Morgunblaðið - 04.10.1963, Page 20

Morgunblaðið - 04.10.1963, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ f'östudagur 4. okt. 1963. BRJÁLAÐA HÚSIÐ ELIZABETH FERRARS — Kjólarnir allir í skápnum, tautaði Toby fyrir munni sér, — og Eva Clare reið. Bálvond. Hann staðnæmdist neðan við stig ann. Svo að Eva ætlaði að fara að ferðast. — Veiztu hvað mér er að detta í hug, Georg? Eg er að velta því fyrir mér, með hverj- um hún hafi ætlað að fara í ferðalag. Því að Max Potter er í miðju fyrirlestrahaldi. Þá gæti það ekki verið hann. — Yður skjátlast, hr. Dyke, sagði. Eva Clare, sem stóð í borð stofudyrunum. — Eg ætlaði ekk ert að fara. Augun ljómuðu en andlitið var kuldalegt á svipinn, er hún strikaði fram hjá þeim og upp stigann. Inni í stofunni, sem Eva hafði skilið eftir opna, rákust Toby og Georg á Vanessu og Dolphie, frænda hennar. Þau sátu þar við borðið, hvort með mjólkurglas fyrir framan sig og kúrennuköku á milli sín. En aðeins Vanessa var að gera sér gott af kökunni, en frændinn dreypti í mjólkina, og horfði á barnið, órólegur á svipinn. Það var eins og þau hefðu ver ið að tala úm eitthvað, en nú beindi hann orðum sínum að Toby. — Eg er ekki alveg viss um svona köku, sagði hann. — Þetta er afskaplega einföld kaka, en hún er úr hvítu hveiti. Hvað finnst yður, hr. Dyke. Eg býst nú ekki við, að hún sé beinlínis ó- holl, en líklega er nú engin sér- stök næring í henni. — Fáðu þér köku, sagði Van- essa við Toby. — Má ég það? Þakka þér fyrir. Hún tók hnífinn, til að skera kökuna. Frændi hennar flýtti sér að segja: — Ef þér eruð svangur hr. Dyke, þá á ég heilhveitikex í dós uppi, sem é get fullyrt að er miklu gagnlegri fæða. Eg hefði ekkert fyrir að ná í það. — Þakka yður fyrir, sagði Toby, en mér gæti ekki dottið í hug að . . . — Jú, víst. Eg vildi gjarna heyra álit yðar á því. — Fáðu þér köku, fáðu þér köku! sönglaði Vanessa. Toby sendi hr. Fry afsökunar- bros og tók sér kökubita. Georg þáði líka stórt og illa skorið stykki af kökunni. Rétt sem snöggvast brá fyrir í augnaráði Frys einhverri á- kafri og óeðlilegri reiði, rétt eins og hjá trúarofsamanni, sem verð- ur fyrir móðgun. En svo áttaði hann sig og fékk sér sjálfur köku bita. Hann maulaði hann með framtönnunum, eins og hann hefði nautn af því, en þó með tortryggnis rip. — Finnst yður það ekki ein- kennilegt, sagði hann lágt við Toby, að maður skuli sitja hér og vera að éta köku og svo er ekki lengra síðan en í gær, að . . . Vanessa leit upp og á Georg, sem stóð rétt hjá henni. — Ég var bjáni í gær, sagði hún. — Eg var hrædd við löggu. — Það varstu ekki, sagði ^jorg. Hún hjó ákaft með höfðinu. — Víst var ég það. Georg hristi höfuðið, og Van- essa hélt áfram að kinka kolli með óeðlilegum ákafa. — Eg veit við hvað þú varst hrædd, sagði Georg. — Hvað? sagði hún snöggt. — Eg veit, hvað það var, endur tók hann. — Nei. Þú ert bara að ljúga. — Vanessa! sagði frændi hennar. Hún dró ofurlítið úr orðun- um. — Þú ert að þykjast! — Ekki alveg, sagði Georg. Hún starði á hann stórum aug um, rétt eins og hún væri að kom ast að því, hvað hann ætti við, án þess þó að láta á því bera. En svo leit hún á kökubitann á diskin um. — Eg var víst hrædd við löggu, sagði hún hálf-hvíslandi. Dolphie Fry stóð upp. — Svo að Eva var þá í þann veginn að fara í ferðalag. Eg heyrði, hvað þér voruð að segja þarna frammi. Astor lávarður kynntist Steph- en Ward árið 1950, er hann leit- aði lækninga hjá honum, eftir að hafa dottið af baki í veiðiför. Stephen Ward veitti honum góða þjónustu og læknaði hann tii fulls. Síðan hefur lávarðurinn beint mörgum kunningjum sín- um til Wards sem sjúklingum. Árið 1956 leigði Astor lávarð- ur Stephen Ward sumarbústað á 3 Cliveden-landareigninni. Sumar- bústaðurinn var niðri við ána en aðalbyggingin uppi á brekk- unni. Ef farið er frá sumarbú- staðnum til aðalbyggingarinnar, ér það annaðhvort mílufjórðungs leið og upp bratta brekku að sækja, eða þá mílu leið eftir veg inum. Stephen Ward var vanur að koma í höllina um helgar og Þér skiljið, ég sé alltaf hvenær Eva er að Ijúga. Aðeins kom mér það á óvart, að hún skyidi gera það svo að barnið heyrði. Jæja, Vanessa, svo veiztu, að þú mátt ekki borða meira af þessari köku, þegar þú ert búinn með þennan bita. — Eigum við þá að fara að leika okkur? sagði hún. — Það getur vel verið. Hann hneigði sig ofurlítið til Toby og Georgs og gekk síðan út í garð- inn. Konan hans sat þar úti við einhverja sauma. Hún hafði helj arstóran, kringlóttan stráhatt á höfði, allan útsaumaðan með ull arbandi af ýmsum litum. Hann greip stól, bar hann til hennar og settist niður. Toby gekk að glugganum og horfði út. Veðrið var dásamlegt, og sólin skein á marglitt blóma skrúðið í garðinum. Og það var eins og góða veðrið vekti gleði og ánægju hjá öllum. Þó ekki hjá Max Potter, sem sat þarna lengst burtu, reykjandi og skugga legur á svip og hlustaði sýnilega ekki á það, sem Druna Merton var að segja. Hann sat þarna í kryppu í stólnum og leit helzt út eins og einhver stór, vansköpuð kartafla. Vanessa var að tala við Georg. — Þú ert búinn að éta allar möndlurnar þínar! Vanessa rak upp skellihlát- veita lávarðinum eða gestum hans læknishjálp; ef þess var óskað. Reikningurinn — þar í talið fyrir gestina — var sendur Astor lávarði. Oft hafði Stephen Ward gesti í sumarbústað sín- um. Oftast stóðu þeir þar við all an daginn. Þegar Ward fór til hallarinnar í lækniserindum, fór hann jafnan einn. Stundum bauð lávarðurinn hönum til hallarinn ar, til hádegisverðar eða upp á glas. Astor lávarður hafði enga sam- úð með stjórnmálaskoðunum Wards, og fór ekkert í launkofa með það. En fyrir þrábeiðni Wards, hjálpaði hann honum stundum til að ná sambandi við utanríkisráðuneytið (sjá síðar), en studdi á engan hátt skoðanir hans. Astor lávarður hefur öðru hverju hjálpað Ward um pen- inga. Árið 1952, þegar Ward var — Hvað var svona skemmti- legt? sagði Georg. — Þú hefðir ekki átt að gera það, sagði Vanessa. — Hvers vegna ekki? Mér þykja þær góðar. — Já, en þú veizt aldrei nema einhvern daginn geti þær verið sérstakar möndlur. — Hvað átt við með því? Hún hikaði. — Möndlur, sem breyta þér. Þess vegna var ég að hlæja áðan, af því að mér datt í hug, að þú værir búinn að borða nóg til að breytast af því. — Æ ,guð hjálpi okkur! and- varpaði Toby. En Georg hélt áfram forvít- inn: — Breytast í hvað? Hún hugsaði sig um. — í íkorna. Og svo tók önnur hlát- urhviðan við. En Toby setti upp að koma sér á laggirnar, en ekki tekinn til starfa, lánaði lávarður inn honum 1250 sterlingspund, sem Ward svo vann af sér á næstu árum, með lækningum sínum. Og síðan hefur lávarðurinn öðru hverju lánað honum pen- inga, með því fororði, að þeir væru fyrirframgreiðsla fyrir lækningar. í maímánuði 1963 opn aði Ward bankareikning og lá- varðurinn ábyrgðist fyrir hann yfirdrátt, allt að 1500 sterlings- pundum. Þetta var 1 sambandi við það, að Ward átti von á máls kostnaði og vildi jafnframt fá húsnæði fyrir vinnustofu og íbúð. Allar tekjur hans af lækningum og öðru, áttu að ganga upp í þessa skuld. 2. kafli. CLIVEDEN-HELGIN OG EFTIR KÖST HENNAR. Stephen Ward lét oft í ljós svip viðbjóðs, og Georg virtist fullur eftirtektar. Telpan fór sjálf að verða alvarleg á svipinn. — En þetta er allt í lagi, því að þú borðaðir ekki nógu mikið til að breytast í íkorna, þú þarft átta tíu til að breytast í apa, svo að ég býst við að þú þyrftir ennþá meira til að breytast í íkorna. Sérstakar möndlur eru and- styggilegar á bragðið, ég veit það af því að ég hef smakkað þær. Það fór hrollur um Toby og hann gekk frá þeim. — Góðan daginn, Druna, sagði hann og settist hjá henni. —. Heldurðu, að þú vildir svara mér nokkrum spurningum? Það glaðnaði yfir henni við að sjá hann. Nú hafði hún sett upp nýja og vandaðri greiðslu en dag inn áður. Og grár bómullarkjóll. löngun sína til að fara til Moskvu. Hann langaði til að teikna myndir af fyrirmönnum þar, — einkum þó hr. Krúsjeff. Þetta sagði hann ritstjóra einum. sem var sjúklingur hjá honum. Svo vildi til, að ritstjóri þessi hafði kynnzt Ivanoff; og bauð nú Ward til hádegisverðar. svo að þéir gætu hitzt. Þetta var 20. janúar 1961. Ivanoff féll Ward þegar í stað vel í geð, og Ward tók þegar að leita hjálpar Ivan ovs til að koma því í kring, að Krúsjeff sæti fyrir hjá honum. Öryggisþjónustan varð áskynja um vináttu þeirra, og færði það í tal við Ward, 8. júní 1961. En fáum vikum síðar kom svo Clive- den-helgin til sögunnar. (I) Sundlaugin Helgin 8.—9. júlí 1961 hefur örlagaríka þýðingu. Astor lávarð ur og frú hans höfðu stórt boð fyrir tignarfólk í höll sinni I Cliveden. Meðal gestanna voru Porfumo hermálaráðherra og frú hans, og gistu þau þar yfir helgina. Aðrir gestir komu til máltíða en gistu ekki. Stephen Ward hafði nokkrar ungar stúlk ur hjá sér í sumarbústað sínum, þar á meðal Christine Keeler, sem bjó með honum um þær mundir. Ivanov höfuðsmaður kom á sunnudag. í Cliveden er ágæt sundlaug skammt frá aðal- byggingunni, og Astor lávarður leyfði stundum Ward að nota hana fyrir sig og gesti sína, ef það rakst ekki á við hans eigia afnot af henni. Þennan laugardag, eftir sólar lag, var Ward í sundlauginni, á samt nokkrum kunningjum sín- um, þegar ein úr hópnum, Christine Keeler, fór úr sundföt unum niðri í vatninu og fleygði þeim upp á bakkann og synti síð an nakin. Skömmu siðar kom KALLI KUREKI TH'OC-TIMEE OJ&HTA gE HEEE BVNO'V, IF HE LEFT MUIESHOE BEFOCE YOL) DlD/ WHERE’S HE AT? -Xr~ — Teiknari; FRED HARMAN [ HE WEVER SAW 61000 IM J HIS LIFE BEFORE ! YOU'RE A FOOL T' TEUST HIM ! WE'LL WEVER SEE IT A&AIN ? BART, 1 TOLD YOU/ YOUE MOUTH FLAPS T00 MUCH! WHEN HE SETS HERE, X'M LÍBLE T’ stuff that money DOWN YOURTHROAT/ r"- Gamli maðurinn ætti að vera kominn hingað núna, ef hann hefur yfirgefið Muleshoe á undan þér. Hvar borðar hann? j — Ég veit það ekki. Mér er hætt að standa á sama um þetta. ^ •— Hann hefur aldrei séð 1000 doll- ara áður. Þú ert asni að treysta hon- um. Við sjáum þessa peninga ekki aftur. — Bart, ég sagði þér að þú röflað- ir of mikið. Þegar hann kemur hér væri ég vísastur til þess að troða peningunum niður í kok á þér. — Hann hefur valið aðrar leiðir til baka og teflir í enga tvísýnu. Þetta getur tekið hann nokkurn tíma. — Allt í lagi. Ég bíð þar til í fyrra- málið, en ef hann verður ekki kom- inn þá, mun ég sjá til þess að kreista út handtökuskipun. ur. Skýrsla Dennings um Profumo-máliö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.