Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fostu'dagur 29. nðv. 1963 Þorsteinn með dúfurnar sínar. Til vinstri sést lásinn, sem brotinn var upp, er dúfurnar hurfu. 10 dúfur svelta í hel FJÓRTÁN ára drengur, Þor- steinn Geirsson, að Þórs- hamri á Seltjarnamesi, sem um nokkurra ára skeið hefur átt dúfur, varð fyrir því, að 10 þeirra var stolið frá hon- um fyrir 2 mánuðum. f gaer bar svo við, að tveir ungir drengir komu með dúfuroar í kippu til Þorsteins, dauðar og mjög illa út leiknar. Sögð- ust drengirnir vera sendir af piltum, sem þeir nafngreindu, til þess að skila líkunum til eigandans. Faðir Þorsteins lét dýra- lækni skoða dúfumar. Var úr skurður hans sá, að þær hefðu soltið í hel, þar sem þær væm gersamlega hold- lausar. Er því ekki annað sýnt, en að piltamir hafi vilj andi frainið það ódæði að svelta dúfumar í hel. Málið er í rannsókn. Olíufélögin frrengja greiBslufrest - Bankarnir draga úr rekstrarlánum OLÍUFÉLÖGIN hafa sent við- skiptamönnum sínum bréf, þar sem þeim er tilkynnt að þrengt verði að greiðslufresti þeirra. — Byggist þetta á því, að olíufélög- in hafa fengið fyrirmæli um að minnka verulega útistandandi skuldir sínar og fá þau ekki fjármagn til að mæta aukinni rekstrarþörf fyrirtækjanna. Velta allra olíufélaganna er á ári nálægt 1000 millj. kr., en hins- vegar eiga félögin sáralítið eigið fé, þar sem þau hafa lengi búið við ströng verðlagsákvæði. Leið- ir þetta til þess að olíufélögin verða yfirleitt að taka sem mest upp staðgreiðsluviðskipti. í bréfi því sem olíufélögin hafa sent viðskiptamönnum sínum krefja þau þá um greiðslu eldri skulda og tilkynna að sömu regl- ur um greiðslufyrirkomulag muni gilda hjá öllum olíufélög- unum. 1 DJÚPA lægðin, sem var suð- með rigningu vestan lands og ur af Hvarfi í gær verður sunnan. Þess má geta að 500 væntanlega um 500 km suð- km er um það bil fjarlægðin vestur af íslandi um miðjan um endilangt ísland frá austrL dag I dag. Þá verður SA-átt til vesturs. Forsetinn býður 8ir Alec og Butler til IsBands Forsetahjónin halda heimleiðis a þriðjudag London 28. nóv. Emil Bjömsson og AP. í DAG var frá því skýrt, að forseti íslands Ásgeir Ásgeirs son hefði boðið Sir Alec Douglas- Home, forsætisráð- herra Breta, frú hans og Richard A. Butler^ utanríkis- ráðherra Breta, í opinbera heimsókn til íslands. Óvíst er hvenær þau munu þyggja boðið. Forsetahjónin héldu frá London í morgun til Leeds ásamt fylgdarliði sínu, og í dag sátu þau hádegisverðarboð Sir Rogers Stevens, rektors Leedsháskóla. Síðan heimsóttu þau Brotherton- bókasafnið og skoðuðu íslenzk- ar bækur, sem safnið á. Forseta- hjónin dveljast í Leeds í nótt, en á morgun halda þau til York og skoða m.a. dómkirkjuna þar, en um kvöldið koma þau til Edinborgar. Forsetahjónin eru væntanleg til íslands á þriðju- dag i næstu viku. Skrif brezkra blaða um for- setaheimsóknina hafa öll verið vinsamleg og af þeim má sjá, að blöðin telja heimsóknina inn- sigla endumýjaða vináttu þjóð- anna og marka tímamót í sam- skiptum þeirra. Mörg blöðin hafa getið þess, að þetta sé í fyrsta skipti, sem íslenzkur þjóðhöfð- ingi heimsæki Bretland. Hafa þau rætt um ágæta enskukunnáttu forsetans, og þekking hans á enskum bók- menntum og sögu, hefur vakið athygli. Biöð hvaðanæva á Bret- landseyjum hafa rætt forseta- heimsóknina og undanfarna daga hafa skozku blöðin fagnað vænt- anlegri komu forsetans til Edin- borgar. Meðan forsetahjónin dvölduzt í London bárust þeim margar — Rannsókn Framhald af bls. 1. í Dallas að hér megi ef til vill finna þá lausn, sem leitað er að, því Ruby hefur haldið því fram að hann hafi ekki þekkt Oswald. í NEW YORK Blöð í New York segja frá því að lögreglan rannsaki nú fregnir um að Oswald hafi, eftir komuna frá Sovétríkjunum, dvlaið um skeið þar í borg og komizt í samband við öfgasinn- aða andstæðinga Kennedys í kynþáttamálum. Einnig segir New York Times að meðan Os- wald bjó í New Orleans í sumar hafi hann verið tíður gestur í bókasafni borgarinnar. Þar á Oswald m. a. að hafa fengið lánaðar bækur um Kennedy, launmorð, múrinn í Berlín, Mao Tse-tung og ástandið í Sovét- ríkjunum. Ein bókanna fjallaði um morðið á þingmanninum Huey Long frá Louisianaríki. Þá segir blaðið að í eina bókanna, sem Oswald fékk að láni, hafi verið límdur miði með áletruðu nafni samtaka Kúbusinna 1 New Orleans. Vikuritið The Village Voice, sem gefið er út í Greenwich Vill age í New York, segir að eftir að kunnugt var um dvöl Oswalds í New York, hafi ríkislögreglan hafið víðtækar rannsóknir í þessu borgarhverfi. Eftir heim- komuna á Oswald að hafa haft samband við hægrisinna einn í Greenwich Village, og hefur maður sá, sem lét lögregluna vita um málið, sagt sig þekkja bæði Oswald og þennan bunn- ingja hans vegna þess að allir þrír voru saman í hermun. fagrar blómakörfur m.a. frá brezku forsætisráðherrahjónun- um og Sambandi bezkra togara- útgerðarmanna. Við brottförina frá London bárust forsetanum mörg kveðjubréf td. frá Sir Alec Douglas-Home, Richard A. Butler, Peter Thomas, aðstoðar- utanríkisráðherra, og fleiri for- vígismönnum brezku þjóðorinn- ar. Sir Alec gaf forsetanum verðmæta bók í kveðjuskyni og í kveðjubréfi hans segir, að hann sé sannfærður um að heimsókn forseta íslands til Bretlands hafi eflt vináttu Breta og íslendinga. í kveðjubréfi sínu, segir Butler, að forsetaheimsóknin muni ætíð minna hann á hin fcrnu bók- HÁTÍÐARNEFND stódenta, sú sem sér um hátíðahöldin 1. des- emiber, boðaði blaðamenn á sinn fund að Hótel Bor^ í gær og skýirði þeim frá tillhögun þeirra liátíðahalda, sem háskólastúdent ar gangast fyrir 1. desemiber að vanda. Að þessu sinni náð- ist algjört samkomulag um aðal- ræðumenn dagsins, sem og annað fyrirkomulag hátíðahaddanna, en sem kunnugt er, hefur val ræðu- mannsins oft orðið mikið mis- klíðarefni meðal stúdenta. Dagskrá hátíðarhaldanna 1. des. verður sem hér segir: KL 10.30: Guðsþjónusta í kapellu há- skólans. Sigurður K. G. Sigurðs- son stód. theol prédikar. Séra Þorsteinn Björnsson þjónar fyrir altari. Kór guðfræðistúdenta syngur, við orgelið verður Páll Kr. Pálsson. Kl. 14.00.: Samkoma í hátíða- sal háskólans. 1. Hrafn Bragason, stód. jur., formaður hátíðanefndar, setór Gunnar Thoroddsen FULLVELDISFAGNAÐUR Stú- dentafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Borg laugar- dagskvöld. Ræðumaður kvölds- ins verður Gunnar Thoroddsen, fj ármálaráðherra. Skemmtiatriði eru einsöngur, sem Jón Sigurbjömsson, óperu- söngvari, annast og leikþáttur í gamanstíl, sem þeir Karl Guð- mundsson og Jón Gunnlaugsson sjá um. Fagnaðurinn hefst með borð- haldi kl. 7 og eru rjúpur og annar veizlumatór á borðum. Aðgöngumiðar fást í bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar. menntasambönd þjóða okkar, er tengi íslendinga og Breta vin- áttuböndum. Skyld bókmennta- arfleifð varpi ljóma á fyrri alda sögu þjóðanna beggja. Forsetahjónin héldu til Bret- lands 18. nóv. sl. og hin opin- bera heimsókn þeirra slóð 1 fjóra daga. Síðan hafa þau dval- izt í London og m>a. setið boð Jacks Hambros, stjórnarfor- manns Hambrosbanka, „British School Exploring Society" og rektors Limdúnaháskóla, Sir Igor Evans. Eins og áður segir dveljast forsetahjónin í Skotlandi til þriðjudags, en þá halda þau heimleiðis. samkomuna. 2. Flutt verður á veguim Mus- ica Nova verkið „HaústlitiP* (Steinn Steinarr in miemoriam), samið 1959. Höfundurinn, Þor- kell Sigurbjörnsson, stjórnar flutningnum. 3. Dr. Brodidi Jóhannesson, skólastjóri, flytur ræðu: „Staða einstaklingsins í nútíma þjóðfé- lagi”. 4. Flutt verður annað tónveric á vegum „Musica Nova” Kaden- |sar samið 1963. Höfundurinn, Leifur Þórarinsson stjórnar ftótn ingi. Kl. 19.00: Kvöldfagnaðuir að Hótel Borg. Sameiginlegt borð- ihald. Samkvæmisklæðnaður. 1. Ávarp: Eilert B. Scram, stud jur., formaður Stódentaráðs Há- skóla íslands. 2. Ræða: Siguxður Líndal, full- trúi borgardómara. 3. Einsöngur: Ungfrú Bente Ruager. Undirleik annast dr. Róbert A. Ottósson. 4. Flutt verða minni 5. Gamaniþáttór: Jón Gunn- laugsson og Karl Guðmundsson. 6. Almennur söngur. 7. Dansað til M. 3 að morgni. Veizlustjóri verður Halldór Blöndal, stod. jur. Aðgöngumiðar að kvöldfagnaðinum verða seldir á Hótel Borg laugard. 30. nóv. kl. 15.00 — 17.00 og sunnudag L des. kl. 15.30 — 17.00. í hátíðamefnd stúdenta ei-ga sæti að þessu sinni: Hrafn Bragason, stud. jur. for- rnaður, Jaköb Þ. Möller, stod. jur. gjaildkeri, Björn Teitsson, stud. mag. ritari, Hrafn Johnsen, stód. odont. og Rögnvaldur Hann- esson, stud. jur. Jón Sigurbjörnsson Hátíðahöld stúdenta 1. desember Ganoar Thoroddsen ræðumaður á Fullveldisfagnaði Stúdentafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.