Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. nóv. 195! Litlar breytingar í vændum á stefnu Bandaríkjastjórnar En um nokkur mannaskipti getur orðið að ræða í stjórninni ÞAÐ er venja í Bandaríkjun- um, þegur forsetaskipti eru, að nýi forsetinn gerir ýmsar breytingar á ráðuneytí fyrir- rennara sins og embættisskip- unum. Margir velta því þess vegna tfyrir sér í dag hvaða breytingrar séu í vændum eftir að Lyndon B. Johnson tók við embætti af John F. Kennedy. Sjálfur hefur Johnson lýst því yfir að hann muni halda áfram stefnu Kennedys í helztu innan- og utanríkismál- unum, en engu að síður telja flestir nokkurra breytinga von. Vikuritið V.S. News & World Report, dags. 2. des., ræðir þessi mál í nokkrum greinum, og fer hér á eftir útdráttur úr þeim. Hinn nýi forseti mun reyna að halda áfraim stefnu Kenn- edys. Þetta á sérstaklega við varðandi utanríkisniál, en einnig um innanríkismál. Með tilliti til afskipta Johnsons af þeim málum, sem efst hafa verið á baugi þau 32 ár, er J»hnson hefur setið í Was- hington, dreguir tímairitið eftir farandi ályktanir um stefnu nýja forsetans og fyrirætlanir: Vtanríkismál Ekki verða á næstunni nein- ar breytingar á grundvelli þeim, er Kennedy lagði. Nýi forsetinn hefur skuldbundið sig til að halda áfrarn barátt- unni gegn kommúnistuim í Viat Nam. Aðgerðir varðandi Kúbu munu haldast óbreyttar, en Bandacríkjastjórn miðar að því að Kúba vexði losuð und- an stjórn kommúnista. Ekkert verður slakað til í Berlín. Má reikna með að Johnson verði mjög ákveðinn í öllusm samn- ingum við Krúsjeff. Nýi forsetinn er aðdáandi Dean Rusks utanrílkisráðherra, ag hafa þeir unnið mikið og vel saman að utanríkismálum. Engu að síður telja sumir að Johnson muni með tímanum skipa nýjan utanríkisráðherra, sem væri fastari fyrir. Þá er gert ráð fyrir að Johnson fækki mjög prófessorum þeim og sérmenntuðum mönnum, sem við ráðuneytið starfa, en ráði í þeirra stað menn með reynslu í alþjóðaviðskiptum. Mannréttindi Sennilega verður mikil á- herzla lögð á að leggja fram rnálamiðlunartillögu um jafn- rétti kyntþáttamui, og kmýja hana fram í þinginu. Johnson hefuir ferðaat um Bandaríkin til að vinna málstað blökku- manna fylgi, og allsstaðar hetf- ur hann lagt að stórfyrirtæikj- um að ráða til sín fleiri blökkumenn. Nú þegar hann liefur tekið við forsetaemibætt- verði niður læknishjálp til aldraðra. Viðskiptaráðunautar Nýi forsetinn hefur um margra ára skeið haft náið samband við leiðtoga við- skiptalífsins, og á marga per- sónulega vini þeirra á meðal. enn frjálsari verzlun, og hef- ur lýst fylgi sinu við það að dregið verði úr homluim á al- þjóðaverzlun. En nýi forset- irin ætlaist ekki til þess að Bandaríkin lækki tolla á inn- tfluttum vöruan án þess að bandarískar vörur njóti sömu hlunninda erlendis. Hann telur það ekki hafa verið mistök hjá Bandaríkjun um að veita Evrópuríkjum að- stoð að styrjöldinni lokinni við að koma efnahagsmálurn landanna á fastan grundvöll, Robert McNamara. inu,' miun hann leggja aukna áherzlu á að trygigja jafnrétti blökkumannanna. Geimrannsóknir Johnson forseti er fylgjandi auknum geimrannsóknum, þar með talin hugsanleg tunglferð og fyrirhuguð smíði stærri eld flauga. Mun Johnson reynast þinginu erfiður þegar það reynir að draga úr framlög- um til þessara mála. Skattar Forsetinn styður eindregið fyrirhugaðar skattalækkanir í Bandaríkjunum. Telur hann að skattar verði að lækika, bæði hjá fyrirtækjum og ein- staklingum, til að stuðla að réttri þróun efnahaigsimála ag draga úr atvinnuleysi. Ríkisútgjöld Rikisútgjöldin munu fara vaxandi, ef Johnson fær að ráða. Verður hærri upphæð- um varið til aðstoðar við er- lend ríki og miklu varið til varnarmála. Ekki verða al- mannatryggingar látnar sitja á hakanum, og má þar til dæmis nefna að Johnson er mjög fylgjandi því að greidd Dean Rusk. Má reikna með því að menn með reynslu í viðskiptum leysi af hólmi mangan pró- fessorinn, sem starifaði hjá Kennedy. Þingið Nokkurra breytinga er von á samskiptum forseta og þings. Vitað er að forsetinn álítur þingið nú vera illa skipulagt og stjórnlaust. Hafi af þeim sökum ýms nauðsyn- leg mál ekki fengið afgreiðslu. Telur Johnson að .þetta sé mikið að kenna slæmu sam- bandi þingsins og forsetans. Eftir langa setu á þingi tel- ur Johnson að þar þurfi at- orkumann í forsæti, sem geti rneð blíðmælgi eða hótunum flýtt afgreiðslu mála. Búast má við að hann hvetji þinig- leiðtogana til að halda fund- um áfram fram á nætur, þeg- ar nausyn krefur, til að koma í veg fyrir óþarfa drátt á af- greiðslu mála. Var það hans eigin reynsla, þegar hann var talsmaður meirihlutans á þingi, að unnt var að knýja fram samkomulag á nætur- fundum. Verzlun Johnson mun berjast fyrir Robert Kennedy. og þannig skapa Badaríkjun- um nýja keppinauita í heims- verzluninni. Þvert á móti tel- ur Johnson að öflug Evrópa sé ávinningur fyrir hinn frjálsa heim. Mun hann vinna að verzlunar- og efnahags- s a m v i n u Evrópuríkja og Bandaríkjanna, Varnarmál Nærri helmingur útgjalda á fjárlögum Bandaríkjanna renna til varnarmála, og má búast við að eitthvað verði dregið úr kostnaðarsömiuim til- raunum og endurbótum. Þó hefur svo til verið ^engið frá fjárveitinguim til varnarmála fyrir fjárhagsárið, sem hetfst 1. júlí næsta ár, og er ekki ráð gert fyrir neinum veru- legum breytingum að sinni. Talið er, að fráfall Kennedys verði til þess að Robert Mc- Naimara, varnarmálatráðherra, verði valdaminni en áðuir. Ráðberrann var skjólstæðing- ur Kennedys og naut stuðn- ings hans í einu og öllu. Nú er jafnvel talið að Johnson skipi nýjan varnarmélaráð- herra á næsta suimri. Lyndon B. Johnson. Raðberraskipti Eins og að framaii greinir er talið hugsanlegt að Dean Rusk og Robert McNamara verði látnir víkja út erwbætt- um og nýir menn skipaðir í erobætti utanríkis- og varnar- iniálaráðherra. En rætt er um fleiri breytingar á stjórninni. Orville Preeman, landbúnað- arráðherra er talinn valtur i sessi, og var það einnig fyrir lát Kennedys vegna óvinsælda meðal bænda. Þá er talið hugs anlegt að Stewart Udall innan ríkismálaráðherra verði látinn víkja úr sæti, en hann var persónulegiur vinur og stuðn- imgsmaður Kennedys. Það, sam kemur mest á óvart, er orðrómuir um að nokkrir flokksmenn Johnsons muni óska eftir því að sikipt verði um í emibætti dómismála- ráðherra, en það embætti skip ar Robert Kennedy, bróðir for setans heitins. Hafa nokkir þingmenn demókrata gagn- rýnt Robert Kennedy fyrir að fóma fylgi flokksins í einstök- uim kjördæmum vegna a'fstöðu til kynþáttaímála. Þá er bent á að ráðherrann hafi verið fremstur í flokki þeirra, sem komu í veg fyrir að Johnson væri tilnefndur forsetaefni demókrata við kosningarnar 1960, Og sé því ekki hlýtt milli hans og Jorfnsons. En Robert Kennedy getur reynzt Johnson þarf ur stuðningsmað- ur við næstu kosningar, svo fæstir reikna með nokkruro aðgerðum á næstunni. Aðrar breytingar Kennedy forseti safnaði um sig ráðunautum, sem voru flestir lang-skólagiengnir en ungir, Qg margir þeirra pró- fessorar. Þótt menn þessir væru lærðir, skorti marga þeirra reynslu á sviði efna- hags- og stjórnimála. Johnson mun að sjálfsögðu ráða til sín menntamenn, en hann ni.un leggja áherzlu á að fá ráð- gjafa, sem hafa reyslu og þekkingu á stjórnmálum, og veita þeim meira athafnasvið en prófessorunum. Eggert Isaksson endur- kosinn formaður Fram AÐALFUNDUR Landsmálafé- lagsins Fram í Hafnarfirði var haldinn í Sjálfstæðishúsinu sl. mánudagskvöld. Skýrslur stjórnarinnar sýndu þróttmikið starf Sjálfstæðis- manna þar' í bæ á síðastliðnu starfsári, margir fundir verið haldnir í félaginu, sem yfirleitt höfðu verið fjölsóttir og umræð- ur miklar. í haust hófst starfið með fundi um bæjarmál" Hafnar- fjarðar, þar sem Hafsteinn Bald- vínsson bæjarstjóri og Stefán Jónsson forseti bæjarstjórnar voru frummælendur. Að loknum aðalfundarstörfum voru bæjarmálin aftur til um- ræðu og hafði Páll V. Daníelsson bæjarráðsmaður framsögu. Að ræðu hans lokinni urðu fjörugar umræður og tóku margir til máls. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa: Eggert ísaksson bæjarfulltrúi, formað- ur, og meðstjórnendur Stefán Sigurðsson kaupm., Guðjón Stein grímsson hæstaréttarlögm., Guð- laugur B. Þórðarson kaupm. og Gestur Gamalielsson ISIýtt smásagnasafn eftir Ingólf Kristjánsson „NYVÖKNUÐ AUGU" heitir nýtt smásagnahefti, sem komið er út. Höfundur er Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur. Bókin hefuir inni að halda tíu smásögur, ólíkar að efni. Þeirra á meðal er Bræðrabylta, saga frá 13. Öld, er hlaut 5000 kr. verðlaun í verð- launasaimkeppni Vikunnar á sl. ári. Nokkrar af söguim höfundar hafa verið þýddar á erlend mál. Nývöknuð augu er tíunda bók Ingólfs Kristjánssonar Og þriðja smásagnaheftið. Fyrsta bók hans kiom út 1941 pg nefndíst Dagmál. Siðan hafa komið út ljóðabaakum ar Birkilaud og Jörðin snýst, smé sagnasöfnin Eldspýtur og títu- prjónar og Syndugar sálir, við- tals og greinabók um 30 ísl. lista- menn er nefndist Listamanna- þættir, — endurminningabækur Arna Thorsteinssonar, tónskálda, Harpa minninganna og Eirika Kristóferssonar, skipherra, A stjórnpallinujm, og loks ævisaiga sr. Bjaírna Þorsteinssonar tón- skálds, Ómar frá tónskáldaævi. Smásagnasafnið Nývöfcnuð auigu er 147 bls. að stasrð, prea*- að í Ingólfsprenti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.