Morgunblaðið - 08.12.1963, Side 7
Sunnudagttr 8. des. 1963
MORGUNBI *ÐIO
7
Sá svarti senuþjófur
Njörður P. Njarðvík: Sá
svarti senuþjófur. Haraldur
Björnsson í eigin hlutverki.
264. bls. Bókaútgófan Skálholt
h.f. 1963.
ÆVISAGNAFLÓÐIÐ er í al-
gleymingi, og með hverju nýju
ári virðist vera seilzt æ lengra
til viðfangsefna á þeim vett-
vangi. íslenzkir lesendur eru
greinilega lystugir, og þeir um
það. En þó ofdrykkjumenn komi
óorði á vín og ákvæðisvinnumenn
geri ævisagnaritun tortryggilega,
þá er ekki þar með sagt að góð-
ar veigar og skemmtilegar lífs-
sögur séu forkastanlegar, enda
sannast sem betur fer á hverju
ári, að svo er ekki.
Ævisaga Haraldar Björnssonar
er tvímælalaust í flokki þeirra
sem fengur er að, því hér er á
ferðinni maður, sem hefur frá
markverðum viðburðum að segja,
og gerir það þannig, að eftir því
er tekið. Hann hefur ekki samið
bókina sjálfur, en hún er öll lögð
honum í munn. Höfundurinn,
Njörður P. Njarðvík, lætur
hvergi á sér kræla nema í ör-
stuttum formála upp á sjö línur,
þar sem hann segir m.a.: „Þessi
bók sýnir ekki manninn sjálfan
fremur en aðrar ævisögur held-
ur spegilmynd hans i ljósi at-
burðanna." Ef ég skil þessa tor-
ræðu setningu rétt, kemur „speg-
ilmynd“ Haraldar fram í þeim
atburðum sem hann lýsir og þar
með búið heilagur. Þetta kann að
vera rétt að ákveðnu marki, en
segir varla hálfan sannleik, hvað
þá meir. Sögumaður birtist að
mínu viti ekki fyrst og fremst í
þeim atburðum sem hann hefur
átt hlut að, heldur miklu fremur
í því hvaða atburði hann velur
til frásagnar, og umfram allt
hvernig hann lýsir þeim, hvar
hann leggur áherzlur sínar, hvað
hann hleypur yfir á hundavaði,
hvaða tón hann velur sér o.s.frv.
Mynd Haraldar í þessari bók er
einmitt svo ljóslifandi vegna þess
að höfundinum hefur tekizt að
varðveita tungutak hans og frá-
sagnarmáta, sem spegla persón-
una mun betur en meira eða
minna hlutlausir „atburðir".
Enginn skyldi ætla að það sé
áhlaupaverk að semja bók sem
þessa, eftir munnlegri frásögn
söguhetjunnar. Hér þarf á mörgu
að hafa gát: sérkennum sögu-
manns í málfæri og hugsunar-
hætti, heildarsvip og samhengi
frásagnarinnar; það verður að
skilja á milli aukaatriða og aðal-
atriða, en samt má aldrei gleyma
hve mikilvæg smáatriðin eru; það
verður að gera textann fjörlegan
og greinagóðan, svo athygli les-
andans haldist óskipt. Frá öllu
þessu virðist mér Njörður P.
Njarðvík hafa komizt furðuvel i
fyrstu bók sinni, þó formálsorðin
hafi ekki lofað góðu. Það sem
helzt mætti finna að eru of mikl-
ar upptalningar í sumum köflun-
um og óþarflega stuttorð og jafn-
vel yfirborðsleg afgreiðsla á
þeim viðburðum sem mestu máli
6kipta.
Og snúum okkur þá að sjálfri
ævisögu fyrsta sérmenntaða leik-
arans á Islandi, sem í blóra við
vini sína, ættingja og heilbrigða
skynsemi tók sig upp frá öruggu
og vellaunuðu starfi á Akureyri,
34 ára gamall, seldi allar eigur
sínar og hélt til Kaupmannahafn-
ar með konu og tvö börn til að
læra leiklist í skóla Konunglega
leikhússins. Kunni slíkt feigðar-
fian góðri lukku að stýra? Vissu-
lega, ef marka má af Haraldi
Björnssýni rúmlega sjötugum:
hann er allra manna kátastur og
hamingjusamastur eftir misjafna
og harla erilsama ævi, hefur
aldrei notið lifsins í ríkara mæli
en síðustu árin, að eigin sögn.
Þessi sjálfsævisaga er merki-
leg fyrir margra hluta sakir.
Hún er fyrsta ævisaga íslenzks
leikara; með henni hefur leiklist-
in komizt á bás með öðrum list-
greinum í safni íslenzkra sjálfs-
ævisagna (Asgrímur Jónsson, Jón
Engilberts, Árni Thorsteinsson,
Páll ísólfsson, Þórbergur Þórðar-
son, Halldór Laxness, Tómas Guð
mundsson). Þar við bætist að
Jarðneskir eiginleikar hans
birtast í mörgum myndum:
skemmtilegu grobbi, opinskáu
dálæti á vegtyllum og virðingar-
vottum, glöggu auga fyrir gildi
fjármuna og umfram allt sérlega
hagnýtum viðhorfum við mönn-
um og málefnum, þannig að hann
er jafnan boðinn og búinn til
sátta og málamiðlunar, ef hann
telur það málum sínum eða leik-
listarinnar til framdráttar. Sam-
sú andlega niðurlæging og lág-
kúra sem virðist hafa verið sam-
fara kreppunni miklu er næsta
átakanleg, en í sögu Haraldar á
þessu fyrsta skeiði eftir heim-
komuna var þó einn ljós punkt-
ur, Sögulega sýningin sem hann
setti upp á Alþingishátíðinni —
og var hún þó ekki alveg skugga-
laus, þv£ Haraldur fékk hvorki
veizluboð né almennilegan heið-
urspening! Fjórði þáttur hefst
1945 með leiksigri Haraldar í
hlutverki Shylocks, og skiptir
þar sköpum á ferli hans: upp frá
því gengur honum flest í haginn
og framtíðin brosir við honum.
Síðasti þáttur bókarinnar tekur
yfir árin frá opnun Þjóðleikhúss-
ins fram á þennan dag, og ber
þar að vonum margt misjafnt á
góma, ekki sízt í sambandi við
rekstur þeirrar merku stofnunar
og leikskólans sem henni er
tengdur. Er sú saga raunar svo
kunn orðin, að óþarft er að rifja
hana upp hér, en nokkur ný at-
riði koma þó fram í bókinni, t.d.
það að eftir skipun þjóðleikhús-
stjóra sendu aliir hinir nýráðnu
leikarar Þjóðleikhússins, 14 tals-
ins, Eysteini Jónssyni þáverandi
menntamálaráðherra mótmæla-
skjal þar sem vítt var sú fáheyrða
ráðstöfun að skipa ævilangt í
embætti þjóðleikhússtjóra mann
sem aldrei á lífsleiðinni hafði ná-
lægt leiklist eða leikhúsrekstri
komið.
Haraldur ræðir reglugerðina,
sem samin var um rekstur og til-
högun Þjóðleikhússins, ekki að
neinu ráði, og er það skaði, því
hann er öllum hnútum manna
Haraldur Björnsson og Njörður P. Njarðvík lesa saman hand-
rit bókarinnar.
Haraldur Björnsson er fyrsti is-
lenzki atvinnuleikarinn og hefur
verið nátengdur þróun íslenzkr-
ar leiklistar síðustu fjóra áratugi.
Bókin er því öðrum þræði saga
íslenzkra leikhúsmála á þessu
skeiði, að vísu gloppótt og hlut-
dræg, en samt furðuglögg. Hún
er eina bókin sem enn hefur ver-
ið samin um íslenzka leiklist á
tímabilinu í heild. Það sem mestu
varðar samt í þessu sambandi er,
að Haraldur er maður athugull og
skýr í hugsun, skemmtilegur
sögumaður, einarður og ákveðinn
í skoðunum, og á þá reisn sem
gerir sjálfhælni hans, bábiljur og
fordóma þolanlega — að ekki sé
sagt viðfelldna. Það fer nefnilega
ekki milli mála í ævisögunni, að
Haraldur Björnsson er bæði
mjög íslenzkur og mjög jarðnesk-
ur einstaklingur. Hún dregur
ekki dul á veikleika hans, þó var-
lega sé á viðkvæmu hlutunum
tekið. Hann er m.a. mjög íslenzk-
ur að því leyti, að almenn lífs-
viðhorf hans eru sundurlaus og
mótsagnakennd, sambland af
skynsemishyggju og dulúð, þar
sem saman fara bjartsýni húman-
istans, bölmóður níhilistans, guðs
trú og draumatrú. Hann er mað-
ur líðandi stundar og lætur hug-
detturnar stundum hlaupa með
sig í gönur eða gera sig tvísaga.
Þetta kemur ekki að sök i dag-
legu lífi, þar sem enginn er til að
henda reiður á öllum ummælum
manns, en í bókum er það baga-
legt, því þar geta lesendur fyrir-
hafnarlítið gert samanburð á því
sem sagt var í fyrri viku og því
sem sagt var í gær. Gott dæmi
um þetta er t.d. viðhorf Haraldar
til gagnrýnenda. Á bls. 139 fer
hann mörgum fögrum og hjart-
næmum orðum um þýðingarmik-
ið starf gagnrýnandans og þá
villu leikara að taka of persónu-
lega afstöðu til gagnrýni. En á
bls. 252 er kominn annar tónn £
minn mann: „Fólkið þar fyrir aft-
an (þ.e. fyrir aftan fyrsta bekk)
er hinir venjulegu leikhúsgestir
og aftur á áttunda bekk er ágætt
fólk. Þann bekk hleypur maður
yfirleitt yfir þegar maður er að
leika fyrir frumsýningargesti því
þar sitja gagnrýnendurnir." Har-
aldur er því miður ekki einn um
þessa hlægilegu vanmetakennd
gagnvart gagnrýni. v
skipti hans við Leikfélag Reykja-
vikur og þó einkanlega seta hans
i Þjóðleikhúsráði og kennslan í
leikskólanum bera þessum siðast-
nefnda eiginleika fagurt vitni.
„Sá svarti senuþjófur“ skiptist
i fimm höfuðþætti, sem markaðir
eru helztu áföngum Haraldar í
leiklistinni. Fyrsti hluti nær fram
til 1925 og lýsir uppvaxtarárun-
um í Skagafirði, skólagöngu,
störfum og leikferli á Akureyri.
Er hér stiklað á stóru, en margar
svipmyndir minnisverðar, þó
daufast sé yfir bókinni framan
til. Næsti þáttur fjallar um árin
1925—29, námið í Kaupmanna-
höfn og fyrsta leiksigur þeirra
Onnu Borg þar. Er þessi þáttur
allur hinn fróðlegasti, ekki sízt
með tilliti til þess sem síðar er
sagt um Þjóðleikhús íslands og
rekstur þess. Þriðji þátturinn
greinir frá viðskiptum Haraldar
við Leikfélag Reykjavíkur fyrstu
árin eftir heimkomuna og ýmsum
útistöðum öðrum, og er það yfir-
leitt heldur raunaleg lesning, því
kunnugastur, og þessi illræmda
reglugerð hins háa Alþingis á
sennilega enga hliðstæðu í menn-
ingarlöndum að því er snertir
þekkingarleysi, skammsýni og
allsherjar nesjamennsku.
Margt af því, sem Haraldur
lætur sér um munn fara, orkar
vissulega tvímælis, t.d. sú skil-
greining hans á bls. 92, að leik-
sviðið sé „ævinlega veruleikinn í
smækkaðri mynd“, eða hugleið-
ingar hans um ástina og kærleik-
ann, en lesandinn hlustar á hann
með athyglj, af því hann er að
jafnaði hnyttinn og ferskur í at-
hugasemdum sínum.
Frágangur á bókinni er vand-
aður að því er snertir prentun
og band, og eru málvillur og
pennaglöp hennar þeim mun
hvimleiðari. Á bls. 59 stendur t.d.
þessi voðalega setning: „Þess sem
gætt er verður gott“. Þá er talað
um að „heyra gullhamra" (bls.
36) og „fá gúllhamra" (43),
hvort tveggja hlálegt. Leiklistar-
gyðjan heitir Þalía, en ekki
Thalía, og það eiga islenzkir leik-
arar að vita. Þá er hvað eftir
annað sagt „þið skulið“ og „þér
skulið“, leiðinleg árátta í svo
vandaðri bók. Loks virðist mér
höfundurinn hafa verið alltof
linur við að skera niður óþörf
lýsingarorð, sem Haraldi er tamt
að nota í tíma og ótíma. Dæmi:
„Maður steingleymdi tímanum
gersamlega. . . .“ (82).
Að öðru leyti held ég að bókin
sé svo góð, að Haraldur steli sen-
unni frá öllum sjálfsævisögum
ársins.
Sigurður A. Magnússon.
Póstkassar
Stærð:
35 x 25 x 10 cra.
Verð:
KR. 320.
Fyrirliggjandi eru póst
kassar fyrir stigahús
og forstofur.
Pantanir óskast sóttar,
sem fyrst.
IMýja Blikksmiðjan
Höfðatúni 6 — Símar; 14804—14672.
,Auglýst vara er ávalít til"
Ný íslenzk gamansaga:
Vonglaðir
veiðimenn
eftir ÓSKAR AÐALSTEIN
Bráðfyndin ,og skemmtileg gamansaga
sem kemur ölium í gott skap, og á ekki
hvað sízt erindi við hina mörgu von-
glöðu veiðimenn, sem sumarlangan
daginn freista gæfunnar við veíðiár og
stöðuvötn víðs vegar um land.
Myndskreytt af
Halldóri Péturssyni listmálara
IÐIJNN, Skeggjagötu 1.
Sími 12923.