Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 3
/ Föstuðagur 29. nóv. 1963 MQRGUNBLAÐIÐ 3 þau eru öll d vegum Styrktaríélags lamaðra og fatlaðra — sem hleypt hefur af stað 550 þús. kr. símahappdxætti stað símahappdrætti, sem dreg ið verður í á Þorláksmessu, 23. desember. Hver símnotandi hefur forgangsrétt að sínu númeri fram til 10. des., en frá þeim tíma verða númerin seld hverjum, sem hafa vill. Framkvæmd happdrættisins hefur verið með þeim hætti, að símnotendur fá ávísun á happdrættismiðann, er þeir greiða afnotagjöld. Fást mið- arnir í anddyri gjaldheimtu símans. Vinningar eru: 2 á 225.000 kr. (lítil íbúð) 10 á 10.000 kr. Þegar dregið hefur verið á Þorláksmessu, verður hringt í þá, sem unnið hafa, og þeim færður glaðningurinn fyrir jólin. Mættu fleiri fara að for- dæmi forráðamanna Klúbbs- ins og styrkja svo gott mál- efni. Jónas Jónasson kynnti, söng og lék við hvern sinn fingur, eins og börnin. Þessi litla stúlka setti rétt sem snöggvast upp alvarlegan svip, er myndin var tekin. (Ljósmyndir Sv. Þ.) Birgir Arnason (t. v.) færir Svavari Pálssyni 7000 kr. gjöf til Styrktarfélagsins. Á SUNNUDAGINN var átti Klúbburinn við Lækj- arteig þriggja ára afmæli og dagsins ákváðu forráða- menn að minnast með því að bjóða börnum, sem að- stoðar og þjálfunar njóta á vegum Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, til hádeg- isverðar. Þetta er í annað skipti, sem Klúbburinn minnist afmælis síns á þennan hátt. Birgir Árnason, fram- kvæmdastjóri, bauð börn- in, rúmlega 40 talsins, vel- komin, og ávarpaði þau nokkrum orðum. Síðan færði hann Svavari Páls- syni 7000 kr. gjöf til Styrkt- arfélagsins. Þakkaði Svavar gjöfina og gat þess um leið, að öll starf- semin byggðist á velvild ein- stakra aðila, svo sem Klúbbs- ins, sem kosið hefði að minn- ast afmælisins á þennan hátt. Jafnframt því, sem veizlu- matur var á borð borinn, fengu börnin heimsókn skemmtikrafta, og má full- yrða, að þeir hafi fengið þann áheyrendahóp, sem mest og bezt tekur undir. Aage Lorange lék í fyrstu fyrir gestina, en síðan tók Jón as Jónasson að kynna aðra, m. a. Ómar Ragnarsson, sem söng við gífurlegar undirtekt- ir. Sjálfur söng Jónas með börnunum. Þá kom Baldur Georgs og sýndi töfrabrögð við mikinn fögnuð, auk þess, sem hann ræddi lítillega við vin sinn Konna. Hljómsveit Klúbbsins, þ. e. hljómsveit Magnúsar Péturs- sonar, lék margvísleg lög, og sungu Mjöll Hólm og Hrafn Pálsson undir, stundum sitt í hvoru lagi, stundum saman. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur mörg járn í eld- inum. Öllum er kunnugt um starfsemi félagsins hér í bæ, en næsta stórskrefið, sem ætl- að er að stíga, er héraðsskóli. Til þess að afla fjár, hefur stjórn félagsins nú hleypt af Klúbburinn 3ja ára — bauð 40 börnum til hádegisverðar STAKSTIINAR Yfirvinnukaupið Þegar álag á yfirvinnu var hækkað úr 50% í 60%, benti Morgunblaðið á, að hér væri öfugt að farið. Fremur hefði átt að lækka næturvinnu og yfir- vinnuálag gegn því að dagkaup hækkaði meira. Hér á landi er álag á yfirvinnu og næturvinnu meira en þekkist í nágranna- löndunum, og veldur það því, að menn keppast um að fá að vinna yfir- og næturvinnu, þannig að oft er erfitt að fá starfsmenn nema geta heitið þeim svo mikilli aukavinnu. Áður en yfirvmnuálagið var hækkað var þetta orðið áber- andi og auðvitað leiddi ha kkun þess til þess að meiri ásókn var í yfirvinnuna. Öfugþróun Þegar rætt er um kaupgjald, sérstaklega verkafólks, verður ætíð að hafa hliðsjón af greiðslu- getu útflutningsframleiðslunnar. Ef henni er ofboðið er ekki annað fyrir hendi en gengisfell- ing. Nú vita menn, að engin starfsgrein þarf á jafnmikilli yfir- og næturvinnu að halda eins og útvegurinn. Bátar koma oftast að landi siðari hluta dags og nauðsynlegt er að vinna afl- ann sem skjótast, þannig að oft er unnið í fiskvinnslustöðvum langt fram á kvöld. Vegna hins háa yfirvinnuálags verða launa- greiðslur fiskvinnslustöðvanna háar og þær segjast með engu móti geta borið þyngri byrðar. Þetta leiðir til þess að kaup getur heldur ekki hækkað hjá fyrirtækjum, sem mestmegnis hagnýta sér vinnuafl á dagvinnu kaupi, þar sem samræmi verð- ur að vera milli kaupgjalds í hinum einstöku starfsgreinum. Það verður að segja þá sögu eins og hún er, að það er öfug- þróun, þegar kaupgjaldsbarátt- i unni er hagað þannig, að hún íþyngi fyrst og fremst útflutn- ingsframleiðslunni og verði þannig til þess að ekki er hægt að hafa dagvinnukaup eins hátt og ella. Hagur verkalýðsins Að sjálfsögðu eru það fyrst og fremst hagsmunir verkalýðsins að fá dagvinnukaup hækkað, þannig að menn þurfi ekki að vinna meiri og minni yfirvinnu til þess að geta notið þeirra lífs- kjara, sem þeir telja sér nauð- synlegt að hafa. Þess vegna á að teygja sig sem lengst til að hlífa útflutningsframleiðslucni við kauphækkunum, og það verð ur að sjálfsögðu hezt gert með því að Iækka álag á yfir- og næt- urvinnu gegn hækkun á dag- vinnukaupi, eða með þeim hætti að taka upp vaktavinn.i í útflutn ingsframleiðslunni. Slíkar til- lögur á að hugleiða og ræða öfgalaust. Það hefur löngum verið svo við sjávarsíðuna, að menn háfa orðið að vinna á mismunandi tímum sólarhrings og ekki spyrja sjómenn að því hvað klukkan sé, þegar þeir fá aflann. Ef verkamenn kæmust að þeirri niðurstöðu, að eitthvað mætti breyta til við vinnu fyrir útflutningsframleiðsluna hefðu þeir líka bent á leið til þess að fá einhverja hækkun á dagvinnu kaup. Hér mætti fara hægt af stað. Aðalatriðið er að byrja að marka heillavænlega stefnu í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.