Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 2
MORGUNZLAÐID Fostudagur 29. nðv. 1963 Þorsteinn með dúfurnar sínar. Til vinstri sést lásinn, sem brotinn var upp, er dúfurnar huríu. 10 dúfur svelta í hel I FJÓRTÁN ára drengur, Þor- steínn Geirsson, að I>órs- hamri á Seltjarnarnesi, sem um nokkurra ára skeið hefur átt dúfur, varð fyrir því, að 10 þeirra var stolið frá hon- um fyrir 2 mánuðum. í gær bar svo við, að tveir ungir drengir komu með dúfurnar í kippu til Þorsteins, dauðar og mjög illa út leiknar. Sögð- ust drengirnir vera sendir af piltum, sem þeir nafngreindu, til þess að skila líkunum til eigandans. Faðir Þorstems lét dýra- lækni skoða dúfurnar. Var úr skurður hans sá, að þær hefðu soltið í hel, þar sem þær væru gersamlega hold- lausar. Er því ekki annað sýnt, en að piltarnir hafi vilj andi framið það ódæði að svelta dúfurnar í hel. Málið er í ranrtsókn. - Olíufélögin frrengja greiBslufrest - Bankarnir draga úr reksfrarlánum OLÍUFÉLÖGIN hafa sent við- skíptamönnum sínum bréf, þar sem þeim er tilkynnt að þrengt verði að greiðslufresti þeirra. — Byggist þetta á því, að olíufélög- in hafa fengið fyrirmaeli um að minnka verulega útistandandi skuldir sínar og fá þau ekki fjármagn til að mæta aukinni rekstrarþörf fyrirtækjanna. Velta allra olíufélaganna er á ári nálægt 1000 millj. kr., en hins- vegar eiga félögin sáralítið eigið fé, þar sem þau hafa lengi búið við ströng verðlagsákvæði. Leið- ir þetta til þess að olíufélögin verða yfirleitt að taka sem mest upp staðgreiðsluviðskipti. 1 bréfi því sem oh'ufélögin hafa sent viðskiptamönnum sínum krefja þau þá um greiðslu eldri skulda og tilkynna að sömu regl- ur um greiðslufyrirkomulag muni gilda hjá öllum olíufélög- ENAISbmém SVSOhnútv ¥: Sn/ikoma » OSi V* Skirir 2 Þrumur '////trmli Kvkkikil HihtM H> Hmf kliSiL DJUPA lægðin, sem var suð- ur af Hvarfi í gær verður væntanlega um 500 km suð- vestur af íslandi um miðjan dag í dag. Þá verður SA-átt með rigningu vestan lands og sunnan. Þess má geta að 500 km er um það bil fjarlægðin um endilangt ísland frá austri. til vesturs. Forsetinn býður Sir Alec og Butler til Islands Forsetahjónin halda heimleföis á þriðjudag London 28. nóv. Emil Björnsson og AP. í DAG var frá því skýrt, að forseti íslands Ásgeir Ásgeirs son heíði boðið Sir Alec Douglas- Home, forsætisráð- herra Breta, frú hans og Richard A. Butlcr, utanríkis- ráðherra Breta, i opinbera heimsókn til íslands. Óvíst er hvenær þau munu þyggja boðið. Forsetahjónin héldu frá London í morgun til Leeds ásamt fylgdarliði sínu, og í dag sátu þau hádegisverðarboð Sir Rogers Stevens, rektors Leedsháskóla. Síðan heimsóttu þau Brotherton- bókasafnið og skoðuðu íslenzk- ar bækur, sem safnið á. Forseta- hjónin dveljast í Leeds í nótt, en á morgun halda þau til York og skoða m.a. dómkirkjuna þar, en um kvöldið koma þau til Edinborgar. Forsetahjónin eru væntanleg til Islands á þriðju- dag í næstu viku. Skrif brezkra blaða um for- setaheimsóknina hafa ðll verið vinsamleg og af þeim má sjá, að blöðin telja heimsóknina inn- sigla endumýjaða vináttu þjóð- anna og marka tímamót í sam- skiptum þeirra. Mörg blöðin hafa getið bess, að þetta sé í fyrsta skipti, sem íslenzkur þjóðhöfð- ingi heimsæki Bretland. Hafa þau rætt um ágæta enskukunnáttu forsetans, og þekking hans á enskum bók- menntum og sögu, hefur vakið athygli. Blöð hvaðanæva á Bret- landseyjum hafa rætt forseta- heimsóknina og undanfarna daga hafa skozku blöðin fagnað vænt- anlegri komu forsetans til Edin- borgar. Meðan forsetahjónin dvölduzt í London bárust þeim margar fagrar blómakörfur m.a. frá brezku forsætisráðherrahjónun- um og Sambandi bezkra togara- útgerðarmanna. Við brottförina frá London bárust forsetanum mörg kveðjubréf t.d. frá Sir Alec Douglas-Home, Richard A. Butler, Peter Thomas, aðstoðar- utanríkisráðherra, og fieiri for- vígismönnum brezku þjóðorinn- ar. Sir Alec gaf forsetanum verðmæta bók í kveðjuskyni og í kveðjubréfi hans segir, að hann sé sannfærður um að heimsókn forseta Islands til Bret'.ands hafi eflt vináttu Breta og íslendinga. í kveðjubréfi sínu, segir Butler, að forsetaheimsóknin muni ætíð minna hann á hin fcrnu bók- menntasambönd þjóða okkar, er tengi íslendinga og Breta vin- áttuböndum. Skyld bókmennta- arfieifð varpi Ijóma á fyrri alda sögu þjóðanna beggja. Forsetahjónin héldu til Bret- lands 18. nóv. sl. og hin opin- bera heimsókn þeirra stóð f fjóra daga. Síðan hafa þau dval- izt í London og m>a. setið boði Jacks Hambros, stjórnarfor- manns Hambrosbanka, „British School Exploring Society" og rektors Lundúnaháskóla, Sir Igox Evans. Eins og áður segir dveljast forsetahjónin í Skotlandi til þriðjudags, en þá halda þau heimleiðis. Hátíðahöld stúdenta 1. desember — Rannsókn Framhald af bls. 1. í Dallas að hér megi ef til vill finna þá lausn, sem leitað er að, því Ruby hefur haldið því fram að hann hafi ekki þekkt Oswald. í NEW YORK Blöð í New York segja frá því að Iögreglan rannsaki nú fregnir um að Oswald hafi, eftir komuna frá Sovétríkjunum, dvlaið um skeið þar í borg og komizt i samband við öfgasinn- aða andstæðinga Kennedys í kynþáttamálum. Einnig segir New York Times að meðan Os- wald bjó í New Orleans í sumar hafi hann verið tíður gestur í bókasafni borgarinnar. Þar á Oswald m. a. að hafa fengið lánaðar bækur um Kennedy, launmorð, múrinn í Berlin, Mao Tse-tung og ástandið í Sovét- ríkjunum. Ei«n bókanna fjallaði um morðið á þingmanninum Huey Long frá Louisíanaríki. Þá segir blaðið að í eina bókanna, sem Oswald fékk að Iáni, hafi verið límdur miði með áletruðu nafni samtaka Kúbusinna í New Orleans. Vikuritið The Village Voice, sem gefið er út í Greenwich Vill age í New York, segir að eftir að kunnugt var um dvöl Oswalds í New York, hafi ríkislögreglan hafið víðtækar rannsóknir í þessu borgarhverfi. Eftir heim- komuna á Oswald að hafa haft samband við hægrisinina einn í Greenwich Village, og hefur maður sá, sem lét lögregluna vita um málið, sagt sig þekkja bæði Oswald og þennan kunn- ingja hans vegrta þess að allir þrír voru saman í hemum. HÁTÉDARNEFND stúdenta, sú sem sér um hátíðahöldin 1. des- emiber, boðaði blaðamenn á sinn fu-nd að Hótel Borg í gær og jskýrði þeim frá tilfhögun þeirra Ibátíðahalda, sem háskólastúdent ar gangast fyrir 1. desemiber að vanda. Að þessu sinni náð- ist algjört samkomulag um aðal- ræðumenn dagsins, sem og annað fyrirkomuilag háitíðaíhaildanna, en eem kunnugt er, hefur val ræðu- mannsins oft orðið mikið mis- klíðarefni meðal stúdenta. Dagskrá hátíðarhaldanna 1. des. verður sem hér segir: KL 10.30: Guðsþjónusta í kapellu há- skólans. Sigurður K. G. Sigurðs- son stud. theol prédikar. Séra Þoreteinn Björnsison þjónar fyrir altari. Kór guðfræðisfcúdenta syngur, við orgelið verður Fáll Kr. Pálsson. Kl. 14.00.: Samkoima í hátiða- sal háskólans. 1. Hrafn Bragason, situd. jur., formaður hátíðanefndair, setúr Gunnar Thoroddsen saimkoiniuna. 2. Flutt verður á veguim Mi* ica Nova verkið „Haustliitir*' (Steinn Steinarr in memoriam), samið 1959. Höfundurinn, Þor- kell Sigurbjörnsson, stjórnar flutningnum. 3. Dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, flytur ræðu: ,3taða einstaklingsins í nútíma þjóðfé- lagi". 4. Flutt verður annað tónverk á veguim „Musica Nova" Kaden- |sar SBimið 1093. Höfundurinn, Leifur Þórarinsson stjórnar flutn ingi. Kl. 19.00: Kvöldfagnaouir að Hótel Borg. Sameiginlegt borð- ihald. Samkvæimisklæðnaður. 1. Ávarp: Eilert B. Scram, stud jur., formaður Studentaráðs Há- gkóla íslands. 2. Ræða: Sigurður Líndal, fuQ- trúi borgardómara. 3. Einisöngur: Ungfrú Bento Ruager. Undirleik annast dr. Róbert A. Ottósson. 4. Flutt verða minni 5. Gamaniþáttur: Jón Gunn- laugsson og Karl Guðmundsson. 6. Almennur söngur. 7. Dansað til kS. 3 að morgni., Veizlustjóri verður Halldór Blönda.1, stud. jur. Aðgöngumiðar að kvöldfagnaðinuim verða seldir á Hótel Borg laugard. 30. nóv, kl. 15.00 — 17.00 og sunnudag 1, des. kl. 15.30 — 17.00. í hátíðarnefnd stúdenta eiga sæti að þessu sinni: Hrafn Bragason, stud. jur. for- imaður, Jakob Þ. Möller, etud. jur. gjaddkeri, Björn Teitsson, stud. mag. ritari, Hrafn Johnsen, stud. odont. og Rögnvaldur Hann- esson, stud. jur. Gunnar Thoroddsen ræðumaður á Fxillveldisfagnaði Stúdentafélagsins FULLVELDISFAGNAÐUR Stú- dentafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Borg laugar- dagskvöld. Ræðumaður kvölds- ins verður Gunnar Thoroddsen, fj ármálaráðherra. Skemmtiatriði eru eimsöngur, sem Jón Sigurbjörnsson, óperu- söngvari, annast og leikþáttur í gamanstíl, sem þeir Karl Guð- mundsson og Jón Gunnlaugsson sjá um. Fagnaðurinn hefst með borð- haldi kl. 7 og eru rjúpur og annar veizlumatur á borðum. Aðgöngumiðar fást í bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar. Jou Sigurbjörnssoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.