Morgunblaðið - 10.10.1963, Page 13

Morgunblaðið - 10.10.1963, Page 13
Fimmtudagur 10. okt. 1963 MORGUNBLADID 13 Harmleikur í hafinu I>ETTA far var hin djarf asta hugmynd og að gerð og glæsileik eitt frábær- asta afrek í skipasmíði. Það var ekki smíðað sem geimfar, heldur til ferða á jafn fjarlægum slóðum og mun háskalegri — slóðum hafdjúpsins. Það var kaf- bátur — svartur, dularfull- ur, ógnandi, hljóðlátur — skírður eftir stórum, gráð- ugum hákarli. Þetta var kj arnorkukaf báturinn Thresher, SSN-593, for- ystuskip í sjóhemum í flokki fullkomnustu skipa er smíðuð hafa verið. Thresher entist aldur í 33 mánuði og einn dag, frá því honum var hleypt af stokkunum í Portsmouth skipasmíðastöð flotans í Kittery, Maine, og þar til hann sökk til botns á 15 hundruð faðma dýpi með 129 manns innanborðs. Slys þetta olli þjóðar- sorg. Ástvinir hinna látnu vom dreifðir um 30 fylki Bandaríkjanna, og ýms- ir ættingjar og vinir bú- settir víðs vegar í Banda- ríkjunum. Allir Bandaríkjamenn urðu fyrir miklu áfalli við fregnina um slys þetta, jafnvel þeir, sem ekki hafa séð sjó eða kafbáta nema á myndum. Menn spurðu: Hvemig vildi slysið til? Hvers vegna er ekki hægt að bjarga bátn- um og fólkinu. Hin ónotanlega staðreynd er sú — sem kafbátsmönnum er vel kunn — að kjarnorkuknú in neðansjávarskip halda sig að jafnaði á svo miklu dýpi, að ógerlegt er að koma þeim til hjálpar, lendi þau í hættu. Djúpskip þessi eru jafn langt utan þeirra takmarka, sem aðstoð manna nær, og geim- skipin. Er Thresher sökk til botns 250 enskar sjómílur austur af Cape Cod, var að- staðan svipuð, að því er tek ur til björgunar og hjálpar, og hefði hann rekizt á bakhlið tunglsins. Mánuður leið frá því Thres- her fórst — og þennan mánuð unnu hæfustu sérfræðingar að því að komast fyrir um or- sakir þessa dularfulla slyss. Við athuganir sínar notuðu þeir fullkomnustu tæki, sem völ var á. Nú virðist ljóst, að aldrei verði meir vitað um slysið, en þegar hefur verið ályktað. Eitthvað í hinum furðulega flókna innbúnaði bátsins hefur skyndilega far ið úr lagi .stofnað honum í háska, og svo brátt hefur hætt una borið að, að ekki hefur einu sinni unnizt tími til að senda neyðarkallið SOS. Löngu eftir, að opinberri rannsókn á þessu dularfulla kafbátsslysi er lokið, munu menn halda áfram að spyrja og láta í ljós efasemdir. Eins og bent var á ekki alls fyrir löngu í kafbátastöðinni í New London, er fréttin um Thres- her-slysið hafði borizt þang- að, er reiknað með þrem ástæð um aðallega, sem valdið geta Tvær kenningar um orsakirnar fyr- ir Thresher kjarnorkukafbátsslysinu kafbátasköðum: efnisveilu, mistökum starfsmanna, og af völdum óvinar. Flotinn þvertekur fyrir, að nokkurt rússneskt skip hafi verið í námunda við 41-43N, 6457W morguninn 10. apríl, og engin skip síðar, svo ekki komi til greina illvirki að yfir lögðu ráð’i af hálfu óvinveittr ar þjóðar. Úr þe9sarri síðustu ferð Threshers hefur ekkert komið fram, sem borið getur vitni um skemmdarverk, svo um leynilegt hermdarverk getur heldur ekki verið að ræða. Þá er eftir tvennt: efnis veila og mannleg mistök. Menn þeir innan flotans, sem starfa að kafbátasmíði, telja sér skylt að halda við gamalli sæmd með því að leysa af hendi störf sín óað- finnanlega. Og mennirnir, sem velja áhafnirnar og stjórna þeim, hafa jafnmikinn hug á að sýna afburða dóm- greind og frábæra skyldu- rækni í starfi. Rannsóknarrétturinn og dómur almenningsálitsins verða að vega og meta full- yrðingar, sem stundum virð- ast eiga rétt á sér, og komast að sjálfstæðri niðurstöðu. Eftir því, sem nú er vitað og líklegt er að vitað verði, bend ir allt í þá átt, að hin skyndi legu endalok kafbátsins hafi átt orsök sína í efnisveilu fremur en af mistökum starfs- manna. Það sem kann að hafa gerzt. Hver er hinn raunverulegi þróður stuttrar sorgarsögu kjarnorkukafbótsins Thres- hers? Ekki fer verr á að hefja frásögnina á lokaþætti sögunn ar. Hér skulu fram settar, i sem stytztu máli, tvær hugs- anlegar atburðarásir um enda lok kafbátsins. Án viðvörunar hlýtur vatns æð að hafa látið undan við um lykjandi' sjávarþrýsting, sem nam mörg hundruð pundum á ferþumlung. Það gæti hafa verið stór kælipípa eða smá mælisrör lítið gildara en blý antur. Að öllum líkindum hef ur eitthvert hinna 10.000 silf- ur-rafsoðnu samskeyta í marg slungnu pípukerfi kafbátsins brostið. Sennilega hefur þetta átt sér stað aftan til í bátnum í aðalsveifarhúsinú — en til- gáta þessi byggist á því, að flestar röralagnirnar eru aft- ast í bátnum. Stærð sprungnu vatnsæðar- innar hefur haft mikil áhrif á það, sem á eftir kom. Hafi stór pípa sprungið, hafa mörg tonn af sjó fossað inn í vélarrúmið á nokkrum sekúndum og sópað méð sér mönnum og vélum, og þyngt bátinn svo að aftan ,að hann tók þegar til að sökkva. Ef vatnsþéttar hurðirnar voru lokaðar, hafa þær látið und an vatnsflaumnum fljótar en mannleg hugsun hefði getað greint hættuna og kailað á hjálp. Brunamerki: Þegar sjórinn fossaði inn, þjappaðist andrúmsloftið í bátnum brátt, brauzt samtím- is allt, er fyrir varð og mynd aði um leið háan hita. Er hitastig loftsins jókst, komst það yfir brunamark ýmissra efna — 400 gráður fyrir sum fataefni, 450 gráður fyrir pappír, 500 gráður fyr- ir sumar tegundir smurfeiti, o. s. frv., meðan vatnselgur- inn brauzt áfram, eins og bulla í strokk, síþjappandi og hit andi innikróað andrúmsloftið. Leiftursnöggt brutust út eldar, en kaldur sjórinn slökkti logan, og skildi eftir brunamerki í kjölfari sínu. (Álitið er, að sýnilega svið in plastefni, sem fundiz' hafa á staðnum, þar sem Thresher sökk, geri þessa atburðarás hugsanlega. Eldur þyrfti ekki að hafa kviknað með eðlileg- um hætti, svo 'sem út frá neista eða loga, undir þeim kringumstæðum, sem Thres- her sökk). Kafbáturinn var orðinn full- ur af sjó Og ekki aðeins á>kk, heldur kafféll, eins og steinn, togaður óviðráðanlega af misk unnarlausu aðdráttarafli jarð- ar, en þungi bátsins nam niilljónum punda. Á meira en mílu dýpi — hin nákvæma dýptarmæling er leyndarmál — þar sem slysið átti sér stað, endaði fallið með því að báturinn stakst í botn og brotnaði. Áreksturinn gerði engan mun fyrir þá, sem inn- . anborðs voru, því þá voru þeir allir látnir. Hafi upphaflega orsökin ver ið sprunga í smáröri, hefur atburðarásin verið á annan veg, en ekki síður óumræði- lega sorgleg. Eitthvað hlauzt af því, að rörið sprakk. Ef til vill hefur það gert óstarfhæft samband við einhvern yfir- mann; sennilegra er, að sjór hafi sprautast á mikilvæga orkuleiðslu og rofið stjórn- tækjasamband, án þess þó, að mikill sjór hafi komizt inn í bátinn. Þannig missti skipsstjórinn vald yfir bátnum og aðstöðuna til að ná sambandi við skip ofan sjávar. Hann hefur þá reynt að neyta allra annarra tiltækilegra ráðar en þær til- raunir hafa reynzt árangurs- lausar, og Thresher hóf loka- -ferðina niður á banndýpi. Bátshliðarnar bresta Fyrst fór báturinn niður á dýpi, sem tilraunir höfðu sýnt, að hann þoldi — dýptarmæl- ing þessi er leyndarmál. Sam- kvæmt tilskipan var óheimilt, að kafbáturinn sigldi dýpra. Síðan nálgaðist hann og fór niður á helmingi meira dýpi, sem þýddi endalok hans. Nú höfðu náttúruöflin tekið við stjijrninni. Utan bátsins jókst vatnsþrýstingurinn um 7 úns-, ur á fenþumlung á hvert dýpt- arfet, þar til bátsskrokkurinn, sem var sérstaklega sterk- byggður gegn þrýstingi, þoldi ekki áreynsluna. Hann brast, en líklega aðeins komið minni háttar sprunga í hann. Haf- alda, sem allt tók með sér, fossaði inn og braut vatns- þéttar skipsskiljur, eins og þær væru pappaskilrúm. Bát- urinn fylltist af sjó og hóf ferðina niður á sjávarbotn. Tilhugsunin um hvernig slys ið hefur borið að höndum er hræðileg, en af þessum tveim mögulegu atburðarásum er sú fyrri að stór pípa hafi skyndi- lega sprungið — mildilegri að því leyti, að endalokin hafa varða skemur. Að öllu með- töldu hefur slysið tekið styttri tíma en maður reykir einn vindling. Skipið USS Skylark var aumkunarverður aðili í þessu hörmulega sjóslysi. Opinber- lega er þetta björgunar- og hjálparskip, og var því ætlað að fylgja Thresher og vera tengiliður milli hans og lands. Skylark var illa útbúið skip, til að sinna þessu hlutverki á. þeim sfóðum, sem kafbáturinn ' var síðast á ferð. Kafarar máttvana Umsögn flotans varðandi björgunarskipið Skylark var á þessa leið: „A því var hópur vel þjálf- aðra kafara og mikið af legu- færum til notkunar, er skipið þurfti að staðsetja sig yfir sokknum ec l bimðurn kaf- bátum .. það hafði klefa, sem venjulega er kallaður „bjallan" til að bjarga mönn- um úr kafbátum, .. fjölda af háþrýsti loftþjöppum og loft- geymum, en kafarar tengja Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.