Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 15
1 Laugardagur 30. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 EITT dýrmætasta djásn alls, sem ort hefur verið í tónum, er „Vetrarferð" Schuberts. Schubert samdi ljóðaflokk þann, sem nefndur er „Wint- erreise" eða „Vetrarferð" ár- ið 1827, um það bil ári áður en hann dó. „Die Winter- reise“ er í vissum skilningi „svanasöngur" tónskáldsins og kóróna ljóðasöngsins. f þess- um ljóðaflokki eru 24 lög sem eru gerð við kvæði skáldsins Wiihelm Miiller. Flest eru þau samin í moll-tóntegundum, aðeins sjö þeirra eru í dúr. Yfir ljóðaflokknum hvílir skuggi brostinnar lífsvonar, hamingju og ástar, sem nær langt út yfir þau takmörk, sem texti kvæðanna einna gef ur til kynna. „Die Winter- reise“ gerir slíkar kröfur til hins túlkandi listamanns, að það er ekki nema á örfárra færi að flytja verkið skamm- laust, svo ekki sé meira sagt. Fyrsta lag ljóðaflokksins ber nafnið „Gute Nacht“ („Góða nótt“) og má ljóst verða þá þegar í upphafi, að bjartsýnin ræður ekki ríkjum. Göngumaður „Vetrarferðar- innar“ hefur för sína, sem hann á ekki afturkvæmt frá, eins og hann sjálfur segir í laginu „Der Wegweiser", með því að bjóða góða nótt. Þetta fyrsta lag setur strax þá stemningu, sem ríkir óslitið allán ljóðaflokkinn á enda. Er mögulegt að hugsa sér öllu undursamlegri áhrif en þau, sem Schubert nær fram með þeirri einföldu aðferð að modulera úr moll í dúr fyrir seinustu vísuna í „Gute Nacht“, sem hefst á orðunum „Will dich im Traum nicht stören“. Svo mætti lengi telja það, sem gert er af slíkri snilli gáfu, að hún var aðeins einum gefin. En hvað yrði þá óupp- talið? Einn þeirra örfáu, sem ráðið hafa við að flytja þennan Ev- errest-tind ljóðasöngsins, er bassasöngvarinn Hans Hotter. Er hljóðritun sú, er hér er gerð að umtalsefni, hin þriðja, sem hann lætur frá sér fara, og hefur enginn sungið „Vetr- arferðina" eins oft inn á hljóm plötur. Og að öllum líkindum enginn af slíkri snilld. Upp- taka þessi er nýkomin á mark- aðinn og er það Deutsche Grammophon, sem gefur hana út. Hans Hotter er fæddur í Offenbach í Þýzkalandi árið 1909. Upphaflega ætlaði hann að verða organisti, en hvarf frá því, er einstakir sönghæfi- leikar hans uppgötvuðust næstum af tilviljun á tónleik- um í Múnchen, þegar hann var 19 ára að aldri. Kunnast- ur er Hotter sem einn nafn- togaðasti Wagner-söngvari vorra tíma, auk þess, sem hann er löngu þekktur sem ljóðasöngvari í fremstu röð. Það, sem er aðalsmerki þess arar nýju hljóðritunar Hott- ers, er látleysi og tilgerðar- leysi samfara djúpri gjör- hygli og innlifun, er grund- vallast á hinni sönnu tradi- tion í þýzkum ljóðasöng. Hott- er er sagður baritonsöngvari, en nær mun sanni að telja hann bassasöngvara eða a.m. k. bass-bariton. Rödd hans er dekkri og hrjúfari en t. d. rödd Dieskau, og hefur sér- kennilegan, fagran og karl- mannlegan hreim. Schubert mun hafa samið „Vetrarferð- ina“ fyrir tenor, þess vegna er að sjálfsögðu transponer- að mikið niður í þessum flutn- ingi. Hvort það gefur ljóða- flokknum of drungalegan blæ, hann er jú drungalegur fyrir, verður að teljast mjög vafa- samt. Það ber að hafa hugfast, að Schubert lagði yfirleitt minna upp úr ákveðnum tón- tegundum en mörg önnur tón- skáld. „Vetrarferðin" tekur rúmar 70 mínútur í flutningi, og þar eð stemning laganna er tiltölulega mjög á einn veg, þarf snilling til þess að halda athygli hlustandans 'óskertri frá upphafi til enda. Það tekst Hotter, og meira en það, því að erfitt er að slíta sig frá að hlýða á þessa upptöku fyrr en henni er lokið. En hvernig er það, spyr kannski einhver, er röddin ekki fairn að gefa sig hjá Hotter? — Jú, hún er farin að gefa. sig, en þess gætir lítið nema þá helzt í píanissimo- söng. En það gerir bara hreint ekkert til. Slík er túlkun Hott ers. Sömuleiðis syngur hann ekki alltaf alveg hreint, en það eru algerir smámunir, sem vafasamt er, að menn veiti sérlega athygli, og rýrir á engan hátt gildi þessarar hljóðritunar. — Göngumaður „Vetrarferðarinnar“ er niður- brotinn karlmaður. í túlkun Hotters er hann niðurbrotið karlmenni. Eitt stórkostlegasta lagið í ljóðaflokknum er „Auf dem Flusse“. í því heyrum við tví- fara-mótívið, svipað og í öðru lagi Schuberts, þ.e.a.s. „Der Doppelganger" („Tvífarinn"). Þar sér vegfarandinn sitt alter ego í læknum, sem er frosinn eins og hjarta hans sjálfs. Að heyra Hotter flytja þetta lag, t. d. hvernig hann syngur „Er- kennst du nun dein Bild“, er þess virði að kaupa þessa hljóðritun. Svo mætti lengi telja. Eins og venjulega, er fram- burður Hotters á texta nokk- uð misjafnlega skýr. Þau orð, sem hann leggur áherzlu á að komi sterkt í gegn, eru eins og meitluð í granít. Dæmi um það, eitt af fjölmörgum, er orðið Wurm í laginu „Rast“ (,,Hvíld“). Það er sungið sterkt með skörpum fram- burði á r-inu, og m-ið, sem orðið endar á, mjög raddað og minnir óneitanlega á hvernig Alexander Kipnis söng orðið warm í „Der Erlkönig" Schu- b'erts í hinni gömlu og nafn- toguðu upptöku, sem gerð var fyrir seinustu heimsstyrjöld. Erik Werba leikur undir á píanó, og er ekki hægt áð heyra, að hann gefi hinum margumtalaða Gerald Moore neitt eftir, nema síður sé. Hljóðritun er mjög góð. And- ardráttur Hotters heyrist að vísu oft nokkuð mikið, en það er ekki truflandi. Eins og áð- ur er sagt, er þessi hljóðrit- un gefin út af Deutsche Grammophon, og eru plöturn- ar í vönduðu albúmi. Því fylg- ir hefti með upplýsingum um tónskáldið, listamennina sem flytja verkið, ásamt texta, sem er algerlega ómissandi, a.m.k. á meðan menn eru að kynnast tónsmíðinni. Þess skal að lok- um getið, að tímaritið Mont- hly Letter", sem er yfirleitt öðrum fremur strangt í dóm- um, segir m.a. um þessa hljóð- ritun: „.. þessi nýja hljóðrit- un á „Winterreise“ í flutningi Hotters, verður að teljast eitt stærsta afrek í ljóðasöng á hljómplötum". Undir það verður að taka, og undarlega er sá maður innréttaður, sem ekki finnur hljómgrunn í þess ari tónlist og þessum flutn- ingi, sem er svo óbrotinn í sínum mikilleik og laus við sýndarmennsku. Númer: LPM 18778-9 (m). SLPM 138778-9 (s.) — Á öðrum tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands þann 24. þ. m. var fiutt m.a. konsert fyrir cello og hljómsveit eftir Shostako- vitch. Telst hann með betri verkum höfundar og gerir gíf- urlegar kröfur til einleikar- ans, einkum þó í þriðja þætti, sem er eiginlega cadenza, þar sem cellistinn leikur án undir- leíks hljómsveitarinnar. Sá þáttur tekur ca. 6 mínútur í flutningi. Fyrsti þáttur ein- kennist af mótoriskum rytma og þéttriðnum hugmyndum. Annar þáttur er þjóðlaga- kenndur og lyriskur. Loka- þátturinn er talsvert rismik- ill, en er það snjallt að koma með aðalstef fyrsta þáttar í coda seinasta þáttar? Er það ekki svolíitið „billeg“ lausn á málinu? Shostakovitch samdi þennan konsert fyrir Rostro- povitch og var hann hljóðrit- aður í Bandaríkjunum í nóv- ember 1959, mánuði eftir að hann var frumfluttur, af Rost- ropovitch og Philadelphia- hljómsveitinni undir stjórn Eugene Ormandy, en tónskáld ið var viðstatt. Rostropovitch flytur verkið án heyranlegr- ar áreynslu og hljómsveitin leikur af geysilegri nákvæmni. Þetta er eina hljóðritunin, sem til er á þessu verki og svíkur engan. Aúk konsertsins er á þessari plötu nokkuð yfirdrif- inn en stórglæsilegur fhitn- ingur á fyrstu sinfóníu Shosta kovitch, sem er leikin af sömu hljómsveit undir stjórn Orm- andy. Fyrsta sinfónía Shostakovitch er með áheyri- =; legustu verkum höfundar, en : hann samdi hana á nánjsárum r:j sínum, og hafa illgjarngr tung ur gefið í skyn, að námsfé- lagar hans hafi að miklfe leyti samið hana fyrir hann. En þá vaknar bara sú spurning: Hvað varð um þessa námsfé- laga, ef satt er? — Hljóðrítuo er mjög bærilega af hendí leyst. — Númer: BRG 72081 (m). SBRG 72081 (s.) .V • ý:; Fyrsta sinfónía Brahms var flutt á sömu tónleik-. um. Þessi dramatískasta' sin- : fónía allra þeirra, sem Brahms r samdi er til í ótal upptökum. _ Furtwangler á Eléctrola. : Toscanini á RCA. Walter á CBS. Klemperer á Columbia.' * Karajan á RCA. Böhm á - Deutsche Grammophon. Dor- ' ati á Mercury o. fl., o. fl. Furt- : wángler-upptakan er trúlega ; bezt flutt, en hún er tekín;; af 78 snúinga hljómplötum og stenzt tæknilega ekki saman- burð við nýjustu upptökur.’ \ Vert er í þessu sambandi að geta þess, að sinfónía no. 2' £ eftir Brahms er einnig til með Furtwángler og er hún söinu- - leiðis tekin af gömlum plöt- . um og er verulega misheppnuð sakir ömurlegrar hljóðritun- artækni. Það er ótrúlégt en satt, að það er Decca, sem á í hlut, og er undarlegt að þessi hljóðritun skuli nokkurn tíma hafa verið sett á mark- að. Af nýjustu upptökum er flutningur Sinfóníuhljómsveit arinnar í London, undir stjórn r Antal Dorati hvað athyglis- verðastur. Flutningur er ó- hemju glæsilegur og úthverf- ur. En það er ekki þar með sagt, að hann sé yfirborðs- kenndur. Verkið er flutt af brennandi sannfæringu og vel hljóðritað. Þessi upptaka er gerð af Mercury, en það merki er ekki lengur hægt að fá flutt til landsins, hvernig sem á því stendur. Þessi upptaka var fáanleg a.m.k. til skamms tíma í „Fálkanum“. Ekki er hægt að mæla með Walter- upptökunni á þessu verki, þar sem hún er nokkuð misheppn- uð, einkum í tveim seinustu þáttum. Eins og sakir standa er öruggast að mæla annað hvort með hljóðritunum Karls Böhm eða Karajans. Birgir Guðgeirsson. Amerísk Delicious ÞESSI MERKI TRYGGJA G Æ Ð A Y O R U EGGERT KRISTJAnSSON 8i Co.. H.F. lii .111 Ji■: 1111 iH>>ii11.1í> 1' I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.