Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐID i Föstudagur 11. okt. 1963 JMttgtntftlftfrifr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johaanessen, Eyjólfur Konráð Jónssoa. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Gtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakit*. LAXNESS SEGIR FRA Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni: Sumarstyrjöld lokið með sigri Gerhardsens að er vissulega engin nýj- ung þótt ný bók eftir Halldór Laxness veki athygli og umtal. En það er alveg sér- stök ástæða til þess að tekið sé eftir „Skáldatíma“, nyj- ustu bók Nóbelsskáldsins, sem kom nú út í vikunnL Þar rekur skáldið m.a. ein- staka þætti lífsferils síns og ræðir af hreinskilni um menn og málefni. Hann gerir þar að umtalsefni fyrstu heimsóknir sínar til Sovétríkjanna og fer átakanlegum orðum um á- standið á þessu höfuðbóli kommúnismans. Hann hikar ekki við að lýsa því yfir að við sjónum hans hafi blasað „slæptur og niðurdrabbaður tötralýður“ þegar hann kom til Rússlands. Hann heldur síðan áfram: „Einmitt á þessum misser- um er talið að nær 30 milljón- ir bændafólks hafi verið á flótta í landinu undan sam- yrkjuhreyfingunni.------- Þessi uppflosnaði kotalýð- ur hafði enn ekki fengið ann- að í skiptum fyrir kú og svín en hugsjónir og própa- - ganda-----“. Lýsing Halldórs Laxness á „félögunum“ í kommúnista- flokknum mótast af bitru háði. Hann gerir sér ljóst að jafnvel snemma á árum Stalíns „var raunverulega búið að banna pólitík í Ráð- stjórnarríkjunum-----“. „Allt tal var bannað á al- mannafæri nema þjóðernis- legt og flokkslegt sjálfshól og frjáls skoðanamyndun um það bil útdauð í landinu —“. Laxness dregur dár að Stalíndýrkuninni og liggur við borð að hann undrist lang lundargeð rússnesku þjóðar- innar. Hann kemst á einum stað að orði á þessa leið: „Enda þurfti kallinn (þ. e. Stalín) ekki annað en lofa fólkinu því æ ofan í æ að það skyldi fá að éta eftir fimm ár, og kannske einhverjar pjötlur upp á kroppinn, til þess að það streingdi að sér sultarólina og lofaði þennan dýrðarmann, þessa holdteknu ímynd ljóssins ----“. - FÉLAG HITLERS OG STALÍNS TMTjög eftirtektarvprð er sú niðurstaða Halldórs Lax- ness að nazisminn og komm- únisminn séu í raun og veru tvær greinar af sama stofni. Um það kemst hann meðal annars að orði á þessa leið: JSitalín er fæddur og upp- alinn við óskeikulleika Heil- agrar Vizku, sem hann lætur síðan í skiptum fyrir þýzka heimsspeki. Annað hvort er þýzk heimsspeki óskeikul eða hún er það ekki. Það er eífitt að benda á kenningu, sem að uppruna, hugsunarhætti, lær dómi og stíl sé þýzkari en marxistisk þjóðfélagsheims- speki. Nasjónalsósíalisminn er jafn óhugsanlegur án Marx eins og Stalínisminn. Það var engin tilviljun að þessir tveir gerðu félag sitt. En það var Hitler sem bilaði í samband- inu. Hins vegar finnst mér heldur en ekki stungin tólg í fyndni þegar nú er lýst yfir því austan úr Kína, að aungv- ir skilji þýzka heimsspeki lengur nema kínverjar.“ Það er vissulega rík ástæða til þess að íslendingar fagni þessum skilningi hins merka rithöfundar á kommúnisman- um. Laxness talar hér engu tæpitungumáli. — Lýsingar hans á hinu kommúníska þjóð félagi í Sovétríkjunum, fánýti hinnar kommúnísku persónu- dýrkunar og skyldleika kommúnismans og nazismans eru meðal alvarlegustu áfalla, sem útibú hins alþjóðlega kommúnisma hér á landi hef- ur orðið fyrir. Krúsjeff hefur að vísu kom ið í stað StaJíns sem forsæt- isráðherra Sovétríkjanna. — Eitthvað kann að hafa dregið þar úr persónudýrkuninni. En hið kommúníska skipulag er hið sama og áður. Það er kjami málsins. Það hlýtur Halldór Laxness að hafa gert sér ljóst. Þess vegna er boð- skapur bókar hans ekki að- eins dómur yfif kommún- isma Stalínstímabilsins held- ur kommúnismanum í dag, marxismanum sem þjóðfé- lagsheimspeki og stjórnmála- stefnu. STJÖRNARAND- STAÐAN OG KJARADÓMUR 17'ommúnistar hamra nú á **■ því að eiri af forsendum nýrra kauphækkunarkrafna sé að ríkisvaldið hafi gengið á undan með. stórfelldum kauphækkunum til opinberra starfsmanna, sem málgögn kommúnista kalla nú „há- launastéttir.“ í þessu sam- bandi er rétt að vekja athygli á því að launabreytingar op- inberra starfsmanna voru á- kveðnar af kjaradómi, sem Osló, 25. september. EFTIR úrslit sveitarstjórnakösn- inganna í fyrradag má gera ráð fyrir að öldurótið, sem hófst með stórþingsumræðunum um koksstöðina ag Svalbarðsmálið í júní og varað hefur síðan, fari að lægja. Lyng-stjórnin baðst lausnar á laugardaginn var, eftir þriggja daga umræður í þing- inu, sem enduðu með tveim yfir- lýsingum er jafngiltu vantrausti og á hádegi í dag settist Ger- hardsen og stjórn hans i ráð- herrastólana, sem stjórn hans hafði þokað úr 27. ágúst. Lyng- stjórnin varð þannig skammlíf- asta ráðuneytið, sem Norðmenn hafa haft af að segja, þegar frá er talin fyrsta verkamanna- stjórnin í Noregi, 17 daga stjórn Christophers Hornsrud árið 1928. Þegar Einar Gerhardsen hafði haldið ræðu sína, í upphafi um- ræðanna um stefnuskrá Lyng- stjórnarinnar á miðvikudaginn var, og tilkynnt fyrirhugaðar breytingar á stefnuskrá flokks síns við þingkosningarnar fyrir tveim árum, mátti þegar renna .grun í, að sættir mundu takast milli hans og Finns" Gustavsens. Samt þótti enn óvíst um úrslitin, því að víst þótti að verkamanna- flokkurinn mundi hundsa kröfu Gustavsens um, að Gerhardsen mætti ekki mynda nýja stjórn og að ákveðnir menr. mættu ekki véra í henni, svo sem Lange ut- anríkisráðherra, Tryggve Lie, sem Gustavsen telur „fram- kvæmdastjóra erlendrar auð- magnsinnrásar í landið“ og Guð- settur var á laggimar með sérstakri loggjöf frá síðasta Alþingi. Hver var afstaða Framsóknarmanna og komm- únista til þeirrar löggjafar, greiddu þeir ef til vill at- kvæði á móti henni á Al- þingi? Nei, Framsóknarmenn og kommúnistar greiddu ekki at kvæði gegn lögunum um kjaradóm. Þau lög voru sam- þykkt á Alþingi með sam- hljóða atkvæðum, einnig at- kvæðum stjórnarandstæð- inga. Þeir bera því fulla á- byrgð á niðurstöðu kjara- dómsins. Skömmu eftir að úr- skurður hans féll var því líka lýst yfir af einum framá- manni kommúnista að hann skapaði alls ekki grundvöll fyrir nýjum kaupkröfum af hálfu annarra stétta. Með kjaradómnum væri fyrst og fremst verið að tryggja opin- berum starfsmönnum sam- bærilegar kauphækkanir við það sem aðrar stéttir hefðu þá þegar fengið. Nú hafa kommúnistar hins vegar snúið blaðinu við og vilja nú nota kjaradóminn sem grundvöll fyrir nýjum kauphækkunum, sem hlytu að hafa í för með sér stór- fellda rekstrarerfiðleika hjá framleiðslunni og veikja mjög grundvöll og traust ís- lenzkrar krónu. mund Harfem, sem sósíalistar hafa kallað „militarista“. Þá mun Gustavsen vera kalt til Nils Hönsvald, sem er forinaður þingflokks verkamanna, enda mun Hönsvald hafa ráðið um það, að Gustavsen var gerður rækur úr verkamannaflokknum hér á árunum. Þegar leið fram á annan dag Gerhardsen stefnuskrárumræðanna þótti enn sýnna en áður, að Gustavsen mundi sætta sig við Gerhardsen í forsæti nýrrar stjórnar og lofa honum að ráða hvaða menn hann yeldi sér. Gustavsen lýsti yfir því þá, að hin nýja stefnu- skrá Gerhardsens hneigðist svo mikið í vinstri áttina, að sósía- listaflokkurinn gæti fremur hneigzt til samstarfs en áður. Þar var boðuð stytting vinnu- tíma, lenging sumarleyfa (úr 3 í 4 vikur), löggjöf um allsherjar eftirlaun og aukið eftirlit og umráð yfir einkabönkunum. — Gustavsen lagði sérlega mikið upp úr því síðastnefnöa, því að hann vill þjóðnýta allar pen- ingastofnanir. Um almennings- eftirlaun talaði hann minna, enda eiga þau áreiðanlega langt i land, því að Gerhardsen lagði áherzlu á, að gagnger rannsókn þyrfti að fara fram á því, hver áhrif þetta mundi hafa á fjár- hagsleg viðskipti innanlands og t. d. á verðbólguna. — Hins vegar hafði Lyng boðað hækkun á ellistyrk frá næstu áramótum. Hann hafði boðað byggingu 30 þús. íbúða á næsta ári, og hann hafði boðað auknar framkvæmd ir í vegabótum og símalagning- um og byggingum skóla og sjúkrahúsa. Og hann hafði lofað skattalækkun á lágum tekjum. En á það minntist Gerhardsen ekki. Hann kvaðst ekki skilja hvernig Lyng ætlaði að standa straum af hækkun ellistyrks o. fl. ef hann lækkaði skattana um leið. Þegar Einar Gerhardsen lagði fram ráðherralista sinn í morgun reyndust breytingarnar ekki miklar frá fyrra ráðuneyti hans. Þarna eru aðeins þrír nýir menn en tveir af gömlu ráðherrunum hafa skipt um sæti: Fyrrum verzlunarmálaráðherra O. C. Gundersen er orðinn dómsmála- ráðherra í stað Jens Hauglands, sem nú verður héraðsmálaráð- herra í stað Óskars Skogly, sem Sætt hefur arásum fyrir van- rækslu í öryggiseftirlitinu með slysanámunni á Svalbarða og hverfur úr stjórnjnni, en nýr maður, Erik Himle verður verzl unarmálaráðherra. Einar Wöhnl landbúnaðarráðherra fer úr stjórninni en í hans stað kemur Leif Granly. Þá hverfur einnig úr stjórninni gömlu Nils Lysö fiskimálaráðherra, en í stað hana er kominn Magnús Andersen. sem undanfarin ár hefur verið formaður „Norsk fiskarlag“ og lengi hefur staðið framarlega í baráttunni fyrir bættum kjör- um sjómanna. En aðrir ráðherr- ar í stjórninni gegna sömu em- bættunum og áður — þar á meðal Lange, Trygve Lie og Guðmund Harlem. Og ekki heyr- ist neitt um, að verkamanna- flokkurinn ætli að skipta um þingflokksformann. Einhver fyndinn kjósandi bjó til brandara skömmu fyrir stjórnarskiptin. Svo er mál með vexti, að Gerhardsen á sumar- bústað í Bærum. Brandaramað- urinn sagði, að Qerhardsen væri lítið um að koma heim í sumar- bústaðinn — því að það er svo mikið lyng þar! En nú er þessu ekki til að drelfa lengur. Hitt er annað mál, að Gerhardsen mun hafa um svo margt að hugsa núna, að lítill tími sé aflögu til þess að hvíla sig í sumarbústaðn- um. Sveitastjórnarkosninigarnar Sveitastjórnarkosningarnar urðu einskonar staðfestingu á því, að Gerhardsen hafi verið hygginn er hann bað Lyng um að birta stefnuskrá sína fyrir kosningarnar, og að hann (Ger- hardsen) hafi þótzt viss um sig- ur í kosningunum. En vafasamt er hvort hann hefur búizt við jafn miklum sigri og raun ber vitni. Það má teljast stórsigur fyrir verkamannaflokkinn að bæta við sig yfir 2% af at- kvæðafylginu, enda eru flokks- menn hans á báðum buxunum núna, og spara ekki að benda á, að ef þetta hefðu verið þing- kosningar mundi Gerhardsen hafa fengið óskoraðan meiri hluta í Stórþinginu. Kosning þessi er traustsyfirlýsing til ,Gerhardsens og er líklegt að enginn hrófli við nýju stjórninni fyrst um sinn, hvorki Finn Gustavsen ná aðrir. En ef kosn- ingin hefði ekki gefið skýr svör, þykir líklegt að Gustavsen hefði reynt að bregða fæti fyrir Gerhardsen á ný, við „eldhúsdagsumræðurnar“, s e m jafnan fara fram í þinginu skömmu eftir hásætisræðu kon- ungs í byrj un stórþingssetunnar. Talningu atkvæða er að vísu ekki lokið þegar þetta er ritað, en þó vantar ekki úrslit nema úr tíu kjörstöðum af yfir 500, svo að úrslitin eru gefin. Stærstu flokkarnir hafa unnið á. — Verkamannaflokkurinn bætti við sig nær 130 þús. atkv. og hægri kringum 50 þús. Miðflokkurinn (bænda-) 23.900, Vinstri 7.400 og Kristil. flokkurinn ca. 3.300. Eu kjósendum hefur fjölgað, svo at- kvæðaaukningin gefur ekki rétta hugmynd til samanburðar. — Kommúnistar eru eini flokkur- inn sem hefur tapað (yfir 30.000 eða rúmum helmingi fylgis sína við síðustu kosningar. Sósíalista flokkurinn hafði mjög fáa í fram boði 1959 ,en nú í, kjördæmum, sem ná yfir 60% af kjósendum þjóðarinnar. Hann fékk rúmlega 50 þús. atkv. núna en ekki nema 1340 árið 1959. Glöggast yfirlit um úrslit kosn inganna fæst af hundraðstölun- um á atkvæðamagni flokkanna. Þær breytast varla til muna við Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.