Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID TOstudagur nðv. Í993 I Skortur fjármagns og sam starfs ógnar starfi FRÍ Starfið óx á liðnu ári þrátt fyrir miklar hindranir ÞING Frjálsíþróttasambandsins var haldið um s.l. helgi eins og drepið hefur verið á. í skýrslu stjórnar segir m. a. svo að á næsta sumri verði helztu við- burðirnir; meistaramótin í hin- um ýmsu aldursflokkum, Ungl- ingakeppni FRÍ í ágúst og lands keppni íslendinga við lið Vestur Noregs sem verður í Reykjavík um mánaðamótin júli—ágúst. Á erl. vettvangi gnæfa Olympíu- leikirnir í Tokíó yfir allt og er það von FRÍ að ísl. íþróttamenn taki þátt í leikunum, en val kepp enda íslands hefur enn ekki far- ið fram. Skýrslu FRÍ, sem er umfengs- mikil, er skipt í marga kafla. Stjórnin sat 34 bókaða fundi á árinu. Sambandsaðilamir eru 26 íþróttabandalög, héraðs og ung- mennasambönd. Innan FRÍ störf uðu að venju tvær fastanefndir, iaganefnd og útbreiðslunefnd og auk þess framkv.nefnd vegna landskepp® Dana og íslendinga. + Veikasti hlekkurinn í kaflanum um „Samstarfið við sambandsaðila" er drepið á veikasta hlekkinn í starfi FRÍ og sagt að „heildin af sambandsaðilum hefur ekki nægjanlega starfskrafta til að sinna hinu frjálsa starfi, sem skyldi. Þó hefur á s.l. 2 árum orðið ánægjuleg breyting til batnaðar hjá nokkrum sam- bandsaðilum enda hefur gróskan í starfi þeirra gefið augljósan árangur á þessu ári. Sumir sambandsaðilar gera góð skil á skýrslum og svara greiðlega fyrirspumum og bréfum sem stjóm FRÍ beinir til þeirra. Hjá öðrum hefur dráttur orðið á að sinna þess- um skyldum og hefur það valdið stjóm FRÍ og fasta- nefndum ýmsum örðugleik- um í störfum fyrir heildina. í sjálfum höfuðstaðnum, þar sem fjölmennasti sam- bandsaðilinn er hefur frjáls- íþróttaráð ekki starfað á þessu starfsári. FRÍ gerði til- raun ásamt ÍBR til að koma þessu í lag og tókst munnlegt samkomulag að formenn frjálsíþróttadeilda félaganna skyldu annast störf frjáls- íþróttaráðs út þetta ár. Á Stjóm FRÍ hefur verið beð- in að útvega þjálfara út á land. Það er hryggileg staðreynd að stétt íþróttakennara, sem getur annazt þjálfun frjális- íþróttafólks er mjög fámenn og allir í föstum störfum. Mikil og krefjandi þörf er að leysa úr þessum vanda til bráðabirgða ef auka á útbreiðsiu frjálsíþrótta og hefur tekizt náin samvinna við ÍSÍ um að koma á námskeið- um fyrir væntanlega leiðbein- endur. Á FRÍ telur að a-uba mætti samstarf aðila ef með ein- hverju móti væri hægt að kosta erindreka eða landsyfirþjálfara. Til þess þarf verulegt fjármagn sem ekki er fyrir hendL Á Stjórn FRÍ vonar að úr þess um bráða vanda FRÍ sem að sumu leyti hefur haft mjög lam- andi áhrif á heildarstarfið rætist fljótt en til þess þarf meira en fjármagnið eitt. í>að þarf gagn- kvæman vilja og samstillt tök allra sambandisaðila. í skýrslu FRÍ er ÍSÍ þökkuð góð og náin samvinna. Sagt er frá fulltrúum FRÍ á ráðstefnum og í nefndum, rætt um mót á vegum FRÍ og heiðursmerkja- veitingar en 3 var nú veitt gull- merki, 5 silfurmerki og 7 eir- merki fyrir störf í þágu FRÍ. Rætt um velheppnaða Ungl- ingakeppni FRÍ og um þjálfun fræðslu og útbreiðslufundi sem haldnir voru bæði í Reykjavík og út um land. ic Fjárskortur Ljóst er af skýrslunni að starfsemi FRÍ inn á við sem út á við hefur vakið mjög. Unglingakeppnin gaf mjög góða raun. Árangur hinna eldri, bæði meðaltal 10 beztu í hverri grein og árangur 2 beztu í hverri grein var betri 1963 en var árið áður. At- hyglisvert er einnig hve áhugi hefur vaxið úti á landi og ekki síður hve þátttaka kvenna hefur aukizt. En, segir í skýrslunni, ef einhver von á að vera til að viðhalda starfinu og efla það enn frekar, verður hið opin- bera að skilja starf sérsam- bandanna og veita talsvert meira fé til þeirra en verið hefur. 28 met staðfest Loks fylgja sérskýrslur út- breiðslunefndar, sem Svavar Nýkjörin stjórn FRÍ. Sitjand i Bjöm Vilmundarson, Ingi Þorsteinsson formaður, Þorbj öm Pétursson. Standandi Örn Eiðsson, Jón M. Guðmundsson og Svavar Markússon. Á mynd ina vantar Höskuld Goða Karlsson. Armann—KR 67:50 ÁRMANN og KR mættust í Reykjavíkuirmótinu í körfu- knattleik í fyrrakvöld. Varð þetta hin mesta og harðasta barátta, enda þarna um tvö mjög góð og vel æfð lið að ræða. KR-ingar sem í fyrsta leik sínum skoruðu 100 stig gegn KFR tókst nú illa upp í byrj- un leiks og náðu aldrei að komast nær Ármennitngum en svo að sex stig skildu. Voru þeir nú venju fremur óheppnir með körfuskot og tókst aldrei að ná sér veru- lega á strik gegn Ármanns- liðinu. Lokastaðan varð 67 gegn 50 fyrir Ármann og mun ójafnari — og reyndar öfugt — við það sem margir höfðu búizt við. Ármann, KR og ÍR eru nú jöfn í meistaraflokki karla með tvö stig, en ÍR hefur aðeins leikið einn leik, en hin félögin tvo. Markússon veitti' formennsku og Laganefndar sem Örn Eiðsson var formaður fyrir. Laganefnd- in starðfesti 28 met þar af 4 sett 1963 en 24 frá fyrri árum. Báðar áttu þessar fastanefndir í miklum erfiðleikum vegna þesis hve samstarf sambandsaðila er slæmt. Hér með lýkur tilvitnunum og endursögnum úr skýrslu FRÍ, en ljóst er að það er ekki aðgengi- legt fyrir menn fulla áhuga til að auka og efla starfið að reka sig hvarvetna á himinháar hindr anir ýmist fjárhagslegar eða af slæmu félagslegu starfi í mann- margri sveit. MOLAR Bezti kúluvarpari Svía, Er« ik Uddebom, hefur sýnt mikla hæfileika í lytfingum. Nýlega varð hann Stokkhólmsmeistari í þungavigt og lyfti saman- lagt 402.5 kg (125 — 117.5 og 160 kg). Stúlkur oskast Stúlkur óskast til veiksmiðjustarfa nú þegar. Uppl. í verksmiðjunni. Hf. SAIMITAS 1 1 í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar ■ unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. LYNGHAGA s Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðslns eða 1 skrifstofu. i I Sími 2 2 4 8 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.