Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 3
/ Sunnudagur 8, .des«.19&3 MQRGUNBLAÐIÐ ÞAD VAKTI eigi alllitla at- hygli fyrir skömmu, er það spurðist, að Tryggvi Helga- son, flugmaður á Akureyri, hefði ráðizt í kaup á fjórum tvíhreyfla flugvélum til starf semi sinnar. Tryggvi er mað- ur framsýnn og stórhuga, gjör hugull og fastur fyrir, sam- einar á sjaldgæfan hátt djarf- leik og gætni; og þarf því eng an að undra, að hann skuli nú stefna hátt í uppbyggingu flugstarfsemi sinnar og ráð- ast í nokkur stórvirki vegna framtíðarinnar. Hann er og eini maðurinn utan Reykja- víkur, sem hefir rekstur flug- véla með höndum. Xryggvi Helgason við eina flu gvéla sinna. „Stundum verður að bjargast við tungisljós Rætt v/ð Tryggva Helgason, flugmann Mbl. átti fyrir nokkru tal við Tryggva um störf hans og fyrirsetlanir, og leysti hann greiðlega og góðfúslega úr spurningum fréttamanns. — Hvenær hófst þú sjúkra- flug frá Akureyri, Tryggvi? — Haustið 1959 festi ég kaup á tveggja hreyfla flug- vél vestur í eonnecticut í Bandaríkjunum, en eigendur ■ að hálfu á móti mér eru Rauða krossdeild Akureyrar og Slysa varnadeild kvenna á Akur- eyri. Sú vél getur tekið 4 far- þega eða sjúkrakörfu og 2 farþega. Ég fékk Aðalbjörn Kristbjarnarson flugstjóra í lið með mér til að fljúga vél- inni heim, og héldum við fyrst um Goose Bay til Syðri Straumfjarðar á Grænlandi. Þaðan til Akureyrar var lengsti áfanginn, og tók flug- ið 6 klst. og 25 min. Við höfð- um dagsbirtu og heiðskírt veður yfir Grænlandsjökli, en við austurströndina var tek- ið að bregða birtu. Flugum við síðan í myrkri til íslands, komum inn yfir sunnanvert Snæfellsnes og héldum síðan þaðan stytztu leið til Akur- eyrar. Þetta er eina vélin, sem komið hefur fljúgandi frá útlöndum beint til heima hafnar utan Reykjavíkur. Þetta var hinn 1. nóvember 1959. Áður hafði ég verið flug maður hjá Flugfélagi íslands í tæp 3 ár. — Hefur þú annazt rekst- ur flugvélarinnar síðan? — Já, ég hef annazt dag- legan rekstur að öllu leyti, en Rauðakrossdeildin og Slysa- varnadeildin hafa stutt mig á ýmsan hátt og staðið dyggi- lega á bak við starfið. — Er hagkvæmt að reka flug á Akureyri? — Það er á ýmsan hátt dýrara og erfiðara en t.d. í Reykjavík, margt þarf að sækja til Reykjavíkur og und- ir Reykvíkinga, auk þess sem ýmsar aðstæður eru fullkomn ari þar, svo sem flugskýla- kostur. En bæði finnst mér nauðsyn, að einhverjir veiti landsbyggðinni meiri þjónustu en oft er gert og svo er gam- an að geta sýnt, að sem flest- ar gréinar atvinnulífsins geti blómgazt víðar en við Faxa- flóa. — Átthagatryggð á þá hugs anlega nokkurn þátt í vali þínu á athafnasvæði? — Það má kannske segja það. Svo er geysilegt öryggi í því að hafa sjúkravélar stað- settar víðar en á einum stað á landinu, ekki sízt vegna þess, hvé veðurskilyrði eru oft gjörólík norðan lands og sunnan. Oft er fært að fljúga hér, þótt ófært sé syðra — og öfugt. — Situr sjúkraflugið ekki fyrir annarri starfsemi í rekstrinum? — Jú, skilyrðislaust. Alloft hef ég verið að leggja upp í venjulegt leiguflug, en frest- að því, þegar beiðni hefur komið um aðkallandi sjúkra- flug. Annars er sjúkraflug ekki alltaf aðkallandi, — það er misjafnt. Mér þykir sárast að vita fárveikt eða slasað fólk bíða flutnings, þegar ekki er fært að fljúga, annaðhvort vegna dimmviðris eða ófærð- ar á flugbrautum, svo sem aurleðju, eins og algengt er á vorinu. Sumt fólk skilur ekki, að ekki skuli alltaf vera fært, og liggur mér á hálsi fyrir það, en öryggis verður að gæta umfram allt. Þó reyni ég alltaf að fljúga í neyðartilfellum, ef þess er nokkur kostur. — Hvernig er ástand sjúkra flugbrautanna og hinna smærri flugbrauta almennt talað og aðbúnaður þar? Yfirleitt eru litlu flugvell- irnir fjarska frumstæðir um allan búnað, eins og eðlilegt er. Fjármágnið, sem til þeirra er ætlað, er ekki mikið og dreifist á marga staði. En allt- af er eitthvað verið að vinna að endurbótum einhvers stað- ar og þá er eðlilegt, að stærstu flugvellirnir, þar sem um- ferðin er mest, fái stærstu skammtana. Verst þykir mér ljósleysið á litlu völlunum. Stundum verður að bjargast við tunglsljós eða stjörnuskin ásamt lendingarljósum flug- vélarinnar, stundum eru bíl- ar látnir lýsa upp brautirn- ar. — Manstu eftir einhverju sérstöku atviki af þessu tagi? — Þau eru náttúrulega mörg, en sem dæmi get ég nefnt ferð, sem ég fór til Raufarhafnar á jóladagskvöld í fyrra til að sækja smábarn, sem talið var með sprunginn botnlanga. Myrkur var ný- skollið á, þegar beiðnin barst, og 'lágskýjað, þegar austur kom. Einhverjum ljósum hafði verið komið fyrir með- fram flugbrautinni, en ég sá þau ekki úr lofti fremur en þau væru kertaljós og hafði ekkert gagn af þeim. Varð ég eingöngu að styðjast við lend- ingarljós vélarinnar og þurfti þrjár lendingartilraunir, áður en mér tókst að hitta brautina. Tók ég svo barnið um borð og fór strax upp aftur, og gekk allt vel eftir það. Þetta er aðeins lítið dæmi til að sýna aðstæðurnar, sem víða eru. — Hvað segir þú um flug- velli við athafnabæi eins og Siglufjörð og Raufarhöfn? — Þeir eru báðir lélegir og illa staðsettir, — það er fljót- sagt. Á Siglufirði er flugbraut- in of stutt og þar að auki á henni bunga og hús fyrir suð- urendanum. Hún verður aldrei til gagns. En nú er byrjað á nýrri braut á leirunum fyrir botni fjarðarins. Hún verður eflaust ágæt, enda miklu lengri en aðflugið verður alltaf þröngt. En langar braut- ir vega nokkuð upp á móti lé- legum aðflugsskilyrðum. — Af Raufarhöfn er svipaða sögu að segja. Að vísu er það lcostur, að brautin er nálægt þorpinu, en bæði höfnin og kirkjan eru of nálægt brautarenda. Ekki er unnt að lengja brautina, því að hún takmarkast af sjó í báða enda. En ráðgert er að gera langa og góða flugbraut sunnan við þorpið, og þar er nóg landrými. — Á Vopna- firði er verið að bæta flug- skilyrðin mikið um þessar mundir; verið er að setja upp bæði talstöð og radíóvita, sem stórbæta aðstöðuna þar. — Er sjúkraflugið mikill þáttur í starfsemi þinni? — Ég fer að jafnaði í 60 til 70 sjúkraflug á ári. Það er auðvitað breytilegt, stundum hef ég farið í þrjú sjúkraflug á sama sólarhringnum, þá er flogið nótt og dag. — Er ekki alltaf kappnóg að gera hjá þér? — Alltaf nóg að gera, þó minna að vetrarlagi, enda margir vellir ófærir þá vegna snjóa, — vantar fjármagn og tæki til að hreinsa af þeim snjó. Þó færist það mál sífellt til betra horfs, eftir því sem jarðýtum og vegheflum fjölg- ar. — í sumar hafði ég tvo flugmenn auk mín, þá Hall- grím Jónsson og Kristján Árnason, einn flugvirkja, Björn Sveinsson. Kristján hætti þó hjá mér í haust. Við höfum annazt leiguflug bæði með farþega og vörur. Oft höfum við ílogið með vara- hluti í' skip og báta, sem stöðvazt hafa í ýmsum höfn- um vegna bilana. — Svo stunduðum við síldarleitarflug í sumar lengst af vertíðarinn- ar. — Hefurðu stundað áætlun arflug? — Lítið, en þó hef ég flogið til Grímseyjar hálfsmánaðar- lega allt þetta ár, þá vikuna, sem póstbáturinn Drangur fer þangað ekki. Sennilega verð- ur framhald á því. — Nota Grímseyingar ferð- irnar vel? Ég held þeir kunni vel að meta þær, þó eru þær misjafn lega mikið notaðar. Ég flyt þá líka póst í báðum leiðum, flyt reyndar póst á ótal staði hérna austur um, þegar ég á leið þangað og póstur fellur til, þar sem póstferðir eru víða afar strjálar að vetrarlagi, þegar bílar ganga ekki. Ég flyt þó .nokkrar smálestir af pósti á hverju ári. — Og nú ertu að stækka flotann. — Yfirleitt hefur eftirspum eftir flugferðum verið svo mikil að undanförnu, að ég hef ekki getað annað henni með þessari einu vél, og taldi nauðsynlegt að fá aðra eða aðrar, helzt stærri. Þess vegna réðst ég í flugvélakaupin um daginn. Hugmyndin var að koma fyrst einni vél í lag og svo kannske annarri, ef vel gengur. Ég hef ekki fjárhags legt bolmagn til að koma þeim öllum fjórum í gagnið í einu, enda hefur gengið erfið lega að fá lánað til flugstarf- semi. En ætlunin var sú að þreifa sig áfram með þetta og hafa alltaf a.m.k. eina flug vél flughæfa til taks, þó að aðrar séu í viðgerð eða skoð- un. Svo kemur til mála að nota eina eða tvær sem vara- hluti í hinar. Ég ætla sem sé að geyma mér allar ákvarðan ir og bíða og sjá, hvað setur. — Þessar vélar eru líka mun hæfari til sjúkraflugs en sú, sem ég hef núna. Bæði geta þær flogið við verri veður- skilyrði vegna ísvarnartækj- anna á vængjum og skrúfu- blöðum, sem litla vélin hefur ekki, og svo eru þær hrað- fleygustu tvíhreyfla vélarnar, sem eru í eigu íslendinga, t.d. mun hraðfleygari en Dakota- vélamar. Svo geta þær tekið 10 farþega eða 1 lest af vör- um. Þær þurfa að vísu lengri flugbrautir fullhlaðnar en sjúkravellirnir leyfa, en létt- hlaðnar geta þær hæglega notað lengstu sjúkraflugvelli. — Hvar eru vélarnar núna, og hvenær er von á þeim hingað? — Þær eru enn suður í Ala bama. Wallace ríkisstjóri hef ur til umráða nákvæmlega sams konar vél og mínar, 9 ára gamla hervél, sem hefur verið breytt í ágætis-farþega- vél, — að vísu með öllu glæsi- legri innréttingu en ég ætla að hafa í mínum vélum.. Þær verða innréttaðar hér heima, og í því felst geysilegur gjald- eyrissparnaður. Ein vélin var gerð flughæf í haust, ýmsir hlutar endurnýjaðir. farið yfir alla mæla o.s.frv. Ég ætlaði hálft í hvoru að fljúga henni heim í haust, en hætti við það, þótti of áliðið hausts og allra veðra von. Svo þegar ég frétti um 15 vindstig á Akur- eyrarflugvelli, féll mér allur ketill í eld, enda ekkert flug- skýli handa henni hér. — Já, hvað viltu segja um Akureyrarflugvöll? — Sannleikurinn er sá, að fyrir hann hefur margt verið stórvel gert. Afgreiðsluhús og flugturn eru með ágætum og fjarskiptaþjónusta til fyrir- myndar. Brautarljós og rat- sjá eru af full'komnu tagi og ýmis tæki prýðisgóð, t.d. tæki til að hreinsa snjó af braut- inni. Segja má, að þetta séu allt frumþarfir og skiljanlegt, og ber að þakka og meta það, sem vel er gert. En hins er ekki að dyljast, að þörfin fyrir flugskýli, sem gæti tek- ið a.m.k. eina millilandavél a'uk flugvélakosts Akureyr- inga, er fyrir löngu orðin brýn og kominn tími til, að henni sé sinnt. Þangað til slíkt flugskýli er komið upp, eru tugmilljónaverðmæti í húfi, ef' skyndilegt ofsaveður skylli á . Þangað til verða flugvélar að standa á ber- svæði. Að vísu er eitt lítið bárujárnsskýli á vellinum, en þangað inn komast ekki vél- ar, sem hafa yfir 12 m. væng- haf. Nýju vélarnar mínar hafa t.d. 15 m vænghaf og allar vélar Flugfélags íslands og Loftleiða þaðan af meira. Ég vona að fjárveitingavaldið sjái sér fært að leggja ríflega fjárhæð til góðs flugskýlis hér á næsta ári. — Svo rekur þú flugskóla? — Ég byrjaði flugkennslu 1961 og fékk Piper Cup vél til að kenna byrjendum Svo keypti ég Piper Colt vél í sumar handa framhaldsnem- endum og get notað hana til blindflugskennslu, þar sem hún er búin nægilegum tækj- um til þess. Enn sem komið er hafa nemar eingöngu lokið námi til einkaflugprófs, en flest skilyrði eru fyrir hendi hér til að menn geti lært und- ir atvinnuflugpróf. Áhugi virð ist hér mikill á flugnámi. Báð ar kennsluvélarnar voru í notkun að staðaldri í sumar. Á veturna viðrar vitaniega ekki vel hér fyrir kennslu- flug. — En nokkurt hag- ræði ætti að vera fyrir áhuga- menn hór nyðra að geta stund að flugnám í heimahögum, en þurfa ekki að sækja kennsluna til Suðurlands. Sv. P. rr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.