Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. des. 1963 MORCU NBLAÐIÐ Frumherjar Sdlkerfisins HVAÐ bíður mannsins, þeg:- ar hann stígur fótum sínum á Mars? Mim hann mæta ein- hverjum lífverum? Hvernig er jarðvegurinn á þessari litlu stjörnu? Tii þess að fá svar við þessum þýðingarmiklu spurningum eru nú fram- kvæmdar umfangsmiklar rannsóknir í Bandarikjunum á hugsanlegum róbótum, sem senda á til annarra stjarna í því skyni að undirbúa komu mannsins þangað. Þessi rannsóknartæki eru hvorki stór né stæðileg, að- eins nokkur pund af dýrmæt- um transistorum, rafhloðum straumleiðslum, hylkjum, kristöllum, málmum og því líku. Upplýsingarnar, sem þessir hlutir eiga að safna á fjarlægum hnöttum, geta þó riðið baggamuninn, hvort fyrstu ferðir mannsins þang- að heppnist eða ekki. Nýlega birti ég grein í Morg unblaðinu um frumherja þá, sem er ætlað að troða veg- inn fyrir manninn til tungls- ins. Gat þar að líta ýmsa efftir Vin Hólm hugvitsamlega gerða róbóta, sem allir voru smíðaðir með það fyrir augum að geta ferð ast um á yfirborði Mánans. Þar sem álitið er, að það sé mjög sendið, voru sumir róbótanna byggðir með blöðku fótum, aðrir höfðu sandhjól til þess að koma sér úr stað, og einn var í raun og veru ekkert annað en risastór blaðra, sem er útbúin á þann hátt, að hún gat rúllað sér áfram með eigin krafti. Ork- una til þess fékk hún frá sérstökum sólarrafhlöðum, sem sátu á baki hennar. Enginn þessarra undravéla var útbúinn með tækjum til þess að leita að merkjum um líf í einhverri mynd. Það þykir ástæðulaust, þar sem þeim er aðeins ætlað að rann saka yfirborð Mánans, en flestum vísindamönnmn kem ur saman um, að þar sé ekk- ert líf að finna. Punq Planet IP A FUTUEE ASTRONAI WA5 HEAPINS TOU/ARO THE <?íö LAHGEST BODy )M THE SOLAR 5Y5T6M, HE VVOULD NOT BE BOUND FOR MERCUR'/ CPHEOFTM6 NIME -TLANETS. Um Marsfrumherja er þó allt annað að ræða. Þar eru lefnilega heilmiklar líkur fyr r lífi. Mars er eini himin- inötturinn fyrir utan Jörð- .na, sem menn þykjast hafa góðar iXnnanir fyrir lífi í ein- hverri mynd. Þeir gervihnettir, sem send ir verða á undan manninum til Mars, eru því allir útbún- ir með sérstökum tækjum, sem eiga að rannsaka lífs- myndanir á plánetunni. Vísindamenn búast ekki við að finna fjölbreytt dýralíf á Mars, aðallega líf í formi gerla og baktería, eða í frum- stæðum gróðri eins og svepp- um. Það er ef til vill af þess- um ástæðum, að einn af frum herjunum, sean nú er í smíð- um hjá NASA, hefur fengið nafnið Gulliver. Honum er ætlað að heimsækja Puta- land. Með þessarri grein birtist listræn mynd af Gulliver, þar sem hann vinnur að verk- efni sínu á Mars. Hann er gerður úr stóru hylki, sem PÍNULÍTIL PLÁNETA — Ef geimfari ætlaði sér að ferð- ast til níunda stærsta hlutans í Sólkerfinu, myndi hann ekki leggja leið sína til Merkúr- íusar, minnstu plánetúnnar af níu. Fjögur tungl plánetanna eru stærri en Merkúríus: Tit- an (Satúrnus) Ganymeda og Callisto (Júpiter). og Triton (Neptúnus). •oooo##® FOU(? MOONS 0FTH6 PLANETS—TITAN C6ATURN\ GANYMEDE ANO CALLISTO CJUPITER), TRITON CNEPTUNE}- COME AHFAD OFMIDGET MERCURV IN C7/AME.TER. elm. Mtciuni jyndicatí; hefur inni að halda eitthvað sem líkist „kjötsúpu“, en í henni eiga allar smágerðar lífstegundir að geta þrifist. Þegar honum hefur verið skotið til Mars og lent þar á yfirborði jarðstjörnunnar, mun hann skjóta frá sér kúl- um, sem hver um sig dregur 15 metra langan spotta með sér frá hylkinu. Spottarnir eru þaktir lím- kenndu efni eins og glycerol og þegar Gulliver dregur kúl- urnar aftur til sín, eiga jarð- vegsefnin að loða við spott- ana. Ef einhverjar lífsmynd- anir finnast í umhverfinu, verða þær dregnar inn í „kjöt súpuna“, þar sem þeim mun fjölga ört í hinum góðu lífs- skilyrðum. Lífsþróunin mun framleiða geislavirkt loft, sem mun verka á geislateljara (Geiger teljara), og setja hann af stað. Hann mun mæla áhrif in, sem síðar verða send með þar til gerðum senditækjum áleiðis til Jarðarinnar. Margir vilja fara aðrar leið- ir til þess að uppgötva líf- form á Mars. Nóbelsverðlauna hafinn dr. Joshua Lederberg hefur smíðað frumherja, sem nota mun smásjá til þess að leita að ákveðnum efnafræði- legum hyggingarformum, sem aðeins lifandi efni hafa. Hann er aðeins þrjú pund að þyngd, í lögun eins og sívalningur, 25 sentimetra langur og 6 céntimetra breiður. Hann mun safna loftryki á leið sinni í gegnum lofthvolf Mars og einnig eftir að hann er lent- ur. Eftir að loftagnirnar hafa verið myndaðar með Vidicon smásjá, verður árangurinn sendur með loftskeytum til Jarðarinnar, og munu þá vís- indamenn geta séð, hvort um líf er að ræða. Tveir lífefnafræðingar hjá NASA, L. P. Smith og R. E. Kay, vonast til þess að finna svarið við lífsspumingunni með frumherja, sem mun leita að sérstökum böndum í litrófum frá ýmsum efnum á yfirborði Mars. Svokölluð J-bönd myndast af protein- um, ef þau finnast, er svarið einnig fundið. Líklega liða tuttugu til þrjátíu ár áður en fyrsti geim- farinn stígur fótum sínum á Mars. Heill her af frum- herjum mun því verða send- ur þangað, áður en sá sögu- legi atburður á sér stað. Marsróbótarnir, sem sameina munu alia vísinda- og tækni- þekkingu mannsins, munu afla fróðleiks, sem verður ómetanlegur fyrir fyrstu Marsfaranna. Þeir munu leggja leiðina inn í framtíð- ina. Klassiskar hljómplötur FEIKNA ÚRVAL Eitthvað fyrir alla. Nýjar sendingar teknar upp vikulega frá stærstu hljómplötufyrirtækjum ver- aldar H.M.V. — Columbia — Decca — R.C.A. — Philips — Electrola — Parlophone — Capitol og mörg önnur heimsfræg merki. — Enginn tónlistarunn- andi fær kærkomnari jólagjöf en góða hljómplötu. — PÓSTSENDUM — FÁLKINN hljómplötudeild Laugavegi 24. — Sími 18670. NÝ SENDINC Proprer Pride undirfatnaður Nýjustu tízkulitir m. a. mikið úrval undirkjólar — milli- pils — buxur — náttfatnaður. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 — Laugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.