Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1963, Blaðsíða 22
MORCUNBLAÐIÐ .- .Vi ';.v f ...r' Föstudagur 11. okt. 1963 Setinafi ræsir bílinn Smitiafc Fyrsta flokks rafgeymir sem fullnægir ströngustu kröfum SMYRILL LAUCAVECI 170 - SIMI 12260 Afmælismót Fram með fjöl- breyttri dagskrá m.a. old boys leik fá uppg-efið hvaða einustakling ar verða með, en væntanlega verður hægt að gefa það upp á morgun. IsLmeist. Fram mæta FH og vítakeppni fer fram VERTÍÐ handknattleiksmanna hefst um helgina og það verður nóg um að vera bæði á laugardag og sunnudag að Hálogalandi, en þá efnir Fram til afmælisleikja í tilefni 55 ára afmæli félagsins. Á laugardagskvöldið verður margt skemmtilegt á dag skrá, m.a. old boys leikur milli Fram og Ármanns, vítakeppni, þar sem margir okkar beztu hand knattleiksmanna reyna með sér í vítaköstum — og nokkrir leik ir í yngri aldursflokkum. Rúsín an í pvlsuendanum verður svo leikur Fram og FH í meistara- flokki karla á sunnudagskvöldið. — Það verður því ekki annað sagt, en handknattleiksvertíðin byrji fjörlega. Á Afmælismót Sem kunnugt er, átti Fram 55 ára afmæli á þessu ári — og í því tilefni hefur verið efnt til margvíslegra afmælisleikja í knattspyrnu. En nú er hand- knattleikur á dagskrá og hefur Fram Hálogaland til umráða n.k. laugafdagskvöld og sunnudags- kvöld. if Vítakastskeppni Á Iaugardaginn leikur Fram nokkra afmælisleiki, i 2. flokki kvenna við Ármann, í mcistaraflokki kvenna við Víking, I 4. flokki karla við Val og í 2. flokki við ÍR. Allir þessir leikir verða í styttra lagi, eða 2x10 mín. Á laugar daginn fer einnig fram víta- keppni. Langt er síðan efnt hefur verið til slíkrar keppni hérlendis. Margir okkar beztu handknattleiksmanna verða með í keppninni — fulltrúar frá öllum Reykjavíkurfélögun um nema KR, einnig verða Hafnfirðingar með í keppn- Gunnlaugur verður væntanlega með i vítakeppninni. inni. Keppninni er þannig hagað, að hvert félag sendir tvo fulltrúa, þ.e. einn vita- kastasérfræðing ásamt mark- verði. Síðan reyna tvö félög með sér í einu. Cm útslátta- fyrirkomulag er að ræða og fellur það félag úr, sem tapar. — Ekki hefur enn þá tekizt að ★ Old boys Skemmtilegur liður á laugar dagskvöldið verður einnig old boys-leikur milli Fram og Ár- manns — árgerð 1960 og þar um. Þar koma margir kappar fram t.d. Sveinn Ragnarsson, Orri Gunnarsson, Kristján Oddsson og Jón Elíasson frá Fram og hjá Ármanni Sigurður Nordal, Kjart an Magnússon, Pétur Pálsson, Halldór Sígurgeirsson, Magnús Þórarinsson o.fl. fslandsmeistaramir Leikur íslandsmeistaranna innanhúss, Fram og íslandsmeist aranna utanhúss FH, fer svo fram á sunnudagskvöldið. Það hefur jafnan ríkt mikil spenna þegar þessir aðilar hafa mætzt og er ekki að efa að svo verður einnig nú. Bæði liðin hafa æft vel að undanförnu. Þess má geta, að leiktími verður 2x30 mínútur. Erlingur — einn af yngri leikmönnum Fram — skorar. Á sunnudagskvöldið fara einn ig fram leikir í 1. flokki og 3. flokki karla og mætir Fram Þrótti í 1. flokki, en KR í 3. fL Fyrstu leikir á laugardag hefj ast kl. 20, en á sunnudag kl. 20,15. 3700 íþróttarog konur taka þátt í lokapruf u Japans í DAG hefjast „litlu Olympíu- leikarair“ í Tokíó. (Mihermt í gær að þeir hæfust þá). í þeim taka þátt 3700 þátttakendur frá 29 löndum. Leikarnir standa til 16. okt. Öll dagskráin er sniðin sem mest í líkingu við það er verður á Olympíuleikpnum að HWNWBHMMMMHM Brasiliskir knattspyrnu- menn nota oft örfandi lyf — segir kunnur brasiliskur þjálfari VEL ÞEKKTUR knattspyrnu þjálfari í Brasilíu, Joao Sald- hana, sem áður var þjálfari hins heimsfræga liðs Bota- fogo, hefur nýlega leyst frá skjóðunni um það, að það sé algengt meðal knattspyrnu- manna í Brasilíu að nota deyfi lyf fyrir og meðan á mikilvæg um leikjum stendur. Saldhana hefur skrifað dómsmálaráðherra landsins bréf, þar sem hann nefnir mörg ákveðin og tiltekin MMMMMnMM dæmi um misnotkun deyfi- lyfja meðal knattspyrnu- manna. Bætir hann því við að eftir slíka leiki séu leikmenn irnir mjög aðframkomnir, en gufuböð séu mikið notuð til að fjarlægja og eyða áhrifum hinna örfandi lyfja. ári, enda ætla Japanir sér að finna hvar skórinn kreppir að með undirbúning hinar miklu íþróttahátíðar. Gestgjafarnir, Japanir, senda 3300 þátttakendur í þessa „loka prufu“ en frá 28 löndum öðrum koma 413, flestir frá Vestur- Þýzkalandi 117. Mörg lönd eiga einn þátttakanda t.d. Noregur. Keppandi þaðan er Norðurlanda methafinn í langstökki kvenna Berit Töien. Að Japan á svo marga keppend ur á mótinu á m.a. rót sína að rekja til þess að meistaramót Japans í 11 greinum íþrótta fer Enska knottspyrnon 13. umferð ensku deildarkeppn- innar fór fram f. hluta þesaarar viku og urðu úrslit þessi: 1. deild. Aston Villa — Everton 0—1 West Ham — Burnley .... i—i N. Forest — Leicester ... 2—0 Blackburn — Bolton ,... 3—0 Liverpool — Sheffield W. 3—1 Sheffield U. — Ipswich 3—1 Stoke — Arsenal 1—2 2. deild. Bury — Derby 1—2 Northampton — Huddersfield 1—0 Leeds — Middlesbrough 2—0 Manchester City — Plymouth 1—1 Portsmouth — Swansea 0—0 Sunderland — Newcastle ....... 2—1 Efstu liðin í I. deild eru þá þessi: 1. Manchester U . 17 stig. 2. Tottehham .. 17 — 3. BLaekburn 17 — 4. Sheffield U. 17 — 5. N. Forest 16 — 6. Arsenal .......................... 16 — í II. deild eru Swindon og Sunder- land efst með 19 stig, en 1 þriðja sæti er Leeds með lflstig. fram í sambandi við keppnina. Keppni í 9 greinum íþrótta af þeim 22 greinum, sem keppt verð ur í á „litlu leikunum“ fer fram á sömu stöðum og Olympíukeppn in verður að ári. Þetta er keppni í frjálsíþróttum, sundknattleik, fimleikum ,skylmingum, róðri, siglingum, hjólreiðum og skot- fimi. í frjálsíþróttakeppninni verða meðal þátttakenda 4 heims methafar karla og 5 heimsmet- hafar í kvennagreinum. Af karl mönnum eru það Pennel í stang arstökki, Conolly í sleggjukasti, Rolants Belgíu í hindrunarhlaupi og Bill Baillie sém á heimsmet í 20 km hlaupi. Af kvenfólki má nefna Tamara Press, Ozolinu heimsmethafa í spjótkasti og Balas heimsmethafa í hástökki. Júgóslnvnr keppi við heimslið FORMAÐUR alþjóðaknatt- spyrnu sambandsins Englend ingurinn Sir Stanley Rous gerði það að tillögu sinni á fundi sambandsins um sl. helgi að Júgóslavar stilltu upp sínu bezta knattspyrnu- liði og mættu úrvalsliði úr öðrum heimshlutum. Ágóðinn af leiknum skyldi renna til þeirra, sem misst hafa allt sitt í jarðskjálftunum í Skopljc. Tillagan hlaut öflugt fylgi formanns Evrópusambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.