Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 29 nðv. 196° MORCUNBLAÐIÐ HVÁDA risaskepna er það, sem þarna hefur orðið afvelta'' Það er nýjasti vélkrani Vestmannaeyja, eem lagðist skyndilega fyrir, eins og sjá má á myndinni, fyrir nokkrum dögum. Verið var að Yinna með krananum á sléttri götu við blokkir, sem verið er að byggja, þegar hann hné hægt og rólega út af. Ekki urðu slys á mönnum, en bíllinn, sctn sést á myndinni, skemmdist nokkuð, og dældaðist búsþakið töluvert. — Ekki er gott að segja, hvað fyrir hefur komið, nema hvað þyngd- arpunkturinn hefur orðið fullframarlega. (Ljósm.: Mbl. Sigurgeir). Syngi, syngi svanir mínir Frá Guðspekifélagtnu Fundur verð- nr haldinn í stúkunni Septímu i kvöld kl. 8.30 i húsi félagsins Ingóifs- stræti 22. Fundarefni: Grétar Fells flytur erindi, sem hann nefnir: Ham- inguleiðin. Hljómlist. Kaffi. Frá Dómkirkjunni. Aðventukvöld kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður n.k. sunnudag 1. des. kl. 8.30 Efnisskráin er að vanda fjölbreytt. Dr. Páll ísólfsson leikur á kirkjuorgelið Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Páls Pampichler. Páll Kolka læknir ílytur erindi. Barnakór undir stjórn frk. Guðrúnar Þorsteinsdóttur syng- ¦ur. Við hljóðfærið er dr. Páll ísólis- son. Skrifstofa áfengisvarnarnefndar Reykjavikur er i Vonarstræti 8 (bak- hús), opin frá kl. 5—7 e.h. nema laugardaga, sími 19282. Skrifstofa Áfengisvarnanefndar Kvenna er í Vonarstræti 8 (bakhús) opin á þriðjudögum og iöstudögum kl. 3—5 e.h. sími, 19262. K.F.U.K. Félagskonur munið bazar inn sem verður laugardaginn 7. des. n.k. Umfram handavinnu og aðra baz- armuni eru kökur vel þegnar. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins: Skoðanabeiðnum veitt móttaka dga- lega 1 síma 10260 kl. 2—4, nema laug- ardaga. Minningarspjöld Barnaheimilissjóðs fást 1 Bókabúð tsafoldar, Austur- stræti S Rauði Kross íslands tilkynnir, að eöfnun til bágstaddra á Kúbu, Trini- dad og Tóbaccó vegna fellibylsins Flóru, ljúki næst komandi föstudag. Vinsamlcgast sendið framlag yðar á íkrifstofu Rauða krossins eða til dag- blaðanna í Reykjavik. Stjórn Rauða krossini. Skógræktarfélag Mosfellshrepps: — Munið bazarinn að Hlégarði sunnu- daginn 8. des. n.k. Margt góðra muna til jólagjafa. Þeir, sem vildu gefa muni skili þeim sem fyrst til bazar- nefndar eða stjórnar, Minningarspjöld Blómsveigssjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur fást keypt í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, frk. Guðfinnu Jóns- dóttur, Mýrarholti viö Bakkastíg, hjá írú Guðrúnu Jóhannsdóttur, Ásvalla- götu 24, Skóverzlun Lárusar G. Lúð- vigssonar, Bankastræti 5, frú Guðrúnu Benediktsdóttur, Laugarásvegi 49, frú Emeliu Sighvatsdóttur, Teigagerði 17, og frú Áslaugu Ágústsdóttur, Lækj- argötu 12 B. 20. nóv kom óvæntur gestur til Vestmannaeyja, merktur álftarungi. Fyrst sást hann á sjónum, innan hafnar, en síðan tok hann land og iallaði eftir malbikinu á Strandveginum, sem er mesta umíerðargútan í Eyjum. Hvorki gaf hún stefnuljós né fór eftir umferðarreglum, heldur kjagaði hún áfram og hvæsti á nærstadda, unz hún var handsömuð. Þegar Friðrik Jesson, hinn áhugasami fuglaskoðari, athug- aði á'ftarungann, kom í ljós, að hann var eitthvað lítils háttar veikur eða dasaður, enda grálúsugur, sem er merki veikra fugla. Grindhoraður var hann, en samt allvel spræk- ur. Vestmannaeyingai töldu, að álftin væri komin til að undirbúa nýtt varptand á nýju eynni og gáfu henni nafnið „gosáiftin" Bjuggust þeir við, að hún væri ættuð frá Reykjavíkurtjörn, en í »jós hefur komið, að unginn er einn af 50 svönum, sem merktir voru á Arnarvatnsheiði í sumar sem leið. (Ljósm.: Mbl. Sigurgeir). + Gengið + 19. nóvember 1963. Kaup Sala 1 enskt pund _._____ 120.16 120,46 1 Bandaríkjadollar .„ 42.95 43.06 1 Kanadadollar _...„.._ 39,80 39,91 100 Danskar kr......... 622,46 624,06 100 Norskar kr......... 600,09 601,63 100 Sænskar kr ....__. 827,70 829,85 100 Finnsk mörk _ 1.335,72 1.339,14 100 Franskir fr. _........_ 876.40 878.64 100 Svissn. frankar .._ 99a.53 996.08 100 V-þýzk mörk __ 1,079,83 1.082,59 100 Austurr. seh. _,„ 166,18 166,60 100 Gyilinl .............___1.191,81 1.194,87 100 Belg. franki „_ 86,17 86,39 só N/EST bezti Eftirfarandi klausa birtist í Tímanum í gær. Hún skýrir sig sjálf. Stjórnmáíasamstarf íhalds- og krata á íslandi á því einfaldlega rót sína að rekja til þess, að Alþýðuflokkurinn hefur horfið frá fyrri stefnuskrá sinni, sósíalismanum, og tileinkað sér hina örgustu íhaldsstefnu. Flokkurinn hefur svikið stefnuna og um leið kjós- endur sína, launþegana, og lijálpað íhaldinu í ríkum mæli til þess að koma á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í heiminum. Dömur Módel kvöldkjólar nr. 12 til sölu á Bárugötu 38 1. hæð e. h. — Sími 1745P Vespa Vespa til sölu. Sími 13598. HEIMAVINNA Ung kona óskar eftir heima- vinnu margt kemwr til greina. Upplýsinigar í síma 40942 föstudaig og laugardag eftir kl. 2. Notuð eldavél óskast til kaups (Rafha milligerð). Uppl. í síma 22510. Hjón í Ameríku konan íslonzk, óska eftir kjörbarni, má vara 1—3 mánaða. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Kjörbarn - 3300". Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Dún- og gæsa- dúnsængur og koddar fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhrelnsunin Vatnsstíg 3. — Sími 18740. VISUKORN Jón Pálmason frá Akri fyrr- um alþingismaður og ráðherra átti 75 ára afmæli í gær. Hann flutti gestum sínum þessa vísu: Ykkar æðstu forsjón fel framtíð megi skarta. Lifið heil og lifið vel langa ævi og bjarta. Þá steig í stólinn Karl Krist- jánsson alþingismaður og lands- kunnur hagyrðingur og flutti þessar vísur til Jóns: Jr'rjálsmannlegur í ferðum færastur allra að sjá er þó með á sínum herðum alla fjórðunga þrjá. Ekki hræðist hann ellilokin og ekki er hann hokinn hann verður ungur í aldarlokin. Orð spekinnar Sérhver sönn kona er drottn- ing á heimili sínu. Anatole France. vorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Sorgarkjör, Borgargerbi Söluturn í fullum gangi á hitaveitusvæði í Austurborginni til sölu. Nánari uppl. gefur: IMýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300 kl. 7.30 — 8.30 sími 18546. Til sölu VOLVO áætlunarbifreið 26 farþega, smíðaár 1938, ný- sprautuð með Chevrolet vél. KAISER fólksbifreið smíðaár 1954, skinnklædd að inn- an. Selst með nýuppgerða vél, óísett. Bifreiðarnar seljast ódýrt, miðað við staðgreiðslu, Upplýsingar gefnar í síma 18585. Bifreiðastóð Steindórs ForstöBukonustaða Staða forstöðukonu (yfirhjúkrunarkonu) í Vífils- staðahæli er laus til umsóknar frá 1. janúar 1964. Laun samkvæmt 19. launaflokki. Sé umsækjandi í föstu starfi og bundinn ákveðnum uppsagnartíma verður í slíku tilfelli sýnd full tillitssemi. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapp- arstíg 29, fyrir 20. desember n.k, Reykjavík, 27. nóvember 1963. Skrifstofa rikisspítalanna. Leiguhúsnœði Höfum verið beðnir um að sjá um útleigu á góðu húsnæði í Holtunum, sem nota má fyrir léttan :ðnað, skrifstofur o.fL Upplýsingar gefa: Lögmenn Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Tryggvagötu 8, Reykjavík, sími 1-1164 og 2-2801.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.