Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 22
22 M0RGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 8.. des. 1963 Námsstyrkur við Hafnarháskóla HÁSKÓLINN í Kaupmannahöfn býður ungum fræðiimainni frá einhverjum háskóla á Norður- löndum til ársdvalar þar við há skólann í því skyni að stunda þar framhaldsnám, svo og að hafa á hendi nokkra kennslu í fræðigrein sinni í samráði við kennarana í þeirri grein. Greiðsla af hendi háskólans er samtals d. kr. 19.156,16 fyrir tímabilið frá 1. febrúar 1964 til 31. janúar 1965. Umsóknir um styrk þennan skal senda rektor Háskóla fs- lands eigi síðar en mánudaginn 16. desemeber. Með umsókn skal senda skýrslu á dönsku um náms feril umsækjanda og um það framhaldsnám og þær rannsókn ir, sem hann mundi stunda í Kaupmannahöfn. (Frá Háskóla íslands). JÓLAVESTH og peysur í geysiEegu urvali fyrir drengi og herra á öllum aldri. Leður- ull- apaskinn- rifflað flauel köflótt ullarefni, glitofin jerseyefni með svampfóðri. Vetrarfrakkar — Svampfóðraðir frakkar — Terylene frakkar. Mikið úrval — Óvenju hagstætt verð. Hanzkar — Treflar — Bindi — Skyrtur — Belti — Manchettuhnappar og ótal margt fleira til jólagjafa. Herraföt Hafnarstræti 3 System pyramid og Pira hiIEusettin 12 nýjar bækur írá Ægisútgáfunni ÆGISÚTGÁFAN (Guðm. Jak- obsson) gefuir út á þessu hausti 12 bækixr, og hafir tveggja þeirra verið áður getið, en þær eru: Undir fönn eftir Jónas Árnason og bér að segja veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonsson- ar, eftir Stefán Jónsson, frétta- mann. í björtu báli er frásögn Guð- miundar Karlssonar, blaðamanns og fyirrum slökkviliðsmanns, af brunanum mikla í Reykjavík, árið 1915. Þetta er 229 blaðsíðna bók í stóru broti og prýdd fjölda mynda frá atburðinum ag af mönnum þeim, sem helzt koma við þessa sögu af mésta eldsvoða á íslandi. Guðmundur tileinkar þessa fallegu bók minningu föð- ur síns Karls Ö Bjarnasonar, varaslökkviliðsstjóra. Dætur fjallkonunnar nefnist bók eftir skáldkonuna HugTÚnu og hefur að geyma æviminningar tveggja kvenna. Sigriðar Sveins- dóttur, sem hefir lagt gjörfa hönd á margt og er óvenju fjöl- hæf og listfeng kona, m. a. heíir hún smíðað hin fagurstu líkön af ýmsum munum og fleira •mætti telja. Saga hinnar kon- unnar, önnu Margrétar, er bar- áttusaga fátaekrar aliþýðulkonu, eins og hún gerðist hörðust um og upp úr síðustu aldamótum. Bókin er 169 bls. Undir Garðskagavita eftir Gunnar M. Magnúss. 360 blað- síðna bók í stóru broti, prentuð á gljápappír og prýdd fjölda mynda. Þessi bók hefir að geyma sögu byggðarlaganna tvaggja, Garðs og Leiru, allt frá land- námsöld. í þessari miklu bók Gunnars M. Magnúss getur að finma nokkra skýringu á þvi þreki og þeirri atorku, sem gerði þeim Suðurnesjamönnum fært að sækja jafn fast sjóinn og um var kveðið. Alltaf má fá annaff skip heitir fyrsta bóik Sigurðar Hreiðars, blaðaimanns. 230 bls. og geymir fanmennskuminningar Rikka í Höfnuim, sem er nú góður ag gildur borgari síns byggðarlags, ein sigldi fyrrum á erlendum skipum um heimsihöfin. Rikki í Höfnum segir sína sjóarasögu af því æðruleysi og þeirri hrein- skilni ,sem slíkum frásögnúm hsefir hezt og Sigurður Hreiðar hefir faart hana í skemmtilegan búning. Einfaldir og tvöfaldir — ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson, safn smásagna í léttum dúr með lítilslháttar ívafi af alvöru, sem Gísla lætur einkar vel. Höfundur hefir sjálfur gert nokkrar spaugi legar teikningar sem prýða bók- ina. Þeissi bóik er 140 blaðsíður. Gengis Khan, hershöfðinginn ósigrandi eftir Harold Lamib kemur hér út í þýðingu Gissuæar Ó. Erlingssonar í 210 blaðsíðna bók. Þessi ævisaga Mongólaihöfð- ingjans mikla, sem hóf baráttu sína í örbyrgð en lagði undir sig meiginhluta Asíu og Bvrópu, hef- ur verið þýdd á fjölda tungu- mála og hvarvetna þótt bæði merkilega fróðleg og ákaflega skemmtileg aflestrar, enda aldrei gerzt annað eins ævintýri í hern- aðarsögu mannkyns og land- vinningar Mongóla undir stjórn Gengis Khan. Töfrar íss og auffna heitir bók eftir danska landkönnuðinn og ævintýramankin Ebbe Munck, en Gissur Ó. Erlingsson þýddL For- mála að þessari bók skrifar Ejnar Mikkelsen skipherra, sá er Peter Freuchen diásamar sem mest í bókum sínum, enda fjall- ar þessi bók að mestu um mann- raunir höfundar og félaga hans á auðnum Grænlands. Að vísu segir þar einnig frá síldveiðúim á íslenzku skipi og upphafi út- gerðarveldis Lofts Bjarnasonar, — én það er útúrdúr. Töifrar íss ag auðna er nær 200 blaðsíðna bók, prýdd fjölda ljósmynda. Ást og örlög — þetta er íslenzk skáldsaga eftir höfund, sem nefn ir sig Jón Vagn Jónsson, 196 blað síðna bók. Eins og nafnið beindir til er hér á ferðinni ástarsaga í hefðbundnum stíl og gerist hún á dögum dönsku verzlanainna. Á kápusíðu segir að Jón Vagn Jóns son sé, hvað sem dulneifninu líð- ur, einn af hinuim þekktari meðal íslenzkra rithöfunda. Hjúkrunarneminn eftir Renée Shann er ein þeirra bóka, sem Gissur Ó. Erlingsson hefir þýtt fyrir Ægisútgáfuna, — 240 blað- síðna ástarsaiga. Brimgnýr og Boffaföll heitir bók sem Jónas St. Lúðvígsson hefir tekið saman um stórorust- ur á sjó og aðra hrikaleiki á höfunum. Segir þar frá mönn- um, sem horfðu ólhræddir í augu við hættuna og brugðust ekki á hverju sem gekk. Þessi bók er 226 blaðsíður. Cjalavörur frá Japan! Mikið af nýjum vörum frá Japan, hentugum til jólagjafa. Góðar vörur! Gott verð! Lítið í gluggana um helgina. RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 17. VIÐ BJÓÐUM YÐUR FJÖLBREYTTASTA OG NÝ TÍZKU- LEGASTA HÚSGAGNAÚRVAL LANDSINS. HÍBÝLAPRVÐ! HF. haelarmíla sími 38177 IWIIMJAGRIPAVERZLIJNIN, Hafnarstræti 5. MINJAGRIPAVERZLIjNllM, Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.