Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. nóv. 1963 í Móðir mín RERGLJÓT RUNÓLFSDÓTTIR frá Hóimi í Landbroti andaðist 26. þ.m. Hilmar B. Ingvarsson. Systir okkar og mágkona STELLA GEIRLAUG KRISTGEIRSDÓTTIR andaðist í Landakotsspítala fimmtudaginn 28. þ. m. Vandamenn. Maðurinn minn STEINGRÍMUR BJÖRNSSON andaðist 28. þessa mánaðar. \ i Emilía Bjamadóttir. Jarðarför bróður okkar og fósturföður HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR Naustum, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. des. kl. 1,30 e.h. Systkini og fósturböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför SIGURÐAR NÍELSSONAR frá Flatey í Breiðafirði Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Nýp. Sigtúni 33, Rvík. Guðmunda Guðmundsdóttir, Ársæll Kr. Einarsson, Stefán Guðmundsson, Þórdís Eiðsdóttir, Valtýr Guðmundsson, Ingunn Sveinsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Jóna Stefánsdóttir, Gestur Guðmundsson, Kristín Katarínusdóttir, Jón Guðmundsson, Guðný Guðmundsdóttir, bamabörn og barnabarnaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför eiginmanns míns, föður okkar og bróður SVEINS M. ÓLAFSSONAR Þökkum sérstaklega forstjóra Viðtækjaverzlunar ríkis- ins og samstarfsfólki hans, sem heiðruðu á sérstakan hátt minningu hans. Elna Andersen, Láras Sveinsson, Ólafur Sveinsson, Hermann Ólafsson, Guðrún Mortensen. Öllum hinum mörgu vinum og frændum nær og fjær, þökkum við af hrærðu hjarta fyrir þá margvíslegu virðingu og einlægan vinarhug, er sýndur var við and- lát og útför elskaðs eiginmanns míns, föður okkar, bróð- ur og sonar. ÁSMUDNDAR FRIÐRIKSSONAR skipstjóra. Þórhalla Friðriksdóttir, ■ Ása Ásmundsdóttir, Árni Ásmundsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Rirgir Guðnason, Friðrik Ásmundsson, Erla V. Óskarsdóttir, Elín H. Ásmundsdóttir, Carl H. Johnsson, Sigríður Friðriksdóttir, Elín Þorsteinsdóttir. Innjlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar SKCLA jakobssonar Gunnhildur Þórmundsdóttir og synir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐNÝJAR HRÓBJARTSDÓTTUR frá Þjótanda. Jóhanna Hróbjartsdóttir, Ingileif Guðmundsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Sesselía Ólafsdóttir, Einar Ólafsson, Gunnar Ólafsson. — RseBa Sverris Framh. aí bls. 13 við framleiðslu sína eða fram- kvæmdir. Sjávarútvegsframleiðslan bygg ir, eins og kunnugt er tilveru sína á markaðsverði á erlendum vettvangi, og getur ekki sjálf ráðið verðlagi útflutningsvara sinna. Eins og ég sagði áðan, er jafn- vægi nauðsynlegt fyrir sjávarút- veginn. Við íslendingar þurfum mikið að framkvæma á stuttum tíma, en ég get ekki dulið þá skoðun mína, að bæði verzlunar- og iðn- fyrirtæki hafa framkvæmt alltof mikið, sér í lagi á þessu ári, og þannig aukið þensluna í þjóðfé- laginu. Ibúðarhúsabyggingar eru í mín um huga í öðrum flokki, þó að þar sé víða íburður alltof mikill. t>á hafa útvegsmenn einnig, þegar á heildina er litið, farið alltof hratt í endurnýjun og aukn ingu á vélskipaflotanum, og hef ég hér fyrir framan mig skýrsl- ur, sem sýna, að árið 1962 bætast 39 fiskiskip í flotann. Og frá 1. janúar til 20. nóvember 1963 hafa 30 fiskiskip bætzt við, og nú, 20. nóvember, voru í smíðum bæði innanlands og utan 56 fiski- skip. Stór hluti þessara skípa eru um og yfir 200 smálestir og allt upp í 300 smálestir. Að sjálfsögðu gengur fiski- skipaflotinn alltaf nokkuð úr sér, og það má segja, að það komi úr hörðustu átt frá mér að vera með umvöndunartón gagnvart þeim stórhug, sem lýsir sér í þessari aukningu fiskiskipaflotans, en ég horfi með kvíða fram á það, að það verði ekki hægt að manna og nýta margar góðar fleytur, og vissulega eru það ekki búhygg- indi, ef við verðum að leggja mörgum skipum í haust og á næstu misserum, eða starfrækja þau þannig að þau geti ekki skil- að eigendum og þjóðarbúinu nema litlu af því, sem efni ann- arst stæðu tiL Að mínu viti hefur sú ofþensla, sem mörg samverkandi öfl hafa stuðlað að, skapað uggvænlega hættu á því, að það jafnvægi, sem var á góðri leið að myndast, rask- ist stórkostlega, til ófarnaðar fyr- ir alla þjóðina og af margra ára reynslu minni í baráttu um hags- munamál útvegsins, þá hefur það komið harðast niður á útvegin- um, sem kostað hefur mikla bar- áttu og tekið langan tíma að fá leiðrétt. Þegar sést, hver framvinda mála verður í þeirri kaupgjalds- baráttu, sem nú stendur yfir, þá verða forsvarsmenn sjávarút- vegsframleiðslunnar að standa sameinaðir um leiðréttingu á mál efnum útvegsins. Ég ætla ekki á þessu stigi að nefna mörg mál í því sambandi, en ég vil vekja athygli á frum- varpi til laga um breytingu á lög- um um Seðlabanka íslands. Mér er ljóst að um þetta mál verða mjög skiptar skoðanir, þar sem auka á bindingu sparifjárins. Tilgangurinn með þessari auknu sparifjárbindingu er, að undirstöðu-atvinnuvegunum og þá lít ég svo á, að þar sé átt við sjávarútveginn, eða þá atvinnu- vegi er standa undir gjaldeyris- öfluninni, verði séð fyrir nægi- legu rekstrarfé. Að síðustu vil ég fara nokkrum orðum um vaxtagreiðslur sjávar- útvegsins, og þá sérstaklega vext- ina af afurðalánavíxlum, sem Seðlabankinn kaupir. Með mínum leikmannsaugum hef ég aldrei getað séð, að það gæti verið verðbólguskapandi, að lánað væri eins og áður var, upp í % hluta verðmætis með hófleg- um vöxtum, þegar um er að ræða framleiðslu á útflutningsvörum, hvort sem það er sjávarútflutn- ingsafurðir, iðnaðar- eða land- búnaðarútflutningsvörur. Ég geri, eins og á undanförnum árum, mikinn greinarmun á vöxt um á fé Seðlabankans og vöxtum af sparifé landsmanna. Því er mjög haldið að mönn- um, að hér sé um svo lágar upp- hæðir að ræða í sambandi við af- urðalánavextina, að það skipti engu máli í rekstrinum. Hér get- ur hver framleiðandi svarað fyr- ir sig. Ég tel rétt, að í þessu margum- talaða máli komi fram fleiri skoðanir en mín, og leyfi ég mér því að vitna í ræðu, er Jónas Haralz hélt á aðalfundi LÍÚ i nóvember 1960: Næst ræddi Jónas Haralz vaxtamálin ítarlega. Kvað hann það vera staðreynd, að undanfarin 5 ár hefðu verð- hækkanir orðið um 10% á ári að meðaltali. Á sama tíma hefðu þeir, sem áttu sparifé í bönkum landsins fengið 4—5% í vexti, eða með öðrum orðum beinlínis tapað 5% á ári. Öll þjónusta lánastofnana við út- gerðarmenn byggðist á því, að þær geti fengið fé frá spari- fjáreigendum, sem því aðeins fæst, að fyrir það sé greidd rífleg þóknun. Að öðrum kosti eru menn ekki, þegar til lengd ar lætur fúsir til að spara eða afhenda sparifé sitt bönkun- um. Af þessum sökum er það beinlínis hagsmunamál fyrir útgerðina og aðrar atvinnu- greinar, sem á fjármagni þurfa að halda, að vextir séu ríf- legir. — Hann kvað mikið atriði að skapa trú á verðgildi pening- anna. Hann kvað það ljóst, að núverandi vextir væru of háir til að standa til langframa, enda hefði það aldrei verið ætlunin. Ætlunin væri að sjálfsögðu að lækka vextina undir eins og efnahagsástand- ið gerði það mögulegt. Þetta yrði að sjálfsögðu því aðeins mögulegt, að jafnvægi héldist í verðlagi og kaupgjaldi, því að ef verðbólga gýs upp á ný þarf að nota vextina sem vopn, til að halda henni í skef jum. Þá vil ég einnig lesa hér úr skýrslu LÍÚ, þar sem vitnað er í ummæli þeirra Jónasar Haralz og Jóhannesar Nordals, Seðlabanka- stjóra, á fundi, er nefnd frá LÍÚ, er ég var formaður fyrir, hélt hinn 19. desember 1961. Af viðræðum við þessa að- ila kom þetta fram m.a.: Varðandi lækkun á vöxtum á Seðlabankalánunum var tal- ið, að ekkert gæti verið því til fyrirstöðu þjóðfélagslega séð, að lán út á afurðir yrðu með lágum vöxtum Seðlabankans vegna, þar sem það væri ekki hlutverk Seðlabankans sem slíks að mynda neinn gríða, en þótt hins vegar mætti benda á, að sá hagnaður, sem myndaðist af rekstri Seðla- bankans, yrði að skoða sem Hjartanlega þakka ég börnum og tengdabörnum mín- um og öðrum vinum, naer og fjær, fyrir ógleymanlegar samverustundir og gjafir, sem þetta fólk veitti mér á 80 ára afmæli mínu þann 22. nóv. 1963. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Eiríksdóttir, Stórholti 21, Reykjavík Öllum þeim mörgu nær og fjær, sem minntust okkar á 60 ára hjúskaparafmæli okkar 22. nóv. og á 80 ára afmæli 1. nóv. færum við okkar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur ölL Elínborg Gísladóttir, Þorsteinn Jónsson, Laufási, Vestmannaeyjum. sparnað þjóðarinnar, á hinn bóginn væri á það að líta, að ef sjávarútvegi yrðu veittar slíkar ívilnanir frá hinu al- menna vaxtakerfi í landinu, þá myndi hið pólitíska afl, sem ráði í þjóðféiaginu, leiða til þess, að aðrar atvinnugreinar myndu krefjast að verða jafn- settar sjávarútvegi í þessu til- liti. Þannig myndu bæði land- búnaður og iðnaður krefjast þess að fá sömu vaxtakjör og sjávarútveginum yrðu veitt og væri hætt við, eins og okkar þjóðfélag væri samansett í dag, að við slíkum kröfum myndi orðið. Af þessum sök- um yrði að telja, að pólitískt væri ekki unnt að koma til- lögum LÍÚ í framkvæmd, þótt ekkert hættulegt væri við það frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Varðandi lán Fiskveiðasjóðs og vexti af þeim var tekið fram, að vextir sjóðsins hefðu aðeins verið hækkaðir í sara- ræmi við aðrar vaxtahækkan- ir, sem orðið hefðu í febr. 1960 og varðandi það sprusmál, hvort nokkuð væri því til'fyr- irstöðu að þeir yrðu lækkaðir í 4%, eins og þeir voru áður en breytingin kom til fram- kvæmda, tóku þeir fram, að talið væri eðlilegt að Fisk- veiðasjóður yrði ávaxtaður með sömu vaxtaprósentu og almennt væri gildandi um á- vöxtun peninga í landinu á hverjum tíma. Ekkert væri því hinsvegar til fyrirstöðu, að vextirnir væru 4%, hins vegar hefði það vakað fyrir ráðu- nautum ríkisstjórnarinnar, að eðlileg ávöxtun sjóðsins yrði að vera í samræmi við þá al- mennu vexti, sem í gildi væru, og af þeim sökum hefðu vext- ir verið hækkaðir í 6%%. Varðandi lengingu lánstímans vildu þeir benda á, að meðal- talsending fiskibáta hefði verið talin eðlileg 15 ár og hefði því verið eðlilegt, að lánin væru greidd upp á 15 árum eða svo lengi sem talið væri, að verð- mæti, sem á bak við lánin stæði, væri fyrnt. Á hinn bóg- inn mætti e.t.v. hnikra svo til afborgunum af þessum lánum Fiskveiðasjóðs þannig, að það yrði um jafngréiðslulán að ræða, sem lentu þá ekki eins þungt fyrstu árin á útvegs- mönnum, eins og þau gera með núverandi lánareglum sjóðsins. Var talið að núver- andi lánareglur leiddu til þess, að um 13,5% væru greidd af lásfjárhæðinni, þegar tillit væri tekið til afborgana og vaxta, en með jafngreiðsluláni myndi upphæðin nema um 10,3%, þannig að afborganir og vextir af lánunum mætti lækka nokkuð, og dreifa þeim yfir þetta 15 ára tímabil. Á hinn bóginn myndu vaxta kjör sjávarútvegsins ekki verða leyst, nema í samræmi við þá almennu vaxtastefnu, sem yrðu hverju sinni, en ekki gerðar sérstakar ráðstaf- anir fyrir sjávarútveginn. Það er skoðun mín, að það þurfi aðrar og fleiri aðgerðir til að fyrirbyggja ofþenslu og einnig tel ég, að ekki verði hjá því kom- izt, að einhverjar tilfærzlur verði að eiga sér stað, ef framleiðslan á að geta gengið með eðlilegum hætti á komandi misserum, sagði formaður. Að lokum kom Sverrir Júlíus- son inn á, að það væru ýmis vandamál, sem útvegsmenn yrðu að glíma við á næstu mánuðum, Kvaðst hann ekki mundi ræða þau í einstökum atriðum frekar. Hann kvað það m.a. valda mönn- uim svartsýni, ihversu erfitt væri að fá fólk til framleiðslustarf- anna í sjávarútveginum. Það bæri því brýna nauðsyn fyrir alla, sem við sjávarútveg fást að standa vel á verði og sem órofa- heild til verndar því að sjávar- útvegsframleiðsla verði rekin rekin með eðlilegum hætti til hagsbóta fyrir alla þá, sem beina hagsmuni hafa af henni og til heilla fyrir alla þjóðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.