Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ 13 Leikfélag Selfoss: Víxlar með afföllum Gamanleikur í 3 þáttum eftir Aernar Þórðarson. Leikstjóri Höfundur. Tveggja heima sýn FÖSTUDAGINTS'' 29. nóv. s.l. frumsýndi Leikfélag Selfoss Vixla með afföllum, eftir Agnar Þórðarson, undir stjórn höfund- «u. Er þetta I fyrsta sinni sem leikur þessi er settur á svið, og því um töluverðan merkisvið- búrð að ræða í leikstarfsemi •ustan heiðar. Leikrit þetta samdi höfundur á sínum tíma sem framhalds- leikrit fyrir útvarpið, og var það þgr flutt fyrir nokkrum ár- um. Vakti það töluverða athygli, bæði gerð þess og flutningur æfðra leikara. Og munu margir áheyrendur hafa skapað sér sjálf stæðar myndir af persónum leiksins. Það virðist því í fljótu bragði vera í töluvert ráðist af ungu áhugamannafélagi að taka það til sýningar. En við nánari athugun held ég að einmitt vegna þess að margir eru kunnug ir leikritinu áður muni það reyn ast Leikfélagi Selfoss vel að bafa ráðizt í þetta. Enda þótt Leikfélag Selfoss hafi margt gert vel á undan- förnum árum og sýnt áþreifan- lega að það hefur mörgum góð- um kröftum á að skipa, var það samt með dálítið blandinni eftir- væntingu, sem ég brá mér á frumsýningu þessa. En það skal strax tekið fram, eð ég varð ekki fyrir vonbngð- um meðferð leikara og leilk- Stjóra snerti. . Höfundur hefur breytt hinu gamia útvarpsleikriti töluvert, fellt niður og aðlagað það leik- sviðinu. Hefur sú breyting að mínum dómi tekist ágæta vel. Hann hefur sjálfur sett það á svið nú og ferst það vel úr hendi, bæði hvað snertir stað- setningar og svi?sbúnað. Og þótt hér væru nokkrir ný- liðar að verki, bar furðu lítið á misræmi milli þeirra og hinna sviðsvanari, svo að heildarsvipur sýningarinnar var ágætur, enda auðsjáanlega um verulega leik- gleði og áhuga að ræða hjá leik- endum. Gerfi flestra góð og förð un ágæt, enda framkvæmd af Karli Guðmundssyni, er hér lék gesfcaleik sem Júlíus kaupfélags- stjóri frá Skötufirði, með ágæt- um. Bergþór Björnsson var leikinn af Axel Magnússyni. Var hann í upphafi frekar daufur, en sótti fljótt í sig veðrið og gerði hlut- verkinu hin beztu skil, einkum á skrifstofu sinni er hann undir áhrifum hélt ræðu um sjálfan sig fyrir Júlíus og ræstingarkon- unni (Ágústu Sigurðardóttur), er bæði sýndu bráðskemmtilegan samleik undir ræðunni. Danna lék ungur nýliði, Þor- björn Sigurðsson, og var hann ef til vill frekar óframfærinn, (tæp lega nógu rogginn) af svo kjaft- forum táningi og Danni er, en málfærið var ágætt. Móður hans, konu Bergþórs, lék Erla Jakoþsdóttir mjög vel, og kom einkar skírt fram hjá henni dálæti móðurinnar á pöru- piltinum Danna. Halldór Magnússon (Nikulás fjármálam.), Sigm. Símon Sig- urðsson (Valgarð aðalbankastj.), Sigríður Loftsdóttir (Þorgerður kennsluk.), Sesselja Ólafsdóttir (Sjana skrifstofustúlka), Gunn- ar Granz (trésm.) og Valdimar Þorsteinsson (Jói) gerðu yfir- leitt öll hlutverkum sínum góð skil, og typan hjá Jóa var ágæt. Hinir fjölmörgu áhorfendur tóku sýningunni hið bezta og kölluðu leikara ' og leikstjóra fram hvað eftir annað að lokum og færðu þeim marga blóm- vendi. Að lokum kvaddi oddviti Selfoss, Sig. í. Sigurðsson, sér hljóðs og færð höfundi nokkur þakkarorð er áhorfendur tóku rækilega undir með húrrahróp- um. Áformað er að sýna leikritið á nokkrum stöðum hér austan- fjalls á næstunni og má óhætt fullyrða að þá muni margur fá sér reglulega hláturhviðu. Herbert Jónsson. „Því víðsýnni, sem andi okk- ar er, því augljósara er okk- ur hyldýpi leyndardómanna.“ Setningu þessa skrifar Ólafur Tryggvason í síðasta kafla bókar sinnar, Tveggja heima sýn, sem bókaútgáfan Fróði er nýbúin að gefa út. Á öðrum stað í bókinni segir Ólafur: „Því víðsýnni, sem andi okkar er að öðru jöfnu, því kærleiksríkari er hann. Því kær- leiksríkari, sem maðurinn er að öðru jöfnu, því víðsýnni er hann.“ En þessar setningar, sem ég hef hér tilfært, eru grunntónn þess boðskapar, er höfundurinn flytur í bók sinni. Vér íslendingar höfum á öllum öldum átt menn, sem hafa verið ófreskir og dulspakir. Frá sögu- öld vorri má nefna þá Gest Odd- leifsson í Haga, Njál á Bergþórs- hvoli og Drauma-Finna í Felli. Á síðari öldum höfum vér átt marga slíka menn. En fáir íslend- ingar, sem gefinn hefur verið þessi hæfileiki, munu hafa lagt eins mikla rækt við hann eins og Ólafur Tryggvason hefur gert. Hann skoðar þennan hæfileika sinn sem náðargjöf frá höfundi lífsins, og hefur hann talið sér skylt að rækta hann og nota hann í þjónustu meðbræðra sinna. Allmikill hluti af þessari bók Ólafs er rökræðing um raunvís- indi, dulvísindi, trú og heimspeki. Ólafur er fróður um margt. Hann hefur lesið mikið, er gerj0igull og djarfur, sjálfstæður í hugsun og hefur sýnilega aldrei flækt sig í skoðananeti trúarbragða, heim- spekistefna eða stjórnmála, sem er þó svo altítt um mikinn hluta manna. Ólafur á margt sameig- inlegt með hinum fyrstu braut- ryðjendum kristninnar, trú á kærleiksríkan guð, fórnfýsi í rík- um mæli, andlegt þrek og djörf- ung og sannfæringu um, að hann sé í þjónustu æðri máttarvalda, og það gott, sem hann geti látið af sér leiða, efgi hann þeim að þakka. Ein af bókum þeim, sem sýni- legt er, að Ólafur hefur þaulles- ið, er Nýjatestamentið, en eink- um þó guðspjöllin. En um kristna trú segir hann meðal annars: „Kristin trú er ekki fastmótað- ar kreddur eða kennisetningar, en hitt er staðreynd, að hún hef- ur verið lömuð af fastmótuðum kennisetningum“. Ólafur er mikill trúmaður. — „Hið óþekkta eití er frjótt, það- an kemur allt“. „Þetta, sem heim- urinn heyrir ekki og sér ekki, er hið eina, sem getur bjargað hon- um.“ „Sá, sem ekki öðru hvoru vinnur stund og stund án þess að taka laun fyrir, gegnir ekki skyldum sínum við lífið og fer mikils á mis“, segir Ólafur und- ir lok bókar sinnar. Þetta er þörf hugvekja á þeim tímum, þegar það er að verða tízka, að öll verk manna skuli metin til peninga. Ólafur leiðir lesendur sína upp upp á sjónarhól, þar sem sér til tveggja heima, skynheims vors, og þess heims, sem flesta oss að- eins órar fyrir, en er oss annars að mestu hulinn. En í báðum heimunum er „hyldýpi leyndar- dómanna“. Af sjónarhóli sínum leitast hann við að sýna þá þræði, er liggja á milli heim- anna, hvernig þeir orki hvor á annan, og hversu samvinna þeirra sé nauðsynleg til vaxtar og þroska gæfuríks og heilbrigða lífs þessa heims og annars. Ólafur skiptir þessari bók sinni í 19. kafla. Er hver þeirra sjálf- stæð ritgerð. Sumar ritgerðanna eru afburða vel skrifaðar, sv® sem ritdómur um bók Davíðs Stefánssonar, í dögun. Ég hygg, að ég hafi aldrei les- ið betri hugvekjur, en suma kafl- ana í þessari bók Ólafs Tryggva- sonar. Þorsteinn M. Jónsson. Hús til sölu íbúðarhús við Efstasund. — I húsinu eru tvæir íbúðir, 3 herb. og eldihús og 1 heirb. og eldhús. Listhafendur leggi nöfn sín hið fyrsta á afgr. Mbl. merkt: „Aramót — 3119“ og verða þeim þá látnar í té frekari uppL Bótagreiðslur almannatrygginganna í Gullbringu- og Kjósarsýslu fara fram sem hér segir: í Kjalarnashreppi, mánudaginn 9. desember kl. 2—4 Seltjarnarneshreppi, föstud. 13. — 1—5 Njarðvíkurhreppi, þriðjud. 17. — — 2—5 g — fimmtud. 19. — — 2—5 Miðneshreppi þriðjud. 17. — — 2—5 Grindavikurhreppi, fimmtud. 19. — — 10—12 Gerðahreppi, fimmtud. 19. — — 2—5 Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venjulega. Ógreidd þinggjöld óskast greidd á sama tíma. Sýslutnaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. KÆRKOMIN JOLAGJOF Frönsk - SPORTPEYSA - Ný gerð \ LEÐURLÍKI AÐ FRAMAN. — PRJÓNAÐ BAK & ERMAR. HEILAR OG IINEPPTAR. VERÐ: KR. 595.oo Andersen 6l Lauth hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.