Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 12
12 ✓ MORGUNBLAÐID t Fostudagur 29. nðv. 1963 títgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom'áð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðslá: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiU. ÞROTTMIKILL LANDBÚNAÐUR l^að er vissulega gleðileg staðreynd, sem Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra benti á í ræðu á Alþingi í fyrradag, að á síðustu árum, sérstaklega á valdatímabili Viðreisnarstjórnarinnar hef- ur framleiðsla landbúnaðar- * afurða farið mjög vaxandi. Árið 1959 var mjólkurfram- leiðslan til dæmis rúmlega 93 millj. lítra en á sl. ári, árið 1962, nam mjólkurframleiðsl- an 113 millj. lítra. Vitað er að mjólkurframleiðslan mun aukast verulega á þessu ári, þrátt fyrir það, að árferði hef- ur ekki verið landbúnaðinum sérstaklega hagstætt. Framleiðsla sauðfjárafurða hefur einnig vaxið verulega. Óhætt er að fullyrða að framleiðsluaukningin hjá landbúnaðinum rekur í ríkum mæli rætur sínar til viðreisn- arstefnunnar. Jafnvægi í ís- lenzkum efnahagsmálum er ekki síður nauðsynlegt fyrir landbúnaðinn en aðrar at- vinnugreinar. Stórfelld efling lánastofnana landbúnaðarins undir forystu Viðreisnarstjórn arinnar hefur einnig átt ríkan þátt í að bæta aðstöðu bænda til umbóta á býlum sínum. Ræktuniri hefur haldið áfram að aukast og fjöldi bænda hefur byggt íbúðar- og pen- ingshús á jörðum sínum. Það er líka ánægjulegt að ‘ býlum er nú tekið að fjölga nokkuð í landinu. Þetta hefur gerzt þrátt fyrir það að all- margar jarðir hafa farið í eyði. En í stað þeirra hafa komið nýbýli, sum með all- mikla framleiðslu. Það er rétt sem landbúnað- arráðherra benti á, að á valda tímabili vinstri stjórnarinnar áttu bændur við mikla erfið- leika að etja. Afleiðingak þess urðu m.a., að framleiðslan drógst sajpian. Þannig varð til dæmis að flytja inn smjör í - ársbyrjun 1960. Sögðu þar til sín áhrif frá stefnu vinstri stjórnarinnar. Bændur vant- aði stundum 10% af grund- vallarverði mjólkur á valda- tímabili vinstri stjórnarinnar. Nú væri hinsvegar svo komið, að flutt væri út mjólk- uTddft og ostar, án þess að bændur þyrftu að bera hall- ann af þvL Undirbúningur er einnig hafinn að útflutningi smjörs. Núverandi ríkisstjóm hef- ur gert sér ljóst, að til þess að landbúnaðurinn geti rækt hlutverk sitt í íslenzkum þjóðarbúskap, þurfa bændur að búa við góða og örugga af komu. Þeir þurfa að geta haldið áfram að auka fram- leiðslu sína, og hiklaust ber að stefna að því að ryðja íslenzk- um landbúnaðarvörum til rúms á erlendum mörkuðum. Blómlegur og vel rekinn land- búnaðurinn er íslenzku þjóð- inni lífsnauðsyn. VERÐMÆTARI VÖRUR FVamleiðsla íslenzkra land- 4 búnaðarafurða getur að sjálfsögðu orðið miklu verð- mætari með því að vinna meira úr afurðunum en nú er gert. Landbúnaðarráðherra vakti athygli á því í fyrr- greindri ræðu sinn„ að árið 1961 hafa verið fluttar út saltaðar gærur fyrir rúmlega 95 millj. kr. Ef allt það magn hefði verið loðsútað þá hefði verðmæti gæranna tvöfaldazt og numið um 192 millj. kr. Svipað mætti segaj um ís- lenzku ullina. Full vinnsla hér á landi mundi margfalda verðmæti hennar. Athugun færi nú fram á því, sagði Ing- ólfur Jónsson, hvernig fund- in yrði aðferð til þess að skilja þel ullarinnar frá toginu. Verksmiðja til þess að vinna þetta verk mundi að vísu kosta um 150 millj. kr., eftir að aðferðin hefði verið fund- in. En með slíkum iðnaði væri hægt að margfalda verð msfti íslenzkrar ullar. Landbúnaðarráðherra minntist einnig á skinnafram- leiðslu og kindagarnir og þá verðmætisaukningu, sem væri fólgin í að vinna úr þess- um landbúnaðarvörum hér á landi. Öll þessi mál ber að athuga gaumgæfilega. Á sama hátt og við íslendingar höfum margfaldað verðmæti sjávar- afurða okkar með auknum iðnaði og vinnslu hráefnisins, verðum við að hagnýta sem bezt við megum þær afurðir, sem landbúnaðurinn fram- leiðir. Það mun eiga sinn þátt í að auka arðinn af starfi þjóð arheildarinnar og leggja traustari grundvöll að góðum og stöðugt batnandi líískjör- um í landinu Konan á myndinni er Margarete Klosa, 42 ara. Hún var dæmd í 9 ára nauðungarvinnu fyrir nokkr- um dögum. Hún átti heima í V-Berlín, og kom upp um 400 njósnara, sem störfuðu á vegum vest- rænna landa í A-Berlín. Fyrir þjónustu sína fékk konan rúmar 40.000 ísl. krónur. M.a. sveik hún. bróður sinn, 35 ára, í hendur kommúnistum. Þeir dæmdu hann til lífstíðarfangelsis. Gögnunum, sem komu upp um njósnarana, stal hún frá bróður sínum. Hittast Johnson oy Krúsjeff bráðlega? NOKKRIR bandarískir þingmenn hafa látið þá skoðun sína í ljós, að heppilegt muni vera, að þeir Johnson, hinn nýi Bandáríkjafor- seti og Krúsjeff hittist bráðlega, svo þeir geti kynnzt persónulega. Aðrir þingmenn telja, að slíkt sé ekki aðkallandi, en hafa þó ekki á móti því síðar, er tækifæri( gefst. Fyrstu afskipti hins nýja for- seta a,f utanríkismálum voru þau, að hann lýsti yfir áframhaldandi stuðningi við stjórn Suður- Viet-nam, og hvatti bandaríska borgara þar í landi, til að veita hinni nýju stjórn stuðning, svo hún gæti sem fyrst sigrazt á skæruliðum kommúnista. John- son gerir ráð fyrir þvi, að við árslok 1965 verði ekki lengur þörf fyrir bandaríska hermenn í Suður-Vietnam. Hickenlooper, öldungadoildar- þingmaður, sagði um væntanlega utanríkisstefnu Johnsons, að ekki væri ólíklegt, að hann yrði öllu harðskeyttari gagnvart hinum al- þjóðiega kommúnisma en hinn látni forseti. Taldi hann, að Johnson hefði „praktiskari" af- stöðu til hættunnar af hinum al- þjóðlega kommúnisma. Johnson forseti hefur hins vegar lýst því yfir, að hann muni fylgja fordæmi fyrirrennara sín* um stefnuna í utanríkismálum. INIýr gervi- hnöttur USA Canaveralhöfða 27. nóv. (NTB) í DAG var skotið á loft frá Cana veralhöfða gervihnetti, sem nefndur hefur verið „IMP“. Á honum eru mælitæki, sem rann- saka eiga geislun í háloftunum og talið er að upplýsingarnar, serr. hann sendir til jarðar, komi að gagni í sambandi við geim- ferðir í framtíðinni, og fyrst og fremst tunglferðina, sem Banda- rtkjamenn hyggjast fara fyrir 1970. Verkföll i Frakklandi París 27. nóv. NTB. 350 þús. járnbrautarstarfsmenn í Frakklandi gerðu verkfall í dag til þess að mótmæla ákvörð- un stjórnar landsins um kaupbind ingu. Verkfallið átti að standa í 34 klukkustundir. Fjöldi franskra námumanna hóf í dag sólar- hringsverkfall til að mótmæla kaupbindingunni, en hún er lið- ur í tilraun stjórnarinnar til þess að stöðva verðbólgnþróun í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.