Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 23
f Föstudagur II. okt. 1965 MORGU N BLAÐIB 23 * — Ítalía Framh. af bls. 1 fyrirskipuð rannsókn. Lýsingar sjónarvotta eru hryllilegar: GuglieinM Mairani, frétta- maður Associated Press segir: „t iag tór ég til Longarone — þorps, sem hætti að vera til rétt fyrir miðnaetti í nótt. Að- eins ráðhúsið, sem stendur á hæð, er eftir. Ekkert annað er sjáanlegt af húsakynnum 4 600 manns. Við augum blasir upp- rifinn, grrjóti dreifður farveg- ur flóðbyigjunnar. Ég hef aldrei séð annað eins á ævi minni. Likin sitja föst i aurnum. Björgunarmennirnir hafa ekki enn haft tíma til að fjarlægja þau. Sum líkin eru grafin undir hrúgum af grjóti og for. íbúarnir kannast ekki við bæinn sinn. Eg hitti mann, sem sat á steini. Eg spurði hann hvort haun ætti hér heima. „Fjölskylda mín er horfin“, sagði hann, „hún sópaðist burt.“ Hann talaði eins og hann væri í leiðsiu. Kona ein sagði við mig: „Þad var verra en nokkur jarðskjáifti, kannske verra en atómstríð. l»að er ekkert eftir. Ég átti vini, þeir áttu heima hérna . . . eða þarna . . . ég veit það ekki — þeir eru horfnir.“ Hún sagði mér frá því, að fjölskylda hennar hefði vakn- að við gnýinn, ag þá skalf jörðin. „Við héldum, að það væri stíflan, og svo hiupum við. Við sáum glampa, svo kom vind- urinn, og vatnið byrjaði að flæða að okkur. Glampinn kom senniiega, þegar vatnið flæddi yfir háspennulinurn- *r.“ Ég hitti mann, sem var á ráfi. Hann leit á mig og sagði: „I‘ér trúið því kannske ekki, en þarna stóð 4 hæða hús í gærkvöldi*', og hann benti á auri drifna jörðina. Það bjuggu tólf fjöiskyldur í því. Ég hef ekkert séð nema eitt- hvað drasl úr prentsmiðju. Hún var í kjallaranum. Ég átti hana“. ' Eftirlifandi íbúar þorpsins Longarone skýra svo frá, að um kl. 23.15 £ gærkvöldi hafi heyrzt mikill gnýr. Fólk æddi út á þorpsgöturnar, og sá strax, hvað verða vildi. Tóku gamalmenni, börn og fullorðnir til fótanna, en þeir elztu, svo og sumar konurn- *r og börnin voru of sein á sér og hurfu í holskefluna. Svipaða sögu segja þeir, sem komust af úr nærliggjandi þorp- um. Björgunarstarfsemin hefur haldið áfram í allan dag. L<ög- regla, her, bandarískir hermenn og þeir, sem vettlingi geta valdið í nágrenninu, hafa komið á vett- vang, til að reyna að bjarga þeim, sem kunna að vera á lífi. Þyrlur bandaríska hersins hafa bjargað a.m.k. á annað hundrað manns. Meðal þeirra var ein kona, sem fengið hafði fæðingar- hríðir, þar sem hún beið milli vonar og ótta. Hún fæddi barnið í þyrlunni. AUs nemur tala björgunar- manna þúsundum, og hafa þeir til umráða fjölda af sjúkrabílum og öðrum farartækjum. Þyrlurn- ar koma þó að mestu gagni, þar eð dalurinn er þakinn aur. Ekki er öll hætta liðin hjá enn. Eitt af því, sem hvarf af yfir- borði jarðar í Piavedalnum, var verksmiðja, sem framleiddi blá- sýru. Öll sýran barst með flaumn um, og er óttazt að eitrað vatn hafi borizt niður dalinn. Hafa sér staðar varúðarráðstafanir verið gerðar. Samúðarkveðjur hafa borizt frá mörgum löndum, og efnt hef- ur verið til söfnunar víða í Ev- rópu. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 lokaúrslitin og eru birtar hér á eftir (en í svigum frá 1959): Verkamannafl. 46,3% (43,8). Hægri 19,3% (18,7). Kommúnistar 1,8% (3,8). Kristilegi fl. 6,9% (7,4). Miðfl. (bændafl. 8,4% (7,9). Vinstri 8,4% (8,9). Sósíalistafl. 2,8% (0,08). Það sem á vantar hundraðið féll á utanflokkalista. Þó talningu sé ekki enn lokið í Osló og Bergen er það fyrir- sjáanlegt að oddvitar borgar- stjórnanna þar verða báðir úr verkamannaflokknum. Brynjulf Bull', núverandi varaoddviti kemst upp í aðalsætið í stað hægri mannsins Rolf Stranger. Atkvæðahlutföllin hjá stærstu flokkunum í Oslo eru mjög lík og síðast. Verkamannaflokkur- inn hefur haft 39 sæti (af 85 alls) í borgarstjórninni, en hægri 35, en verið getur að þessar tölur breytist í 40 og 34. Hinsvegar hefur Finn Gustav- sen og kommúnistar fengið nægilega mörg sæti til þess að tryggja Br. Buli oddvitastarfið. Um ástæðuna til sigurs verka- mannaflokksins við þessar kosn ingar er ekki hægt að fjölyrða hv’Borgarflokkarnir benda einkum á það tvennt, að verka- mannaflokkurinn hafi gert Ger- hardsen að píslarvotti og pré- diki að hann hafi „fallið á Sval- barðsslysunum", og hinsvegar hafi flokkur Gerhardsens óspart hrætt fólk með þvi að stjórn Lyngs væri „fjandsamleg verka mannastéttinni“. Hvort þetta er rétt skal ósagt láti(). En staðreyndirnar hafa sýnt, að Gerhardsen fær goðan byr um þessax mundir. Afstæðiskenning Ein steins er kjaftæði — segir danskur verkfræðingur, sem segist hafa endurbætt kenninguna um langt skeið Khöfn, 10. okt. — NTB: — Danskur verkfræðingur hefur lýst því yfir í viðtali við danska blaðið „Information", að afstæðiskenning Einsteins fái ekki staðizt, enda byggi hún að nokkru leyti á „þvætt- ingi“. Maðurinn, sem að þess ari merku niðurstöðu hefur komizt, heitir Per. Daminsky. Telur hann, að meginskekkja Einsteins sé sú að telja tim- ann. fjórðu víddina. Viddirnar séu aðeins þrjár.. Draminsky segir, að eftir þessa uppgötvun hafi hann sett fram nýja, endurbætta afstæðiskenningu, sem sé svo einföld, að „vel gefnir mennta skólanemar" geti skilið hana. Fer Draminsky, verkfræð- ingur háðulégum orðum um afstæðiskenningu Einsteins,og segir, að hana megi nota á miðilsfundum, en ekki í vís- indum. Draminsky er ekki ánægður með undirtektir vísindamanna yfir nýju kenningunni. Hann segir þó, að það sé því að kenna, að menn eins og Ein- stein og Niels Bohr hafi á- stundað vísindaeinokun, sem hafi frekar styrkzt en veikzt, eftir andlát þeirra. Þess má geta, að um tíma var talið, að aðeins 12 menn í heiminum hefðu skilið kenn ingu Einsteins til fullnustu. SÚ fræga mynd, tekin, er Ein- stein rak út úr sér tunguna framan í blaðamenn. Hvað skyldi hann hafa gert nú, hefði hann verið á lífi? — Alþjóðleg Framh. af bls. 24 Ýmsar upplýsingar í ættartölum Mbl. fékk umrædda skýrslu hins ítalska prófessors hjá Níeisi Dungal, sem er manna kunnugastur málinu. Höfðu þeir m. a. rætt um gagn það sem hafa mætti af hinum mörgu ættartölum hér, og próf. Dungal bent á hve þær væru yfirleitt snauðar af upp- lýsingum, gæfu ekki til kynna úr hverju manneskjan hefði dáið, hvernig hún hafi verið í hátt o. s. frv., en próf. Cavalli-Sforza talið að ýmis- legt væri samt á þeim að græða, svo sem uppýsingar uxn frjósemi og langlífL Allar slíkar rannsóknir á erfðum hefðu mikilvægt al- þjóðlegt gildi, þar eð mjög lít- ið er vitað um erfðir hjá mönnum, þrátt fyrir hinar miklu rannsóknir sem gerðar hafa verið á erfðum með ban- anafiuguna sem tilraunadýr. Vitneskja um arfgengi sjúk- dóma er L d. ákaflega mikils- verð, og hér á íslandi eru til sjúkdómar sem rannsakaðir hafa verið með tilliti til erfða, svo sem heilablóðfall og maga- krabbi. UM næstu mánaðamót tekur lil starfa tónlistarskóli í Kópavogi, en þar hefur ekki áður verið slíkur skóli. Verður hann vænt- anlega í Félagsheimilinu og skóla stjóri er ráðinn Jón S. Jónsson, sem nýkominn er heim eftir f jög- urra ára nám í Bandaríkjunum. Er hann jafnframt stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Verður kennslufyrirkomulag með svipuðu sniði og í öðrum tónlistarskólum og skólagjald hið sama og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðalnámsgreinar í vetur verða píanó- og strokhljóð- færaleikur, einnig kennt á önnur hljóðfæri eftir því sem aðstæður leyfa. Kennsla fer fram í einka- tímum og fá nemendur tvær kennslustundir á viku, hálfa klukkustund í senn og sameigin- lega í flokkum, tónfræði og heyrnarþjálfun - eða tónlistar- kynningu. Umsóknarfrestur er tii 20. október og geta væntanlegir nemendur snúið sér til skóla- stjórans í síma 32382 eða Ingvars Jónassonar, 35740. í stuttu rabbi, sem forráða- menn skólans áttu við frétta- menn, kom í ljós að mikill áhugi er á tónlistarskóla í kaupstaðn- um. Er ekki seinna vænna að í Kópavogi Jón S. Jónsson slíkur skóli sé staðsettur þar, þegar haft er í huga að Kópa- vogskaupstaður er sá þriðji stærsti á landinu, að Reykjavík frátalinni. — Stofnað var þar tónlistarfélag í sumar. QV&tSIÚMbÍb Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða eldra fólk til blaðadreifingar víðs vegar í Rcykjavík. í þessi hverfi í Austurbænum: HVERFISGATA innanverð — LAUGAVEGINN neðst - SIGTÚN _ LAUGAVEGUR III allra innst 1 Ennfremur í þessi hverfi: KLEIFARVEG _ LAUGARASVEG - FALKAGÖTU —HÁVALLAGÖTU - BUGÐULÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.