Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 18
18 M0RGI&4BLAÐIÐ Sunnudagur 8. des. 1963 Kvenfélag Grindavíkur 40 ára SUNNUDAGINN 23. nóvember hélt Kvenfélag Grindavíkur híátiðlegt 40 ára afmæli sitt í eamkomuihúsi félagsins. Konur úr Grindavíkurhreppi fjöl- menntu á skemmtifundinn og var hann hinn ánægjulegasti í a.Ha staði. Fundurinn hófst með sameigin legri kaffidrykkju og flutti þá ávörp formaður félagsins og frú Guðný Stefánsdóttir. Sýndur var leik'þáttur sem tókst vel Og var xi mikiilar ánægju. Stella Sigurð ardóttir söng gamanvisur ölluim viðstöddum til mikillar skemmt- unar. Þess má geta að gaman- vísur þær sem Stelia söng voru allar samdar af henni og ein- göngu stilaðar uppá ýmsa skemimtilega þætti í atvinnu- og daglegu lífi hreppsbúa Píanó-, undirleik annaðist Agnes Árna- dóttir. Látbragðsleikur var sýnd- ur og þótti spreng'hlægiiegur. í fundarlok sungu allar viðstaddar konur ísland ögrum skorið undir píanóleik Agnesar. Stjórn Kvenfélags Grindavík- ur skipa nú: Frú Lauíey Guð- jónsdóttir, formaður, frú Ólina Ragnarsdóttir, ritari og frú Rósa Benediktsdóttir, gjaldkeri. Hér fara á eftir ávarpsorð for- manns Kvenfélagsins frú Lauf- eyjar Guðjónsdóttur í Ásgarði. Heiðruðu Kvenfélagskonur i Grindavíkurhreppi! 24. nóvember 1923 fyrir rétt- um 40 árurn var Kvenfélag Grindavikur stofnað. Aðal hvata kona að stofnun félagsins var frú Guðrún Þorvarðardóttir í Ási. Stofnfund félagsins sátu 23 konur úr Járngerðarstaða- og Iwkötlustaðarhverfi í Grindavík. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu frú Guðrún Þorvarðardóttir í Ási, formaður, frú Ólafía Ás- bjarnardóttir í Garðhúsum gjald keri og frú Ingibjörg Jónsdóttir, kennari, ritari. Stjórninni var á stofnfundinum falið að semja Jög fyrir félagið og tilnefndi hún sér til aðstoðar frú Katrínu Gísla dóttir frá Hrauni. Á öðruim fundi félagsins voru lög þess samþykkt. Á þeim sama fundi gengu þrjár konur í féiagið. Þannig jólcst meðlima- ta.lan svo að í ársbyrjun 1925 voru 34 konur skráðar í félagið. Eða mikill meirihluti alira giftra kvenna í Grindavíkurhreppi. Þess má geta að í dag eru um 140 konur skráðar meðlimir. Á þriðja fundi féiagsins var kosin varastjórn, í henni áttu sæti frú Jóhanna Árnadóttir I varaformaður, frú Katrin Gísla- dóttir vararitari og frú Margrét ' Jónsdóttir varagjaldkeri. Á þeim sama fundi ber María | Guðmundsdótir á Hlíð upp til- lögu þess efnis að eitthvað verði . gert til að gera fundina skemmti | l©ga til dæmis með því að lesa upp skemmtilegar og fróðlegar sögur eða syngja falleg kvæði. Þetta er viturleg tillaga, því að fátt er líkleigra til að halda sam- an góðum félagsskap en skemmti legir og líflegir fundir. Á fyrstu árum Kvennfélags- ins mun fjárhagur þess hafa ver- ið mjög þröngur. Ekkert er því eðlilegra en að starfsemi fyrstu áranna hafi beinzt í þá átt að afla félaginu tekna. Haldnar voru hlutaveltur, bögglauppboð og skemmtifundir. En af fundar- gerðum þessara ára má sjá að sterkur áhu.gi hefur ríkt meðal félagskvenna um að aðeins væri um ho'liar skemm-tanir að ræða. Þannig hélt félagið barna- skemmtanir um jólaleytið og uirra ára bil, að vísu við frum- stæð skilyrði en margar leiksýn- ingar þó mjög vel lukkaðar og skemmtiiegar svo að þær eru enn í dag minnisstæðar mörgum þeim er þá voru á unglingsárum. Sýndu Kvenfélags'konur og leik- endur mikla fórnfýsi við undir- búning þessara skemmtanna. Einnig voru oft fengnir þjóð- kunnir fræðimenn til að flytja fyrirlestra til fróðleiks og skemmtunar fyrir breppabúa. Ekki er ár liðið frá stofnun félagsins þegar Ingibjörg Jóns- dóttir heldur framsöguræðu um garðrækt. Hvetur hún konur Núverandi formaður Kvenfél- ags Grindavikur frú Laufey Guðjónsdóttir í Ásgarði. félagsins til að gera tilraun með að rækta nytjajurtir og blóm. Á sama fundi sem haldinn var 16. maí 1924 vakti Ingibjörg einnig máls á því hvort ekiki væri möguleiki á því að félagið keypti spunavél sem það svo starfrækti. Báðar þessar uppá- stungur Ingibjargar sýna hve ho.ll og skynsamleg áhugamál Kvenfélagsins voru þegar á byrjunarstigi. Maria Geirmundsdóttir á Hliði bar á sama fundi upp til- lögu um að Kvenfélagið gengist fyrir því að 19. júní yrði hald- inn hátíðlegur og hvatti til þess að haldin yrði útiskemmtun á Baðsvöllum. Mun þarna vera að finna fyrsta vísinn að hinum rómuðu útiskemmtunum sem Kvenfélagið stóð fyrir og haldn- ar voru við Svartengisfell í Grindavík urn margra ára skeið og frægar urðu um allar nær- liggjandi sveitir. Ég hefi leyft mér að rifja hér lítillega upp stofnun og starf- semi Kvenfélagsins fyrstu ár þess, en því fer fjarri að saga þeiss sé hér öll sögð. Félagið hefur frá byrjun beitt sér fyrir fjölmörgum velferðarmálum byggðarfélagsins byggðarlagsins. T.d. hefur það stuðlað að því að fegra umhverf- ið kringum kirkjuna hreppsbú- um Grindavikur til sóma. Seint á þriðja tug aldarinnar hefst svo félagið handa um stærsta og myndarlegasta átak sitt, byggingu Kvenfélagshúss- ins. Ekki má gleyma því að við byggingu hússins nutu kvenfél- agskonur mikils stuðnings eigin- manna sinna. En kvenfélags- ■konur höfðu samt forystu um bygginguna. Húsið reis af grunni fyrir sameiginlegt átak. Kvenfélagshúsið var á sínum tíma virðulegt samkomuhús mið að við lítið sjávarþorp og er það raunar enn í dag. Margar af stofnendum Kven- félagsins eru nú því miður horfn ar sjónum okkar. Þeim vottum við alla virðingu. En ánægjulegt 'hefði þó verið að mega enn sjá hér meðal okkar í kvöld þá konu sem lengst, drýgst og óeigin- gjarnasta starf hefur unnið í okkar hópi — Ingibjörgu Jóns- dóttir en Ingibjörg heldur nú til á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykja.vik. Henni ósk- um við allar langrar og bjartrar Athugasemd f 249. tbl. „Morgunblaðsins" frá 21. nóv. sl. getur að líta frétta- klausu frá Vikingi Guðmunds- syni, fyrrverandi fréttamanni blaðsins af Hólsfjöllum, en nú- verandi óðalsbónda að Hrapps- stöðum með búsetu að Kífsá (jörð í eigu Akureyrarbæjar). Greinir Víkingur frá hinum óhugnanlegasta verknaði, sem framinn hafi verið á Kífsártúni á sunnudagsmorgni nú eigi alls fyrir löngu. — Komið hafi tveir menn akandi í hvitri „drossíu", undið sér út úr bifreiðinni, skot- ið á færi tvævett tryppi, er var í hrossahóp á túninu, skörið það á háls og ekið síðan brott, en kom ið síðar um daginn og flutt hræ- ið burt. í frásagnargleði sinni og hald- inn allmikilli vandlætingu, svo sem vera ber, hikar þessi frétta- maður ekkert við að eigna þenn- an hroðalega verknað vissum hóp manna hér á Akureyri, þeim er hann gefur heitið „sporthesta- menn“. Hirðir hann ekkert um að kynna sér nánar, hvort held- ur hann fer með rétt eður rangt mál. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt verja sóðalega aðferð þess- ara manna við aflífun tryppisins — hún er óverjandi með öllu og varðar við lög — þá er nokkuð vandséð, hvort þyngra er á met- um aðförin að tryppinu eða til- ræði Víkings að svívirða saklausa menn með því að eigna þeim þennan verknað. — Staðreynd máls þessa er sú, að bóndi frammi í Eyjafirði, Eiríkur Björnsson, átti umgetið tryppi. Piltarnir, sem verknaðinn unnu, Kolbeinn Sig- urðsson og Ragnar Elíasson, eru til heimilis og að einhverju leyti á vegum Kristins bónda að Kotá við Akureyri, en hann er bróðir Eiríks bónda, enda fluttu þeir skrokkinn þangað heim. Síðari hluta þessa sunnudags voru þeir að gera því þar til góða, er tvo menn bar að garði. — Þetta er sannleikurinn, Víkingur óðals- bóndi. Stéttarbræður þínir standa að þessum ófögnuði, en ekki „sporth estaeigendur" á Ak- ureyri. Væri ekki úr vegi að minna þig á hið fornkveðna: „Maður líttu þér nær, það liggur í götunni steinn.“ Sæmra væri þér og að biðja þá menn opin- berlega afsökunar, sem þú reynd ir að sverta með frásögn þinnú — Við bíðum og sjáum hvað set- ur. — Frásögn þín um, að hrossa- hópurinn umgetni á Kífsártúni hafi allur verið frá Akureyri, er álíka haldgóð heimild og annað í nefndri klausu, og því ekki svara verð. — í þessu sambandi, og þá einnig vegna ummæla kon- unnar úr Glerárþorpi, verður manni að spyrja: Hvers vegna eru ekki atburð- ir sem þessi kærðir rétta boðleið? Væri ekki réttlæti og sómatil- finningu betur borgið með því heldur en að skrifa æsigreinar í blöð með óhróðri og dylgjum um saklausa menn og málefni? Með þökk fyrir birtinguna. Guðmundur Snorrason. ALMENtfA BÓKAFÉLAGIÐ furður sálarlífsins )> Ný bók frá Almenna bókafélaginu eftir kunnasta sálfræðing Noregs, prófessor Harald Schjelderup um rannsóknir á dulvitund manns- ins, persónuleikavíxlun, reimleika, miðilsgáfuna og aðra annarlega skynjunar- hætti, spíntisma og margt fleira. BÓK, SEM ALLIR VILJA EIGNAST Ilarald Schjelderup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.