Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 13
í Laugardagur 30. nóv. 1963 MORGUNBLAÐID 13 Fleiri aögerðir þarf tii að fyrirbyggja ofþenslu * * Ræða Sverris Júlíussonar formanns L. I. IJ. EINS og frá var skýrt í blað- inu í gær hófst aðalfundur Landssambands íslenzkra út- vegsmanna hér í Reykjavík í fyrradag. Formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, flutti ræðu í upphatfi fundarins. Útdrátt- ur úr henni fer hér á eftir: í upphafi ræðu sinnar rakti formaður þær skipulagsbreyting- ar, sem gerðar voru á samband- inu á síðasta aðalfundi, sem hefðu beinzt að því að þjappa út- vegsmönnum saman, ekki sízt í kjaramálum, sagði hann í því eambandi: Ég þarf að sjálfsögðu ekki að Tekja ástæðuna fyrir nauðsyn á þeim breytingum, sem gjöra þurfti, en vil þó minna á, að í átökunum, sem urðu um kjara- eamningana á síldveiðum 1962 kom ótvírætt í ljós, að skipulags- breytinga var þörf. Það gat ekki Bamrýmst að félagsheildir í hinum ýmsu verstöðvum væru aðilar að sambandinu, og hins vegar hópur einstaklinga víðs vegar um landið. Komu þá hinir stórkostlegu vankantar í ljós, við formsatriði á uppsögn á nefnd- nm kjarasamningum, þegar fé- lagsdómur dæmdi á árinu 1962 kjarasamninga bindandi fyrir einstaklinga og jafnvel félög, Bem aldrei höfðu staðið að þeim samningsgjörðum, aldrei skrifað undir þá, en skráð skipverja sína eftir þeim samningi, sem gjörður var fyrir milligöngu LÍÚ og sjó- mannasamtakanna. Það, sem hér hefur verið nefnt, var önnur megin orsökin fyrir þeim lagabreytingum, sem gerð- ar voru, sem sagt, að allir með- limir LÍÚ væru beinir meðlimir I deildum þess. Svo og einnig það sjónarmið að fækka deildun- um, gjöra þær stærri og athafna- Bamari í félagsmálunum. í lögunum er gjört ráð fyrir að deildirnar yrðu í það minnsta 11, samt var þó út frá því geng- ið, að vegna staðhátta í nokkr- um landshlutum, mundi þurfa út af því að bregða, enda hefur reyndin orðið sú. í þeim félögum, sem stofnuð hafa verið, svo og þeim, er fyrir voru, voru þau skilyrði sett, að eftirfarandi skuldbindingar væru 6amþykktar af öllum félags- mönnum: 1. Félagið hafi fulla heimild til að fara með kjarasamninga við Btéttarfélög sjómanna fyrir fé- laga sína og undirrita slíka samn- inga þannig, að bindandi sé fyrir félagana, án þess að samþykki þeirra þurfi að koma til hverju Binni. Heimilt skal útvegsmanna- félagi að fela sambandinu samn- ingsumleitanir og samningsgerð um kjaramál. 2. Félagið kjósi sér á aðalfundi trúnaðarmannaráð, er skipað sé eigi færri en 3 og eigi fleiri en 12 mönnum. Trúnaðarmannaráð Bkal hafa heimild til að taka ákvörðun um vinnustöðvun með þeim hætti, sem tiltekinn er í c. lið 15. gr. laga nr. £0/1938. 3. Fyrir brot á samþykktum fé- lagsins greiði félagi sekt, að fjár- hæð kr. 5.000.00 — 300.000.00 á skip, eftir ákvörðun stjórnar sambandsins. Síðari hluta sumars og í haust, hefur félagsmálafulltrúi sam- bandsins, Kristjún Ragnarsson, stundum með aðstoð fram- kvæmdastjóra og fulltrúa, Gunn- ars Hafsteinssonar, unnið að þessum nauðsynlegu skipulags- bretyingum á félögunum, sem fyrir voru, og stofnað ný, sem ná yfir stærra svæði, en áður var. Ég vil þakka þessum mönnum, sem með dugnaði hafa unnið að þessum skipulagsmúlum, um leið og ég fagna þeim skilningi, er útvegsmenn hafa sýnt, og þeim félagsþroska, er hefur komið fram hjá þeim almennt. Það má segja, að lítið vanti á að hringurinn Sé alveg lokaður, aðeins er eftir svæðið Stokks- eyri — Þorlákshöfn, og á Norður- landi útgerðarstaðir fyrir vestan og austan Eyjafjörð, en þar get- um vér eins vel gjört ráð fyrir að félögin, sem starfandi voru á þessum slóðum muni kjósa að starfa áfram í minni félögum vegna sérstöðu. Því næst mælti formaður á þessa leið: Nú eru umbrotatímar í þjóðfélaginu varðandi kaup- og kjarasamninga hjá flestum vinnustéttum, en eins og kunnugt er, standa nú yfir viðræður milli verkalýðsfélaga og annarra laun- þegasamtaka og vinnuveitenda, og er skemmst að minnast þeirra umræðna og átaka, er áttu sér stað, er frumvarp ríkisstjórnar- innar um launamál og fleira, var til umræðu á Alþingi, er lyktaði með „vopnahléi“, og er nú unnið að, fyrir milligöngu ríkisstjórnar- innar, að ná samkomulagi um þessi mál fyrir 10. desember nk. LÍÚ og FÍB hafa eins og kunn- ugt er samið, fyrir sína umbjóð- endur, um kaup og kjör á fiski- skipaflotanum. Samningar þessir hafa yfirleitt gilt fyrir eitt ár í senn. Ég mun ekki í þessum ávarpsorðum fara að rekja tæmandi hvernig þessir samningar hafa gengið á þessu liðna starfsári, þar eð það kemur greinilega fram í skýrslu stjórn- arinnar, sem flutt verður síðar á fundinum. En í stórum dráttum vil ég segja, að samningar við verka- lýðs- og sjómannafélögin um bol- fiskveiðar, eru bundnir til árs- loka 1964, nema á 7 smærri stöð- um á landinu. Einnig eru samn- ingar lausir við aðeins 1 vélstjóra félag, er nær til vetrarvertíðar og síldveiða. Ég tel ekki líkur fyrir þvi, að til vinnustöðvunar komi hjá báta flotanum á þessum stöðum vegna árgeinings nú um áramótin. Þessu til viðbótar er rétt að það komi einnig fram, að LÍÚ sagði upp samningum um áramót ’62— ’63 við FFSÍ, í þeim tilgangi að lækka hlut skipstjóra á síldveið- um. Þrátt fyrir harðar viðræður, hefur ekki náðst samkomulag við þau félög skipstjóra, sem eru inn- an FFSÍ, en kaup hefur verið greitt samkvæmt gamla samn- ingnum. Deila þessi er hjá sáttasemjara ríkisins, óleyst, en ég trúi ekki að ég hafi ennþá séð framan í þann mann, er fullvissað gæti mig um, að yfirmenn á síldveiðibátum eða vélbátaflotanum stæðu fyrir stöðvun, að öllu óbreyttu. Þá skýrði formaður frá því, að á togurunum væru gildandi samn ingar við yfirmenn, en undir- menn hefðu sagt upp sínum samn ingum frá og með 1. des. nk. Um Innkaupadeild LÍÚ gat for- maður þess, að fyrir fundinn yrði lagt til athugunar og umræðu frumvarp til nýrra samþykkta fyrir hana. Um fiskaflann sagði formaður m.a. eftirfarandi: í heild hafa veiðar á bolfiski og humar gengið skaplega á árinu, eins og aflaskýrslur sýna. En ég hef ekki við hendina skýrslur um hinar ýmsu greinar, þó vissulega væri það bæði frpð- legt óg nauðsynlegt að sjá, hver útkoman hefur verið í hinum ýmsu þáttum sjávárútvegsfram- leiðslunnar. En það eru tveir þættir, sem um langan aldur hefur oftast verið rætt um, er ég vil víkja nokkuð að. Annars vegar eru það botn- vörpuskipin, þeirra hlutur í öflun verðmæta fyrir þjóðarbúið, er á síðustu árum hefur farið minnk- andi, og vil ég hér á eftir lýsa nokkuð þeirra starfsemi, á þessu og undanförnum árum: Afli togaranna frá 1. janúar til 30. október þ. á. nam um 61.500 tonnum. Innanlands var landað um 36.970 tonnum, í Englandi úm 11.840 tonnum í 78 söluferðum og í Þýzkalandi um 12.650 tonnum í 110 söluferðum, auk þess sem þangað voru flutt á togurunum um 36.970 tonnum, í Englandi um framangreindri tölu söluferða eru nokkrar söluferðir með ís- varða síld eingöngu. Auk þessa var um að ræða í mánuðunum júní til október 37 söluferðir fiskibáta til Bretlands, auk þess sem flutningaskip fóru 4 ferðir með bátafisk á tímabil- inu. I nóvembermánuði hafa margir bátar siglt til Bretlands og Þýzkalands, einkanlega þess síðarnefnda. Hefur FÍB greitt fyrir þessum löndunum eftir föng um. Um afla og sitthvað annað síð- ustu árin má vísa til þess, sem um togarana segir í síðustu árs- skýrslu samtakanna, en þar segir meðal annars:/ Afli togaranna undanfarin ár hefur verið sem hér segir: 1958 207.000 tonn 1959 162.000 — 1960 120.000 — 1961 80.000 — 1962 44.000 — en þá var verkfall frá 9. marz til 26. júlí. Þannig hefur togaraaflinn far- ið minnkandi undanfarin ár. Veldur þar miklu um, að afli á fjarlægum miðum, einkum karfa- afli, hefur brugðizt. Einnig hefur útfærzla fiskveiðitakmarkanna að sjálfsögðu rýrt afla togaranna. Þá hefur það og dregið úr aflan- um að með minnkandi afla hafa sölur erlendis aukizt og fiskidag- ar tapazt á siglingatímanum. Það er ljóst af því sem að fram an er sagt, að afkoma togaranna er nú mjög slæm og hefur verið það síðari árin. í sambandi við lausn vinnudeil- unnar á togurunum sl. sumar hét ríkisstjórnin stuðningi við togara útgerðina vegna erfiðleika henn- ar. Enginn vafi er á því að það, sem þegar hefur verið gert hefur fram að þessu hindrað rekstrar- stöðvun flotans. En það er jafn- ljóst að frekari aðgerða er þörf og eru þau mál nú öll í athugun. Erfiðleikar togaraútgerðar á Is- landi eru ekkert einsdæmi, sömu sögu er að segja a.m.k. um tog- araútgerð í Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi og njóta þær í þeim löndum veigamikils opinbers stuðnings. Og það ervíst aðrekstr arerfiðleikar togaraútgerðarinn- ar hér eru miklu meiri. Má í því sambandi m.a. benda á þrjú at- riði, sem eru: mannafjöldi sá, er togarar okkar verða að hafa við veiðar, sem er mun meiri en á er- lendum togurum, mismunur á olíuverði og loks tollar á fiski ís- lendinga í Bretlandi og V-Þýzka- landi, sem þarlendir togarar þurfa ekki að greiða sjálfir. Þess verður að vænta, að þjóð- in og ríkisvaldið líti á togaraút- gerðina sem ómissandi þátt í þjóðarbúskapnum, og geri þess vegna nauðsynlegar ráðstafanir til þess að skapa henni viðunandi rekstursgrundvöll. Hinn þátturinn eru síldveiðarn ar, sem hafa nú um þriggja ára bil fært þjóðinni stórkostlega auknar tekjur. Það væri ekki úr vegi, að menn myndu, að það voru 16 síldar- leysisár, sem voru undanfari þessara þriggja ára, sem hafa orð ið lyftistöng fyrir marga útvegs- menn og sjómenn, eins og þjóð- ina í heild. Við setningu síðasta-aðalfundar gerði ég nokkra grein fyrir afla- hlut og útkomu á sumarsíldveið- um 1962, en segja vil ég það, að íslendingseðlið hefur mjög glöggt komið fram hjá mörgum útvegs- mönnum og nýliðum í útgerð, er virðast treysta á silfur hafsins í mjög ríkum mæli, samanber hin miklu skipakaup. í umræðum um síldveiðar, er því miður venjulega talað um aflahæstu skipin, og gengið út frá stórgróða þegar á heildina er lit- ið. Það voru að vísu 30 skip, sem öfluðu frá 13.600 málum og tunn- um og allt upp í tæp 26.900 mál og tunnur á sl. sumri. Síðan gerði formaður rækileg- an samanburð á meðalafla síld- veiðiflotans sumarið 1962 og 1963, heildarverðmæti aflans, meðal- aflaverðmæti og hásetahlut, sem er þannig í aðalatriðum: Heildarafli, mál og tn......... Verðmæti upp úr sjó, miðað við núverandi verðmæti í báðum til- fellum ......................... Meðalafli pr. skip, mál og tn... Meðalverðmæti .................. Meðalhásetahlutur m/orlofi, mið- að við 27% til skipta í 11 staði . . Þess vegna skulum við allir vera minnugir þess, að styrkleiki heildarinnar fer eftir styrkleika veikasta hlekksins í keðjunni. Þessu næst rakti formaður þær meðalverðbreytingar, sem orðið hafa á síldarmjöli og síldarlýsi á árunum 1960 til 1963. 1961 hækk- aði mjöl um 41% og 1962 um 17.4%, en 1963 lækkaði það aftur um 8,0%. 1961 hækkaði síldarlýsi um 12.8% en lækkaði síðan árið 1962 um 24.6% og hækkaði svo á ný 1963 um 16.0%. Meðalverðbreytingarnar á mjöli og lýsi urðu þannig að 1961 var um að ræða hækkun um 23.9%, 1962 lækkun um 6.0% og 1963 hækkun um 6.4%. Tölurnar 1963 eru miðaðar við 1. október. Þá vék formaður að Verðlags- ráði sjávarútvegsins og verð- ákvörðunum þess. Gerði hann samanburð á verðlagsþróuninni á fiski hér á landi og á afurðunum erlendis. Um störf Verðlagsráðsins og að stöðu útvegsins gagnvart verð- lágningunni, sem nú stendur fyr- ir dyrum mælti formaður á þessa leið: Verkefni Verðlagsráðsins eru mjög vandasöm, enda var það, að áður en þessi skipan komst á og frjálsir samningar fóru fram milli kaupenda og seljenda, þá tók það lagnan tíma að ná samkomulagi, og t.d. samningar um fiskverð árið áður en Verð- lagsráð var stofnað, þá horfði til stórvandræða og næstum öng- þveitis og var líkt í sumum dag- blöðunum við „nýtt þorskastríð“. í ákvörðunum sínum á Verð- lagsráð að taka tillit til markaðs- verðs á hverjum tíma, svo og til- kostnaðar við vinnslu afurðanna, og þess vegna er LÍÚ gert að skyldu að senda sem gleggstar upplýsingar um útgerðarkostnað bátanna, þó í áætlanaformi sé, svo að til þeirra sé tekið tillit. Við síðustu verðákvörðun á bolfiski um áramótin 1962—1963 varð álit yfirnefndar, þar sem hlutlaus aðili var í oddastöðu, að eftir að kostnaður beggja að- ila var skorinn niður, vantaði samt 28 aura á kíló til þess að endar næðu saman. . Úrskurður yfirnefndar varð sá, að þessu skyldi skipt jafnt milli kaupenda og seljenda og hafa for svarsmenn kaupenda óspart látið frá sér heyra, sér í lagi siðari hluta þessa árs, hve hlutur þeirra við fiskvinnsluna sé slæmur, enda kemur þar fleira til, hækk- un á vinnulaunum og ýmsum öðr um tilkostnaði. Næstu daga liggur það verk- efni fyrir Verðlagsráðinu að á- kveða fiskverð fyrir árið 1964. Til þess kjörnir aðilar innan LÍÚ hafa sent ráðinu áætlun, er sýnir því miður nokkuð lakari út- komu fyrir meðalbátinn en síð- asta áætlun gerði, þrátt fyr- ir að stærð meðalbáts- ins er talin minni, og verður vart komizt nær því, þar sem það er raunveruleg meðalstærð á bát- um þrjú síðustu árin. Báturinn lækkar þar af leið- andi í verði, og fyrningarupphæð þar af leiðandi einnig.Tekjur báts ins 1963 eru um 130 þús. meiri en árið á undan, veiðarfæri hækka talsvert mikið, sem að mestu er vegna hækkunar á sísaltogi en sér í lagi er það einn liðurinn, sem hefur hækkað stórkostlega, en það er' viðhald skipsins, sem er 85% hærra í hinni nýju áætl- un. — Viðhaldskostnaðurinn er fund- inn á þann hátt, að tekinn er raunverulegur viðhaldskostnaður 36 báta, víðsvegar að af landinu, bátar, sem eru margir hverjir fárra ára og ætti því viðhalds- 1962 1963 2.370.066 1.620.421 kr. 412.811.932 313.940.610 11.175 7.932 kr. 1.847.375 1.395.290 kr. 65.870 49.750 kostnaður þeirra áð vera með lægra móti. Því næst mælti formaður á þessa leið: Um það verður ekki deilt, að sú velmegun, sem íslendingar nú búa við, á rætur sínar að rekja til framleiðslu sjávarútvegsins. Framsækni og áræði þeirra manna, sem um árabil hafa stað- ið þar í fylkingarbrjósti, hefur ráðið verulega um afkomu þjóð- arinnar, þótt fleira hafi að sjálf- sögðu einnig komið þar til greina. Og fyrir sjávarútvegsfram- leiðsluna er það mikilvægt, að jafnvægi geti verið í þjóðarbú- skapnum, framkvæmdir í sam- ræmi við vinnuafl. Sjávarútvegsframleiðslan er fjárfrek og getur engan veginn keppt við þær greinar atvinnu- lífsins, sem á einhvern hátt hafa komið sér þannig fyrir að geta velt yfir á almenning tilkostnaði Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.