Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 6
j||OI?rrrM»f aqið Föstudagur 29. nóv. 1963 Hart í bak' hefur slegio öll met Sýíit í 150. sinn í gærkveldi STJÓRN Leikfélags Reykjavík- ur ræddi við blaðamenn sl. þriðjudag í tilefni af því að í gærkveldi var 150. sýningín á leikritinu „Hart í bak" eftir Jökul Jakobsson. Hefur leikritið þegar slegið öll met hjá Leik- félaginu, hvað sýnintfafjölda hér í Reykjavík snertir, og er þó enn ekkert lát á sýningum né að sókn að leikritinu. Leikfélagið byrjaði að æfa leikrit þetta í apríl 1962 og munu æfingar hafa verið um Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki Jónatans. 100 talsins, og er það óvenju- mikill æfingafjöldi. Gísli Hall- dórsson er leikstjóri. Hann tjáði fréttamönnum, að það væri að sjálfsögðu mun meira verk að æfa leikrit eftir íslenzkan höf- und, sem hvergi hefði verði sýnt annars staðar, heldur en færa upp erlent verk, sem hefði þegar verið mótag í meðförum í fjölda erlendra leikhúsa. Aðspurður uim það, bvort „Hart í bak" hefði breytzt óvenju mikið í meðförum, frá því sem það var frá höfundar hendi, svaraði hann því til, að svo væri með flest eða öll leik- rit að þau tækju meiri og og minni breytingum frá þvi er höfundur samdi þau og þar til þau væru sýnd. Lægi slíkt í hlutarins eðli og helgaðist af skapandi anda leiklistarinnar sjálfrar. Hann kvað Jökul Jak- obsson hafa verið viðstaddan flestar eða allar æfingar á leik- ritinu, og staðið að breyting- unum ásamt leiksitjóra og leik- endum. „Hart í bak" var frumsýnt 11. nóv. 1962. Fréttaménn spurðu Jökuil Jakobsson, sem mættur var á fundinum, hvort leikritið stydd- ist vig nokkrar ákveðnar sögu- legar heimildir. Hann kvað svo ekki vera, leikritið styddist ekki a. m. k. við neinar meðvitaðar söguleg- ar heimildir, enda þótt það væri ekki fremur en önnur skáldverk gripið algjöríega úr lausu lofti. Jöfeull upplýsti, að hann hefði haft ákveðna leikara í huga, er hann mótaði sumar persónur leikritsins, og mun Slíkt ekíki óalgengt með leikritahöfunda. Þetta er annað leikrit Jöfouls, sem sett hefur verið á svið, hitt var Pókók, sem Leikfélagið sýndi 1961. Næstu verkefní. Um mánaðamótin sept-okt, hóf Leikfélagið æfingar á nýju leikriti eftir franska skáldið Jean Poul Sartre, nefnist það „Fangarnir í Altona". Verður það frumsýnt á þriðja í jólum. Leikendur eru þar 9, en með stærstu hlutverkin fara Brynj- ólfur Jóhannesson, Helgi Skúla- son, Guðmundur Pálsson, Sigr- íður Hagalín og Helga Baeh- mann. Leikrit þetta hefur verið sýnt víða um heim við mikla hylli. Er hér um stórt verk að ræða, os er sýningarbími um fjórir tímar. Sigfús Daðason þýddi leik- ritið. Þá hyggst Leikfélagið hefja sýningar um miðjan janúar á leikritinu: Sunnudagur í New York, eftir Bandaríkjamanninn Norman Krasna, í þýðingu Lofts Guðmundssonar. Er það mjög vinsælt gamanleikrit, og er t d. sýnt í París um þebta leyti, og hefur hlotið miklar vin sældir. Loks stendur til, að írski leik- stjórinn, Tbomas MacAnna komi hingað í janúar og hefji undirbúning að sýningum á leik ritinu: Romeo og Julia efttir Dagvistir við skóla ÁKVEÐIÐ hefur verið, að dag- vistir verði starfræktar í Laugar- nesskóla og húsi KFUM og K við Holtaveg. Starfstími dagvista þessara er frá kl. 8—5 alla virka daga, er skólar starfa, fyrir börn á aldrin- um 7—9 ára. Ætlast er til, að þarna geti börnin dvalizt utan skólatíma vi3 leiki, föndur og heimanám. í dagvistinni við Holtaveg er mánaðargjaldið kr. 750.00 fyrir einstakling, en í Laugarnesskóla er gjaldið kr. 1000.00 og er þar innifalin ein heit máltíð á dag. Að öðru leyti verða börnin að hafa með sér brauðpakka, en geta fengið keypta mjólk á staðnum. Allar nánari upplýsingar eru veittar í fræðsluskrifstofu Reykja víkur, en þangað skal skila skrif- legum umsóknum. (Frá fræðsluskrifstofu Reykjavíkur) Guðrún Ásmundsdóttir og Borgar Garðarsson í hlutverki elsk- endanna. Shakespeare í þýðing-u Helga Hálfdánarsonar. Munu sýningar á þvi væntanlega hefjast seint í vetur. Stjórn Leikfélags Reykjavikur er þannig skipuð: Helgi Skúlason, formaður. SteindÓT Hjörleifsson, ritari Guðmundur Pálsson Leik(h(ú*stj6ri er Sveinn Einarsson. Ný gerð hentugra talstöðva STEFÁN Magnússon, framkvstj. bifreiðastöðvarinnar Hreyfils, boðaði fréttamenn á sinn fund sl. miðvikudag og kynnti fyrir þeim nýja gerð talstöðvatækja, frá Storno-talstöðvafirmanu í Kaup- mannahöfn. Var þar og mættur Olav Steen Christensen, sölustjóri hjá ofannefndu fyrirtæki. Tæki þessi, sem almennt munu ganga undir nafninu „Walkie- talkie", eru miklu minni en tal- stöðvatæki þau, sem leigubifreið- ir hafa notað hér undanfarin ár, og því þægilegri í meðförum. Er þægilegt að flytja þau í vasa sín- um. Benti Stefán Magnússon á, að þau gætu jafnvel verið hentug fyrir blaðamenn, er þeir væru á ferðalagi að afla frétta og þyrftu að hafa greitt og gött samband við ritstjórnina. Framleiðsla þessara tækja mun eigi hefjast fyrr en á næsta ári, og var það einungis sýnishorn, sem blaðamönnum var sýnt nú. Gizkað er á, að hvert tæki muni kosta um 40,000 ísl kr. hingað komið. Ve^abréfsáritun afnumin M E Ð orðsendingaskiptum milll sendiráðs íslands og Portúgals í London, hefur verið gengið frá samkomulagi um gagnkvæmt af- nám vegabréfsáritana milli ís- lands og Portúgal. Samkomulag þetta gengur í gildi 15. október 1963. Samkomulagið gildir fyrir ís- lenzka og portúgalska ríkisborg- ara, sem vilja ferðast milli land- anna, til allt að tveggja mánaða dvalar. Storno-talsötðvafirmað er ein- ungis deild úr „Det Store Nord- iske Telegraf Selskab" í Kaup- mannahöfn. Um 300 af 400—450 bílatalstöðvum hérlendis eru frá þessu firma. En þau tæki eru, eins og áður var getið miklu stærri og þyngri í meðförum, en ofannefnd tæki. • HVERJUM HEIMILAST NAFNGIFTIN ? „Vestmannaeyingur skrifar: „Mér var starsýnt á grein þína í Morgunblaðinu dagsotta 20. þ. m., því að þar eru þið Reyk- víkingar að stinga upp á, hvcð eyja sú, sem nú rís við Eyjar, eigi að heita. En ég vil nú meina það, að ykkur komi það hreint ekkert við. Ég hélt, að það væri okkar Vestmannaey- ingana að fá að ákveða nafn hennar. Því að hún tilheyrir Vestmannaeyjum en ekki Reykjavík eða öðrum stöðum á íslandi. Eða er ekki svo?" Velvakandi bendir á, að dálk- ar hans eru ætlaðir öllum ís- lendinguim, Reykvíkingur •. ag Vestimannaeyingum þeirra á meðal. Enda er það svo, að sumar tilögurnar, sem birzt hafa í dálkum hans, hafa ein- mitt komið frá Vestmannaeyj- um. Virðist þvi Vestmannaey- ingur þessi nokkuð hörundssár. Nafngift eyjarinnar kemur líka öllum íslendingum við, þótt rétt sé, að hún muni tilheyra lög- sagnarumdæmi Vestmannaeyja. Eða telur máske bréfritari Vest- mannaeyinga ekki til íslend- inga? • NÝ TILLAGA UM NAFN í>essar línur bárust okkur um nýtt nafn á eyjum. frægu: „Enn ein tillaga um nýju eyj- una í Atlantshafi. ef það, sem komið er, reyndist ekki not- hæft: Drekinn. 1 stjörnuspánni er drekinn tá'kn tímabilsins 24. okt. til 22. nóv., en 12. nóv. byrjaði gosið, sem kunnugt er.". I>essi tillaga er engan vaginn fráleit. Drekinn eða Drekaey. Bæði með tilliti til drekamerk- isins, svo og samlíikingarinnar við drekann, sem spúði eldi og eimyrju úr hvolfti sínum. Enn er eyjan að lögun eins og risa- stór drekakjaftur. Önnur tillaga heíur Velvak- anda borizt: Hverfei eða Hverf- ey. • KÆRI VELVAKANDI! Að afloknu prentairaveirkfalli og þar með dagblaðaleysi með- an á því stóð, f innst mér ég ekki geta látið hjá líða að þaklia Rik- isútvarpinu fyrir f r á b æ r a framimistöðu. Þaið var okkur hlustendum til mikilla þæginda hve fljótt út- varpið aðlagaði sig aðstæðunum og bókstaflega tótk að sár hlut- verk dagblaðanna. Með þakk- læti minnist ég þess hve þægi- legt var að bíóauglýsiogarnar skyldu allar veira lesnar í röð á ákveðnum tíma. Sömuleiðis var það snjallt hjá þekn að skýra frá nætuirvörðum í apótekum o. fl. þ. h. alltaf á sama tíman- uim, rétt fyrir fréttir. Þá var og alveg augljóst að fréttamenn út- varpsins lögðu á sig mikla auka vinnu til þess að hafa fréttirnair fullkomnari og betri en áður. Lenging fréttatímans var líka áreiðanlega vel þegin af fleiri en einum. í fáum orðum sagt: útvaxpið okkar brást svo sann- arlega ekki vonum okkar í þetta sinn fremiur en endiranær. Þeesi igóða stofnun lætur aldrei á sér bilbug finna, alltaf skal hún standa sig alvag eins og við er búizt. „HaUvarður,, *=*!& -..—.— 'ft-Vvi . * ¦ i/ r ¦ *» " *• -I ÞURRHLÖDUR KRL' ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467. Jl'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.