Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNHLADID r Föstudagur 4. okt. 1963. Vingu. Það sjá þeir sem skoða þá. Þeir dr. Sigurður Þórar- insson og Magnús Jóhanns- son sáu á au«abragði að ekki hefði verið mikil sóibráð í sumar á Vatnajökli, þegar þeir flugu í lítiili Cessniu fluig vél frá flugskódanuim Þyt inn yfir jökulbrúnina hjá Tungna árbotnum sl. föstudag. Þessi flutgiferð var liíka farin í því augnamiði að skoða hreyting- ar á jöklinum. Jöklarannsóknarifélagið hef ur nú funddð ráð til að spara sér hinn árlega haustleiðang- ur. í stað þess að senda flokk manna til að maela, kemur vorleiðangurinn fyrir járn- möstrum með hrn.gjum með ákveðnu miliibili og síðan er Pálssfjall stendur upp úr Vatnajökli og út frá því breiða sig nú ótal sprungur. Hér sést fjallið og sprungurnar næst því. Sífelldar breytingar á Vatnajökli: Geysimikið sprungu- belti við Palsfjall reynt að fljúga yfir og telja hringana á möstrunum og með útreikningi á þvi hve mikið stendur upp úr snjón- um af stönginni, finnst breyt ingin á snjóhæðinni eftir sum arið. Fréttamaður Mbl. fékk að fylgjast með í þessa haust- ferð í flugvél sl. föstudag. Þegar flugvélin nálgaðist Pálsfjail, sem er 1335 m. hár tindur, er stendur upp úr suð- vestanverðum jöklinum ráku jöklamenn upp stór augu. Raðir af löngum sprungubog- um göptu hvítar upp í sólina og mynduðu fegurst_ mynst- ur úr l'ofti að sjá. — Feiki- lega er þetta sprungið, — Það var ekki svona þegar ég flaug yíir í júií, sagði Sigurður. Jökullinn hlýtur að vera að skríða eitthvað hraðar niður fjailið þarna. — Það er eins og einhver hryggur sé að ko.na meira upp úr á þessu svæði, sagði Magnús. Þetta fer að verða hsettulegt. Það getur eyðilagt fyrir okkur öruggu leiðina okkar í Grímsvötn. Það eru ekki orðnir nema um 3 km. frá þessu kolsprungna belt og norður að þar sem við för- um venjulega. Svo maður tali ekki um að alveg ófært er orðið að Pálsfjalli, þangað sem oft hefur verið skroppið. Og það er greinilega eins gott að vera irneð mönnum, sem þekkja svona vel jökul- inn og allar breytingar á honum, ef lagit er upp í ferða- lög um þennan stóra jökuil, þar sem hríð og þoka getur byrgt útsýn hvenær sem er. Enda oftast flogið yfir ti‘l ör- yggis áður en leiðangrar fél- agsins fara af stað með snjó- bíla. Ekki óttast brezkir fjallaprí'larar þó slíkt, og fóru tveir hópar á jökulinn í sumar. Þó heiðskírt væri annars staðar, var svolítið þoka að koma suður yfir, nóg til þess að ekki sást frá Pálsfjalli í Kerlingar, en á þeirri miðun- arlínu stendur mælingamast- ur úr járni, sem nú þurfti að leita að. Fyrir stjórn þeirra jöklamanna og snarar vend- ingar Gunnars Guðjónssonar flugmanns — eða bara hunda heppni — komium við auga á þesa litlu stöng í víðáttu jök- ulsins og tófct meira að segja að finna hana aftur og aftur, jafnskjótt og hún týndist, og einnig aðra stöng, sem er 6 km. norðaustur af skálanum á GrímsfjaMi. Ölluiri kom saman um eftir nokkrar ferð- ir lágit framihjá stöngunum, að sú.fyrri hefði 4 hringi og 3/4 bil fyrir neðan, sem út- reiknast þannig, að í sutmar hafí hsekkað á báðum möstr- unuim, sem er óvenjulegit. Al'lt af snjóar á sumrin á jökulinn en bráðnar á milli og er bráð- nun umifram snjóa venjulega upp undir 2 m. snjólag. Grímsvötnin virðast ákaf- lega friðsæl. Ekkert gæti benit til þess að þar eigi allur ís- flöturinn til að hrapa um 60 m. með feykilegu bramibolti. Þó sýna litlar dældir í snjó- inn þjálfuðu auga, að þar sé hiti undir ísnum og sá hiti smábræði og safni í þró, þar til yfir flýtur, hlaup verður í Skeiðará og ísheilan hrynur niður. Flogið er suður yfir Skeið- arárjökulinn, sem teygir sig kolsprunginn niður í Öræfa- sveitina. Lítiil skrýtinn kleit- ur upp úr jöklinum, sem heitir Þuanall, er á hægri hönd, Þórðarhyrna á vinstri. Kötlusprungan blundar enn Og í heimleiðinni er auð- vitað litið á Kötliu. Alltaf má búast við hreyfingu þar. En þar er allt kyrrt. Enn sést mó<ta fyrir dæl'dunum tveim- ' ur, sem komu þegar hlaup varð 1955. Og sífelilt verð- lu' Höfðabrekkuijökulraninn dekkri af ösku, sem er að koma upp eftir því sem bráð- nar ofan af — líklega er þetta askan frá 1918. Dældin bak við Kötlukolla er þakin sléttum snjó. Þar undir blund ar sprungan, sem stundum spýr ösku og bræðir jökulinn. Hve lengi hún verður vo kyrr iát veit enginn. Dr. Sigurður heldur áfram að setja í sam- ninga sína um fyrirlestraferð ir til útlanda, að ef gos verði á íslandi snúi hann á stund- inni við heim — og hefur þá Kötlu í huga. Mælingamastur jöklarannsókn armanna stendur upp úr jökl- inum við Grímsvötn. ( \ \ \ \ \ \ \ \ \ ) \ \ \ \ \ i * * * ' ( — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 langan aldur. Það átti að vera sjálfstætt ríki undir verndar- væng Rússa, eins og það var hugsað fyrst, og innan vébanda þess voru ýmis konar kynþættir, sem játuðu allir múhameðstrú — Uigurar, Kazakar og Uzbekar. Þegar Mao Tse-tung og menn hans höfðu náð völdum í Kína árið 1949, gerði stjómin í Moskvu tilraun til að halda áhrifum sín- um í Sinkiang með alls konar efnahagslegum aðgerðum, en tókst það ekki. Þeir stóðust Kín- verjum ekki snúning, og þeir tóku öll völd í landflæminu. Fjöldi Kínverja fluttur til landsins Sinkiang á það sameiginlegt með ýmsum öðrum héruðum, sem nú eru undir stjórn Kínverja að íbúarnir eru mjög blandaðir. Kínverjar sjálfír eru þar í al- gerum minnihluta. Stjórnarkerf- ið er mjög einstrengingslegt, og vinnur í eðli sínu gegn hvers konar þjóðerniskenndum. í þess um tilgangi hefir mikill fjöldi Kínverja einnig verið fluttur til landsins, og al'lt hefir verið gert til þess að beygja trú og erfðir undir stefnumörk kommúnista. Loks hafa öll völd verið fengin kínverskum aðilum, þó að menn af öðru þjóðerni sé í meirihluta í landinu. Flutningum Han-manna (sem almenningur kallar hina „sönnu Kínverja“) frá Kína til Sinkiang hefir verið hraðað, og þeir fram kvæmdir í stórum stíl, enda er þetta mikilvægt skref í þá átt að gera landið hreinkínverskt. Aður en Kínverjar náðu völdum voru stærstu þjóðahóparnir Uig- urar (2,941,000) og Kazakar (319 000), en báðir þessir kynþættir eru í ætt við Tyrki, og loks komu svo Han-Kinverjar, sem voru þó aðeins 202,000 talsins. Ör fólksfjölgun sífan árið 1950 Síðan árið 1950 hefir ibúum í Sinkiang fjölgað mjög ört, fyrst og fremst vegna innflutn- ings Han-manna. Fyrir valda- töku kommúnista voru lands- menn taldir næstum 3,7 millj- ónir, en á síðasta ári hafði íbúa- talan næstum tvöfaldazt, var orðin sjö milljónir. Þá var einn- ig svo komið, að Han- menn höfðu tífaldazt, voru orðnir tvær milljónir samtals, eða næstum 30% af heildinni. Þessir fólks- flutningar til landsins hafa ýak- ið gremju annarra kynþátta, sem fyrir voru í landinu. Peking hefir látið í veðri vaka að Sinkiang væri „sjálfstætt hérað“, en pólitískt vald, sem átt hefði að fylgja þessum titli, hefir ekki verið fengið héraðs- búum. Kínverjar taka allar á- kvarðanir í málefnum héraðs- ins, en íbúar héraðsins hafa orð ið að framkvæma skipanir þeirra og þola óvinsældir af þeirra völdum. Kvörtunum rigndi 1957 Óánægjan, sem hafði lengi verið undir niðri, kom greini- lega í ljós skamma hríð árið 1957, þegar Mao Tse-tung hafði óskað eftir gagnrýni á stjórn- arhætti sína með því að segja „hundruð blóm mega dafna, og hundruð mismunandi hugsanir keppa innbyrðis". Gagnrýnend- ur Kínverja í Sinkiang létu kvört unum þá rigna svo yfir Kínverja og stjórnarfar þeirra og urðu svo háværir í kröfum sínum um ósvikið sjálfstæði eða sjálfs- stjórn, að tugir þeirra voru ann- að hvort teknir af lífi eða varp- að í fangelsi. Kínverskur fréttamaður sagðl, að Sinkiang-búar „kærðu sig kollótta um söguna, og dreif- ingu þjóðarbrota Kína og frá- brugðnar aðstæður, sem ríkjandi væru í Sovétríkjunum. Þeir taka Sovétríkin sem dæmi .. .** í deilum þeim varðandi Sin- kiang, sem uppi hafa verið síð- ustu árin, hafa Sovétríkin þvl að líkindum verið dæmd sam- sek uppreisnaröflum í hérað- inu, og leikur ekki á tveim tung um, að það hefir ekki dregið úr ýfingum með þessum tveim stór veldum kommúnismans, sem eru fyrir löngu komnar út fyrir það hugsjónasvið, sem þær voru tengdar i upphafi. Afgreiðslustúlka óskast Mokka kaffi Skólavörðustíg 3A — Sími 23760. Duglegur að vakna Drengur sem er duglegur að vakna eld- snemma á morgnana, getur fengið sendilsstarf á afgr. Morgunblaðsins frá kl. 6.30 til klukkan 8 eða 9 á morgnana. sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.