Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 16
16 MO*ÍU**LABU> 1 Sunnudagur í. dw. 1§®3 UM BÆKUR Segðu engum Hanna Kristjónsdóttir: SEGÐU ENGUM, skaíd- saga. Skuggsjá 1963. „Ég gat ekki að mér gert að vatna músum yfir því, hvað ég átti' bágt, en var mikið skáld.“ Þessi setning lætur ekki mik- ið yfir sér. Hún er í rauninni ákaflega einföld. En svo furðu- legt sem það nú er, þá er ekki á allra færi að komast svona að orði. Það þarf neista til að upp- tendra þá glóð. Fræðimenn tala stundum um íagrar bókmenntir og skemmti- bókmenntir. Margar skilgrein- ingar eru til á hvorri tveggja tegundinni. Hitt er engum manni kleift að draga svo skýr mörk þar á milli, að hægt sé að færa sérhvert verk í annan hvorn flokkinn. Sem betur fer, sam- eina mörg skáldverk hvort tveggja — fjalla um mannleg vandamál á listrænum grundvelli og eru einnig ákjósanleg til dægrastyttingar. Fjöldi manna hefur engan á- huga á bókmenntum bókmennt- anna vegna, en les sér til skemmt unar. Sá hópur spyr ekki um list- rænt gildi heldur skemmtunina eina saman. Hann hafnar ekki góðum bókmenntum, ef þær falla honum í geð. Hinu er ekki að leyna, að þessi hópur gýtur horn auga með tortryggni til viður- kenndra bókmenntaverka. Og það er ekki að furða. Sumir frægir höfundar eru leiðinlegir. Verk þeirra höfða á engan hátt til þeirra, sem lesa sér til af- þreyingar. Til eru meira að segja verk, sem eru næstum eingöngu lesin af skáldum og ná ekki til annarra manna. Þau hafa ekkert afþreyingargildi, en geta verið fyrirmynd öðrum höfundum í fag legu tilliti. Saga Hönnu Kristjónsdóttur er á mörkum bókmenntaverks og skemmtisögu, og er þó liklegt, að bókmenntalegir ofreglumenn mundu skipa henni í síðar nefnda flokkinn. Söguþráðurinn er meir í ætt við þá tegundina. Hins vegar leynir sér ekki, að höf- undurinn kann til listrænna vinnubragða. Og hann býr yfir ærinni skapólgu til að gera gott verk, hvað svo sem það á að heita. Lítum fyrst á stílinn. Hanna Kristjónsdóttir skrifar harðan og fjörlegan stíl, en ekki rismikinn. Hún kann mál þess fólks, sem hún lýsir. Hins vegar hefur hún ekki gert sér far um að vinna rækilega úr því. Málfar sögu- hetjanna er eðlilegt. En það er hvergi kjarnmikið. Til dæmis bregður víða fyrir áherzluorð- inu „voða“. Það er að sönnu algengt í talmáíi. En þar er það orðið kraftlaust vegna ofnotk- unar og linunar frá upphaflegri merkingu. Og svo illa sem það fer í talmáli, verður það þó enn hversdagslegra í ritmáli. Að minnsta kosti verður að búa því einhverja hressilegri umgerð en Hanna Kristjónsdóttir gerir. Málfar unglinga í Reykjavík er ekki fátæklegt. Það er þvert á móti kjarnmikið, hvað sem hver segir. En það er ekki enn orðið að bókmáli, vegna þess að rithöfundar hafa hingað til skil- að því sem hráefni í stað þess að vinna úr því, slípa það og fága. Þá er það söguefnið. Segðu eng um er ástarsaga. Sigrún, sextán ára dóttir lögfræðings í Reykja- vík, byrjandi í menntaskóla, er aðalsöguhetjan, og er hún jafn- framt söguþulur. Hún er nýbúin að missa móður sína og lítur með stjórnlausri afbrýðisemi á ást- konu þá, sem faðir hennar hef- ur tekið sér. Það efni minnir á Francoise Sagan, en Hanna tekur það allt öðrum tökum. Sigrún verður yfir sig ást- fangin af Arnljóti, sem er nem- andi í sjötta bekk menntaskól- ans. Hann umgengst hana oftast með kumpánlegri lítilsvirðingu, sem hún þolir honum af kven- legri undirgefni. Lýsingarnar á ástaleikjum þeirra eru raunsæj- ar, en ekki djarfar. Út á þann hála ís vill skáldkonan auðsjá- anlega ekki hætta sér. Þess vegna snýr hún við blaðinu, þegar hæst stendur, og gerir flagarann eina kvöldstund að dygðugum, róman tískum elskhuga. Sá snúningur minnir á aðferð sumra höfunda, sem láta sögupersónur farast, þegar þeir lenda í vandræðum með þær. Hin skyndilega sjálfs- afneitun Arnljóts er brotalöm í verkinu, vegna þess að hún er honum ekki eiginleg, eftir því sem honum er annars staðar lýst. Hún verður aðeins skýrð með því móti, að skáldkonan hafi hvorki viljað vera djörf í lýs- ingum, né heldur hafi hún viljað láta nokkuð gerast, sem hún treysti sér ekki til að lýsa jafn berlega og öðru, sem sagan greinir frá. Aukapersónur sögunnar eru systkini Sigrúnar, Snorri, fjórtán ára, og Lilja, níu ára, vinkonur Sigrúnar og Leifur, móðurbróðir hennar. Allar eru persónur þess ar með daufum einkennum, nema helzt Leifur. Hann er raungóður, en silalegur einstæð- ingur, ánægður í sínum einstæð- ingsskap. Ef til vill er hann sú persóna bókarinnar, sem er sjálfri sér samkvæmust. Það hef- ur höfundur gert sér Ijóst, og því hefur hann hyllzt til að mis- nota hann í sögulok. Persónusköpun er ekki hin sterka hlið Hönnu Kristjóns- dóttur, enn sem komið er. Hins vegar er hún samtalsmeistari. Samræður þeirra vinkvennanna í sextánda kafla bera vott um það, svo að dæmi sé tekið. Ef sá kafli væri færður upp á leik- sviði, mundu líklega fáir geispa undir því tali. Og þegar á allt er litið, er saga Hönnu undarlega spennandi, einkum ef höfð er hliðsjón af því, hve persónur hennar eru óljósar og fábrotnar. Það er ólga í sögunni og meiri undirstraumur en ein og ein setning gæti gefið til kynna. Þess vegna verður að álíta, að Hanna geti gert betri sögu, sett markið hærra. Þegar rætt er um persónur sögunar, má ekki gleyma móður Sigrúnar, þótt hún sé látin. Hún stendur eins og huldukona á bak við hana og kemur þráfalt fram GEYSIR Á BÁRDARBUIMGU eftir ANDRÉS KRISTJÁNSSON Saga Geysisslyssins mun lengi í minnum höfð. Hún er saga undarlegra örlaga, meins og mildi, harms og gleði. f bókinni eru allir þættir Geysisslyssins dregnir saman í eina heild. Þar er sagt frá flugfólkinu, aðdraganda ferðarinnar til Luxemburg, fluginu heim, árekstrin- um á jöklinum, iífi fólksins í fiakinu, hinni víðtæku leit og björgun áhafnar flugvélarinnar. Einnig er rakin óeigingirni sú og fórnfýsi, sem fram kom í leitar- og björgunar- starfinu, og mun þess lengi minnst. Koma þar við sögu fjödli manna víðs vegar að af landinu, og eru ferðir þeirra víða raktar. í bókinni er fjöldi mynda af slysstaðn- um, af leitarflokkum og björgunar- mönnum og frá heimkomu áhafnar flug- vélarinnar til Reykjavíkur. Þetta er hetju- og baráttusaga dugmikilla íslendinga við hamfarir íslenzkra nátt- úruhamfara. SKUGGSJÁ í hug hennar, fylgir henni eins og skuggi. Sigrún getur ekki hugsað sér, að önnur kona taki sæti hennar á heimilinu. Hún telur sér trú um, að það væri óvirðing við minningu hinnar látnu. En er það hin eiginlega undir- rót þess haturs, sem hún leggur á ástkonu þá, sem faðir hennar hefur tekið sér eftir lát konu sinnar og kvænist að lokum? Ekki er svo að ráða af sögunni, enda væri það tæpast eðlilegt. Sigrún hatast ekki við ástkonuna vegna móður sinnar, heldur vegna sjálfrar sín. Óbeit henn- ar stafar af ómengaðri afbrýði- semi. Enda segir hún að lokum þessi orð við föður sinn: „Þú tekur hana fram yfir þína eigin dóttur.“ Afstaða systkina Sigrúnar skýr ir þetta enn betur. Pilturinn læt- ur sér vel lynda, að faðir hans taki sér aðra konu. Hann er karl- maður, þegar öllu er á botninn hvolft. Og því skyldi honum þá vera raun að því, að nýr kven- maður bættist á heimilið? Og Lilja litla, systirin, er enn barn að aldri, aðeins níu ára. Hún ber því ekki sömu tilfinningar í brjósti til föður síns og Sigrún, sem er þroskuð kona. Enda kem- ur víða fram, að Sigrúnu kligjar ‘mest við hugsanlegum ástarat- Iotum föður síns og Evu, ástkonu hans. Þess vegna fer hún á hnot skóg eftir hneykslissögum um Evu, og klínir þeim síðan fram- an í föður sinn. Af þessum sökum verður hlut- ur móðurinnar of fyrirferðar- mikill I sögunni. Hún hefði át% að standa í meiri fjarlægð, skugg inn af henni hefði mátt vera daufari. Hanna Kristjónsdóttir segir fjörlega frá. Og hún segir ber- lega frá. Hins vegar er hún ekki lagin að fela. Hún kann ekki enn þá list að gefa í skyn. Hún segir allt berum orðum. Saga hennar ’r of úthverf. Það þurfa að vera leyndarmál í sögum eins og í lífinu. „Síðan töluðu þau lengi hljótt** segir í Njálu. í sögu Hönnu Kristjónsdóttur er hvergi talað hljótt. Þar er allt látið flakka. Þá er annað, sem finna mætti að sögunni, en það er tvískipt- ingin. Söguefnin eru í raun og veru tvö og skipa næstum jafn- mikið rúm. Annars vegar er Sig- rún og Arnljótur, hins vegar Sig rún og faðir hennar. Tvískipt- ingu eða klofningu af þessu tagi er erfitt að samræma í stuttri sögu, og er þá hættara við, að sagan leiðist út í tilfinningasemi, en hennar verður óneitanlega vart í sögu Hönnu. Sigrún elskar af öllum kröft- um. öðrum manninum ann hún sem elskhuga, hinum ann hún sem föður og karlmanni. Tilfinn ingar hennar verða tvíátta, svið- in verða tvö í stað eins. Er þó furða, hversu lítt sá tvíverðung- ur spillir sögunnL Svo mikið er lífsmagn hennar. Næstu sögu Hönnu Kristjóns- dóttur verður beðið með forvitni. Þess er vænzt, að henni geti enn vaxið fiskur um hrygg. Erlendur Jónsson. Dætur Fiallkonunnar DÆTUR FJALLKON- UNNAR, æviminningar. Skráð hefur skáldkonan HUGRÚN. Ægisútgáfan, Reykjavík 1963. Hugrún skáldkona, sem hingað til hefur fengizt við kveðskap og skáldsagnagerð, gengur nú á hönd ríkjandi bókmenntatízku j og sendir frá sér ævisögur, tvær í einni bók. Hefur hún skráð þær eftir tveim konum, Sigríði Sveinsdóttur og Önnu Margréti. Er siðari sagan bæði lengri og ýtarlegri. Þar örlar meðal ann- ars á þjóðlífslýsingum. Hugrún ætti að vera farin að þjálfast í ritstörfum. En það er auðséð, að hún veldur ekki því verkefr.i, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Sums staðar gerir mælgin út af við efnið. Það kafnar í marklausum orðum. Annars staðar, þar sem frásögn- in á að heita samfelld, vantar þrótt í stílinn. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þessum tveim konum, sem lagt hafa í að segja henni sögu sína. Eflaust eru þær mætar manneskjur, báðar tvær. En í sögum Hugrúnar eru þær litlaus- ar með öllu. Ævisögur þeirra verða að lágkúru í meðförum hennar. Það er einhver slappleiki í stílnum, eitthvert kjarkleysi, sem tröllríður efninu og dregur mátt úr því, svo að lesandinn má hafa sig allan við til að fylgja þræðinum, einkum í fyrri sögunni. Sumar setningar eru svo dúðaðar atviksorðum, að manni verður á að spyrja, hvort skáld konan sé komin i einhvers konar orðaleik. Hér skal tilfært eitt dæmi um stílshátt hennar: „Svefninn hefur ef til vill verið heldur lítill stundum." Þarna duga ekki færri en þrír varnagl- ar, „ef til vili“, „heldur“ og „stundum". Það er ekki verið að fullyrða meira en hægt er að standa við. Þá er hér annað dæmi, sem verður líklega flokkað undir lífs spekilegar hugleiðingar: „Það er ekki lítil heilsubót að finna, að manni er treyst, og að vera traustsins verður. Þá er tilgangi lífsins náð, svo langt sem það nær, og gæfan ekki langt undan, þótt ekki sé þar með sagt, að hún sé fylgikona allra, sem mega ekki vamm sitt vita í neinu." Ekki tekur betra við, þar sem eiga að heita manit lýsingar. Maður hlýtur að hug- leiða, hvort höfundi sé ávallt al- vara með þeim, eða hvort þær eigi að vera eins konar brandar- ar. Hvað skal t.d. segja um per- sónu, sem er „hógvær, en þó djarfleg, skýr í svörum, en þó orðvör, upplitsdjörf án frekju. þó smávegis feimin." Sums staðar hnýtur maður um predikanir, sem skáldkonan hefur skráð af eldmóði og vand- lætingu. Hvort hefði meistari Ví- dalín lagt lúður við eyra, ef hann hefði heyrt þvílíkar ræður? Hér er ein slík: „Það er lýðum ljóst, að mikil alkóhólneyzla deyðir smátt og smátt alla dómgreind, kjölfestu og kærleika, og mannssálin verð- ur þvílíkt rekald, að hörmung er um að hugsa.“ Dæmi pau, sem hér hafa verið tilfærð, eru öll úr fyrri sögunni. Hið síðari er skaplegri, þótt ekki sé hún burðug. Ef Hugrún hyggur á framhald andi ævisagnaritun, ætti hún að koma sér í kynni við gamlan skútukarl eða uppgjafa togara- jaxl, mann, sem talar enga tæpitungu og nefnir hlutina sínum réttu nöfnum. Stafvillur eru ekki fleiri en svo í bókinni, að telja verður líklegt, að prófarkir hafi verið lesnar. En ekki hefur prófarka- lesari talið ómaksins vert að láta setja punkta á eftir máls- greinum, sem víða vantar. í bókinni eru fáeinar myndir ai smíðisgripum Sigríðar Sveins- dóttur, og eru þær það skásta, sem þar er að finna. Erlcndur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.