóði. Þinn andi kallar huga minn á fund. Ég gleymi aldrei þínu tungutaki, né tindum þeim, sem innri sjón þín leit. Þú áttir lönd að tjaldsins bláa baki og bjartan hvamm með ódauðleikans trúarreit. Lárus Salómonsson. Skerðingsstöðum. Fjárhús og hlaða eru í byggingu hjá Óskari Þórðarsyni í Firði. Mjólkurbú- inu á Reykhólum miðar hægt áfram, en þó hefur verið sett þak á húsið í sumar. Septemborg Gunnlaugsdóttir 80 ára Þann 9. september næstkom- andi verður síðasti fulltrúi hinna samvizkusömu o'g góðu vinnu- hjúa 80 ára, en það er Septem- borg Gunnlaugsdóttir. Hún missti mann sinn eftir skamma sambúð og síðan hefur hún unn- ið öðrum af þeirri undraverðu alúð sem þeir einir þekkja er reynt hafa. Síðustu árin hefur Septemborg farið á milli bæja og hreinsað dún. Hún situr frá kl. 7 að mogni til kl. 9 að kveldi við vinnu sína. En hún held- ur hvíldardaginn heilagan og gætu margir lært af henni boð- orðið um hvíldardaginn. Á vetr- um dvelst hún hjá dóttur sinni, sem búsett er í Stykkishólmi. Sv. G. Aþena 2. október — NTB. FRÚ Jacqueline Kennedy, kona Bandaríkjaforseta, kom hingað í dag í tveggja vikna einkaheimsókn Mun hún dveljast í Aþenu í nokkra daga en fara síðan í skemmti- siglingu um Miðjarðarhaf á- samt systur sinni og manni hennar. Stanislas Radziwill, prins. Munu þau sigla á skemmtisnekkju skipakon- ungsins Onassis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.