Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 9
^ Sunnudagur *• ðes. 1963 M0*GUH*lA6tD 9 hMh ffliii IÉi í/S&M'íSK-æ3ÍP iT»|Ítel í'j.fe !?/£$'&><'•' $! wím i.5?^v<r.v^í..->r'..í:r Ipltif l wé gplpiMiiS lltiMli «1» Frá London til Þýzkalands með viðkomu á Islandi til áð hitta „einn þrjózkasta víking, sem ísland hefur átt“ EFTIR l>ví sem ég kem hér oftar, þykir mér vænna um land ið, sagði Edo Schneider þegar hann var hér í vikunni. Hann er búsettur í London, en starf- ar sem sölustjóri á Bretlands- eyjum og íslandi fyrir Volks- wagen-verksmiðjurnar vestur þýzku. Á þriðjudaginn ætlaði hann að skreppa heim til Þýzka- lands, og var þá ekkert sjálf- sagðara en að koma við á ís- landi i leiðinni. Schneider kom hingað til lands í fyrsta skipti þegar heild- verzlunin Hekla flutti í nýju húsakynnin við Laugaveg 170- 172. Hann kom svo aftur í sum- ar, en þá aðallega til laxveiða. Og svo kom hann núna, eig- inlega eingöngu til að heilsa wpp á kunningja og skoða gosið i nýju eyjunni við Vestmanna- eyjar. Honum finnst hann ein- hvernveginn verða að sjá gos á íslandi, sérstaklega þar sem Volkswagennafnið er tengt nafn inu á einu þékktasta eldfjalli heims, Heklu. Þegar fréttamaður Mbl. ræddi við herra Schneider var hann á förum héðan. Einn þrjózkasti víkingurinn Þótt veðrið hafi ekki verið honum hagstætt, lék hann á als oddi. Hann var nýkominn af fundi hjá Sigfúsi Bjarnasyni for- stjóra í Heklu, og sennilega hafa þeir verið að gera hernaðaráætl- anir fyrir næsta ár. Að minnsta kosti var Schneider bjartsýnn. — Sigfús er sérstakt fyrirbæri, sagði hann. Ekkert land í heim- inum fiytur hlutfallslega jafn mikið inn af Volkswagen-bif- reiðum og ísland, og við setjum það á reikning Sigfúsar Bjarna- sonar. Hann er einn þrjózkasti víkingur, sem ísland hefur átt. Gömlu víkingarnir ykkar höfðu ekki ratsjár, áttavita eða sext- anta. En þeir höfðu þrjózku sína, og komust leiðar sinnar. Þeir gerðu sínar ferðaáætlanir, og stóðu við þær. Svona er Sigfús. Hann ákvað að selja Volkswag- en á íslandi og það hefur hann *vo sannarlega gert. 3 bílar af fimm þúsund f rauninni virðist íslenzki markaðurinn ekki ýkja mikil- vægur fyrir Volkswagen. Við smíðum um fimm þúsund bíla á dag og af þeim fara aðeins þrír til íslands. En staðreyndin er sú að íslenzki markaðurinn er sérstakt fyrirbrigði, og í okkar augum ekki síður mikilvægur en t.d. sá bandaríski, þar sem hlutfallstala innfluttra Volks- wagenbifreiða er hvergi í heirn- inum jafn há og hér. — Sigfús vill ekki trúa því, sagði Schneider, en hann á ótrú- lega marga vini í verksmiðjun- um okkar heima í Þýzkalandi, og þeir eru hreyknir af honum. Það sem fyrst og fremst hefur tryggt markaðinn hér á íslandi er framsýni umboðsins. Allur aðbúnaður er nú orðinn svo góður meíí stóru og rúmgóðu Edo Sohneider húsnæði og verkstæðisrými að hann á eftir að tryggja viðskipt- in í framtíðinni. Það hefur heyrzt að Sigfús hafi lagt út á hálan ís er hann hóf smíði þessa stór- hýsis, sem er nú miðstöð um- boðsins. En ég er á öðru máli. Ég er sannfærður um að það var fjárfesting, sem borgar sig. Væntanlegir kaupendur sjá að hér er ekki byggt til einnar næt- ur. Þeir fá sér Volkswagen. Og eftir að hafa kynnzt þjónust- unni hjá umboðinu, hugsa þeir sig ekki tvisvar um þegar þeir kaupa sér bíl. — Annars er alls ekki aðal- atriðið hjá okkur að selja sem flesta bíla, sagði Edo Schneider. Það má selja alla bíla. En að- alatriðið er að sá, sem einu sinni kaupir Volkswagen, kaupi sömu tegund aftur næst. Til þess þarf að vanda alla þjón- ustu. Ég hef kynnt mér vara- hiutaþjónustu umboðsins hér, og hún er góð. Svo góð að ég tel ekki að önnur umboð séu sam- keppnisfær. Hinsvegar hefur ver ið erfitt að fá nægilega marga bifvélavirkja til að sinna eftir- spurninni á verkstæðinu. ís- lenzku viðgerðarmennirnir eru jög góðir, en þetta er fámenn stétt. Þessvegna hefur fengizt leyfi til að fá hingað sex við- gerðarmenn frá verksmiðjunum í Þýzkalandi, og eru þeir teknir til starfa á verkstæðinu. Von- um við að þetta bæti enn þjón- ustuna. Hvað varahlutaverð snertir þá vil ég ekki vera með neinn áróður, en skora á bif- reiðaeigendur að kynna sér mis- muninn. Of margar tegundir Þegar Schneider var hér í sum ar höfðu þegar selzt 973 bifreið- ar af árgerðinni 1963, sem þá var uppseld. Var þá verið að bíða eftir að árgerð 1964 kæmi á markaðinn. Segir Schneider að þótt salan í fyrra hafi gengið framúrskarandi vel, hafi hún enn aukizt í ár, og sé nú meiri er, nokkru sinni áður. Hann álít- ur að bráðlega komi að því að bifreiðainnflutningur til íslands taki miklum breytingum. — Hér eru allt of margar bif- reiðategundir, segir hann. Þetta hefur óþarfa kostr.að í för með sér, og umboðin geta ekki legið með varahlutabirgðir fyrir örfá- ar bifreiðir. Ég er sannfærður um að innan skamms eigi þetta eftir að breytast. Tegundunum fækkar og þjónustan batnar að sama skapi. Tel ég að þetta sé þegar farið að koma fram. í ferðum mínum um bæinn hef ég séð hundruð nýrra bifreiða, sem kamið hefur verið fyrir til geymslu á afskekktum stöðum vegna þess að þær seljast ekki. Það hlýtur að skapa mikla erf- iðieika hér að liggja með tugi milljóna króna í óseldum bíl- um. Aluminíum er framtíðin — En talandi um peninga, segir Schneider. Ef ég ætti fé á lausu, vildi ég leggja það í aluminíum-verksmiðju á fslandi. Ég er alveg hissa á því að þið skulið ekki vera löngu byrjaðir á aluminíum-framleiðslu. Þið hafið hráefnið, og þið hafið ork- una. Stál er að verða úrelt. Það eru léttu málmarnir og málm- blöndurnar, sem taka við. Og óvíða eru skilyrði til alúminí- umvinnslu betri en hér. Þið byggið allt ykkar líf og tilveru á fiski, sem alltaf getur brugð- izt, eins og ég bezt veit sjálfur. Ég kom hingað nefnilega til lax- veiða í sumar. Áður hafði ég far ið á veiðar og fengið 12 laxa á stuttum tíma, en í sumar fékk ég aðeins þrjá. Svona eru fiskveið- arnar ótryggar. En það eru eng- in vertíðarskipti í alúminíum- vinnslunni, og engin frátök vegna veðurs. Og eftirspurnin er ör- ugg. Alúminiumvinnslan hér gæti gert ísland að stórveldi við- skiptalega séð. • Þegar þetta er ritað er Edo Schneider kominn heim til Þýzkalands. En hann kemur aft- ur í heimsókn í sumar. Ætlar hann þá að skreppa með vini sínum Sigfúsi í Víðidalsá og þurrka þar upp allan lax. Hann vill enn ekki viðurkenna með sjálfum sér að fiskveiðar eru ó- tryggar, og trúir því statt og stöðugt að hann eigi einu flug- una, sem laxinn fyrir norðan kærir sig um. Tökum að okkur allskonar prentun Hagppentp Bergþórugötu 3 — Síml íjsso PlANÓFLCTNINGAR ÞUNGAFLCTNINGAR Hilmar Bjarnason Sími 24674 IML SEM FVRR JÓLAFÖTIN FRÁ OKKIJR Glœsilegra úrval en nokkru sinni fyrr ATHUGIÐ! Itý sending af hinum afar * •# A A KR-húsgögn, Vesturgötu 27 sími 16680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.