Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. okt. 1963 MORG U N B LAÐIÐ 17 Minning í DAG, er til moldar borinn í Hafnarfirði, Sigfús í>órðarson, Hraunkoti. Hann lézt þann 7. þ.m. 74 ára að aldri. Sigfús var fæddur að Hólum í Biskupstungum 11. jan. 1889. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson, bóndi að Hólum og kona hans Vigdís Vigfúsdóttir. Ólst Sigfús upp hjá foreldrum BÍnum. Um aldamótin fluttu þau búferlum til Hafnarfjarðar. — Byggðu þau hús það, sem heitir Hraunkot árið 1902, og átti Sigfús þar heima til æviloka. Sigfús byrjaði ungur að stunda ejómennsku. Fyrst var hann á skútum svo sem algengt var um unglinga á þeim árum. Þegar togarar komu til sögunnar, var hann á þeim til ársins 1932. Þá gerðist hann starfsmaður við verzlun mína, sem ég þá hafði rekið í tvö ár. Var hann hjá mér frá þeim tíma samfleytt þar til ég hætti verzluninni árið 1952. Eftir það vann hann á Bíla- verkstæði Hafnarfjarðar fram á þetta ár (1963). Sigfús heitinn kvæntist ekki, en á heimili foreldra hans og síðar á heimili hans og systur hans, ólust upp hjónin Guðlaug- ur Þorsteinsson, skipstjóri, og kona hans, Margrét Magnúsdótt- ir, sem alla tíð héldu tryggð við Til sölu Croley ísskápur, klæðaskápur, kommóða, Singer saumavél, nýtt danskt rúm með dýnu og náttborði, þvottavél, Grundig útvarp, dívan, dívanteppi, taurulla. Viðtalstírni frá 9—6 e. h., Laugavegi 30 A. — Sími 11822. hann á meðan hann lifði, enda fer kveðjuathöfnin fram á heim- ili þeirra. Sigfús heitinn var í rauninni mjög sérkennilegur maður. Trú- mennska hans var svo einstök að lengra verður ekki komizt. Hann var jafnan fyrstur til starfa á hverjum degi og yfirgaf starfið síðastur á hverju kvöldi. Hann var vakinn og sofinn í starfinu og fylgdist með öllu smáu og stóru. Eitt séreinkenni hans var það, að hann hafði ótrúlega gott minni. Sem dæmi um það, skal þess getið, að á meðan hann vann í verzlun minni hringdi fólk oft til hans og spurði hann um símanúmer hjá hinum eða þessum. Brást sjaldan, að hann svaraði tafarlaust og nefndi hið rétta númer. Sigfús var framúrskarandi glaðlyndur maður og breytti aldrei skapi og hafði þess vegná ótrúlega góð áhrif á samstarfs- menn sína. Mun naumast finnast hans líki í þessu efni. Það er stundum sagt, að mönn- um hætti til að bera oflof á menn þegar þeir eru allir. Ég hef í þessum fáu línum sagt lítið af því, sem ég vildi sagt hafa um Sigfús heitinn, og vil ég segja að síðustu, að á hann verði aldrei borið oflof. Að lokum viljum við, hjónin og börn okkar flytja þessum vini okkar beztu kveðjur með þakk- læti fyrir ógleymanlega trú- mennsku og drengskap í hví- vetna. Vottum við ' ættingjum hans okkar inniiegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Þ. Magnússon. kvöld ný efnisskrd SIMI 11777 HAUKUR MORTHENS OG HLJÓMSVEIT CjlAuvnbAzr Söngmenn KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR óskar eftir söng- mönnum. — Upplýsingar gefur séra Hjalti Guð- mundsson, sími 12553. Fóstbræður. FyrirframgreiÖsla Barnlaus hjón óska eftir 2—3 herb. íbúð strax. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 18733 eftir kl. 5 Efnaverkfrœðingur Efnaverkfræðingur, með langa reynslu í verksmiðju rekstri og framhaldsnám að baki, óskar eftir tækni- legri framkvæmdastjórastöðu hjá iðnaðar- eða verzl unarfyrirtæki. Tilboð sendist afgr. blaðsins, merkt: „Efnaverkfræðingur — 3793“ fyrir 20 þ.m. Sendisveinn óskast ',llan daginn. G. Helgason og IHelsted hf. Hafnarstræti 19. Duglegur og ábyggilegur Sölumaður vill bæta við sig leikföngum fyrir jólin. Tilboð sendist Mbl. merkt; „Strax — 3116“. Sigfús Þórðarson ELDVARIMARVIKAN 1963 Vér bendum yður á: að brunatrygging er nauðsynleg, þrátt fyrir allt Slika tryggingu fáið þér hjá oss Sjóvátrygqi agíslands h Sími 11700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.