Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 24
notið Sparr 221. tbl. — Föstudagur 11. október 1963 JLBMJ . CALCULATOn S H.BENEDIKTSSON HE.J Alþjóðleg erfða- fræðistofnun hér á landi? Atomorkunefndin og ítalskur erfðafræðingur hafa áhuga ÉRLENDIR erfðafræðingax hafa nú fengið augastað á ís- landi sem séríega heppilegum stað undir erfðafræðistofnun, þar sem rannsakaðir verði erfðaeiginleikar manna. í júnímánuði k'om ítalskur pró- fessor í ’érfðafræði, L. L. Cav- alli-Sforza, sem hefur m. a. sent skýrslu þar sem hann telur fsland af ýmsum ástæð- um sérlega heppilegan stað fyrir rannsóknir á mannlegum erfðum, til bandarísku Atom- orkunefndarinnar og hefur hún beðið hann um að stinga ekki upp á slíkri stofnun við aðra, fyrr en málið hefur ver- ið athugað þar. En Atom- orkunefndin hefur sérstakan áhuga á ránnsóknum mann- legra erfða með tilliti til skaða, sem atómgeislar gætu valdið. Einnig kom hér í fyrra hrezkur erfðafræðingur, dr. Stewart Spichett frá Cam- brid,ge og athugaði möguleika til erfðarannsókna hér. Ef til kæmi mundi slík erfðastotnun rekin með nýjustu vísinda- legum aðferðum með elektron- iskum heilum og öðrum nú- tíma tækjum, að því er próf. Cavalli-Sforza tjáði próf. Ni- els Dungal. L.L. Cavalli-Sforza er pró- fessor í erfðafræði við háskól- ann í Pavía á Ítalíu o!g ein- hver fremsti maður í erfða- fræði í heiminum, einkum með tilliti til erfða á eigin- leikum manna. Er hann fékk þá hugmynd að athuga mögu- leika til erfðarannsókna á ís- landi, benti bandaríska atom- orkunefndin • honum á próf. Dungal, sem var honum innan handar meðan hann dvaldist hér í viku og átti viðræður við ýmsa aðila, svo sem Sig- urð Sigurðsson, landlækni, Klemenz Tryggvason, hag- stofustjóra, Einar Bjarnason, erfðafræðing o. fl. Hefur hann nú sent próf. Dungal skýrslu þá um málið, sem hann samdi og hefur sent ýmsum aðilum, auk þess sem hann hefur í bréfi skýrt hon- um frá fyrrnefndum viðbrögð- um Atomorkunefndarinnar. — Upphaflega hafði prófessorinn hugsað sér að snúa sér til Ford Foundation, sem hefur yfir miklu fé að ráðá og á- huga á hinum stærstu vanda- málum mannkynsins, svo sem þeirri miklu mannfjölgún, sem ógnar veröldinni og hefur m.a. áhuga á lausn þess vandamáls með rannsóknum varðandi takmörkun barnaeigna og erfð um. En nú mun próf. Cavalli- Sforza sem gagt biða með það þangað til frekar heyrist frá Atomorkunefndinni. ísland sérlega heppilegur staður Próf. Cavalli-Sforza kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að ísland sé sérlega vel fallið til rannsókna á erfðum mannlegra eiginleika. Telur hann upp ýmis atriði skoðun sinni til stuðnings, fyrst og fremst þann mikia áhuga á ættfræði sem hér ríkir. Þa tel- ur hann það mikinn kost að mannf jöldi er hér lítill og ekki mikið um tilflutningá, en viss hópur blandaður annarri þjóð í Kanada, sem gæti orðið til vísbendingar um greiningu á mismun af völdum umhverfis. Fólk er hér vel upplýst og því skilningsgott á slíka rannsókn og heilsugæzla í góðu lagi, sem er til mkilla bóta. Segir prófessorinn að hér séu glögg gögn til að rekja erfðir mikils hlúta þjóðarinnar aftur til 1700, en þó betri gögn aftur til 1800. Telur hann af mörg- um ástæðum ísland sem sagt ákjósanlegt til rannsókná á erfða eiginleikum og leggur til að erfðafræðilegum rann- sóknum verði beitt hér. í skýrslunni gerir prófessor- inn áætlun um kostnað, og telur að 100 þús. dalir á ári í fimm ár muni duga. Framhald a bls. 23. Síldarverð við Suður- og Vesturland ákveðið UNDANFARNAR vikur hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins, síldardeild Suður- og Vestur- landssvæði, unnið að verðákvörð un á fersksíld, veiddri við Suð- ur- og Vesturland, þ. e. frá Hornafirði vestur u-m að Rit. Samkomulag varð um eftirfar- andi verð, sem gilda fyrir tima- bilið 1. september til 31. des. 1963, að undanskilinni síld til heilfrystingar, sem gildir tíma- biiið 1. september 1963 til febr. 1964. Síld til heilfrystingar: a, - Stórsíld (3—6 stk. í kg.) pr. kg. .. kr. 1,84 b. Smásíld (5—10 stk. í kg.) pr. kg. .. — 1,05 Verðið miðast við það magn, sem fer í vinnslu. Vinnslumagn teist innvegin síld að frádregnu því magni, er vinnslustöðvarnar skila í síldarverksmiðjur. Vjnysiu stöðvarnar skulu skila úrgangs- síld í verksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái selj- endur fullt bræðslusíldarverð. Varðandi stærðarfiokkun sild- Lýðræ&issinnar efna til ráb- stefnu um kaupgjaldsmál Eiga enga aðild að „xáðstefnu" ólaglegrar Alþýðusambandsstjórnar SVO sem kunnugt er hefur tlþýðusamband íslands boðað il ráðstefnu til þess að ræða ;aupgjaldsmál. Hin ólöglega oiðstjórn Alþýðusambandsins loðaði til þessarar ráðstefnu æð þeim sérstaka hætti, að iringja í nokkur verkalýðsfélög em að mestu voru valin eftir •ólitiskum litarhætti, t.d. var Terzlunarmannafélagi Reykja- íkur, næststærsta aðildarfélagi tlþýðusambandsins, ekki boðin wtttaka, þótt íélagið eigi nú í harðri baráttu um nýja samn- inga og kjarabætur. Vegna þessa g.jörræðis, „Alþýðusarrtbands stjórnarinnar“ ákváðu stærstu verkalýðsfélögin í Reýkjayík, að Dagsbrún frátalinni, að efna til fundar með verkalýðsfélög- unum í Reykjavik og nágrenni til þess að ræða ástand og horf- ur í kaupgjaldsmálum. Fundur verður haldinn í Félagsheimili múrara og rafvirkja í dag og hefst kl. 5 e.h. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram að Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Réykjavík mun ekki eiga neina aðild að hinni svokölluðu ráðstefnu Alþýðu- sambandsins, sama gildir um þau verkalýðsfélög, sem ekki vilja lúta forústu hinnar ólöglegu stjórn Alþýðusambandsins. Þessi félög munu ráða ráðum sínum, ræða þann vanda, sem nú steðj ar að launþegum og freista þess að finna raunhæfar leiðir til úr- bóta og efla samstöðu sina í hagsmunamálunum. Félögin sem standa að fund- arboðinu eru Iðja, félag verk- smiðjufólks, Sjómannafélag Reykjavíkur, VB. “» Félag ísl. rafvirkja. arinnar skuli eftirfarandi ákvæði gilda: Þar sem ekki verður við kom- ið að halda afla báta aðskildum í síldarmóttöku, skal stærðar- sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli báta innbyrð- is. Greiðsla fyrir móttekna síld til heilfrystingar skal byggjast á endanlegri nýtingu. Sild til flökunar: í súr, fryst- ingu, salt eða aðrar verkunar- aðferðir pr. kg., kr. 1.12. Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa. Síld, ísvarin til útflutnings í skip pr. kg., kr. 1.50. Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. sildina upp til hópa. Kortiff sýnir stöffvar og J 1 væntanlegar hreyfingar felli- I bylsins „Flóru“. Kl. 18.00 á I miffvikudag hafði hann farið I yfir Kúbu og var sem næst á 23° N og 69° V. Um hádegi í ' gær var sveipmiðjan á 27° N I og 65° V, þ. e. suffur af Ber- I rounda. Þá er gert ráff fyrir aff 1 „FIóra“ haldi áfram í norð- austur meff 20 hnúta hraða á I klst. og verði komin norffur á ) 37° N og 50° V kl. 10 á laug- 1 I ardagsmorgun. Frá þeim staff eru yfir 3400 km til fslands. Síld til vinnslu í verksmiðjur pr. kg., kr. 0.87. * Síld til skepnufóðurs pr. kg, kr. 1.00. Verðin eru öll miðuð við, að seljandi skili síldinni á flutnings- tæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila bræðslusíld í verksmiðjuþró og greiði kaup- andi kr. 0.03 í flutningskostnað frá skipshlið. (Frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins) Fimm ára dreng- ur fyrir bíl Fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús UM FJÖGUR leytið í gærdag varð 5 ára drengur, Gunnar Tryggvason, Tungu við Lauga- veg, fyrir bíl móts við heimili sitt, með þeim afleiðingum að hann var fluttur meðvitundar- laus í Landsspítalann. Var Gunn ar þó að komast til meðvitund- ar er Mbl. vissi síðast til og var ekki talinn alvarlega meidd ur, nema hvað hann hafði hlotið heilahristing? Gunnar varð fyrir fólksbíl, sem ekið var austur Laugaveg. Seg- ir bílstjórinn, að hann hafi skyndilega hlaupið í veg fyrir bílinn, og hafi hann ekki orðið drengsins var fyrr en í þann mund að hann skall á bílnum. Gunnar barst framan á bíln- um 10—15 metra, meðan hann var að hemla, en kastaðist síð- an frá honum í götuna. Var hann meðvitundarlaus, er að var kom ið. Gunnar var fluttur í Slysavarð stofuna og þaðan á Landsspítal ann. Var líðan hans eftir atvik- um í gærkvöldi. Sykurverð stígur um allt að 10% í FRÉTT AP fréttastofunnar gær segir aff verff á sykri hafi tekiff nýtt stökk á mark- aðnum í London. Hafi þa® komizt upp í 82 pund og 10 shillinga tonniff og hafi þaff stigiff um 3 pund á þrenMir ^dögum eftir aff fréttir bárust um eyðileggingu fellibylsins, sem gekk yfir Kúbu. Verffiff á Lundúnamarkaff-1 inum hefir á tæpum tveimur mánuðum stigið um 32 pund og 10 shillinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.