Morgunblaðið - 10.10.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.10.1963, Qupperneq 3
Fimmíuijagur 10. okt. 1963 MORCUNBLAÐIÐ i M “7" 1 FUIX.TRÚAR tveggja stærstu kjötútflutningsfirma írlands, sem selja um 60% af öllu því kjöti sem írar selja Banda- ríkjamönnum, sátu í gær í skrifstofu Óttars Möllers for- stjóra Eimskipafélags íslands ásamt umboðsmanni Eimskips í írlandi. Þeir eru hingað komnir til að ræða um framhaldssamn- inga á kjötflutningum, sem Eimskip hefur annazt með reglubundnum ferðum frá ír- landi til Bandaríkjanna frá því 1961. — Forráðamenn Eimskii>s hafa komið til okkar til ír- lands og samið þar um kjöt- flutningana, hlýtt á óskir okk- ar og uppfyllt þær í alla staði. Nú eru það við sem komum hingað og ræðum um framhaldssamninga á flutning unum. Það voru W. Murphy sölustjóri Irish Meat Packers og R. Reid sölustjóri The. International Meat Co. sem Irarnir í skrifstofu Eimskips. Sitjandi Raymond Reid umboðs- maður Eimskips í trlandi, frú Murphy og W. Murphy sölu- stjó»-L Standandi Óttar Möller forstjóri og R. Reid sölustjóri. Eimskip flytur okkar gull þannig skýrðu ferðir sínar. Með þeim var og Raymond Burke umboðsmaður Eimskip í írlandi ásamt frú M. Murphý. Eimskip hefur annazt um flutninga á um 23.000 tonnum af kjöti árlega til New York, en firmu þau er við sölustjór- arnir erum fulltrúar fyrir selja um 60% af því magni sem írar selja Bandaríkja- mönnum. — Flytur Eimskip vöruna fyrir lægra gjald en aðrir? — Nei. Við gætum fengið slíka flutninga fyrir sama verð hjá öðrum skipafélögum, en sú þjónusta sem Eimskip hefur veitt okkur er svo góð að við gætum ekki á betra kosið. Það sem er aðalatriðið fyrir okkur er að við getum treyst því eins og staf á bók að Eim- skipafélagsskip tekur þessa viðkvæmu vöru okkar þriðja hvern mánudag og skilar henni í sama ástandi til mark- aðsins i Bandaríkjunum sem er okkur svo þýðingarmikill. — Hvers konar kjötvörur eru þetta? — Það er frosið nautakjöt, beinlaust. Áður fyrr fluttu ír- ar ekki út unnið kjötmeti, heldur nautgripi á fæti. En nú hefur umfangsmikill kjöt- iðnaður verið byggður upp. Þegar lifandi búfé var flutt út var hagnaðurinn sáralítill af hverri skepnu, en nú þegar slátrað er heima og unnið verð ur álitleg upphæð eftir í land- inu fyrir vinnulaun og annað. — Er samkeppni mikil á kjötmarkaðinum í Bandaríkj- unum. — Mjög. Hörðust frá Nýsjá- lendingum og sVo að sjálf- sögðu frá innlendum framleið endum. Við eigum við þá erfið leika að etja í keppni við þá að hvert pund af kjöti sem við flytjum inn er tollað með 3 centum (43 aurar). — Og þið treystið fslending um fyrir flutningunum? — Og getum ekki á betra kosið. Af hálfu Eimskip hef ur allt verið gert til að láta í té fullkomna þjónustu. Og á- hafnirnar á skipum EÍ eru svo samvaldar að ekki verður á betra kosið. Þar er valinn maður í hverju rúmi — menn sem leggja sig fram um að þjóna viðskiptavinum félags síns, — Nokkuð kynnst íslandi? — Við komum með Gull- fossi og förum í fyrramálið. En þessir dagar hafa verið dá samlegir, Gullfoss, Geysir, heitu hverirnir og sundlaug arnar, sem maður getur setið í og notið þó kallt sé í lofti og hryssingslegt. Þetta eru. hlutir sem engir eiga nema þið íslendingar. Og ég held, sagði W. Murphy, að ísland þurfi eins og írland á margfalt meiri landkynningarstarfsemi á að halda. Þið eigið margt, sem engir aðrir geta státað af — og við líka. Þjóðirnar eru einn ig líkar og eiga svipaða sögu, ekki sízt í baráttu fyrir sjálf- stæði, sem hefur mótað þær öðru fremur. Og Reid 'cók í sama streng og lýsti jafnframt furðu sinni yfir þeirri uppbyggingu, sem hann hefði séð, ekki sízt varð and skipastólinn. Burke umboðsmaður Eim- skips í írlandi sagði það ánægjulegt að vera umboðs- maður þéss félags og þeirra skipshafna er svo vel kynntu sig sem Eimskipafélagsmenn hefðu gert. SIAKSTHKAR — Macmillan Framh. af bls. 1 •’kap Macmillans geysilega, og var honum síðan sent skeyti með beztu óskum. Eitt af þvi, sem fyrst vakti •thygli á þinginu, voru hin geysilegu fagnaðarlæti, sem wrðu, er Hailsham lávarður gekk í salinn, en hanii hefur verið talinn einn af líklegustu •rftökum Macmillans í flokkn »m. Hailsham átti 56.ára af- mæli í dag. Hann var á árun- um 1957-1959 formaður íhalds flokksins, og talið er að hann sé sá maður, sem meatu fylgi á að fagna í röðum óbreyttra flokksmanna. Hins vegar mun þingflokkur íhalds éuanna styðja Butler, eða jafn- vel Reginald Maulding, fjár- málaráðherra, Eins og er virð Engin smásölu- verzlun heíur verið kærð I í TILEFNI blaðaskrifa undan- farna daga um ófullnægjandi vigt á ýmsum varningi í smá- söluverzlunum, hefur Sigurð- ur Magnússon, form. Kaup- l mannasamtakanna, beðið blað ið að geta þess, að ekki hafi ein einasta smásöluverzlun verið kærð fyrir ófullnægj-/ andi vigt á sundurvigtuðum 7 vörum. ist Butler þó hafa yfirhönd- ina, en þó skal bent' á að engan veginn er víst að Mac- millan setjist ekki við stjórn- völinn aftur, er hann hefur náð heiisu. „The Times“ í London, bend i ir á það í dag, að alls ekki sé tryggt að Butler yrði forsætis ráðherra, þótt Macmillan drægi sig í hlé. Butler hafi einnig verið varaförsætisráðherra er Anthony Eden fór frá vegna veikinda í Súezdeilunni 1956, en ekki hafi það dugað honum til að setjast í stól forsætis- ráðherra. Hailsham lávarður, flutti í dag ræðu á pólitískum fundi í Morecambe, skammt frá Blackpool. Ræddi hann Mac- millan þar mjög og sagði m.a.: „Við berum dýpstu virðingu fyrir stjórnmálaleiðtoga okk- ar. Nú, er hann liggur sjúkur, sendum við honum og konu hans beztu kveðjur og árnað- aróskir .... Er hann stýrði ráðuneytisfundinum á þriðju- dag vissi ég að hann mundi ekki, þrátt fyrir hugrekki sitt, geta haldið ræðuna á laugar- dag, sem e.t.v. mundi hafa ver ið sú erfiðasta, sem hann hefði til 'þessa flutt,“ sagði Hails- ham. Mælt er að á ráðuneytis- fundinum hafi Macmillan sagt að í ræðunni á laugar- dag, er flokksþinginu lýkur, mundi hann gera grein fyrir hvort hann hygðist stjórna baráttu flokksins í þingkosn- ingunum, eða víkja fyrir ein- hverjum öðrum. „Nú vitum við, hvað að honum gengur, og við vitum að með hjálp nútíma skurð- lækninga kemst hann aftur til heilsu,“ sagði Hailsham. „Flestir okkar þekkja menn, sem skornir hafa verið upp, og hafa ekki aðeins náð heilsu á ný, heldur öðlast nýjan lífskraft. Þess vegna segjum við: Harold, því ósk- um við þess að þú verðir frískur á ný .... Þegar þú • kemur brátt til þess að taka við þeim ábyrgðarhlutverk- um, sem þú gegnir,' þá muntu finna flokkinn í góðu ástandi og fullan baráttuhugar; flokk, sem sameinaður er um að þjóna landi okkar“, sagði Hailsham. Stjórnmálafréttaritarar telja, að ræða Hailsham hafi verið flutt í þeim tilgangi, að draga úr þeim upplausnar- áhrifum, sem talið var að flokkurinn hefði orðið fyrir, ■er tíðindin um veikindi Mac- millans spurðust. í fundi með íhaldsmönnum í Bolton á miðvikudag, lagði Nabarro, þingmaður íhalds- flokksins áherzlu á að Hails- ham lávarður tæki við af Macmillan er þar að kæmi. „Macmillan ætti að láta Hailsham taka við innan tveggja vikna“, sagði Na- barro. Richard Butler kom til Blackpool í dag og átti þegar fund með mörgum forráða- manna íhaldsmanna, til þess að skipuleggja þær breyting- ar á þinginu, sem nauðsynleg- ar eru vegna veikinda Mac millans. — Þinginu heldur áfram í dag. Stjórnarant’staðan NÚ orðið gengur enginn þess dulinn, hve ábyrgðarlausa stjórn málastefnu Framsóknarflokkur- inn rekur. Þeim, sem fylgt hafa flokknum lengi og í upphafi trú- að á hann, gengur kannski erfið- lega að viðurkenna þá stað- reynd. En það er ekki svo auð- velt að loka augunum fyrir þessu, þar sem Tíminn hjáipar til að minna á það nær daglega. Skrif Tímans að undanförnu eru nokkuð rædd í ritstjórnar- grein Vísis í gær. Þar segir m.a.: „Tíminn segir að það sé ekki til siðs í lýðræðislöndum, að stjórnarandstaða sé krafin um stefnu eða tillögur í landsmál- um. Það sé meirihlutans að leggja línurnar, sem stjórna skuli eftir. Ríkisstjórninni beri að skilja það, að hún hafi verið kjörin til að stjórna, og því eigi hún að marka stefnuna og stjórna eftir henni. Það verður tæplega með sanni sagt um núverandi ríkisstjórn, að hún hafi ekki markað stefnu og stýrt eftir henni. Hún tók upp nýja stefnu, sem i ölium meginat riðum er alger andstæða þeirrar stefnu, sem vinstri stjórnin valdi“. Síðar segir: „Ríkisstjórnin sagði þjóðinni >að þegar í upphafi, að óhjá- kvæmilegt yrði að gera ýmsar ráðstafanir, sem yrðu miður vin- sælar a. m. k. fyrst í stað. En meirihluti þjóðarinnar sá, að ekki var um aðrar Ieiðir aS ræða, til þess að komast út úr þeim ógöngum, sem stefna vinstri stjórnarinnar hafði leitt út í; og sá skilningur var staS- festur í kosningunum. Það er því einkennilegt hjá Tímanum að vera að tala um að rikis- stjórnin hliti undarlegum lög- málum — hún hlítir nákvæm- lega þeim lögmálum, sem blaðið segir að ríkisstjórnir eigi að fara eftir. En það má segja, að þaS séu dálítið skrítin lögmál, sem Tim- inn viU að stjórnarandstaðan hlíti. Eftir kenningu blaðsins má hún vera algerlega ábyrgð- arlaus; hún þarf ekki aS gera annaS en ráðast á og rifa niður, á ekkert jákvætt að leggja tií málanna. StjórnarandstaSan er sífelit aS bölsótast út af dýrtíðinni, en hún hefur ekki bent á eitt ein- asta nýtilegt ráS til þess að halda henni i skefjum — þvert á móti unniS að þvi öllum ár- um, að magna verðbólguna sem mest“. | /* NA /5 hnutor W SV SOhnútar X Snjókoma >úéi 17 Skvrir B Þrvmur W/rlZ: KuUotltil W HiUthH H Hml L Lmol LÆGÐIN fyrir austan land Vestfjörðum og snjóaði mikið og norðaustan var að grynn- á Hornströndum í gærmorg- ast í gær og varð norðanátt- un. Lægðin fyrir S land in því ekki hörð hér á landi. geistist austur og kom ekki Þó var allhvasst um tíma á hér við sögu. íslenzk gestrisni BLAÐIÐ Siglfirðingur skrifar um þá sérstæSu háttvisi, sem kommúnistar og aftaniossar þeirra sýndu, er varaforseti Bandarikjanna heimsótti tsland. Blaðið segir m. a.: „Kommúnistar, sem hvorkl virða vináttu né háttvísi, gerðu fávíslega tilraun til að skyggja á viðeigandi móttöku Lyndon B. Johnson, til að setja blett á ís- lenzka gestrisni og gistivináttu. Svo langt geta öfgarnar dregið þessa ofstækismenn á eyrunum, að erlendur þjóffliöfðingi, sem hingað kemur í vináttuheimsókn, sem fulltrúi annarrar þjóðar, fær ekki að vera i friði fvrir skríls- látum þeirra, slagorðum og á- gangi. Sem betur fer var hér á ferð fámennur hópur, sem lítið mark er á tekið, og sem náði þvi mark- miði einu, að verða sjálfum sér til skammar og gengisfellingar í hugum allra góðra manna. Hitt er svo síðra, að Alþingisfulltrúi úr Norðurlandskjördæmi vestra, sem að vísu er aðfluttur hingað, er sagður potturinn og pannan í skipulagningu þessara sérstæðn gestamóttöku íslenzkra kommún- ista, eða höfuffverkfærið í við- leitninni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.