Morgunblaðið - 10.10.1963, Síða 22

Morgunblaðið - 10.10.1963, Síða 22
22 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. okt, 1963 Real Madrid vann Rangers 6-0 14 mörk skoruð í 2 leikjum Evröpubikarsins t GÆR mættust í síðari leik sínum í undankeppni um Evrópubikarinn í knatt* spyrnu, spánska liftið heims- fræga, Real Madrid og fræg- asta lið Skota, Glasgow Rang ers. Leiknum lauk meft sigri Real Madrid 6 mörk gegn 0. -k Real áfram með 7:0 Leikurinn fór fram á heima- velli Real Madrid og var eins og mörkin sína óslitin sigur- ganga Spánverjanna. Fyrri leik landanna í Evrópu- bikarskeppninni lauk með sigri Real Madrid 1-0 og fór sá leik- ur fram á heimavelli Rangers. í keppninni um Evrópubikarinn KR og Keflavík skildu ón marka í úrslitum A LAUGARDAGINN fór fram úrslitaleikur í Landsmóti 2. ald- ursflokks og til úrslita mættust Keflvíkingar og KR-ingar. Hvorugu liðinu tókst að skora mark, þó leiknum væri fram- lengt. Verður því annar úrslitaleikur fram að fara og verður væntan- lega um næstu helgi. keppa þau lönd er sigrað hafa í deildakeppni heimalands síns árið áður. ir Danir fóru enga frægðarför Ekki fóru dönsku meistar- arnir, Esbjerg frægari för á fund holienzku meistaranna en Glasgow Rangers til Real Madrid. t fyrri leiknum, í Danmörku höfðu Hollendingar unnið 4-3 í mjög jöínum leik. Það var búizt við baráttu. En sú barátta varð aldrei. Hollendingar höfðu yfirburði ög unnu með 7 mörkum gegn 1. Dönsku meistararnir eru því úr keppninni eftir 1. uniferð með samanlagt 11 mörk gegn 4. Bikarkeppnj bikarmeistara Þá fóru í gær fram nokkrir leikir í Evrópukeppni bikarmeist ara. í Sofíu skildu MTK Buda- pest og Slavia, Bulgariu jöfn 1-1. MTK kemst í 2. umferð því það vann fyrri leikinn 1-0. í Glasgow kepptu Celtic (Glas gow) og Basel (Sviss), Celtic vann með 5-0 og kemst í aðra umferð með 10-1 því liðið vann fyrri leikinn á heimavelli Basel með 5-1. í Vínarborg kepptu Gornick Sabrze Póllandi og Austria. Pól- Hér eru Valsmenn er sigruðu í 3. flokki A á haustmóti reykvískra knattspyrnumanna. Vaismenn- irnir unnu mótið með miklum yfirburðum, unnu alla sína leiki, KR með 2-0, Fram með 1-0, Vík- ing með 4-0 og Þrótt með 2-0. Skoruðu þeir því alls 9 mörk gegn engu. — Á myndinni eru í aftarl röð: Haukur Gíslason þjálfari, Hjalti Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Halldór Einarsson, Samúel Erlingsson, Alexander Jóhannsson, Gunnsteinn Skúlason fyrirliði og Elías Hergeirsson þjálfari, í fremri röð f. v.: Sigurgeir Jónsson, Hannes Guðmundsson, Stefán Guðmundsson, Stefán Bergs- son og Bjarni Bjarnason. verjarnir unnu 2-1. Þetta var aukaleikur þar sem liðin skildu jöfn eftir tvo fyrri leikina, unnu sitt hvorn leik með 1-0. í Luxemborg vann Luxemborg arliðið Jeunesse d’esoh finnska liðið Haka með 4-0. Luxemborg- arnir komast í 2. umferð með 5 mörkum gegn 4. Finnarnir unnu fyrri leikinn 4-1. Aðrir leikir Ýmsir aðrir millilandaleikir fóru fram. Tyrkland og Rúmenía skyldu jöfn í Ankara, hvorugt liðið skoraði mark. í Budapest í Ungverjal. lék hið fræga gamla félag Puskasar, Honver gegn enska liðinu Wolv- Götur byggoar y íir þökum og aldagamalli borg umbylt 9» Litlu Olympíuleikarnir46 hef jast í dag — Keppendur ánægðir með Tokío f DAG, fimmtudag, hefj- ast í Tokíó „litlu Olympíu- leikarnir“, þ.e. eins konar gen eralprufa fyrir sumarleikana þar í október næsta ár. Jap- anir hafa boðið til „litlu leik- anna“ á annað hundrað af beztu íþróttamönnum heims og jaþanskir íþróttamenn spreyta sig í keppni við þá um leið og japanskir vallar- starfsmenn, íþróttaleiótogar og allt sem með þarf til að halda Olympíuleika lærir af reynslunni og fundið verður út hvar skórinn kreppir með undirbúninginn. Undirbúningurinn undir leikana næsta ár er svo mik- ill að hann hefur þegar breytt Tokíó — stærstu borg heims- 'ins — í hálfkarað bygginga- hverfi. Keppendur, leiðtogar, blaða menn og Ijósmyndarar sem komnir eru þangað vegna „litlu leikanna" urðu furðu losnir yfir víðfeðmi undirbún ingsins. Eitt mesta vandamál Jap- ana fyrir leikana var . að breyta gatnakerfi borgarinnar úr því öngþveiti sem það hef ur verið í Japönum til sárra leiðinda í gatnakerfi sem að- komumanni gæti verið ætl- andi að rata um. Nú hafa hundrað hús ýmist verið flutt eða rifin til að skapa rúm fyrir götur. Á stór um svæðum er ætlunin að umferðin verði „á tveim hæð um“ þar eru bygðat akbraut- ir sem liggja yfir þökum heilla hverfa og komast bílar þar ótruflaðir af maura- mergðinni á jörðu niðri. Stein stólpar mæna þegar til him- ins til að bera þessar brautir og alls staðar eru menn að vinna, jarðýtur að verki, steypuhrærivélar, kranabílar og loftpressur — allir í kappi við tímann og spurningin er: Verður allt þetta tilbúið í októbe.' næsta ár. Sum verk- in, aðallega byggingar eru á undan áætlun, en önnur, eink um göturnar á eftir áætlun. Fjérhæðirnar sem undir- búningurinn kostar nemur gífurlegum upphæðum og allt talið í tugum milljarða ísl. kr. Hinn óbreytti Japani, sem horfir á stórborgina sína um- byltast og gerbreytast er grip inn af Olympíuspenningnum. Aldrei fyrr hafa jafn margir lagt ofurkapp á iðkun íþrótta þar og nú. íþróttafólkið sem boðið var til ,lit!u leikanna“ er himin- lifandi yfir aðstæðum og hrif- ið af þeim dugnaði og metn- aði sem Japanir leggja í und- irbúning Olympíuleikanna. erhampton. Honved vann 2-1 (1- 0 í hlé). Leikurinn var vinaleik- ur milli félaganna. í Linz kepptu L.a.s.k. Linz og Dynamo Zagrep Júgóslavíu. Júgó slavarnir unnu með 1-0. Þetta var fyrri leikur landanna. í Lyon vann franska liðið Ly» ons Olympic Odense Danmörku með 3-1. (2-1 í hálfleik). Þetta var fyrri leikur landanna en sá síðari verður 16. okt. í Odense. „Frambingö" til að byggja félagssvæði FRAMARAR eru nú í miklum framkvæmdahug. Á s.l. sumri afhenti Reykjavíkurborg Fram landrými undir félagsstarfsemi sína — norðan Miklubrautar. Gera forráðamenn félagsins sér vonir um, að framkvæmdir geti hafizt af fullum krafti næsta vor. Fram hefur undanfarin ár bú- ið við ófullnægjandi skilyrði hvað alla félagsstarfsemi snert- ir, vegna þess að gamla íþrótta- svæðið, norðan Sjómannaskól- ans fullnægir í engu þeim lág- marksskilyrðum, sem nú eru settar til slíkrar starfsemi. Fram er nú að hefja margs konar starfsemi til fjáröflunar hinu nýja íþróttasvæði sínu. N. k. föstudagskvöld hefst í Há- 3 leiki þuríti til uð fó úrslit ÞAÐ ER mikil hörkukeppni í norsku bikarkeppninni, sem nú er að komast á lokastig. Norska liðið Viking og Frigg hafa háð tvo leiki um það hvort liðið skyldi komast í undanúrslit, og skilið jöfn í bæði skiptin. í gærkvöldi var reynt í þriðja sinn og fór sá leikur fram í Krist iansand. í hálfleik leit út eins og „maraþonuppgjörið“ milli lið- anna myndi halda áfram því í hléi stóð 0:0. Eftir hlé var Frigg mun ákveðn ara í sókn en Viking tókst að skora og lagðist síðan allt liðið í vörn, sem Frigg komst ekki í gegn um. Og úrslitin urðu að í skyndiupphlaupi tókst Viking að skora annað mark og tryggja sig til undanúrslitanna. skólabíói fyrsta „Frambingóið* en þau munu verða þar hálfs« mánaðarlega í vetur, hefjast hvert kvöld kl. 9. Þar verða 4 boðstólum glæsilegir vinningar og skemmtiþættir. Vinningarnir verða fyrir hvert bingó til sýnia áður á sérstöku sýningarsvæði i anddyri bíósins. Aðalfundur Körfuknatt- leiksráðsins AÐALFUNDUR Körfuknattleiks- ráðs Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimili KR við Kupla- skjólsveg 17. þ. m. kl. 20. Heilablóðfall í knatt- spyrnuleik 28 ÁRA gamall Kanadamaður datt niður í kappleik, sem hann var þátttakandi í — og var örendur nokkrum klst. seinna. Maðurinn var að keppa með B-liði í Aurora í Ontario fylki og var á harða hlaupum að marki er hann skyndilega féll til jarðar. Hann var bor-11 inn meðvitundarlaus af velli, i kom síðar til meðvitundar, en lézt á sjúkrahúsi nokkrum klst. síðar. Banamein hans er talið vera heilablóðfall.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.