Morgunblaðið - 24.10.1963, Side 13

Morgunblaðið - 24.10.1963, Side 13
Finvmtudagur 24. okt. 1963 MORCUN BLAÐIÐ 13 „Litlu munaði að ég yrði fluttur til Síberiu44 Rætt við Eistlendinginn Bernhard Maelo FYRIR skömmu kom hingað til lands í stutta heimsókn Eistlendingurinn Bernhard Máelo, sem búsettur er í Svíþjóð. Fréttamaður blaðs- ins hitti Máelo að máli og ræddi við hann um flótta hans frá Eistlandi í lok heims- styrjaldarinnar síðari og sam- tök Eistlendinga, sem búsett— ir eru utan föðurlands síns. Áður en Máelo flýði Eist- land var hann bankastjóxi í háskólaborginni Dardau, en nú starfar hann á skrifstofu gatnagerðar Stokkhólmsborg- ar, sem efnahagsráðgjafi. „Það var í september 1944, sem mér tókst að flýja frá Eistlandi ásamt fjölskyldu minni,“'sagði Máelo. „,Okkur langaði til þess að komast til Svíþjóðar, en vegna þess að við bjuggum inni í miðju landi var okkur ókleift að komast beina leið. Þó við hefðum komizt til strandarinnar hefðum við ekki getað fengið bát til þess að flytja okkur, því að allir, sem áttu báta voru flúnir. Við héldum því til Þýzka- lands og veittu þýzkir her- menn, sem einnig voru á ffótta okkur aðstoð. Þjóðverjar að- stoðuðu fjölda Eistlendinga á flótta vegna þess að þá skorti vinnuafl heima fyrir. „Ég bjó með fjölskyldu minni á gistihúsi í Þýzkalandi til 1945, en þá komust við til Svíþjóðar og höfum síðan búið í Stokkhólmi.“ Voru síð- ustu ár yðar í Eistlandi ekki erfið?“ „Jú, þegar Rússarnir komu 1940, var enginn óhultur og þúsundir manna voru flutt- ar nauðungarflutningi til Síberíu. Rússar gerðu lista yfir menn, sem þeir töldu nauðsynlegt að flytja á brott, og skömmu áður en Þjóðverj- ar tóku Eistland 1941, komst ég að því' að ég var á lista Rússanna. Hefðu Þjóðverjar komið nokkrum dögum síðar væri ég nú í Síberíu. Af þessu vissi ég, að mér var ekki til setunnar boðið, þegar Rússar komu aftur. .— Hvorír voru Verri hús- bændur, Rússar eða Þjóð- verjar? Af tvennu illu voru- Þjóð- verjar skárri, eins og á stóð. Þegar Rússarnir komu aftur hófust nauðungaflutn- ingar á ný, fyrirtæki voru þjóðnýtt og samyrkjuibúum komið á fót. Rússar Uta á Eistland sem eitt af Sovétríkjunúm. Öll opinber embætti í l'andinu og flestar mikilvægar stöður í atvinnu- lífinu eru í höndum Rússa. Auðlindir landsins nytja þeir í sína þágu. T.d. fær Lenin- grad allt rafmagn frá raforku verum í Eistlandi. — Hve margir Eistlending- ar eru búsettir utan Eistlands og Sovétríkjanna? — 1944 flýðu 72 þúsundir manna .frá Eistlandi. Flestir búa nú í Svíþjóð eða um 29 þús. í Bandaríkjunum og Kanada búa samtals 27 þús. í Englandi búa 3,5 þús. og jafn margir í Þýzklandi, 6 þús. í Ástralíu og rúm 3 þús. í öðrum löndum. — Hafa Eistlendingar í út- legð með sér samtök? — Já. Fjöldi Eistlendinga- félaga er starfandi bæði 1 Norður-Ameríku og Evrópu og eru þau öll aðilar að Þjóð- arráði Eistlendinga, sem hef- ur höfuðstöðvar í Stokkhólmi, en fulltrúar þess starfa víða um heim. Verkefni ráðsins eru stjórnmálalegs eðlis og berst það fyrir frelsun Eist- lands. — Teljið þér, að Eistlend- ingum muni takazt að endur- heimta frelsi sitt? — Við vonum það, en eng- inn getur spáð um framtíð- ina. Bjartasti vonarneisti okk- ar slökknaði þegar Rússar kæfðu uppreisnina í Ungverja landL Við vonuðum, að Banda ríkjamenn myndu koma Ung- verjum til hjálpar og síðan aðstoða önnur leppríki Rússa við að reka þá af höndum sér. Við liggjum Bandaríkja- mönnum þó ekki á hálsi fyrir aðgerðarleysið, því að enginn veit nema með því hafi þeir komið í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. — Geta Eistlendingar, sem Bernhard Máelo. búsettir eru erlendis heimsótt föðurland sitt? — Já, sumir geta fengið vegabréfsáritun, en þeir fá ekki að fara frjálsir ferða sinna í Eistlandi. Yfirvöldin gefa þeim fyrirskipanir um hvert þeir skuli fara og hvað þeir skuli skoða. Ég tel slík ferðalög ekki eftirsóknarverð. — Svo við snúum okkur að heimsókn yðar til íslands. Hafið þér komið hingað áður? — Já, árið 1953 sat ég Góð- templaraþing, sem hér' var haldið. Ég hreifst mjög af ís- landi og íslendingum, því að mér finnst undravert að svóna fámenn þjóð geti átt sitt eigið land og verndað sjálfstæði sitt. Ég er nú á leið til Kanada í söngferð með karlakór Eistlendinga í Sví- þjóð og greip tækifærið til að heimsækja ísland. Þegar söng förinni um Kanada er lokið, heldur kórinn til Bandaríkj- anna og dvelst þar til mán- aðamótanna nóvember desem- ber. Á heimleiðinni ætla ég að koma við á íslandi og dveljast hér í nokkra daga. Gata í nýrri hluta Tallin. Húsin voru byggS meðan Eist- land var sjálfstætt. Varað við ofþenslu Alyktanir Verzlunarráðs Islands HÉR FARA á eftir ályktanir, sem samþykktar voru á aðal- fundi Verzlunarráðs íslands síð- ari fundardaginn, föstudaginn 18. þ.m. EFNAHAGSMÁL Aðalfundur Verzlunarráðsins sem haldinn var fyrir rúmu ári, varar við þeirri hættu á of- þenslu, sem verða vill samfara skyndilegti aukningu' .á fram- leiðslu og launum. Fundurinn skorar á stjómar- völd landsins að vinna gegn of- þenslu með viðeigandi ráðstöf- unum í peningamálum og fjár- málum og á samtök atvin’nu rekenda og launþega að vinna eð raunhæfum kjarasamningum. Aðalfundur V.I. 1963 vill vekja •thygli á því, að þjóðarfram- leiðslan hefur ekki vaxið eins ört að undanförnu og neyzla og fjárfesting landsmanna. Hefur því skapast ofþensla og jafn- vægisleysi, sem stefnir í hættu þeim árangri í efnahagsmálum, »em náðst hefiu: á undanförn- am árum. Fundurinn heitir á stjórnar- völd landsins að beita sér fyrir ráðstöfunum, sem bindi enda á ofþenslu þá, sem nú rík-ir. Jafnframt skorar fundurinn á •amtök atvinnurekenda og laun þega að haga launasamningum sínum þannig, að/lífskjör lands- manna geti haldið áfram að batna jafnt og þétt. VERÐLAGSMÁL Aðalfundur VÍ 1963 ítrekar áskorun sína, sem er samhljóða áliti allra, sem verzlun og við- skipti stunda, jafnt einkafyrir- tækja og samvinnufélaga, um að gildandi verðlagsákvæði verði afnumin. Reynslan hefur sýnt ótvírætt, að verðlagsákvæðin leiða til taprekstrar og hefta tækniframfarir. og hagræðingu í verzlun og iðnaði. Frjáls sam- keppni er neytendum hagkvæm ust, þegar nægilegt vöruúrvarj er á boðstólum. Fundurinn vill benda á, að verzluninni er ókleift að taka á sig hækkun á kaupgjaldi starfs fólks að óbreyttum verðlags- ákvæðum, enda er gjaldþoli verzlunarinnar nú þegar ofboð- ið. Ennfremur mælist fundurinn til þess við ríkisstjórnina, að undirbúin verði í samráði við V.í. lög, er verndi frjálsa sam- keppni og sporni við viðleitni til myndunar einokunaraðstöðu á íslenzkum markaðL TOLEAMÁL Aðalfundur V.I. 1963 lýsir ánægju sinni yfir þeirri endur- bót á tollakerfi landsins, sem hin nýju tollslcrárlög fela í sér. Fundurinn leggur áherzlu á, að misræmi, sem komið hefur í Ijós síðan þau tóku gildi, verði leiðrétt eins fljótt og unnt er. SKATTAMÁL Aðalfundur V.í. 1963 telur nauðsynlegt, að eftirtaldar breyt ingar verði gerðar á lögum og reglum um skatt- og útsvars- greiðslur fyrirtækja, svo að eðli leg og heilbrigð fjármagnsmynd un geti átt sér stað til eflingar atvinnulífi landsins. 1. Að öllum atvinnufyrirtækj- um, se^ji hliðstæðan rekstur hafa með höndum, éinkafyrirtækj- um, samvinnufyrirtækjum og fyrirtækjum ríkis og bæjarfé- laga sé gert að greiða skatta og útsvar eftir sömu reglum, þann- ig að þau starfi í þessu efni við jafna aðstöðu. 2. Að settar vei*ði nú þegar reglur um framkvæmd mats, samkvæmt H-lið 22. gr. laga um tekju- og eignarskatts, þannig að tryggt verði, að raunverulegt endurkaupsverð, að frádregnum eldri. afskriftum, yerði að fullu afskrifað á áætluðum endingar- tíma eignar. 3. Að takmarkanir á heimild félaga til frádráttar á arði af innborguðu hlutafé eða stofnfé verði afnumdar. 4. Að heimild til frádráttar á rekstrartapi verði látin gilda bæði gagnvart tekjuskatti og tekjuútsvari. 5. Að eignarskattur og eignar- útsvar félaga verði fellt niður, þar sem hér er um tvís"köttun að ræða. 6. Að aðstöðugjaldið verði lagt á rekstrarkostnað, fyrirtækja, en ekki jafnframt á kostnaðarverð efnis og vöru, og að það verði þá hið sama fyrir allar atvinnu- greinar. Að öðrum kosti skapast misræmi milli fyrirtækja og sama varan verður skattlögð misjafnlega oft eftir atvikum. 7. Að endurgreiddur verði kostnaður við innheimtu sölu- skattsins með ákveðinni þóknun miðað- við skattfjárhæð. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F. Aðalfundur V.í. 1963 ítrekar fyrri tilmæli til ráðherra banka mála og Seðlabanka Islands um, að Verzlunarbanka Islands h.f. verði veitt heimild til að verzla með erlendan gjaldeyrL Bank- inn gegnir nú svo víðtæku hlut- verki í viðskiptalífinu, að fimd- urinn telur sjálfsagt, að hann fái slíka heimild. OPINBER FYRIRTÆKI Aðalfundu,r V.í. 1963 beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar innar og borgarstjórnar Reykja- víkur, að skipuð verði nefnd með aðild V.I., er athugi, hvort ekki muni vera hagkvæmt að draga úr hinum mjög víðtæka rekstri, sem hér hefur tíðkast E I N af höfuðnauðsynjum . í æskulýðsstarfi er það, að unga fólkið kunni og vilji skemmta sér á heilbrigðan hátt. Nokkrir áhugasamir unglingar hafa beðið Æskulýðsráð Reykja- víkur um aðstoð til að stofna músik- og skemmtiklúbb. Fjöldinn allur af unglingum lætur reka á reiðanum — þvælist um á hinum svokallaða „rúnti“ — inn á „sjoppur", leitandi að einhverju við að vera. — Eitt- hvað þessu líkt bar á góma í við- tali við þá unglinga, sem komu á skrifstofu Æskulýðsráðs og vildu hrinda þessu máli í fram- kvæmd. — Ennfremur sagði unga stúlkan, sem er fyrirliði þessa unga fólks: „Við verðum nefni- lega einhvers staðar að vera, þar sem ekki er of dýrt, og þar sem við getum fengið að gera eitt- hvað sjálf“. Meiningin er, að í þessum klúbb verði ekki einungis dans- á opinberum fyrirtækjum og einkasölum. Á meðan ríkiseinkasölur fáist ekki lagðar niður, verði sérstak- lega athugaðir möguleikar á af- námi einkasöluréttar ÁTVR að áfengi undanskildu, og Viðtækja verzlunar ríkisins, þannig að rík isfyrirtæki þessi verði rekin á jafnréttisgrundvelli við einstakl- inga og félög. Telur fundurinn að slíkt mundi bæta þjónustu við almenning í landinu. Ennfremur æskir fundurinn þess, að lög um heimild fyrir rík isstjórnina til að setja á stofn bifreiðaeinkasölu og raftækja- einkasölu verði felld úr gildi. að, heldur einnig skemmt sér við leiki, leikþætti, keppnir, kynningu á hljómplötum o.fl. „Markmið klúbbsins er að gefa æskufólki 15—17 ára kost á að skemmta sér á heilbrigðan hátt með jafnöldrum sínum. Stuðla að góðri umgengni og efla fé- lagslegan þroska, hjálpsemi og háttvísi meðal meðlima klúbbs- ins. Ennfremur, að meðlimir klúbbsins fái tækifæri til að kynna þá hljómlist, sem þeir einkum hafa áhuga á.“ Klúbburinn mun starfa á veg- um og í umsjá Æskulýðsráðs Reykjavíkur, en verður stjórnað af unga fólkinu sjálfu. Innritaðir verða nýir meðlim- ir mánud. 21. okt. kl. 2—5 og 8—9 síðd. að Lindargötu 50. Fundir verða í Golfskáþmum Innritunargjald er kr. 25,00. — Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Æ. R., Lindargötu 50, daglega kl. 2—4 í síma 15937. Músík og skemmtiklúbb- ur á vegum Æskul.ráðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.