Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 6
6
MOZGUNBLAÐIÐ
r Föstudagur 11. okt. 1963
leikurinn bragðdaufur og lítt at-
hyglisverður. — Leikstjóranum,
Lárusi Pálssyni, hefur ekki tek-
izt að baeta hér um. Hann hefur
ekki getað gætt leikinn þeim lífs-
anda, er fái lyft honum og ekki
gefið honum hið franska yfir-
bragð og léttleika, sem þurft
hefði til að bjarga því sem bjarg-
að varð. — Sama er að segja um
leikarana. Þeir fara að vísu vel
með hlutverk sín frá almennu
sjónarmiði, enda allir mikilhæf-
ir leikarar, en það er ekki franskt
fólk, sem er á sviðinu, hvorki að
útliti eða framkomu. Hér er þó
um eina undantekningu að ræða:
Ævar Kvaran í hlutverki híns
auðuga bankastjóra, Benjamins
Beautevers. Hann skilur til
fullnustu þennan kvenholla
nautnasegg og gervi hans og
leikur allur með ágætum.
Aðalhlutverkið, þjónustustúlk-
una, Josefa Lantnay, sem ákærð
er fyrir morð, leikur Kristbjörg
Kjeld. Josefa er góð stúlka þó
að hún sé ærið laus á kostunum,
hispurslaus í tali og þó barna-
leg og mjög heillandi. Og Krist-
björg var lika vissulega heill-
andi, framsögn hennar oftast
prýðisgóð og leikur hennar
skemmtilegur, þó að Josefa henn
ar sé nokkuð frábrugðin frönsk-
um stallsystrum sínum.
Rúrik Haraldsson ieikur Cam-
ille Sévigné, rannsóknardómara,
annað aðalhlutverk leiksins.
Leikur Rúriks er oft tilþrifa-
góður, en á köflum ekki nógu
sannfærandi og fransmaður er
hann ekki, hvorki að gervi né
látbragði. — Konu rannsóknar-
dómarans leikur Sigriður Haga-
lín, leiðinlegt hlutverk, sem lítið
verður úr í höndum leikkonunn-
ar. —
Bessi Bjarnason leikur More-
stan, ritara rannsóknardómar-
ans, kyndugan náunga. Hlutverk
ið gefúr ekki tilefni til mikils
leiks, en Bessi notar hvert tæki-
færi og gerir hlutverkinu dágóð
skil eftir því sem efni standa til.
— Róbert Arnfinnsson leikur
Edouard Lablache, — fulltrúa
spillingarinnar meðal æðri em-
bættismanna. Er leikur hans dá-
Kristbjörg Kjeld
góður, en ekkert þar fram yfir.
— Frú Beautevers, konu banka-
stjórns, kaldrifjaða og ófyrir-
leitna kvensnift, leikur Guð-
björg Þorbjarnardóttir. Einhvern
veginn fannst mér leikkonan
ekki kunna sig í þessu hlutverki
og leikur hennar vera þungur
og þvingaður. — Baldvin Hall-
dórsson leikur lögfræðing, lítið
hlutverk. Ævar Kvaran fer einn-
ig með hlutverk lögregluþjóns
og annan lögregluþjón leikur
Arnar Jónsson.
Lárus Ingólfsson hefur gert
leiktjöldin.
Þýðinguna hefur Erna Geirdal
gert. Það er erfitt að þýða á ís-
lenzku franskt „pikanterí", svo
að ekki verði of klúrt, en mér
virðist þýðandinn hafa komizt.
furðu vel frá því.
Áhorfendur tóku leiknum
mjög vel, en þó voru uppi radd-
ir um það að leikurinn væri
nauðaómerkilegur. Ég er á sama
máli.
Sigurður Grímsson.
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Gamanleikur eftir Marcel Achard
Rúrik Haraldsson og Kristbjörg Kjeld
H INI R frönsku svonefndu
„boulevard-leikir,“ hafa löngum
átt miklum vínsældum að fagna
meðal Parísarbúa, enda kunna
Frakkar öðrum fremur að fara
með slíka leiki, sem oftast eru
ærið' efnisrýrir, en léttir og
skemmtilegir. — Gamanleikur-
inn „Flónið“, sem frumsýnt var
í Þ’'^eikhúsinu í fyrrakvöld, er
margþvælda „tema" um ástir og
kvennafar, sem Frökkum virðist
svo hugstætt, svo sem leikrit
þeirra mörg og kvikmyndir bera
vitni um, að viðbættu morði, sem
ung stúlka er sökuð um. — Því
ber ekki að neita, að einstaka
atriði leiksins er allskemmtilegt
og sumt sem persónunum er lagt
í munn, fyndið, en í heild er
einn af þessum „boulevard-leikj-
um,“ en hins vegar hvorki léttur
né skemmtilegur að ráði og tæp-
lega samboðinn höfundinum
Marcel Achard og frönsku
akademíunni, sem hefur upphaf-
ið höfundinn í tölu „hinna ódauð-
legu.“ — Efni leiksins er hið
Jón í Hörgshlíð
fimmtugur
Þúfum, N-fs., 9. okt.: —
Þann 11. þ.m. verður Jón bóndi
Jakobsson í Hörgshlíð 50 ára.
Jón hefur búið allmörg undan-
farin ár og gert þar stórfelldar
umbætur, byggt jörðina alger-
lega upp að húsum, þar á með-
al reist vandað íbúðarhús, hitað
upp með hveravatni. Hann hef
ur ræktað stórkostlega við sér
lega erfiðar aðstæður.
Jón hefur stórt bú og vel gagn
samt og í hvívetna traustur og
velmetinn bóndi. Kvæntur er Jón
Ásdísi Finnbogadóttur, hinni
mestu myndar húsmóður. Eiga
þau 4 börn. Sveitungar óska
Jóni alls velfarnaðar. — P.P.
Biskupsskrifstofan hefir beð-
ið fyrir eftirfarandi línur:
„Að undanförnu hefur ver-
ið kvartað yfir því í blöðum,
að skortur sé á snyrtiherbergj-
um í Skálholti. Virðist þetta
á ókunnugleika byggt. í Skál-
holti eru 6 snyrtiherbergi, eitt
í kirkjunni sjálfri og 5 í íbúðár-
húsinu. Tvö þeirra eru í kjall-
ara hússins og sérstaklega ætl-
uð fyrir umferð á staðnum. Auð
vitað verða ókunnugir að spyrj
ast fyrir um slíkt. Var það
auðvelt í sumar, því að jafn-
an mun leiðsögumaður hafa
verið þar fyrir, fús til að leið-
beina gestum“.
• Ætla íslendingar að leggja
niður tugakerfið?
H.Ó.V. skrifar:
„Á sama tíma, sem Bretar og
Ameríkanar loks ætla að hverfa
frá hinu fornfálega, skringi-
lega og óhentuga mælingakerfi
sínu og viðurkenna kílómetra,
kílógrömm, lítra og Celsius —
100 gráður — sem einingar, ber
í dagvaxandi mæli á því, að
í blaðaskrifum og í útvarpi sé
talað um mílur, yards, fet og
tommur, gallons og libs. Sann-
færið ykkur sjálfir um þetta,
lesendur og hlustendur góðir.
Nefni ég hér af handahófi
aðeins nokkur atriði, sem mér
eru í minni af fréttum síðustu
dagana: Ný skip, sem koma
til landsins, eru yfirleitt mæld
í fetum, ekki metrum, gang-
hraði er sjómilur, en ekki kíló-
metrar. Pan-Am-þoturnar
fljúga í 40000 feta hæð — metr-
ar þekkjast ekki lengur.
Stjörnúkíkir er 200 tommur að
þvermáli — centimetrar fyrir-
finnast ekki. Fjarlægðin til
tunglsins eða Venusar er ekki
lengur mæld í kílómetrum,
heldur mílum. Ljóshraðinn er
nú orðinn 180000 mílur, þótt
við lærðum í skólum einu sinni,
að hann væri rúmlega 300000
kílómetrar. ívan grimmi Rússa-
keisari var smár vexti, 6 fet og
5 þumlungar — já, foreldrar
góðir, sem viljið gjarnan gera
ykkur í hugarlund, hversu smá
vaxinn þessi keisari hafi ver-
ið, vitið þið þá, hversu mörg
fet og þumlungar börnin ykk-
ar eru eftir hinu „nýja“ ís-
lenzka mælingarkerfi? Og svo
fræðir Ríkisútvarpið okkur um
glæsilega nýsmíði og segir, að
hún sé svo og svo mörg þúsund
teningsfet. Og svona mætti
lengi telja.
Ef útlendingur gæti lesið og
heyrt "íslenzkar fréttir, hlyti
hann að draga þá ályktun, að
íslendingar væru gömul brezk
nýlenduþjóð, sem ætti erfitt
með að slíta sig frá miðalda-
mælingakerfi fyrrverandl
„herra“þjóðar sinnar. Má benda
á, að á íslandi, eins og í öll-
um öðrum menningarlöndum,
nema Bretlandi, Bandaríkjun-
um og fylgiríkjum þeirra, heí-
ur mælingakerfi á grúndvelli
tugsins verið löggilt um langan
aldur. Og rík áherzla er lögð
á það í skólum, að kenna börn-
um þetta eina skynsamlega ög
hentuga kerfi. Er meiningin, að
allur almenningur eigi nú að
sækja námskeið til að læra á
nýjan leik brezka kerfið, til að
geta skilið það, sem frétta-
menn eru að tala um — sem
sagt, á sama tíma, sem ekki að-
eins gamlar brezkar nýlendur
leggja niður miðaldakerfið,
heldur einnig Bretar sjálfir
hafa ákveðið að taka tugamæl-
ingakerfið árið 1970. Það er
nógu bagalegt, að tæknifræð-
ingar og kaupmenn þurfa
enn að burðast með tommur og
jarda. En mætti ekki biðja okk
ar ágætu fréttamenna að hlífa
okkur, sauðsvörtum almúga,
við brezku vitleysuna, og
nota hið lögboðna tugmælinga-
kerfi. Við viljum svo gjarnaa
skilja þá. — H.Ó.V,**
ÞURRHLÚeUR
ERL ENDINGARBEZXAR
BRÆDURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3
Simi 11467.